Skólablaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 20
Eftir uppgang og slðar lægð
Rauðsokkuhreyfingarinnar væri
ekki úr vegi að draga saman
nokkra púnkta 1 þvl sambandi.
Uppgangur hreyfingarinnar
vakti að sjálfsögðu marga til
umhugsunar um stöðu konunnar,
félög og stofnanir tóku tillit
til þessa, og ma þar nefna
Alþýðubandalagið. En þvl
miður þá hefur starf þessara
stofnana og hreyfingarinnar
sjálfrar orðið hálfgerður
skríbaleikur. Fyrir hverri
einstaka konu sem kemst upp í
há stöðu er hrópað húrra,
húrra, og sjálfsagt yrði
fyrsta konan sem gerðist hers-
höfðingi eða forstjóri hafin
upp til skýjanna. Villubraut
Rauðsokkuhreyfingarinnar liggur
1 endurbótahugleiðingum og
af þeim sökum hefur hún drukknað,
ef ekki fæðst andvana. En
hvorki viljahyggjan né endur-
bótahyggjan mun nokkurn tlma leysa
þetta spursmál, til þess þarf
að grafast fyrir um rætur "ófrelsis"
konunnar og uppræta þær, 1 stað
þess að flikka upp á núverandi
ástand með ýmsum endurbótum.
Þegar rætt er um stöðu konunnar 1
þjóðfélaginu vilja þær umræður
oft leiðast út 1 félags- og
sálfræðilegt snakk. Þetta orsakast
meðal annars af þvi hversu
örðugt er að ákvarða afstöðu þeirra
til framleiðslunnar eða hversu óljós
þessi afstaða er. I stéttaþjóðfélagi
skiptast stórir hópar fólks í
stéttir, eftir stöðu þeirra til
framleiðslutækjanna, t.d.
annarsvegar þá sem eiga framleiðslutækin
atvinnurekendur og hinsvegar þá sem
vinna við þau (verkamenn sem selja
vinnuafl sitt hinna fyrrnefndu.)
A þessu sést að ekki er hægt að
tala um konur I heild sem stétt,
t.d. eru til verkakonur, millistéttar-
konur o.s.frv. En samt sem áður er
hægt að tala um konur sem þjóðfélgas-
hóp þar sem þær eru allar tengdar
vissri framleiðslu, þó sú fram-
leiðsla falli ekki beint inn I
framleiðsluferlið sjálft. Til
þess að geta skilgreint þessa afstöðu
betur, þurfum við að gera okkur grein
fyrir mikilvægu atriði. Öll
framleiðsla mannsins er venjulea til
einhverra nota til að fullnægja
mannlegum þörfum, þ.e. afurðir
framleiðslu hafa notagildi. Hins
vegar þarf framleiðslan ekki að
miðast við beina neyzlu framleið-
endanna, heldur til skipta á markaði.
Þetta er skiptagildi afurðarinnar
og hefur hún þá öðlast vörueiginleika.
I kapltallsku þjóðfélagi miðast
framleiðslan af skiptagildisfram-
leiðslu. En þó svo að vörufram-
leiðsla sé rlkjandi er til tvenns
konar framleiðsla sem miðastað einföldu
notagildi og er ekki söluvarningur.
Það er framleiðsla bænda á þeim
afurðum sem þeir nota sjálfir og
heimilisvinna. Þessi vinna er ekki
metin til fjár, heimilisvinnan er
óborguð og ekki talin "raunveruleg
vinna ". Það er meðal annars orsök
þess að konur finna til ósjálfstæðis
og smæðarkenndar. Reynt er að hylja
þetta ástand og halda við með ýmsum
"helgimyndum" og "skreytingarformum"
og hefur það tekið á sig sérstakan
svip 1 neyzluþjóðfélaginu.
Tilkoma séreignaréttarins á
framleiðslutækjunum og aðgreining
framleiðslu go neyzlusviðsins, þ.e.
framleiðandinn (verkamaður, launþegi)
vinnur fyrir markað fyrir c5þekkta
neytendur, orsakar firringu. Einstak-
lingurinn upplifir vinhuna sem nauðung,
sköpunargleði hans hverfur og þetta
ástand skynar hann sem eðlilegt,
vitund hans verður fölsk. Eignastétt-
in notfærir sér þetta ástand og telur
mönnum trú um gegnum auglýsingar,
að þarfir þeirra séu bundnar I
aukinni neyzlu, gerviþörfum, t.d.
fallegri bilum o.s.frv. Eiginkonan
verður fyrir barðinu á þessu
neyzlukapphlaupi með sérstökum hætti,
hún verður sjálf nokkurs konar neyzlu-
vara, skrautauglýsing eiginmannsins
og gerviþarfir hennar sjálfrar þvi
ekki minni.
En nú er það staðreynd að margar konur
vinna utan heimilis, iðnvæðingin hefur
gert þeim það kleyft. En er þetta
svo mikilvægt atriði eða lausn eins
og af er látið? Lögmál auðvaldsþjóð-
félagsins koma hér einnig við sögu.
A vinnumarkaðnum eru konur nokkurs
konur varalið, sem gripa þarf til
á þenslutimum(dæmi: iðnbyltingin,
báðar heinsstyrjaldirnar) en er
hinsvegar fyrst sparkað á atvinnu-
leysis- og krepputimum. Jafnframt
því notar rikjandi stétt hina borgara-
legu hugmyndafræði sina um konuna
(t.,d. að halda sig "utan vandræða"
vegna "ábyrgðar sinnar sem uppalanda")
og oft á tlðum mismunandi lai^n karla
og kvenna, til að sundra og veikja
verkalýðsstéttina I sinni baráttu.
Það er fyrst með afnámi auðvaldsþjóð-
félagsins að hægt er að tala um virka
þátttöku kvenna á vinnumarkaðinum.
En hvað þá um heimilið? I Sovét-
ríkjunum t.d. vinna flestar konur
úti en einnig heimilisvinnu og má
þvl segja að þær vinni tvöfalda
vinnu og þetta hafa Sovétmenn ekki
leyst ennþá. Það sem þarf að koma til
er félagslegt eðli heimilisvinunnar.
Einstaklingseðli framleiðslunnar
innan heimilisins er I andstöðu við
félagslegt eðli annarrar framleiðslu.
Þróunin leitar I þá átt að breyta
heimilisvinnu 1 félagslega vinnu,
en kapítalískt samfélag hamlar llka
gegn sllkri þróun þar sem núverandi
fjölskylda er byggð uppá séreigna-
rétti, auk þess sem vinnumarkaðurinn
krefst allra vinnustunda launþegans.
Dæmi um sllka félagslega þróun er
að iðnvæðingin hefur hafið innreið
slna á heimilin. En einmitt þegar
minnst er á iðnvæðingu og tækni 1
þessu sambandi vilja koma upp
hugmyndir I Xíkingu við útungunarvél.
Þá ber að geta þess að ekki er sama
1 hvaða samfélagsformi tæknin* er
nýtt. X kapltallsku þjóðfélagi
miðast tæknin að aukinni framleiðslu
skiptagilda til einkaauðgunar en
ekki að mannlegum þörfum fólksins.
Öttinn við að heim'ilishaldið breytist
I sjálfvirkan verksmiðjustíl er þvl
eiginlega eðlilegt við kaplta-
líska framleiðsluhætti. Forsenda
þess að heimilisvinnan geti orðið
félagsleg I eðli slnu er sóslallskt
samvélag. Þær konur og þær hreyfing-
ar sem kenna sig við kvenfrelsi ættu
þvl að fylkja sér um byltingaröflin
og starfa I tengslum við þau ef þær
vilja I raun sjá árangur af slnu
starfi.
Ingibjörg V. Friðbjörnsd.
45.