Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 18

Skólablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 18
upp Lýsiströtu, að Herranóttin var auglýst pömu- og herranófct. M.R. tók við’af hinum gamla Latlnuskóla, sem var karlmanna- skóli, sem kvenfólkið síðar fær inngöngu i. Allar skólabækurnar og kennslan var og er miðuð við, að skólinn er karlmannaskóli. Stúlkur fengu inngöngu i hann. Spyrill: Fyrir náð og miskun? Vilborg: Fyrir harða baráttu, ekki neina náð, fengu þær að ganga inn 1 þennan herraskóla og þar var engu breytt, þó að konurnar kaœiu inn. Þær gengu bara inn I hefð og heim karlmannsins. 'Spyrill: En það er alveg staðreynd jafnvel þótt konur séu í miklum minnihluta eru hlutfallslega fasrri konur sem bjóða sig fram I embætti. Þetta er áður en fer að reyna á menntunar- mismún og annað eins. Aður ~n þser fara að halda heimili eins og þegar kemur út i þjóðfélagið. Vilborg: Það er vegna þess,sem ég var að segja að Menntaskólinn var eitt höfuðvlgi karlmannanna. Þar voru eingöngu menntaðir karlmenn. Spyrill: Þú átt við að skólinn miðist ennþá við karlmenn? Vilborg: Auðvitað gerir hann það. Þetta er karlmannaskóli, þar sem helmingur nemendannaeer íconur. Þó að hann fylltist alveg af konum er ég ekki búin að sjá að nokkrum sköpuðum hlut verði breytt, skipulag skóla- ns er miðað við að mennta karlménn sem eiga að ráða I þjóðfélaginu. Litið I kennsiubækurnar. Litið á sögu skólans. Konan á sér enga sögu• Litið 1 hvaða sögubók sem er konan er ekki með. Við eigum enga sögu. A hverju eigum við að standa. Við eigum engan grundvöll. Hafi konur gert eitthvað markvert er það þurrkað út af spjöldum sög- unnar. Það er þagað um þær I sögubókunum eins og kommaskáld í Mogganum. Svo segja menn konur hafa aldrei gert neitt markvert. Llttu i Islandssöguna er ekki þagað yfir þvl mjög vandlega. Hafa konur ekki búið I þ essu landi allt frá landnámsöld ? Spyrill: En standa konur I hinum ýmsu lönd- um heims ekki misjafnlega að vigi hvað varðar jafnrétti kynjanna ? Vilborg: Auðvitað gera þær það. Það versnar eftir þvi sem sunnar dregur. Nor- rænar konur hafa lengi haft meira frelsi og meiri réttindi en aðrar konur. Spyrill: En finnst þér einhvers staðar hafa tekizt að ná jafnrétti kynjanna? Vilborg: Eg veit ekki hvernig það er I Kína. Spyrill: Er það sem sagt eina vonin ? Vilborg: Eg hef góða von um að" það sé ör- lítið betra þar en annars staðar. Og jafnvel i sumum nýfrjálsu Afrikurikjunum. Þetta eru bænda- þjóðfélög og 1 þeim eru konurnar ákaflega mikilvægar. Akuryrkja hefur alltaf verið sérgréin kon- unnar. Spyrill: En eru konur yfirleitt virkar I þjóðmálabaráttu eins og t.d. I þjó'' ''ylkingunni gegn innlimun Noi'egs ■ I E.B.E. Veiztu nokkuð um það ? Vilborg: Eg hef ekki kynnt mér það, hins vegar hef ég góðar heimildir fyrir því,að á striðsárunum voru konur skeleggari en nokkur annar gegn nazistunum. Nazisminn var viðbjóð- slegur, eins og við vitum öll og höfum öll viðurkennt, llka þeir sem kannski einu sinni voru naz- istar. Hugmyndafræði nazistanna beinllnis byggði á þvi að konan væri miklu óæðri vera en karlmað- urinn á sama hátt og þeir skiptu mannkyninu upp I æðri og óæðri kynstofn. Þar kom berlega i ljós hve kynþáttamisréttið og kynja-- misréttið er eðlisskylt-nánast sami hluturinn. Spyrill: Miðast kröfur konunnar ekki oftast nær við þarfir heimilisins t.d. fara konurnar I Chile I kröfugöngu til að mótmsfela matvælaskortinum. Vilborg: Hvers vegna skyldu þær ekki gera það frekar en nokkur annar ? Ein Höfuð skylda konunnar, hversu þjóðfélagslega mikilvæg störf sem hún annars vinnur, er að hafa alltaf tilbúinn mat handa fjölsk- yldu sinni. Hún er alltaf á hla- upum I fisk- og mjólkurbúðir og stendur þar I biðröð. Matreiðsl- uskyldan og barnauppeldið, það er það sim bindur konuna við heimil- ið. Svo bætast hreingerningarnar ofaná. Konurnar eiga blátt áfram að hreingera alla veröldina. Spyrill: Hvernig stóð á þvl að Rauðsokka- hreyfingin var stofnuð hér á Isl- andi? Höfðuð þið erlendar fyrir- myndir? Vilborg: Rauðsokkahreyfingin er sprottin upp úr innlendum aðstæðum og kviknaði upp úr smáhópum og einstaklingum, sem sameinuðust til baráttu. Það hafði ýmislegt gerzt, víða voru smáir hópar, upphaflega saumaklúbbar stofnaðir af mennta- skólastúlkum, þessir hópar voru orðnir uppreisnarsinnaðir. Það sem þjappaði ungu konunum saman var fyrst og fremst ástandið i barnaheimilismálunum. Barnaheim- ilin voru aðeins fyrir börn ein- stæðra mæðra. Þessar konur sáu fram á það, þegar þær voru búnar við Menntaskólann að þær gátu ekki haldið áfram að læra. Stúd- entadeild Kennaraskolans var neyo neyðarúrræði margra, svo tók við erfiður tími. Eiginmaðurinn, kannski bekkjarbróðir úr Mennta- skólanum, fór til náms 1 háskóla, en hún varð fyrirvinna heimilis- ins-þjóðfélagið kom á engan hátt til móts við hana. Spyrill: Hvert er álit þitt á kvenfélögum ? Vilborg: Það er alltaf skopast að kvenfél- ögum. Það gera allir grin að saumaklúbbum, sem eru ákaflega vinsælt félagsform hjá kpnum. Mér finnst engin kvenfélög hlægileg. Mér finnst.ekki saumaklúbbar hlægilegir. Kvenfélögin eru fyrst og fremst sorgleg. Vegna þess að :onurnar eru einangraðar og Komast I rauninni aldrei út af heimilum sinum. Eg hef verið á kvennamótum úti I heimi, alþjóðlegum kvenna- þingum, sem voru alveg jafn sorg- leg og saumaklúbbur hérna inni I Sogamýri. Allt eins þótt Nina Popova formaður kvennasamtaka Sovétrlkjanna sæti þar I forsæti. Konurnar hafa látið einangra sig 1 sérfélögum og eru þar 1 ein- hverjum þykjustu leik með alvöru- mál. Gerandi alls konar samþykktir, sem aldrei ná lengra en að vera sendar frá einu kvenfélaginu til annars, prentaðar I þessum leið- inlegu kvennápésum. Þær koma engu til leiðar af þvi þær eru svo vitlausar að láta króa sig af I kvenfélögum. Spyrill: Þarna viðurkennir þú að þetta sé svolítið konunum sjálfum að kenna. Vilborg: Þetta er karlmönnunum að kenna. Þeir brúka rangt við. Spyrill: Þær láta króa sig af. Vilborg: Af þvi að þær þorðu ekki að tala á fundum innan um karlmenn, sem vita allt betur, var gripið til þessa, að stofna kvenfélög. Það átti að vera millibilsástand. Karlmennirnir verja forréttindi sin með kjafti og klóm. Spyrill: Þú átt við að kvenfélögin hafi að aðeins átt að vera sporl áttina að þvi að konur gætu tekið þátt 1 alminnilegum félögum ? Vilborg: Þau áttu að vera það. Þetta átti að vera ákveðið þrep á leiðinni. Þær hafa einhvern veginn aldrei komizt út úr þessum vitahring. Spyrill: Hvernig er uppbyggingu hreyfing- arinnar háttað ? Vilborg; Hreyfingin er byggð upp algjörlega lýðræðislega. Engin stjórn. Við afneitum pýramldanum, sem hefur topp sem ræður og nokkra stjórnar- menn til hjálpar og síðan hóp af meira og minna óvirkum félögum, sem leggja ekki annað fram en pen- ingana sina I formi félagsgjalda. Stjórnin gerir allt. Sllk félög hafa einlægt verið notuð til að pólitískar stjörnur geti klifrað upp eftir þeim. I Rauðsokkahreyf- ingunni er ekki neitt sem getur kallast óvirkur félagi. Þar eru allir jafn réttháir. I stað stjór- nar er miðja sem má likja við skiptiborð á simsstöð. Centrum sem hringt er I og beðið um riámer og það er gefið samband. Miðjan hefur ekkert vald til skoðanakúg- unar, né til að ritskoða efni sem starfshóparnir láta frá sér fara. Rauðsokkahreyfingin er tæki handa þeim sem vilja vinna að jafnréttismálum, I gegnum miðju geta þeir riáð sambandi við aðra einstaklinga, sem hafa áhuga á sama málefni, þeir stofna starfs- hóp og vinna svo á eigin ábyrgð. Spyrill: Hvernig eru ákvarðanir teknar um ýmis mál, á almennum fundum ? Vilborg: Rauðsokkahreyfingin er ekki byggð upp af föstum félögum. Þær ákvarðanir, sem eru teknar eru teknar á fundum út af fyrir sig. Þeir geta verið auglýstir og all- ir sem koma eru þátttakendur og hver fundur er einungis ábyrgur fyrir sinni ákvörðun. Það eru ekki teknar ákvarðanir fyrir ein- hverja fjarstadda skráða félaga. Starfshóparnir vinna svo á sína ábyrgð, þeir taka sina ákvörðun og skrifa síðan undir nöfnv.allra I hópnum eða heiti hópsins, Sépt- emberhópurinn, Þórláksmessuhópur- inn eða hvað svo sem hópurinn kallar sig. Spyrill: Af hverju stofnið þið nýtt félag ? Af hverju gangið þið ekki í Kven- réttindafélagið og breytið því ? Vilborg: Við höfum ekki stofnað. nýtt félag. Þetta er hreyfing sem er eins og O-flokkurinn opin I báða enda. I Rauðsokkahreyfingunni eru bæði karlar og konur. Upphaflega var þetta hópur kvenna, sem kom inn I l.maigöngu verkalýðsins, til þess að vekja athygli á þvl hvernig verkalýðshreyfingin hefur svikið konurnar. Þær báru Venusarstyttuna sem stóð á sviðinu 1 Háskólabiói I uppfærslu Menntaskólanema á Lýsiströtu á Dömu-og herranótt- inni. Styttan var tákn konunnar- Manneskja ekki markaðsvara- stóð á borða sem var stengur yfir hana Konurnar, sem að þessu:stóðiu dreif að úr öllum áttum og fóru eftir auglýsingu í útvarpinu. Þær voru í rauðum sokkum til að sýna sam- stöðu sína. Bláir sokkar og bláai slaufur voru merki gömlu kvenrétt- indahreyfingarinnar. Sumar konur komu I öðrum sokknum bláum og hin hinum rauðum til að sýna söguleg tengsl sín við Kvenréttindahreyf- inguna. Það er ákaflega rangt að halda að við höfum beint geiri okkar að Kvenréttindafélaginu. Persónulega held ég að Kvenrétt- indafélagið sé '1 blindgötu, þeim tókst ekki að framfylgja því sem að þær ætluðu sér. Spyrill: Nú fóruð þið geyst af stað l.mai 1970, en það hefur lítið heyrzt I ykkur siðan. Vilborg: Þetta tek ég ekki undir. Eg veit ekki betur en IndriðiG. Þorsteinsson son ritstjóri hafi sagt I Timanum sinum, að Rauðsokkur hafi alla tið haft lag á að stela senunni. Eg held einmitt að þeim hafi tek- izt að hafa mikil áhrif á skoðana myndun. fólks. Eg vil meina það,að það að enginn flokkur þorði að bjóða fram I síðustu kosningum nema hafa konur I góðum sætum, hafi beinlinis verið að þakka Rauðsokkahreyfingunni. Spyrill: Starfa margir karlmenn í hreyfing- unni ? Vilborg: Strax 1 maigöngunni skipuðu karl- menn sér undir merki okkar og það hafa alltaf verið karlmenn starf- andi I starfshópum Rauðsokka. Nokkuð er um það,að hjón koma saman. Spyrill: Er ekki hætta á þvi að hreyfingin einangri sig við menntamenn, sem sarfa mest 1 henni ? Vilborg: Nei alls ekki. Þetta er ekki félag heldur opin hreyfing. Rauðsokkar hafa byrjað vetrarstarfið með þvi að heimsækja byggðarlög I nágrenni Reykjavikur og færa þannig út kví- arnar. Þeir hafa heimsótt veiði- stöðvarnar Akranes og Keflavik. Spyrill: Þið leggið mikla áherzlu á að drengir læri saum og stúlkur smlðar. Vilborg: S Islandi eru allir barnaskólar samskólar og hafa alltaf verið, þar af leiðir að jafnræði hefur verið og drengir og stúlkur fengu sömu kennslu, þó er eitt fag tekið út úr og gerður greinarmunur á kynjunum, það er handavinnan. Verklegkennsla stúlkna er miðuð við að gera þær færari um að vinna þau þjónustustörf, sem sjálfsagt hefur verið að konur inntu af hendi I samfélaginu án endurgjalds. Matreiðslu- og handavinnukennsla á að vera sú sama fyrif bæði kynin. Karlmenn þurfa alveg eins að kunna þjónustubrögð og að elda ofan I sig og konur aftur á móti að gera við ýmislegt sem bil bilar. Spyrill: Hvert á fólk að snúa sér,ef það vill ganga I hreyfinguna ? Vilborg: Til miðjunnar. Það stendur til að fá simanúmer hennar inn í síma- skrána og verður þá hægt^að spyrja Oý. Þá hefur hreyfingin herbergi á Asvallagötu 8 og þangað er hægt að senda bréf. Loks mun hreyfing- in gefa út blað um mánaðamótin nóv.-des. og verða væntanlega 1 þvi allar nauðsynlegar upplýsingar.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.