Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1973, Page 15

Skólablaðið - 01.02.1973, Page 15
■Hskólafundur vetrarins var haldinn í kjallara CasaNova 3. okt. 1972. Fyrir fundinum lágu haustkoshingar og auk þess tillaga frá Páli Baldvins- syni. Fyrst voru teknar fyrir kosningar, skólafundur átti að kjósa quaestor, tvö til vara 1 skólastjórn, tvö 1 ritnefnd skólablaðsins, tvö í Xþöku- nefnd, einn í plötusafnsnefnd, einn 1 bóksölunefnd, fjóra í leiknefnd,þrjá 1 myndlistadeild, tvö 1 bókmennta- deild og tvö 1 leiklistardeild. Eftirtalin framboð bárust: (ath. allir undirstrikaðir náðu kjöri) Quaestor scholaris: Magnús Olafsson Kristín Vala Ragnarsdóttir tveir varamenn 1 skólastjórn: Björn Birgisson Daniel Guðjónsson Grétar Róbertsson til leinefndar: Sigríður Vigfúsdóttir Vigdís Esradóttir Margrét Þóra Gunnarsd. Grétar Róbertsson Arni CTH. Arnason til ritnefndar: (sjálfk.) Birgir Svan Grétar Róbertsson til myndlistardeildar Listafélagsins: Guðmundur Ingason Osk Ingvarsdóttir Marta Konráðsd. Grétar Róbertsson til bóksölunefndar: Valgelr Pálsson Grétar Róbertsson til bókmenntadeildar Listafélagsins: Gunnar A. Harðarson Grétar Róbertsson Arni ÞorSteinsson Haraldur Blöndal til plötusafnsnefndar: Pétur Þorsteinsson Grétar Róbertsson Benedikt Jóhannesson til leiklistardeildar Listafélagsins: Viggó Gislason Elísabet Ingvarsdóttir Grétar Róbertsson til Iþökunefndar: (sjálfk.) Katrin Þorvaldsdóttir Grétar Róbertsson Tillaga frá Páli Baldvinssyni og fl. um viðauka við kaflann um ritnefnd. "Heimilt er ritnefnd að skylda hvern félaga skólafélagsins til að greiða áskrift að skólablaðinu I upphafi vetrar og verði hún innheimt með öðrum skólagjöldum." Páll talaði fyrstur um tillögu slna og sagði að hún hefði verið rædd á siðasta rit- nefndarfundi og verið samþykkt einróma. Hann taldi að um lagabreytingu væri að ra&ða og þyrfti hún því 2/3 hluta greiddra atkvæða. Hann taldi, að ef þessi tillaga yrði samþykkt, mundirekstrar grundvöllur skólablaðsins stóraukast og batna. Hann ræddi einnig um hin almennu skólagjöld og sagði að þeirra væri aflað án heimildar laga. Loks færði hann rök fyrir réttmæti tillögu sinnar. Margrét Pálsdóttir skoraði á menn að samþykkja þessa tillögu og taldi hana einu lausnina fyrir bættu skólablaði. Grétar Róbertsson skoraði á menn að samþykkja tillögu þessa. 40. Ingólfur Hannesson taldi að hér væri um kúgun að ræða af hálfu ritnefndar. Hann sagði að þetta vári kúgun ofan á kúgun, og hvatti menn til að fella tillögu þessa. Mörður Arnason ræddi um áhugaleysi inna veggja skólans og taldi það alvarlegt. Hann vill pina menn til að taka þátt í félagslífi skólans annars leggja allt félagslíf niður. Hann skoraði á alla að samþykkja tillöguna. Rlkharður Sigfússon mótmælti þessari tillögu á þeirri forsendu að skólablaðið hafi ekki verið lesandi undanfarandi ár og skoraði á fólk að fella þessa tillögu. Páll ræddi um viðhorf almennings til skólablaðsins og vltti Rikharð fyrir áhugaleysi og hvatti hann til að vinna við skólablaðið I vetur. Margrét Asgeirsdóttir hvatti menn til að leggja eitthvað af mörkum til að bæta skólá- blaðið og lýsti stuðningi við tillöguna. Karl V. Mattlasson hvatti menn til að samþykkja tillöguna. Tillagan náði fram að ganga. Björn M. Björgvinsson ex scriba scholaris Wm skólafundur vetrarins var haldinn I kjallara Casa Nova 9- nóvember 1972. Fyrir fundinum lágu kosning I embætti scribu scholaris og kosning tveggja fulltrúa I stjorn Landsambands islenzkra menntaskola- nema, einnig önnur mál. Fyrst voru teknar fyrir kosnongar til embættis scribu scholaris. Eitt framboð barst til embættisins frá Ingileif Olafsdóttir og var hún þvi sjálfkjörin. Framboðsfrestur til stjórnar L.T.M. var framlengdur um einn dag. Tvö framboð bárust fra þeim Salvör Gissurardóttir og Þóru Björk Jónsdóttir báðum I 5-Y, voru þær þvi löglega sjalfkjörnir full- trúar M.R. 1 stjórn L.I.M. Þá voru tekin fyrir önnur mál. ;Fyrst var tillaga stjórnar L.I.M. tekin fyrir. Hun hljoðaði á þessa leið: Skóla- Tundur haldinn i kjallara Casa Nova 9. nóv. 1972 samþykkir, að Skola- félag Menntaskólans I Reykjavík veiti bóksölu Landsambands íslenzkra menntaskólanema fjarstuðning, sem miðist við 25 krónur per nemenda. Fyrir stjórn L.I.M. Jón Halldórsson fyrrverandi forseti Jón Ormur Halldórsson var ekki við- staddur svo Bragi Guðbrandsson inspector fékk leyfi fundarmanna til þess að skýra frá hvers vegna þessi tillaga var borin fram. Inspector hvað L.'I.M. þurfa á meiru fjármagni að halda sérstaklega vegna bóksölunnar. Hann kvað það hafa staðið til að hækka gjöld á nemenda til L.I.M. um 100 kr. i öllum skól- unum. Vegna afglapa gjaldkera L.I.M. var ekki hægt að hrinda þessu I framkvæmd og var þvi þessi tillaga samin. Slðan hvatti inspector fundar- menn til þess að samþykkja tillöguna og kvað þá græða annað eins á þvl að hafa bóksöluna sjálfir. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu. Slðan var tekin fyrir tillaga Braga Guðbrandssonar 6-R svo hljóðandi: Skólafundur haldinn i geymslunni 1 Casa Nova fimmtudaginn þann 9* nóv 1972 lýsi yfir stuðningi sinum við framkominni tillögu Vilhjálms Hjálmafssonar á alþingi um starfs- hætti skóla og aðstöðu til llkams- ræktar. Enn fremur vill fundurinn benda á að grundvöllur endurbóta á ofangreindum sviðum hlýtur að liggja 1 lausn húsnæðisvandamálanna. Inspector sem var flutningsmaður tiilögunnar og vék þvi úr fundarstjórn og tók Ingileif Ölafsdóttir við. Þvl næst tók Bragi Guðbrandsson til máls og greindi frá þáttum greina- gerðarinnar og kvað það sitt persónu- lega álit að nemendur ættu að fylgjast með og styðja þau mál sem koma fyrir alþingi og snerta okkur sjálf. Hann kvað að húsnæðismálin væru tekin fyrir þarna og ættum við þvl að láta 1 okkur heyra og auk þess væri þarna rætt um vinnuálagið 1 skólum. Tillagan var samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta. Þá var tekin fyrir tillaga Benedikts Jóhannessonar, Skúla Kjartanssonar og Halldórs Andréssonar svo hljóðandi: Með hliðsjón af þvi að nú hafa nemendur misst athvarf á kvöldin með lokun Traðar ályktar skólafundur að leitað verði leyfis skólayfirvalda til þess að hafa Iþökuloft opið á kvöldin. Önnur félagsstarfsemi verði þar þá sem fyrr og ryddi þetta henni ekki 1 burtu. Plötusafnsnefnd sæi um að spila plötur og setti þetta á ný grunn undir starfrækslu þess. Hefði plötusafnsnefnd ásamt félagsheimilis- nefnd eftirlit með umgengni. Um þessa tillögu spunnust miklar og fjörugar umræður. Fyrstur tók til máls Skúli Kjartansson. hann kvað það vera sjálfsagðan hlut að Iþöku- loft yrði haft opið á kvöldin og nefndi sem dæmi að það hefði verið opið til kl. ll.oo á kvöldin þegar hann var 1 3-bekk án nokkurra vand- ræða.Hann skoraði jafnframt á nem- endur að samþykkja tillöguna og lagði til að inspector sæi um að flytja þetta mál fyrir skólayfir- völd. Næstur tók til máls Eirikur Þorgeir- sson. Hann kvað tillöguna fáránlega og léieg rök fyrir henni. Hann bar fram þá breytingartillögu að ölliim forsendum fyrir þvl, hvers vegna við vildum fá loftið opnað yrðu sleppt. Skúli Kjartansson tók nú aftur til máls og ávitaði Eirlk fyrir að koma svona óundirbúið upp til að flytja svona þvælu. Hann kvað rökin góð þar sem búið væri að loka Tröð. Loks kom Benedikt Jóhannesson upp vegna fjölda áskorana og sagðist hann vera sammála Skúla, þetta væru fjandi góð rök. Hann ræddi einnig litillega um verðmæti plötusafnsins. Hann skoraði slðan á fundarmenn að samþykkja tillöguna. Fór nú að færast hiti 1 mannsskapinn, Þórður Jónsson kom upp vegna fjölda áskorana. hann kvað Tröð rúma um 40 manns sem væri aðeins um 4% nemenda og værum við nemendur því ekki að missa neitt athvarf á kvöldin. Hann kvað Iþökuloft vera vandaðasta húsnæði okkar nemenda I skólanum og væri engin ástæða að hafa það opið á kvöldin umgengni okkar nemenda væri ekki svo góð og nemendur ættu að vera heima hjá sér að læra á kvöldin Hann kvað einnig að plötur safnsins væru algjörlega óspilandi. Hann skoraði að lokum á nemendur að fella tillöguna. Að lokum komu þeir Benedikt Jóhannes- son, Skúli Kjartansson, Þórður Jóns- son og mörður Arnason upp og rseddu tillöguna lltillega áfram. Síðan var kosið um breytingar tillögu Eirlks Þorgeirssonar svo hljóðandi: Skólafundur ályktar að leita leyfis skólayfirvalda til þess að hafa íþökuloft opið á kvöldin þegar ekkert ekkert annað er þar um að vera. Önnur félagsstarfsemi, þó sem áður fyrr og ryddi þetta henni ekki 1 burtu. Plötusafnsnefnd sæi um að spila plötur og setti á ný grunn undir starfrækslu þess. Hefði plöt- safnsnefnd ásamt félagsheimilisnefnd eftirlit með umgengni. Lauk svo umræðum að tillagan var samþykkt með breytingartillögunni með öllum greiddum atkvæðum nema tveimur. Síðan var fundi slitið. Ingileif Olafsdóttir scriba scolaris•

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.