Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 13
Vinur vor, Héðinn Skarphéðins- son, var kominn 1 bæinn á ný eftir sumarleyfið og byrjaður aftur á námi slnu. Héðinn var frá góðu heimili, foreldrar hans vel metnir innan sinnar stéttar, en hann sjálfur gæddur góðum gáfum og hinn mannvænlegasti. Héðinn hafði gegnum árin komizt I nokkuð náin kynni við fáfengilegt glyslíf höfuð- borgarinnar og þekkti núorðið hvað þar bæri helzt að varast. Hið napra hæðnisbros sem oft lék um feitar gelgjuskeðs- varir hans, bar þess glöggt vitni, að þarna færi maður, sem hefði upp skorið mikla reynslu 1 þessu lifi. Þessa reynslu hugði hann nægilega tryggingu gegn því, að hann tæki alvarleg gönuskeið eða vixlspor í framtlðinni. Því miður reyndist þetta helzt til mikið oftraust á sjálfum sér eins og brátt mun koma I ljós. En fyrst skulum vér skoða Héðin aðeins nánar. Héðinn var félagsmála- skúmur og gerkunnugur alls kyns ismum og áttum. Skiimur er annars ágætur ránfugl, sem þrlfst aðallega austur á söndum, en nafn hans hefur gegnum tímans rás öðlast niðrandi merkingu sbr. kjafta- Lesendur góðir. Með Héðinn: þessa ógeðfelldu persónu I huga er varla erfitt fyrir yður að trúa þvl sem nú tók að gerast, en eins og þér Vér: kannski munið, var Héðinn nýkominn í bæinn þegar sagan hófst. Vér skulum samt ekki vera alltof dómharðir á aumingja manninn, því hverjir erum vér, sem erum þess Héðinn: umkomnir að dæma lifendur eða dauða? Þetta er ein af hinum svokölluðu samvizku- spurningum, en þeim-varpa Vér: móralskir rithöfundar gjarnan framan i lesendur þegar umræðuefnið er að lognast útaf. En að slepptri Héðinn: þessari annars ágætu fyndni vorri var það alls ekkert grln, sem skeði eftir að Héðinn var nýkominn 1 bæinn Vér: eftir sumarleyfið, nánar tiltekið slðla kvölds I október. Héðinn hafði nýlokið við langa grein, í hverri hann taldi sig hafa sannað með óyggjandi rökum, að neon-real-plasticismi 1 myndlist væri I raun og sann- leika bein hliðstæða orangútan- bavíanismans í bókmenntum, sem hann hafði að vísu sjálfur komið fram með, þvl vissulega var Héðinn skáld. Héðinn var einmitt að leggja slðustu hönd á verkið og drýldin sigurvissan skein út úr hverjum Héðinn: skúmur. Vér leyfum oss að nefna drætti hins forljóta andlits, Héðinn félagsmálaskúm sökum þess að vér höfum lltið álit á Héðni og hans félagsmála- afskiptum,- kannski væri réttast að kalla hann félags- máladindil, en nóg um það. Að ytra útliti og 1 framkomu var Héðinn dálltið kyndugur, eins og oft vill verða með iðkendur hinnar æðri speki. Sítt hárið féll niður á herðar I ógreiddum, fituklístruðum flókum. Skítugar gallabuxurnar voru hlægilega slitnar um rassinn, sem að vlsu var óvenju hold- mikill. Kringlótt gleraugu sátu skökk á karöflunefinu, þar sem krökkt var af flla- penslum. Stundum gat Héðinn verið undarlega viðutan. Vér segjum ekki að hann hafi átt það til að hneppa frá sér jakk- anum, taka fram bindið og míga slðan á sig, enda gekk hann aldrei I jakka og þaðan af slður með bindi, en sannfróðir hafa tjáð oss að eitt sinn hafi hann, eftir að hafa verið spurður hvað klukkan væri, dregið eldspýtu- stokk upp úr vasa sínum og skoðað hann í krók og kring með undrunar- og fýlusvip á andlitinu. En látum oss ekki bregða, miklir andar hafa um annað að hugsa en hversdagsleg fánýtj., spekingurinn Héðinn Skarphéðinsson var oftast með hugann bundinn við lausn alheimsgátunnar og gildi hinna ýmsu isma fyrir mannkynið I heild og yfirburði þeirra yfir hvern annan. sem var útatað I graftrar'^ bólum, enda maðurinn sóði eins og vér höfum kannski minnzt á áður. Héðinn sat sem sagt þarna I leður- klæddum skrifstofustól við flannastórt skrifborð og eyddi annars ágætu bleki I þessa líka herjans vitleysu, sem vér vissulega höfum reynt að lýsa fyrir yður, lesendur góðir. Hann sat þarna, dýrið, með digran vindil í munnvikinu og blés þykkum reykjarbólstrum út í loftið með sigurglotti, helvltis auðvaldskúkurinn, því það var hann vissulega. Hann sat þarna I reykjarmekki, nánast reykjarsvælu, og lagði síðustu hönd, já, sína síðustu skítugu krumlu með kartnögl á hverjum fingri, á verkið, ef verk skyldi kalla, með sigurbrosi á vör, þessari skvapkenndu svertingjavör 0, herrar vorir og frúr, hvað hann Héðinn var innilega fráhrindandi þar sem hann sat þarna, eins og áður greinir. En hvað gerðist svo? Ekkert annað en það, að vér bönkum hæversklega á^dyrnar og Héðinn hreytir einhverju út úr sér, sem átti víst að tákna "kom inn". Vér göngum inn. Vér: Héðinn: Vér: Héðinn: Vér: Jæja, svo það er bara upp á þér typpið I kvöld, ljúfur, en gaman. Nú er nóg komið, Héðinn, hingað og ekki lengra, eins og Cæsar sagði þegar hann kom að Rúblkó- fljóti. Ha, ha, ha, eins og Cæsar ha, ha, annan svona, ha, ha (stendur á öndinni af hlátri) Oss er ekki hlátur I hug. Nú er komið að uppgjörinu, Héðinn hugleiðið það. (stynur af hlátri, grætur af hlátri) upp, upp, ha,ha, gylp, ha, stön. Já, vissulega er stund hefndarinnar upp runnin, nú skuluð þér fá að gjalda fyrir leiðindin 1 yður, nú skuluð þér fá að gjalda fyrir setu yðar I þessum leðurklædda stól við þetta flannastóra skrifborð, þar sem þér voruð að leggja slðustu krumlu yðar á þetta llka and- styggilega verk yðar, ef verk skyldi kalla. (dolfallinn) Eg á ekki fóður undir fat, ertu genginn af göfiunum, maður? Þér hafið setið hér I reykjarmekki, nánast svælu, og viðhaft sigurííros, nánast glott, á vör, á vör segjum vér, yðar ósegjanlega ógeðslegu vör. (er hættur að standa á sama) Varstu að drekka,lagsi? Þé r sátuð o.s.frv. Þetta er ekki hægt. .Þér sátuð vissulega o.s.frv. Vér: Héðinn: Vér: Það erum bara vér. Nú, ert það bara þú hvers vegna hættirðu ekki að þéra sjálfan þig eins og asni, hundspottið þitt? Það kemur yður ekki hundasklt við, frettruntan yðar. Það, sem eftir þessar orðræður fór í hönd, var að réttu lagi óskrifanlegt, en svo að þér, hæstvirtir lesendur, rennið eilltinn grun I hvað raunverulega gerðist þetta umrædda kvöld, Héðinn nýkominn I bæinn eftir annars ánægjulegt sumarleyfi, logn og bllða hér sunnanlands, en búizt við að rigndi um nóttina, dálltið, líklegast áhrif lægðarinnar að sunnan, þá er bezt að vér drögum þetta ekki lengur. Héðinn stóð upp, gekk hægt kringum borðið flanna- stóra, tók þétt og ákveðið I vinstri öxl vora, rammur^ að afli, dýrið, og fylgdi oss rólegur til dyra. "Hættu svo að kássast upp á annarra manna jússur", mælti hann og skellti hurðinni I hæla vora.. Vér röltum I burtu, örlltið hoknir og einmanalegir. Guðm. Þorsteinsson. 38.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.