Skólablaðið - 01.11.1973, Side 10
X Bæheimi var líka óánægja, einkum
með framkvaand efnahagsmálanna.
Helzti foryztumaður þessara óánægju-
manna var haffræðingurinn Ota Sik.
A miðstjórnarfundum flokksins, sem
haldnir voru kringum áramót 1967-68,
Fáir atburðir á siðustu áruiji hafa
vakið jafnmiklar umræður og innras
Sovétrikjanna óg fylgiríkja þeirra i
Tékkóslovakíu haustið 1968. Til þess
að átta sig betur á þessum atburðum er
nauðsynlegt að líta til baka.
Tekkóslovakia öðlaðist sjálfstæði
1918, en hafði áður tilheyrt Austurrísk-
Ungverska keisaradæminu. Tekkóslóvakia
er samsett úr þremur hlutum, Bæheimi
og Mærl.en þar gætti mikið þýskra
áhrifa.og Slóvakíu, en þar voru a ferð-
inni ungversk áhrif.1918 komust borg-
aralegir flokkar til valda.Tómás Masaryk
var forseti landsins og valdamesti
maður allt til dauðadags.Mikil mismunun
var milli landshlutar I Bæheimi var
þegar fullkominn iðnaður en Slóvakía
var frumstætt landbúnaðarland.Borgara--
legu rlkisstjórnirnar gerðu lítið til
að bæta úr þessum mismun.Það var fyrst
að stríði loknu að hafist var handa um
iðnaðaruppbyggingu i Slóvakiu.Múnchen
samningarnir 1938 bundu endi á sjálstæði
Tékkóslóvakíu. Svik hinna svokölluðu
lýðræðisrxkja, Bretlands og Frakklands,
vöktu mikla reiði meðal almennings í
landinu og urðu til þess að auka vináttu
í garð Rússa.Að stríði loknu kom komm-
únistaflokkurinn fram sem sterkasti
flokkurinn, enda hafði hann staðið
fremstur í baráttunni gegn nasistura.'
X kosningum , sem fóru fram árið 1946
fékk kommúnistaflokkurinn 43,2< í
Bæheimi og Mæri en um 30<s! í Slóvakíu,
eða samtals 38< í öllu landinu.Klement
Gottwald aðalritari Kommúnistaflokksins
varð aðalmaður í hinni nyju stjárn, sem
var samsteypustjórn Kommúnistaflokksins
Sósíaldemókrataflokksins og frjálslyndra
borgaraflokka.Stjórnin beitti ser fyrir
umfangsmikilli þjóðnytingu og "sósíal-
seringu" á mörgum sviðum.Borgarastéttin
snérist auðvitað til varnar "eignum
sínum". Flestir borgaralegu ráðherrarnir
sögðu sig úr stjórninni i febrúar 1948,
Kommúnistaflokkurinn greip þá tækifærié
og tók völdin í sínar hendur.Kommúnistar
voru komnir til valda án þess að til
blóðsúthellinga kæmi.Tékkóslóvakía
hafði þá sérstöðu meðal annarra sósíal-
istaríkja að iðnaður var þar þróaður
og almenningsfræðsla var þar á háu
stigi. Kringum 1950 var hinn svokallaði
Stalínismi á hástigi. Líkur benda til
þess að Stalín hafi verið haldinn
ofsóknarbrjálæði á háu stigi.Fjöldi
góðra kommúnista var handtekinn og
þeir liflátnir eða damdir til langrar
fangelsisvistar.Voru þeir sakaðir um
allt milli himins og jarðar,svo sem
Títóisma,borgaralega þjóðernishyggju,
njósnir fyrir nasista og kapítalista
og samsæri gegn flokknum.T.D. var
mönnum gefið að sök að þeir hefðu
verið flugumenn nasista, ef þeir
sluppu lifandi úr fangabúðum þeirra.
Einnig voru þeir menn álitnir grunsam-
legir, sem höfðu barist með lýðveldis—
hernum á Spáni. Tékkóslóvakía varð
einna harðast úti i þessari galdraher-
ferð. Þar voru meðal annars líflátnir
Rudolf Slánský aðalritari miðstjórnar
Kommúnistaflokksins, Vladimir Klementis
utanríkisráðherra og Josef Frank
aðstoðaraðalritari miðstjórnar flokksins.
Josef Smrkovsky og Gustav Husák fengu
báðir langa fangelsisdóma, sá síðar'-
nefndi fyrir "borgaralega þjóðernis*-
stefnu'.'En þessir menn voru báðir i
fararbroddi í baráttunni gegn þýska
hernámsliðinu. Fljótlega eftir að
Stalín gejspaði golunni 1953 hófwst
aðgerðir til að veita hinum liflátnu
uppreist æru. Það gekk þó mjög stirð-
lega, því að Novontý aðalritari flokks-
ins lá sjálfur undir grun um »ð vera
við réttarhöldin riðinn. T.d. kom
Husak ekki fram í dagsljósið fyrr en
1968. Það ár hófu hinir nýju stjórn-
endur herferð til að bæta fyrir
syndir fortíðarinnar á þessu sviði,
en það verk var stöðvað eftir inn-
rásina.
Fyrstu árin eftir valdatöku
kommúnista urðu talsverðar fram-
farir í landinu. En sú regin-
skyssa var gerð, að sovézka mod-
elinu af sósíalisma var þröngvað
upp á Tékka, en það er í aðal-
atriðum miðað við vanþróuð landbún-
aðarlönd og gat þvi átt við í Búlgaríu,
Albaníu og Rúméniu og Ungverjalandi.
Upp úr 1960 tók að gæta efnahags-
legrar stöðnunar. T.d. minnkaði
brúttóþjóðarframleiðslan 1963.
Skriffinnskubáknið þandist út og
áætlunargerðin varð mjög flókin.
Antonin Nóvotný aðalritari flokks-
ins var aldrei vinsæll. Hann var
maður valdagírugur og gegndi þannig
einnig forsetaembætti. Þá hafði
hann ýmsa skápbresti, sem áttu þátt í
því að gera hann óvinsælan. Því hefte-
oft verið haldið fram, að hann hafi
verið síðasti "Stalíni.stinn" við völd
í A-Evrópu. A síðari hluta ársins
1967 tók óánægjan að ágerast. A rit-
höfundaþingi sumarið 1967 urðu
harkalegar umræður, sem lyktaði með
því, að nokkrir rithöfundar voru
reknir úr flokknum. X Slóvakíu var
óánægjan mjög mögnuð. Slóvökum
fundust hagsmunir þeirra bornir fyrir
borð. Nóvotný vat Tékki og hafði
ekki mikið álit á Slóvökum. Aðal-
ritari slóvakísku fjokksdeildarinnar
var Alexander Dubcek. Hann var að
miklu leyti alinn upp ,í Sovétríkj-
unum og var þar síðar á flokksskóla.
tóku þessir aðiljar hondum saman 1
gagnrýni á Nóvotný. Var hann sak-
aður um allar vammir og^skammir.
Forsætisnefndin ákvað siðan 5. jan.
1968, að Nóvotný léti af störfum
"sakir heilsubrests" og var Alexander
Duþcek kjörinn aðalritari flokksins í
hans stað. Fljótlega eftir að Dubcek
og aðrir vinstrimenn voru komnir til
valda, varð bert, að þeir ætluðu ekki
að feta troðnar slóðir í stjórnar-
athöfnum sinum. Upphófust nú miklar
umræður á opinberum vettvangi.
Flokksleiðtogarnir fóru á vinnu-
staði og í skóla og ræddu við fólkið.
Margra ára niðurbæld óánægja brauzt
út, þegar menn höfðu loks tækifæri
til að láta ljós sitt skína. Þvi er
ekki að leyna, að ýmis öfl hugðust^
nota tækifærið og reyna að snúa þróun-
inni við. Þannig gerðu síðustu leifar
borgarastéttarinnar sér vonir um,^að
þær fengju nú afhent fyrirtæki "sin"
aftur. En auðvitað kom það aldrei til
greina, að fyrirtækjum, sem voru
komin í hendur alþýðunnar, yrði skil-
að. Ðregin voru fram í dagsljósið
mistök og glæpir fyrri valdhafa,svo
þeir gætu orðið víti til varnaðar.
Þegar Sepna hershöfðingi,yfirmaður stjórn-
máladeildar flokksins innan hersins, flúði
til Bandaríkjanna, varð kunnugt um
áætlanir hersins um valdarán til að bjarga
Novotný. Þetta hafði i för með sér
mikla gagnrýni á Nóvotný og þá kreddubundnu
stefnu sem hann var fulltrúi fyrir.
Voru blöðin þar í fararbroddi.Dubcek og
fylgismenn hans fannst þægilegt að
notfæra sór þau i baráttunni við and-
stæðinga sína innan flokksins.X lok
febrúar var ritskoðun í raun afnumin.
26 .marz sagði Novotný af sér sem forseti
og Ludvlk Svoboda hershöfðingji tók
við og er hann reyndar forseti enn.
5 apríl samþykkti miðstjórn
Kommúnistaflokksins nýja framkvæmda-
áætlun eða stefnuskrá, sem hafizt var
handa að undirbúa eftir að Dubcek
komst til valda. Að hluta var stefnu-
skráin byggð á niðurstöðum, sem ýmsar
nefndir, sem störfuðu meðan Nóvotný
var við völd, höfðu komist að. Þær
endurbætur í efnahagsmálum, sem minnst
er á í stefnuskránni komu reyndar til
framkvæmda árið 1965, en andstaða
Nóvotnýstjórnarinnar hafði komið 1 veg
fyrir að veruleg reynsla fengist af
þeim. I stefnuskránni segir.m.a. svo:
"Einstrengingsháttur ( dogmatismi)
stéttastríð, skriffinnskulegar og
miðmagnaðar aðferðir, svo og óvirðing
fyrir mannlegum verðmætum á liðnum
árum hindra hina sósíalísku þróun".
Það var úrskurður ofan að:"Samsetning
hins nýja þjóðfélags byggist eingöngu
á sem mestri framleiðsluþróun."
Þetta hafði í för með sér gífurlegan
vöxt þungaiðnaðar, samsetningarlegt
öngþveiti, efnahagslega stöðnun og
jafnvel að mælikvarði lífsnauðsynja
lælckaði. A fundum miðstjórnar í des.
og jan. 1967-68 var hin mikla sam-
þjöppun valds harðlega gagnrýnd.
Þessi gagnrýni gerði kleift að unnt
var að sættast á stefnu til að koma 1
veg fyrib skriffinnskulegar aðferðir
og að ákvarðanir væru teknar af fáurn.
S.fean segir í sömu ályktun: "Flokkur-
inn mun halda áfram að grundvallast á
verkalýðsstéttinni, en er ljóst, að
hún berst fyrir afnámi stéttarmúra,
gegn arðráni í hvaða mynd sem er og
fyrir mannlegum sjálfsákvörðunarrétti
Flokkurinn mun taka upp meginatriði
sósíalísks lýðræðis.Laun munu byggja
áþjóðfélagslegri þýðingu og "effecti-
voness vinnunnar en um leið verður
staðið á varðbergi gegn myndun nýs
sérhagsmunahóps". Um flokkinn sjálfan
segir m.a. svo: "Flokkurinn mun haldá
leiðandi hlutverki sínu, en sýna að
hann sé verður þess. Hann verður full
trái framfarasinnaðasta hluta þjóðfél
ggsins og mun setja langtímamarkmið
en "Þjóðfylkingin" verður stjórnmála-
leg útrás fyrir hina marghliða hags-
munahópa í þjóðfélagi okkar. Kommún-
istaflokkurinn mun gergaþetta ljóst
með röksemdafærslu. Umræður innan
flokksins verða frjálsar og ekki
verður gripið til þvingunaraðferða
g§gn minnihlutahópum sem eru á önd-
verðum meiði. Samt sem áður er ætlast
til að þeir fylgi ákvörðunum meiri-
hlutans. Kosningar í flokknum verða
leynilegar".
Hér á undan er sá grundvöllur, sem
Dubcek og fylgismenn hans byggðu
aðallega umbætur sínar á. Þá var ákv-
eðið að 14. þing flokksins sem halda
átti í september 1968 skyldi ganga
endanlega frá þessum málum. Arásir á
Dubcek og menn hans hófust fljótlega
í fjölmiðlum annarra sósxalistaríkja
einkum A-Þýzkaland og Sovétríkjanná.
Aróður þessi var oft mjög barnalegur
og órökstuddur t.d. voru allskonar
gróusögur aðaluppistaðan. T.d. var
sagt um utanríkisráðherra Tékka Jiri
Hajek, að hann væri í rauninni gyðing
ur og hefði verið njósnari Þjóðverja
í stríðinu. X júli 1968 fór fram
skoðanakönnun á vegum sérstakrar
stofnunnar. Hún leiddi í Ijós að 89$
þeirra er spurðir voru, vildu áfram-
haldandi sósíaliska þróun í Tékkóslóv
akiu en 690 voru óákveðnir.
29-júli fóru fram viðræður milli for-
ystumanna Kbmmúnistaflokka Varsjár-
bandalagsins ( nema Rúmeníu ) i
Cierna og aftur i Bratislava 3. ágúst
án þess að komist vaari að nokkurri
niðurstöðu.
Aðfaranótt 2o. ágúst réðst herlið
Sovétríkjanna, Póllands, Ungverja-
laqds, Búlgaríu og A-þýskalands á
Tékkóslóvakiu. Tékkar og Slóvakar
veittu enga mótspyrnu. Dubcek og
aðrir helstu leiðtogar voru hand-
teknir, og voru ekki látnir lausir
fyrr en Svoboda forseti hafði hótað
að fremja sjálfsmorð. Leiðtogarnir
voru síðan færðir til Moskvu, þar
sem þeim var, 26. ágúst, þröngvað
til að fallast á kröfur Sovétmanna,
sem voru m.a. þær, að ríkisstjórn
og miðstjórn flokksins voru endur-
skipHlagðar. Þrátt fyrir þaðhöfðu
Dubcekistar enn meirihluta.Þá var
ritskbðun komið aftur á.
17. apríl 1969 var Gustav Husak
kjörinn aðalritari flokksins. Hann
tilheyrði hinum svonefndu raunsæis-
mönnum, og er talinn standa mitt á
milli Dubeekarmsins og hægriarmsims.
Dubcek, Smrkovský og aðrir vinstri^
menn í flokknum voru siðan reknir úr
honum 197o.
Hægri tækifærissinnarnir höfðu unnið
algeran sigur (með hjálp sovétskra
vopna). Þróunin hefur verið sú,
siðan 1969, að flest hefur sótt i
sama horf og áður var. Núverandi
leiðtogar eru þó kænni menn og
raunsærri, en Novotný garmurinn
var. Þannig hefur framboð á neyslu-
og munaðarvörum aukist mjög mikið
gíðast liðin 3 ár, og er reynt að
halda fólki ánægðu á þann hátt.
Öánægjan er þó mjög útbreidd og
Rússahatur er óvíða eins útbreitt
og í Tékkóslóvakíu.
Eins og við höfum séð hér að framan
var framkvæmd sósíalismans í Tékkó-
slóvakíu komin í algerar ógöngur í
lok ársins 1967- Það var hlutverk
Dubceks og Kommúnistaflokksins að
draga úr, og leiða þá óánægjuspreng-
ingu, sem óhjákvaanilega hlaut að
eiga sér stað, i farvegi, sem ekki
voru hættulegir sósíalismanum.
Atburðirnir í Tékkóslóvakíu færa
okkur sósíalistum einnig heim
sannindi um það, að snögg umskipti
í sósíalistarikjunum eru óframkvæman-
leg meðan sú klíka afturhaldssamra
"kommúnista", sem er nú við völd í
Sovétríkjumum hefur oll ráð í hendi
sér. Hægfara þróun eins og sú, sem
er í gangi í Ungverjalandi og A-
Þýskalandi er vænlegri til árangurs.
Valdaklíkan í Sovétríkjunum reynir
að spyrna á móti hvaða breytingum-
sem er, og grípur oft til þess ráðs
að stimpla aðra sésíalista eða kommún
ista, sem greinir á við þá í einstök-
um atriðum) sem andsósíalista eða
handbendi heimsveldasinna. Þessar
ásakanir dynja t.d. daglega á Dubcek
og fylgismönnum hans, í fjölmiðlum í
Tékkóslóvakíu.
Þrátt fyrir þessa atburði, sem nú
hefur verið lítillega lýst, er engin
ástæða fyrir íslenska sósíalista að
leggja árar í bát. Þessir atburðir
geta einmitt orðið okkur víti til
varnaðar, ef við drögum réttar
ályktanir af þeim.
Helgi Sigurðsson
og Ingibjörg Friðbjömsd.
unnu upp úr viðræðum við
Tékkóslóvakíufarann
Stefán Hjálmarsson.