Skólablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 22
RITÖÖOXIR
Ægissiðu, 5.janúar, 1973-
Kæri E.áll-
Frétt hef ég að Billi beri' se ennþá
við þetta sama heygarðshorn, Einar
byr á Nesi. Um aðra kappa eins og
þá Lukas og Berg litla,kann ég_
ekkert að segja þér. En svo bréfið
verði ekki með öllu frétttómt, þá
fer hólmfriður innan bæinn og gantast.
Linnir siðan ekki þvaðrinu fyrr en ég
minnist þess,að þú ba'ðst mig að
skrifa um blaðið þitt. Veskú.
Forsiðan með stórri mynd, sem senni-
lega a að tákna Guðna, ásamt nakinni
konu I hægra horni er ekki nógu til
að allir hafi fattað ávarpið til
frígatorannal Góð hönnun vafalaust
erlends hráefnis.
Trung hinn víetnamski segir okkur
frá baráttu Vietnama við USA & kó.
Sjalfsagt er að vekja athygli sem
flestra á hörmungum striðsins og
strlða yfirleitt. Við þýðinguna hef
ég ekkert að athuga, en lestur próf-
arkar hefur verið flaustur, eins og
vlða i blaðinu.
Hetjan á Hofi er annað verðlauna-
leikritanna frá Skáldavöku i vor.
Er öruggt að höfundar verksins hafa
ekki orðið rikari þessum 1500 krónum
fyrir vandvirkni. En það er húmor
I þessu.
Anarkisminn er kynntur með teikni-
samstæðu. Birtist fyrsti hluti i
þessu blaði. Ekki veit ég hvort
verkið er 1 mörgum hlutum, né heldur
hvort þú hyggst kynna marga isma
með þessu móti Páll, en greinin er
ekki óholl lesning þeim sem nenna
þvi. Þetta er þýtt af huldumanni.
Tiðindalaust er 1 samnefndu ljóði.
Gunnars Harðarsonar á slðu átta og
1 ljóðinu Stef virðist ekkert sér-
stakt hafa átt sér stað ennþá. En
ummæli af þessu tagi eru eflaust
ó'sanngjörn, enda játa ég að ýmiss
er mér vant til að geta dæmt ljóðin.
Én efni þirra var mér fjarlægt og
höfðaði i engu til mín.
l.skólafundur fór vel fram og var
lítið um ölvun og óspektir, þótt
nokkrir færu I pontu.
Agareglurnar eru furðuleg hroðvirkni
miðað við hversu ábyrgt fólk stendur
að baki þeim og hversu miklu máli
gerð agareglna skiptir.
Orðsending er ekki nógu vandvirknis-
lega orðuð miðað við mikilvægi inni-
haldsins.
Gagnrýni Þórðar á agareglurnar er
allvel unnin. Sums staðar hefði hún
mátt vera ýtarlegri, ef þá hefði
ekki verið hætta á að enginn nennti
að lesa hana. Hin neikvæða afstaða
stjórnar skólans til utanskólanem-
enda er sérstaklega athyglisverð
og ætti einhver að kryfja það mál
til beins eftir þvl sem kostur gefst
I skólablaðinu í framhaldi af reifun
Þórðar.
Sundreið Raggýjar þótti mér ekki
skemmtileg saga á neinn hátt, en
hún nýtur þeirrar sérstöðu að vera
sú eina eftir MRing, sem ritnefnd
barst á fyrra helmingi skólaársins.
Vegna þess að nemendur hér eru yfir
800 er varla ráðlegt að hallmæla
skrifinu, ef það skyldi fara óvar-
lega með þennan ef til vill eina
bókmenntalega frjóanga skólans á
sviði smásagnagerðar. Haltu áfram
Raggý
Teiknisaga Sigrúnar á fjórtándu
síðu var eiginlega engin teiknisaga
heldur bara skemmtilega teiknaðar
myndir I afar undarlegu samhengi.
Eg er viss um það Palli, að þú hefur
stolið þessu og notað til uppfyllingar
þegar þið voruð komin aftur úr á
áætlun með uppsetninguna. En Sigrún
getur gert miklu betur,það er vlst.
Stef Birgis Svan er eiginlega
hvatning menntskælings, sem talár
háðulega I fyrstu persónu. Hún á
erindi- til okkar. En i Þegar
minnst varir rak és mig strax á orð-
ið þvottavélar, sem trúlega átti að
vera symból fyrir neyzluþjóðfélag-
ið. Finnst mér stríðsyfirlýsing
BS á hendur þeim gölluð liking,
enda maðurinn varla óþrifnari en
aðrir. Rishætta er ljóðið þegar
að kádiljálknum kemur og það hrap-
ar ekki eins og stundum kemur fyr-
ir i lærlingasmið.
Guðni rabþar við þig Páll og þú
spyrð hann um eitt óg annað. Það
er forvitnilegt fyrir nemendur að.
heyra um skoðanir skólayfirvalda á
málum stofnunarinnar og mætti slikt
gerast oftar en einu sinhi á vetri
I skólablaðinu. Því safnarðu ekki
skriflegum spurningum og lætur
rektorinn svara íræsta blaði Palli ?
Dandimaðurinn að þessu sinni er
Mörður sá, sem þegar hefur getið
sér frægðar innan skólans fyrir
margar sakir. Þáttinn samdi Gvendur
Þorsteina. og gerði hann það með
tveimur nýjungum: annars vegar að
segja ekki fleiri brandara en hann
kunni og hins vegar að skrifa eitt-
hvað af viti í bland við hitt.
Megasi eru helgaðar þrjár og hálf
siða í viðtali við hann. Þið rabbið
svo skelfing margt Páll, að þó að
þetta sé þægilegheita lesning, þá
hefði sennilega farið betur á að
koma ekki eins viða við. En Megas
þurfti að kynna, slikur listamaður
sem hann er, eða hver kannast ekki
við hina landfleygu vlsu, sem hann
orti á menntaskólaárum slnum:
Eg gangaði eitt sinn suður með sjá
með seltubragðl munni.
Sæbarinn ýfðist sjórinn þá,
en selurinn kvað I runni.
Quid Novi ? fannst mér heldur fúll
lestur. Enda er þessi grein hin
asnalegasta og ættirðu að breyta
nafninu I Spegil Skólablaðsins og
birta þar kvikmyndastjörnulegar
ljósmyndir af framafólum þeim til
háðungar.
SS í Indóklna bregður upp óhugnan-
legri mynd af morðóðum mannhundi,
sem harmar að land sitt skuli ekki
hafa stærri her en raunin vitnar,.
I lok pistilsins syrgir hann ósigur_
hugsjónar sinnar 19^5 °g er auðfundið
á orðum hans að óðfús vildi hann
geta barizt fyrir hana á ný. Hefðirðu
Páll átt að hafa greinina við hlið-
ina á frásögn Trungs framar I blað-
inu, svo hlið við hlið stæðu tveir
mern I stríði þar sem annar berst
fyrir einhverju, sem hann kallar
hugsjón, en hinn fyrir réttinum til
að lifa. Við þýðinguna sá ég ekkert
athugavert.
Editor Dicit er athugasemd Zimmermanns.
Næst geturðu vel látið eitthvað f
fylgja frá þér sjálfum úr þvl að
þetta greinarkorn heitir Editor Dicit.
Handavinnuhornið sýnir okkur hvernig
hægt er á hagkvsanan og ódýran hátt
að gera bindahaldara. Einkar hugvit-
samlegt.
Fróði 1 borginni heitir teiknisaga
á baksíðunni. Hun er með því bezta
I blaðinu erindisleysu eins og
Handavinnuhornið. En þvl I skollanum
hafðirðu engar auglýsingar á bak-
slðunni, þó ekki væri nema til að
glata ekki þe-im fjármunum, sem
unnust þegar allir nemendur voru
gerðir að áskrifendum.
Skreytingar og uppsetning voru vlða
með betra móti, sér I lagi þegar
miðað er við að þetta var fyrsta
tölublaðið. En það étti að vera
hægt að nota betur teiknihæfileika
þeirra nemenda, sem sllku eru búnir.
Nú er jú búið að koma á fót svo-
nefndri teiknideild við skólann
tjáðu mér ábyrgir um daginn.
Brot blaðsins er klessugóð spæling
á þá, sem vilja gera það að safn,-
grip, en ekki lifandi málgagni 1
baráttunni. En offsetprentunina,
sem einnig er nýjung mætti eflaust
nýta betur. Papplrinn er óaðfinnan-
legur,en I hinni nýju nafngift
blaðsins sé ég engan akk.
Jæja væni, ég vona að ef þú birtir
þetta, þá særi ég engan. Þvl sumir
hafa leitt getum að því, að tilvist
ritdóma verki neikvætt á ritfýsn
nemenda. Hvað sem þvl llður langar
mig að spyrja tvenns: Hvers vegna
var ekki ritdómur um slðasta tölu-
blað siðasta árgangs ? Og hvað
ætlarðu að gera við Farberskjaft-
æðið okkar Einars ? Hann hefur
hótað að efnt verði til sérútgáfu
á þvi og vona ég að þú látir hánn
ekki komast upp með sllk hortugheit.
Nú verð ég vist að fara að sussa
á hólmfrlði, sem enn hleypur um
kotið og kætist,
bless þinn Arni.
P.S. Þvl hafðirðu myndina af Einari
við anarkismann, en ekki á forslð-
unni ? Þú veizt að hann er ekki
anárkisti, heldur er hann með mér
I p^rsónudýrkunarfélaginu.
Hér sjáið þið þrjá lög-
reglumenn, sem eru að
leita að Indlána, sem
sloppið hefur úr fang-
elsi. Þeim gengur vlst
illa að finna hann, ef
marka má svipinn á
foringja þeirra. Getið
þið fundið Indlánann
fyrir þá ? Og getið þið
sagt okkur I leiðinni
hvers vegna ekki er
minnst á felumyndina i
ritdómnum um Alþýðu-
blaðið ?
47.