Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1973, Side 17

Skólablaðið - 01.11.1973, Side 17
 5P- INNKOMAN - AFTURKOMAN. Kseru félagar. Þessi orð tákna hlöðufulla endurkomu D.B.F., sem ætti að vera öllum þroskuðum nemendum skólans mikið dreifgleðiefni og ekki ætti dreifgleðin að minnka við þá dreifbýlis- legu hugsun að í vetur ætlum við góðu hirðar félagsins að starfa að tvíefludum hestöflum að þríeflingu félagsins, eða eins og bóndinn sagði:- Þrílembd varð hún, heillin.- Skammt er að minnast baráttu okkar fyrir tilveru félagsins er ribbaldalýður innan skólans reyndi með öllum ráðum að koma okkur hirðum D.B.F. á krié með innveikluðum blóð- kreppubrögðum, svo sem kuldarottulegum heilasogum við.að nema á braut hina einu og sönnu skráningu hjarðar okkar svo við stóðum uppi sem bóndinn er týnt hafði neftóbaksdósunum sínum. En kæru tryggu tilvonandi félagar. Nú er D.B.F. að hefja nýtt blómaskeið sem varpa mun blágulleitu blikki á framtíð félagsins og leiða félagsmenn þess framhjá blómaklukkugildrum Bakkusar huldum í heyreyk, og munið tvífættu sauðir, að hin ástsæla og góða miðstjórn vakir yfir velferð ykkar í hinum dreifðu byggðu bólum úti á landi. Og munið eftir hinum landfleygu orðum D.B.F.■ jafnið byggðinni.- Det var en mand paa landet paa landet var en mand og denne mand paa landet han var en landemand. ffrá Íkreifí«í|l i^felag.mu F.h. D.B.F. Markari. Lög og málamyndasamningur D.B.F. 1. Félagið skal heita Dreifbýlisfélagið. 2. Félagið hefur aðsetur sitt í Menntaskólanum- í Reykjavík. 3. Allir nemendur í Mennta- skólanumí Reykjavík geta gerst félagar í Dreifbýlisfélaginu. 4. Fimm menn skulu sitja í stjórn D.B.F. og skulu þeir skipta með sér eftirtöldum emtsettum: Ráðsmaður, Markari, Smali, Fjósamaður og Blaðurskjóða miðstjórnarinnar. 5. Ef stjórnarmeðlimur segir af sér störfum, undir sérstökum kringumstseðum, skal skipa mann í hans stað. Annars skal kosið í vorkosningunum og hafa félagar Dreifbýlisfélagsins einir kosninga- rétt. 6. Lágmarksgjal er 10 krónur til X 10 krónur. 7. Allur ágóði af starfi félagsins að liðnum vetri skal ekki afhendast ríkissjóði að vori. 8. Verði félagið lagt niður, skulu eignir þess, ef nokkrar eru ekki renna í ríkissjóð. 9. Félagið skal stuðla að kynningu á sveitalifi landsins nú og^til forna, meðal nemenda M.R. 10. Félagið skal stuðla að almennri upp- fræðslu nemenda M.R. á vanda-málum nútima- þjóðfélags. 11. Félagið skal berjast gegn júgurbólgu. 12. Félagið berst gegn blöndun hins góða íslenzka kúastofns. 13. Félagið skal birta stefnuskrá og lög sín í fyrsta eða öðru tölublaði skólablaðsins ár hvert. 14. Félagið ber hagsmuni dreifbýlisbúa sér fyrir^brjósti. 15. Félagið berst fyrir réttlátri dreifingu vændisstofnana um landið. 16. Félagið berst gegn auknum þéttbýliskjarna við Faxaflóa og vill að Reykjavík verði dreift smám saman út um landsbyggðina. 17. Félagið berst gegn júgurbólgu og fá þar af leiðandi ekki stelpur í M.R. sem eru með júgurbólgu inngöngu i félagið. 18. Félagið er óflokksbundið. 19. Stjórnar- meðlimir skulu því fara dult með stjórnmála- skoðanir sínar. 20. Stjónmál eiga ekki heima í Dreifbýlisfélaginu. 21. öheimilt er að ræða um stjórnmál á fundum Dreifbýlisfélagsins. 22. Dreifbýlisfélagið er ekki vinstrisinnað. 23. Undantekning á reglum No. 18, 19, 20, 21, 22, er heimil og sannar þar með að þær reglur eru ekki sannar. 24. Félagið berstgegn útrýmingu þarfasta þjónsins. 25. Félagið er á móti innflutningi og ræktun minka hér á landl, vegna hinnar geigvænlegu hættu, sem fiðurfé' landsmanna stafar af þeim ófögnuði. 26. Félagið er á móti innflutningi Galloway nauta til landsins vegna hættu á sýkingu af gin og klaufaveiki. 27. Félagið fordæmir harðlega þá aðferð sem nú er notuð við frjóvgun kúa hér á landi og æskir þess að upp verði aftur teklnn sá siður að kefla kúna. ' 28. D.B.F. félagar skulu styrkja kaupfélagið í einu og öllu og veitir D.B.F. afsláttarkort i kaupfélaginu. Kaupfélagið er eina og sanna verzlunin sem viðskipti skal hafa við. 29. Stjórnarmaður D.B.F. hefur aldrei rangt fyrir sér og skal i einu og öllu fara eftir hans fyrirmælum. 30. Hafi stjórnarmaður einhvern tíma rangt fyrir sér, vísast í grein No. 29. F.h. D.B.F. Húsnæðisvandamálið. Mörgum dreifbýlisnemanum hrýs hugur við því, hversu gífurlega húseigendaauðvald Reykjavíkur leikur þá grátt. Getur svo farið að allt sumarkaupið þeirra fari í að greiða húsaleigu og fæðiskostnað og oft þarf meira fjármagn til að gera nemandanum kleift að sækja nám hingað suður. Verða sumir nemendur að hætta algjörlega við það að stunda nám eða steypa foreldrum sínum í skuldahneppi.^Verður margur dreifbýlisbúinn að búa hér við þröngan kost og ævarandi merki þess fylgja honum alla leið að grafarbakkanum. En hverfa von bráðar, þegar huslað er yfir hann og rotnun hefst. Margir hafa leitað til okkar með sín vandamál og er langstærsti hluti þessara hjálparbeiðna varðandi þetta. Höfum við reynt að ráða fram úr þessu eins og kostur er. Og munið að við gerum hvað sem er, við hvern sem er, hvar sem er og hvenær se er. Eina haldbæra ráðið sem okkur hefur dottið í hug, er nú litið dagsins ljós. I stuttu máli er það þetta. Víða eru til alls konar kofar heima hjá ykkur t.a.m. sem notaðir eru undir ónýtt drasl, hrútakofar, hunda- kofar og allir hinir kofarnir. Þessir kofar mega foreldrar ykkar ábyggilega sjá af yfir vetrarmánuðina. Ætlunin er að flytja^þessa kofa svo hingað suður. Vissulega stríðir þetta á móti byggðastefu okkar, en ætlunin er, að setja þessa kofa niður á túnið fyrir framan Menntaskólann. Og sýna dreifbýlis- búum fram á hversu þéttbýlið er viðbjóðslegt í alla staði svo að þeir búi ekki í fram- tíðinni í þéttbýli. Já, flytja kofana suður og hola þeim á M.R. túnið. Og þar með er vandamálið leyst. Viljum við nefna orfá atriði, sem hafa mjög hagstæðar afleiðingar fyrir dreifbýlisbúana. 1. Engin hlaup í strætó og allur kostnaður við það fellur niður. 2. Heitt vatn til þess að hita upp kofana mætti fá af rennslinu, sem heldur vökinni í tjörninni fyrir endurnar. Væri sú leiðsla mjög stutt. 3. Mat fengju þeir á sama hátt og endurnar. Fólk vendist á að gefa þeim eins og öndunum. Matarleifar og alls kyns afgangar koma svo auðvitað þéttbýlisbúar með sér, þegar þeir koma í skólann. Gætu þannig myndast. sterk tengsl milli þéttbýlis og dreifbýlis. 4. Borgarstjóri myndi án efa fjölga götu- ljósum í Lækjargötunni og beint geislanum af nokkrum þeirra uppá túnið. Þyrfti þannig ekkert fyrir rafmagnskostnaði að hugsa vegna ljósa og er það mjög hagstætt, jafnvel þótt Rafmagnsveita Reykjavíkur sé á hausnum. Gætu nemar ráðið styrk geislans, með því að troða því versta, sem að þeim er hent i stærstu rifurnar eftir þörfum eða tekið úr þeim aftur. Ekki þarf að óttast það, að mönnum verði ekki kalt þegar á ljósi þarf að halda a.m.k. finnst öndunum það ekkert kalt í tjörninni. Hefi ég nú aðeins nefnt örfá atriði í þessu sambandi um það, hversu allýtarlega þetta verður hagstæð dvöl þarna. Og allt tal um, að þetta verði hundalíf er eingöngu runnið úr brjóstum öfundsamra þéttbýlisbúa. F.h. D.B.F. Ráðsmaður. Monthýsið. Þar sem það er almennt álit þéttbýlisbúa á Reykjavíkursvæðinu að eigi sé pláss fyrir "Monthús" Nordals og allra hinna spari- grísanna á Stór-Reykjavíkursvæðinu, er það einróma, hjáróma og fimmróma álit stjórnar D.B.F., að auðvaldskompan skuli rísa af þaki (sbr. að þetta er pýramíði með þakið niður til hins fégráðuga en grunnurinn á pýramíðanum er efstur) utan Reykjavíkur. Sum sé, hún- á að rísa úti á hinni dreifðu byggð landsins, sbr. 15. gr. í lögum D.B.F. "Félagið berst fyrir réttlátri dreifingu vændisstofnana um landið." En í þessari stofnun eru menn "vændir" um að hafa gefið út innistæðulausar ávísanir eða falsaðar. Og til þess að fullnægja hinni fullkomnu byggðastefnu D.B.F. leggjum v,ið til að sparigrísirnir fái inni í húsi einu uppi í Borgarfirði. Þar fyrirfinnst eigi alllítið sportgleðihús, sem autt stendur, er drápsglaðir menn halda sig frá Grímsá. Þar geta sparigrísirnir engu að síður verið hátt uppi eins og á gólfi monthýsi þess, sem þarna væri gjörlegt að setja niður, því að þegar að þeir setjast niður á kvöldin og fá sér glas á barnum að þá geta þeir verið mjög hátt uppi, vegna þess að óvanalega hátt er til lofts yfir barnum, samtals 8 metrar. Efumst við ekki að þeir endurskoði afstöðu sína og taki þetta feginshendi. Þar með er byggðastefna D.B.F. ætíð að stuðla að dreifbýlskri byggð í landinu og má þar nefna að D.B.F. hefur margoft lagt til að hús úr Reykjavík verði flutt út á land. Þar með er ekki grundvöllur fyrir því að húsið verði flutt til Rvíkur, og t.a.m. yrði lengara fyrir drápsmennina að sækja á morgnana. F.h. D.B.F. Markari og Ráðsmaður. Markari og Ráðsmaður. 13-13-3 Ær og kýr. árgjöldin ódýr. Þannig hljómar kall það, er við æskjum þess að felagagjald í D.B.F. sé borgað. Eins og sjá má á þessu er gjörlegt að borga inn á giróreikning okkar no 13-13-3 á næsta pósthúsi eða banka. Ameðan dýrfeíðin vex, og allt ætlar að kafna í holskeflu kostnararverðbólgu, erum við með sama árgjald og í fyrra kr. 10 til X; X> 10. Það má benda á það t.a.m. hefur Framtíðin, félag framagosa og viðaukanafna ( s.b.r. alla dalina í norðri sem vefja bergin líni og nota einkennilega stafi, sem ekki eru notaðir í íslensku sbr Z og orðið að hækka sín gjöld á ársgrundvelli um þrefallt. Einnig er auðið að inna þessar greið- slur til einhvers af stjórnarmeðlimum. Og munið : D.B.F.-merkið sem gleður D.B.F. Hittumst í næsta skólablaði. Og að lokum hvetjum við alla D.B.F. að skrifa í síðuna okkar.. Fyrir hönd D,B.F. Ráðsi. Aðalfundur. Aðalfundur D.B.F. var haldinn nú um daginn, erfiðlega gekk að finna fundinum stað í fyrstu af þeim orsökum sem nú skulu raktar. 1) Þar-sem D.B.F. eru sannir dreyfbílingar þurfti einn þeirra að dreyfa sér til Keflavíkur og þótti þetta einkar góður tími til þess: (Sam- róma áliktun fundarins.) 2) Þar sem dreyfðarhugur var í fundarmönnum, var ákveðið að hafa fundarsalinn sem minnstan og af þeim furðusögum varð bóksalan fyrir valinu. Eitt ljóð var þó i máli þessu Þorarinn nokkur Þórarins- son var þar (bar hvar) A fundinum var sú var sú dreifðartillaga mörkuð af öllum fundarmönnum (þóekki Þ.Þ. sem einungis olli hávaða er tillagan var mörkuð), tillagan hljóðaði ekki, en innvolsið var á þá lund að halda ætti tölu yfir hjörð D.B.F. núlíðandi vetur, Markið á tillögunni var bitið aftan eystra, nagað ofan , sprengt neða norðvestra, Mörgum þykir þetta máske vera markið hans Gvendar á neðra gufuhvoli, en svo er ekki, því hans mark er eins og fáir vita heilt syðra afskorið vestra. A fundinum var einnig rifist mikið. Framhald síðar. Markari D.B.F. ^cir sera urrnu Haðiéi <W “L G-o Gn tPAJÍ : WAJf; "o\jA Ce IhfrA B. u ^ HAe*, '1 éoe - LAEA , I^CneticiföOr ^ MtrAí° WÍELS 'e . h°' y y \ r "1/ ABúE&Ð- víuu gAEBAeoSSA PKEMTUW :

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.