Skólablaðið - 01.02.1973, Síða 12
Speki: Það er ekkert nýtt
undir sólinni. Það er ekkert nýtt
að blóðugar raddir kúgaðra nemenda
brjótist fram í dagsljósið. Við
erum fjarri því að vera ánægð. Við
kunnum ekki að meta ástandið eins
og það er.
Okkur geðjast ekki að þeim
þurrpumpulega sofandahætti, sem er
stimpill á öllu því starfi sem fer
fram I skólunum. Við erum ÖANÆGÐ
með þursaháttinn, sem einkennir
alla kennslu. Kennurum LEIÐIST
augljóslega jafnt og okkur. En
þeir telja það vera jafn sjálfsagt
ogsaltið I grautnum, að allt sé í
leiðindadróma. Sögukennslan er
til dsmis steingerfingur í náms-
skránni eins og hún er nú. Enn
styðjast yfirvöld skólanna við
barnaskólaspekina, að BELGJA okkur
út með sagnfræðilegum STAÐREYNDUM,
sem eru okkur viðsfjarri. Ymsu er
slegið fram, en fáu eru gerð nokkur
skil. Félagsfræðikennslan er eins
og botnlaus fata, þar er MOKAÐ og
MOKAÐ, en ALDREI fyllist sú fata.
Þar leggjast á eitt fremur mis-
lukkuð vinnubrögð nemenda, og V
VÖNTUN þess, að kennarinn marki í
upphafi svo skýra stefnu, að nem-
endur viti hver tilgangurinn sé,
og að hverju skuli STEFNA. Hvoru
tveggja má um kenna. En það af-
sakar EKKI NEITT.
“Jyv i ^.
óíbyljan
Margar af deilum skólans þurfa
að burðast með námsefni, sem er
algjörlega UTAN VIÐ þau svið, sem
NEMENDUR hafa sjálfir VALIÐ, SER.
Hvað er verið að ÞRÆLA málá!deildum
til að grafa sig í líffræði?
Hvaða gagn hafa húmanistar af þvi
að romsa upp úr sér nöfnum á sykrum
ensimum, liffærum, æðum, vöðvum og
guð má vita hvað? Tíminn, sem
þessu námsefni er ætlaður er svo
skammur,að kennslan er öll í
HANDASKOLUN og nemendur komast ekki
yfir að LÆRA nema örlitinn hluta
allrar þessarar grautargerðar.
Fyrir nú utan það, að SKILNINGUR
er enginn. Nemendum hefur skilist
á ýmsum KENNURUM, m.a. í líffræð-
inni, að beir séu OANÆGÐIR með
þessa námstilhögun. Þeir telja
SLÆGAR undirtektir standa í beinu
sambandi við HJARÆNULEGA SKIPU-
LAGNINGU á námsefni og kennslu-
tilhögun. Það mætti ætla að okkur
væri ætlað að ljúka EMBÆTTISPRÖFI
í hverri einustu grein á METTlMA...
Svona er þessi STOFNUN. Svipuð
daani má taka úr stærðfræðideildunum
Þau eru trúlega litið betri.
Þá eru það MÆTINGARNAR.
Himinn og jörð ætla að hrynja ef
vantar nokkurn mann i timana.
Skólastjórinn vill herða agann.
Meiri AGA. Svipunni er veifað og
hún þýtur við eyrun á okkur. En
þetta þyrfti skólastjórn að VITA:
Það virðist tilhneiging kennaranna,
að skipta sér sem minnst af mætingum hafi sett HNEFANN I BORÐIÐ. VA-
MANNS KOPPI. Þetta skapar óvild
nemenda í hennar garð. En hverju
varðar skólastjornina un það?
En það má núa henni þessu um
nasir: Hnýsni þessi og kukl hafa
litinn árangur borið. Nemendur
LEIÐA HJA sér þetta kák, og láta
sig EINU GILDA hvað taglhnýtingar
þessara steinrunnu aðferða segja.
Maður skyldi ætla, að það væri
metnaður skólayfirvalda, að fylgjast
með HUGARFARSBREYTINGUM ungs fólks,
og koma til móts við þær. En það
er nú eitthvað annað. NU eru horfur
á þvi, að yfirvöld FRÆÐSLUMALA
svo og SKÖLAYFIRVÖLD muni einangrast í
enn ríkara mæli en verið hefur.. Sjái
VALDHAFINN ekki hvert stefnir, horfir
MUN VERR, en okkur nemendur óráða
fyrir.
Það er bezt að sleppa umræðu um
félagslíf og félagsaðstöðu. En eitt
má BENDA A: DEYFÐIN í félagslífinu er
svo ÖSKAPLEG, að hún er að ganga að
félögunum DAUÐUM. Nemendur er gersam-
lega útkeyrðir að skóladeginum loknum,
og ekki hvarflar að þeim að eyða þar
meiri tíma en brynustu nauðsyn ber til
ÞETTA ASTAND A RÖT SlNA AÐ REKJA TIL
STEINRUNNINS SKÖLAKERFIS OG AFDANKAÐRA
SKOÐANA YKKAR, VALDHAFAR.
Þetta eru því miður ekki stóryrði
Skólayfirvöldin og meiri hluti kennar-
ana lita á sig SEM HEILAGAR KYR eða
GOÐ A STALLI. Þar má enginn nálægt
koma. Þið getið spurt hvaða nemanda
sem er að þessu. Svörin munu verða
á einn veg. Svörin munu dæma ykkur.
Nemendum finnst sem hinn illi andi
þessa drepandi gerræðis skríði með
skuggum, jafnt a skólatima sem utan
hans, gjótandi Utundan sér augunum,
og bíði þess að stökkva á okkur og
hefja tröllslega GANDREIÐ KUGUNAR-
INNAR um hugi okkar. Þetta er dæmt
til að tapast. I skólanum er ÖLGA.
Gremjan i garð skólayfirvalda
fer SIVAXANDI. Fátt virðist vera
fyrir nemendur að taka til bragðs.
Öll skoðanamyndun er BARIN NIÐUR,
harðri hendi. En það er skemmra í
að upp úr sjóði, en margan grunar.
Þess eru þegar merki, að nemendur
hjá nemendum. Margir láta eins og
þeir VITI EKKI AF hinu ljóta
KUGUNARTÆKI, sem a að geyma SYNDA-
REGESTUR nemenda. En það er eitt
einkenni skólayfirvaldanna, að þau
eru löngum með nefið OFAN I HVERS
U.
nemend
nýjar hugmyndir brjótast í gegn.
starfsgleðin verður fararnesti á ný
hið óvirkjaða afl skólaæskunnar mun
sópa burtu
aflóga "stjórnendum".
þeir munu falla fyrir hugarfars-
byltingunni miklu.
hláturinn breytir ekki neinu.
við höldum áfram að stefna að
markmiðinu.
"þið" sofið og étið kökur.
reykið og talið í hring.
en á meðan munum við markvisst
vinna að því að brjota
ykkur á bak aftur.
hverjum verður þá skemmt?
STOFNUNIN SKÖLI, ER ÞVINGUM I DAG.
við erum einangruð frá venjulegu
lífi.
kennarnir lifa i eigin heimi, hræddir
um að missa
BRESTUR BYLTINGAR OKKAR lætur
þegar í eyrum ykkar. Eða hafið
bið ekki heyrt neitt, VALDHAFAR?
Skilaboð til ykkar frá okkur:
REYNIÐ AÐ SYNA VIÐLEITNI. SNUIÐ
BAKI VIÐ YKKAR FJARSTÆÐUKENNDU
UTÖPIU. SEINT ER BETRA EN ALDREI.
Eg slæ þá botn i þessa lastastafi.
En margir munu reiða penna sína og
hefja máls á ný, eftir að ég set
hér siðasta punktinn.
aávarpió
bpfjs Irnmi ? B
þess komi?
þú: það hlýtur að vera.
ég: I alvöru. líttu á ástandið I
dag, hvernig var það í gær?
þú: það er satt, við verðum að
svipta þeim úr sessi.
VIÐ: ÞEIR SKULU FA GOLDINN RAUÐAN
BELG FYRIR GRAAN.
verður þetta skólablað ritskoðað?
fær blaðið að birta greinar sem
þessar óbrenglaðar, eða koma menn-
irnir með strokleðrið og gömlu
hugmyndafræðina? verður rektor og
andlit sitt og sjálfsvirðingu er þeir kennurum skemmt þegar þeir lesa
blanda við okkur geði.
sumir gera það.
það eru fyrstu svikararnir á stétt
ykkar.
ýannar að senn kemur að uppgjörinu.
par kemur, að allir telja sér gleði
og ánægju að sækja skóla;
við skulum sameinast í því að grafa
undan ráðamönnum skólanna.
þú: nema þeir skipti um afstöðu.
ég: en heldurðu í alvöru að til
þetta? verði þeim skemmt, verður
okkur skemmt. þá vitum við, að
þeir fljóta sofandi að feigðarósi,
verði þeim ekki skemmt, gleðjumst
við. þá er von til þess að þeir
TAKI SÖNSUM.
lifi frjáls hugsun nemenda.
lifi frelsið.
BYLTIR.