Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.11.1973, Qupperneq 14

Skólablaðið - 01.11.1973, Qupperneq 14
Samskipti Klnverja og Sovétmanna „Að taka upp stein, aðeins til að missa hann niður á fæturna á sér',’ er kínverst orðatiltæki, sem notað er til að lýsa framkomu ákveðinna heimskingja. Endurskoðunarsinnar í öllum löndum eru heimskingjar af þessari tegund. Mao-Tse-tung. Sovéskt herlið var sent til eyjar- innar Chenpao í Wusulifljóti 2. marz árið 1969 Fljót þetta rennur á landa- mærum Sovétríkjanna og Kína. Var ætlun- in að hrekja þaðan á brott kínverska landamæraverði. Skotbardagi hofst, og varð mannfall í liði beggja. Þann 15« sama mánaðar urðu aftur átök á sama stað, og næstu vikur bárust fréttir um mikla liðsflutninga þangað, beggja vegna landamæranna. Atburðir þessir vöktu gífurlega at- hygli, því að þeir voru fyrstu vopn- uðu átökin milli þessara tveggja þjóða síðan byltingin var gerð í Rússlandi, árið 1917. Fyrir þann tíma höfðu út- sendarar rússneska keisarans, ásamt Vesturveldunum og Japan, haldið uppi skefjalausum ránum í Kína, nær hálfa öld. Þegar Bolshevikar komust hins vegar til valda, afsöluðu þeir sér rétti til skaðabóta þeirra, sem rúss- neska keisarastjórnin hafði fengið eft- ir boxarauppreisnina (frelsisstríð Kín- verja, árið 1900), og öllum þeim ser— réttindum, sem Rússland hafði í Kína, að hætti stórvelda. Með þessu var nu lagður grundvöllur að vináttu Russa og Kínverja. Sú vinátta hélzt fram á síð- asta áratug. Hver var orsök þessara vináttuslita nú? 1 báðum löndum eru framleiðslu- tækin í félagslegri eign, sem er sú grundvallarskipan, er greinir sósjalísk ríki frá kapítalískum. Jafnframt kenna bæði löndin efnahagslega og pólitíska stefnu sína við hinn vísindalega sósjal— isma, Marxismann. En samkvæmt díalek- tískri efnishyggju * heimspeki Marxism- ans,$ru andstæður milli sósjalískra ríkja ekki ósættanlegar. Ágreining milli þeirra er hægt að leysa með frið- samlegum umræðum. Deilurnar milli Kína og Sovétríkjanna eru engin undantekning þar á. Orsakir þeirra eru sú öfugþróun sósjalismans, sem orðið hefur í Rúss- landi . Þeir Marx og Engels töldu, að eftir því sem kommúnisminn þróaðist meira, myndu landamæri smám saman þurrkast út. En þá gerðu þeir einnig ráð fyrir, að þegar hin sósjalíska bylting hæfist, myndi sósjalisminn á skömmum tíma breið ast út til allra landa. Þ.e.a.s. við hina sósjalísku uppbyggingu yrði að- eins til skamms tíma um að ræða and- stöðu frá bæði erlendri og innlendri borgarastétt. Sósjalísk og kapital- ísk ríki áttu ekki að geta þrifist, hlið við hlið.» Fljótlega myndi þeim lenda saman í stríði, sem endaði með því, að annað þjóðskipulagið liði und- ir lok. Einnig taldi Marx, að bylt- ingin yrði fyrst gerð í háþróuðum iðnaðarlöndum, því að styrkur hins sósjalíska þjóðskipulags fælist ekki aðallega í aukinni framleiðslugetu, heldur réttlátri skiptingu auðsins, og því afturhvarfi frá barbarismanum, sem því fylgdi. Þessar hugmyndir stóðust ekki, eins og kunnugt er. Lenin gerði bylt- inguna framkvæmanlega í lítt iðnþró- uðum löndum með flokkskenningu sinni. Og þegar byltingin var gerð í Rúss- landi,gátu borgararnir dregið útbre- iðslu hennar á langinn með fasist- ískum ofbeldisaðgerðum og sósjalísk- um umbótum. Síðastnefndu aðgerðirnar hafa orðið til þess, að kapitalisminn er ekki enn orðinn safngripur. En sú þróun, sem varð í Sovét- ríkjunum, markaðist mjög af þeim vandamálum, sem við þetta sköpuðust. Stöðug ógnun hinna kapitalísku ríkja, sem voru hernaðarlega mun öflugri, varð til þess, að pólitísk þróun varð nær engin í Sovétríkjunum fyrstu ára- tugina eftir byltinguna. Síðar, þegar aðstæðurnar breyttust, var komin fram í landinu forréttindastétt, sem ekki hafði sömu hagsmuna að gæta og fjöld- inn. Þessi nýja stétt tók upp endur- skoðunarstefnuna. Var við samningu hennar gjarna farið í smiðju vestrænna hugmyndafræðinga, því að „líkur sækir líkan heim", eins og þar stendur. En endurskoðunarstefnan byggist fyrst og fremst á því, að í stað þess að veita fólkinu aukin stjórnmálaleg réttindi, er sífellt hærri kröfum þess mætt með aukinni framleiðslu neyzluvarnings. Margir hafa ætlað, að með þessu hafi sannast, að lýðræðissósjal- ismi gæti ekki komist á. Hafa þeir bent á, að eðli ríkisins væri að við- halda sjálfu sér o.s.frv. En þetta er aðeins firra þeirra manna, sem enn ráfa stefnulaust um svartnætti hinnar borgaralegu hugmyndafræði. 1 Kína hefur þróunin orðið á allt annan veg en í Sovétríkjunum. Hafa Kínverjar haft þá aðstöðu, að geta stuðst við reynslu þessa fyrsta sósjalíska þjóð- félags. Þess vegna, meðal annars, hafa þeir getað forðast allar hægri hentistefnur og stefna nú hraðbyri að þjóðfélagi kommúnismans. En nú skal horfið nánar að þróun mála frá árinu 1917 og til dagsins í dag. Til þess að skýra samskipti landanna tveggja, mun ég verða að gera innanríkismálum þeirra nokkur skil. Fram að árinu 1949» var þróun mála mjög ólík í Sovétríkjunum og Kína. Á þessum tíma tóku Sovétríkin stórstígum framförum. Þau breyttust úr bændaþjóðfélagi í háþróað iðnaðar- land. ólæsi, sem áður hafði verið meira en 80$ var útrýmt. Þannig mætti lengi telja. Stjórnunin var í höndum fámennrar miðstjórnar komm- únistaflokksins . Stefna Irennar var Stalínisminn, sem miðaðist við að koma á kommúnisma í einu landi, og var nokkuð þjóðernissinnuð. Sósjalísk og kapitalísk ríki áttu ekki að geta haft samvinnu um nokkur mál. Því var það eitt helzta markmið Stalínismans, að koma á í landinu hagkerfi, sem væri algerlega óháð öðrum löndum. Kína var hins vegar í höndum er- lends auðvalds og var mest allur fluttur úr landi um leið og hann mynd- aðist. Þar var einnig háð nær stans- laust stríð í meira en tvo áratugi, fram að valdatöku kommúnista. Fyrst börðust kommúnistar og Kuo- minjtang. Síðan sameinuðust þeir í stríðinu gegn Japönum. Og að lokum lenti þeim aftur saman', sem endaði með því, að Chiang Kai-Shek flýði til Taiwan. Var þjóðin mjög illa á vegi stödd, þegar alræði öreiganna var stofnað. En styrkur þess fólst í hinum miklu vinsældum, sem byltingin naut meðal almennings. Kommúnista- flokkurinn var einnig mjög sterkur vegna innri aga, sem hafði náðst við ævintýralega baráttu hans við Japani og Kuominjtang. Höfðu þeir oft orðiþ að líða hörmulegan ósigur fyrir komm- únistum þrátt fyrir margfalt fjöl- mennari heri og betri vopn. Stefna Sovétríkjanna í innan- og utanríkismálum allt fram til árs- ins 1957 mótaðist mjög af veikri her- naðarstöðu þeirra gagnvart auðvalds- ríkjunum. Til að halda einingu í landinu, var hin fámenna miðstjórn, sem verið hafði í borgarastríðinu 1917-23, látin haldast. Einnig fékk miðstjórnin vald til að láta banda- lagslöndin leggja niður sérhagsmuna- kröfur sínar í þágu heildarinnar. Jafnframt hófu þeir mikla hergagna- framleiðslu, og var iðnvæðing lands- ins mikið miðuð við hana. Auk þessa virtu þeir alþjóðahyggju öreiganna nær gersamlega að vet'tugi. Því var það sem þeir studdu ekki kommúnista á neinn hátt fyrr en eftir valdatöku- na 1949. Hins vegar veittu Sovétríkin Kuo- minjtang stuðning í síðari heims- styrJöldinni gegn Japönum, og það þrátt fyrir, að það væru fyrst og fremst kommúnistar, sem veittu þeim mótspyrnu og hröktu þá að lokum úr landinu. Chiang Kai-Shek og herir hans höfðu á þessum tíma hægt um sig, því helztu andstæðingar þeirra sem umboðsmanna erlendra auðfélaga voru ekki Japanir, heldur kommúnistar. Styrkur Sovétmanna var því aðal- lega veittur vegna þess, að þeir töldu Chiang mundu ótvírætt verða stjórnanda Kína í framtíðinni, og þeir vildu koma á góðri samvinnu við hann. Þeir fengu heldur ekki svo lítið fyrir sinn snúð, því að í stríð- slok var þeim úthlutað Ytri-Mongólíu., Port Arthur og nokkrum eyjum í Kyrra- hafi] allt fyrrverandi landsvæðum Kína . Starblinda Sovétmanna á mátt komm- únista í Kína hlýtur að vekja furðu þrátt fyrir, að valdataka þeirra síðar nefndu hafi verið eitt mesta þrekvirk sögunnar. Hún mun aðallega hafa sta. að af því, að Sovétmenn töldu aðeins verkalýðinn í borgunum geta framkvæmt byltinguna. En Mao og félagar höfðu í upphafi beðið ósigur í borgunum og reiddu sig síðan að mestu á smábændur og leiðuliða. Einnig afsannaði bylt- ingin í Kína almennt viðurkenndar kenningar, þar sem landið var þá ný- lenda hálfgerð, og þjóðleg borgara- stétt mjög fámenn. Iðnaður var hverf- andi lítill og framleiðsla nær ein- skorðuð við landbúnaðinn. Sovétríkin voru á valdatíma Stal- íns í miklum heiðri höfð í Kína. Sovjeski kommúnistaflokkurinn var viðurkenndur sem leiðandi aflið í baráttu sósjalískra landa gegn kapi- talismanuin. Voru menn hvattir til að kynna sér reynslu hans og tileinka sér starfshætti hans. Einnig voru kenningar Stalíns mikið prísaðar í Kína og var hann, ásamt Marx, Engels, Lenin og Mao, talinn mesti hugmynda- fræðingur sósjalismans. Því var það, strax eftir bylting- una í Kína, að upphófst náin sam- vinna milli landanna. Gerðu þau með sér samning um það, að ef ráðist yrði á annað landið, skoðaðist það sem árás á hitt landið. Á efnahagssvið- inu hófst mikill stuðningur Sovét- manna við Kínverja. Byggðist hann aðallega á lánum og tækniaðstoð. Beinir styrkir voru engir. Stuð- ningsmenn (Rússar) höguðu því svo, að stuðningurinn náði ekki fyrsta árið, 1930, að vera jafn mikill og sá, sem Kuominjteng hafði fengið á stríðsárunum. Nokkrum árum áður höfðu Vestur- veldin hafið baráttu gegn Sovét- ríkjunum undir yfirskyni ímyndaðrar hættu af útþenslustefnu þeirra, og var nú Kalda stríðið, ásamt hinum ógeðslegu afkvæmum þess, enn meiri kúgun Kapitalista á þriðja heiminum, í fullu fjöri og vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna sömuleiðis. Hafði það mikil áhrif til hins verra á stuð- ning Sovétríkjanna við Kína, jafnt sem önnur lönd, þótt alþjóðahyggja þeirra hafi ekki verið sterk fyrir. Á fyrstu árum sjötta áratugsins viðurkenndu mörg ríki stjórn komm- unista í Kína, og tóku þær upp vin— samleg samskipti við Kína. Þetta voru aðallega lönd þriðja heimsins. Bandaríkin hugðust fylgja fordæmi þeirra. Höfðu þau misst allt álit á Chiang Kai-Shek því að aðgerðir hans til að ná vinsældum meðal al- mennings í Kína höfðu undantekninga- laust farið út um þúfur. Þegar til framkvæmdanna kom var hann bundinn í báða skó, því að auðfélögin, sem héldu stjórn hans uppi, höfðu engan hagnað af slíku. Af viðurkenningu U.S.A. á hinni nýju kínversku stjórn varð þó ekki og kom Kóreustríðið í veg fyrir það. Hófst það þannig, að Norður-Kór- eanski herinn undir leiðsögn Sov- jeskra hernaðarsérfræðinga réðst inn í suðurhlutann og lagði mikinn hluta hans undir sig á stuttum tíma. Um sama leyti kom upp deila í Ör- yggisráði S.Þ. milli Sovétmanna og annara þjóða um setu Kuominjtang í ráðinu. Er þeir fengu því ekki fram- gengt að stjórn Maós tæki sæti kína í ráðinu, sendu Sovétmenn fulltrúa sinn heim I mótmælaskyni. Gripu Bandaríkj amenn þá tækifærið og fengu það sam- þykkt, að bandalagið sendi her á hendur kommúnistum í Kóreu. Viðbrögð Sovétmanna við þessu voru þau, að þeir sendu hernaðarsérfræðinga sína heim frá Kóreu og tóku því ekki bein- an þátt í stríðinu gegn her S.Þ. N-Kóreumenn voru nú fljótt hraktir til baka. En þegar S.Þ. menn stöðvuðu ekki sóknina við landamærin, sáu Kínverjar sér ekki annað fært en að senda her inn í Kóreu, öryggis síns vegna. Þetta leiddi til þess.að Kínverjar voru umsvifalaust stimplaðir sósjal-imperíalistar og lýstu kapital- ískar þjóðir yfir fullum fjandskap við þá. Voru Kínverjar settir í „sóttkví" sem þeir losnuðu ekki úr fyrr en á síð astliðnu ári. Nær útilokað er, að Sovétmenn hafi ekki fyrirfram gert sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna í S.Þ. Alla vega lyktaði mál- inu þannig, að Kínverjar urðu enn háð- ari Sovétmönnum en áður, og forysta Sovétríkjanna meðal sósjalískra þjóða varð enn tryggari en nokkru sinni fyrr. Árið 1953 féll Stalín frá, og náði Krúschev þá völdum. Hvarf hann að nokkru frá þjóðernisstefnu Stalínisma- ns, enda höfðu öldur Kalda stríðsins þá lægt nokkuð, eftir tilkomu hinnar sovjesku kjarnorkusprengju árið áður. Vildi hann reyna sveigjanlegri utan- ríkisstefnu, sem beindist að alþjóða- byltingu með því að forðast stríð. Þessu voru Kínverjar samþykkir. Árið 1937 skutu Sovétmenn á loft fyrstu kjarnorkueldflaug sinni, og var hún einnig sú fyrsta sinnar teg- undar í heiminum. Með því voru þeir (komnir feti framar en U.S.A. í tækni- legri smíði gjöreyðingarvopna, þó að Bandaríkjamenn hefðu mun meira magn af þeim. Þá var komin upp sú aðstaða, að innrás Vesturveldanna í Sovétríkin var nær útilokuð, því það myndi hafa í för með sér of mikla eyðingu í báðum löndum. Sósjalisminn var nú eftir 40 ár loksins úr hættu fyrir heimsvalda- sinnum. Þetta töldu Maó og samstarfsmenn hans marka mikil tímamót. Núna skyldi barátta kommúnista ekki fyrst og fremst snúast um það, að halda því sem þegar hafði fengist, heldur skyldu þeir nú hefja öfluga sókn. Skyldi baráttan fyrst og fremst miðast við það, að koma á sósjalisma í þriðja heiminum og verða hér nefnd helztu atriðin, sem Maó taldi, að hafa þyrfti í huga við þá framkvæmd. Af eigin reynslu vissi Maó, að auð- valdsstéttir Vesturlanda tækju að- eins tillit til valds* samningar við þær gætu aðeins farið fram á máli vél- byssunnar. Þetta er kaldhæðnisleg staðreynd fyrir friðsama (?) Islend- inga. En hún hefur sannast alls stað- ar, (nú síðast í Chile), og kemur til af því, að hagsmunir alþýðunnar og auðvaldsins eru ósamrýmanlegir. Annað er það, að í stríði skipta vopnin ekki höfuðmáli, heldur fólk- ið. Það sannaðist einnig í Kína, og sömu sögu er að segja um Kúbu. I þessum löndum fengu kommúnistar vopn sín nær eingöngu frá andstæðingunum. Þannig yrði það einnig í framtíðinni, hvaða vopn sem um væri að ræða. Þótt andstæðingurinn hefði ety. kjarnorku- vopn í byrjun, yrðu þau innan skamms tíma einnig komin undir hendur al- þýðunnar•

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.