Skólablaðið - 01.02.1973, Qupperneq 24
Þröstur:
Þarna byrjar líka pólitlsk skifting.
Halldóra:
Já, hór áður fyrr
var flokkaskifting með embættismönnum
þjóðarinnaralltaf rakin til Menntaskól;
Þröstur:
Samkeppniskvötin sem alið hefur verið
á frá í barnaskóla, þarna er hún
fyrst sett inni þjóðfelagslegt sam-
hengi. Menn fara að klifra upp þjóð-
felagsstigann og sjá eitthvert tak-
mark i þjóðfelaginu og byrja því að
klifra upp, þéttá áiSersbakiéga við
karlmenn, byrja að klifra upp stigann
i felagslifinu, með það svo fyrir
augum að nota það sem stökkpall upp
í Háskóla og þaðan í þjóðfelagið.,
Guðmundur:
Eg veit ekki að hve miklu leyti þetta
er meðvitað. Þar sem eg var í mennta-
skóla, á Akureyri, þá var mjög
mikið atriði,ef maður haf ði ekki nein
plön, að pá væri allavega tryggara að
hafa stúdentspróf; þá gæti maður allt.
Þröstur:
Þarna byrjar það sem er mikilvægast,
það er sundurgreiningin milli kynjanna
Aður hefur þetta verið skyldunám,
sem allir fara í gegnum, nokkurs
konar þjóðfelagsleg kvöð, sem allir
verða að sinna. En þegar þau fara
í menntaskólanám, þá eru hlutverkin
sem ætlast er áf nemendunum, þá eru
þau orðin tvö.
Halldóra:
Karlmennirnir fara þarna upp til að
taka þátt í atvinnulífinu. og komast
í efri lög þjóðfelagsins.
Þröstur:
Kvenfólkið fer þarna inn til að
verða kvalifiserað sem fallegar konur
borgaranna.
Guðmundur:
Já, til að komast i efri lögin þannig.
SYMP osirn.
orðið alveg meðvitað, og þá er stefnt
markvisst að ákveðnum lífsstandard.
Páll:
Hvaða meðul notar konan til að ná
sér í mann?
Halldóra:
það er sexapíllinn. Það er alveg
ákveðin framkoma á hverjum tíma. Konur
ættu að vera mun meira byltingarafl,
en karlar sem eru svona miklir þrælar
kerfisins, en þær eru bara í svo
sterkum fjöfcrum þessarar framkomu
sem ætlast er til af þeim.
Þröstur:
TiX að hópur geti verið byltingarafl,
þá verður hann að finna til sameigin-
legra hagsmuna. Það er unnið gegn
því með konuna .....
cq
Þröstur:
Það er ekki nema óbeint, það er bara
í gegnum mennina.
Halldóra:
Þær ætla sér aldrei útí atvinnulífið.
Guðmundur:
Það er mjög langt síðan það var farið
að kalla sumar deildir Háskólans
biðsali hjónabandsins. Þetta vita
menntaskólanemendur ekkert
um, því stúlkum í menntaskóla, þeim
er það bókstaflega ekki meðvitað að
þær séu að leita sér að karlmanni.
Halldóra:
Þær eru líka að kvalifisera sig til
að geta menntað menntabörn.
Guðmundur:
Upphaflega fer kvenmaðurinn i mennta-
' skóia vegna þess að foreldrannir
henni,þangað og foreldrarnir
hugsa nátturlega fyrir velferð stúlk-
unnar, hún lendi nú ekki i einhverju
verkamannsskrímslinu . Fái ekki drykk-
felldan verkanwnn, heldur verkfræðing
eða helst lækni. Það má geta þess
hér í tilefni af þessu, að það þykir
viðburður á stjarnfræðilegan mæli-
kvarða, ef manni tekst að ljúka
læknisnámi ógiftum. Eg held að það
sé bara síðast '65 að manni tókst
að ljúka prófi ógiftum.
Þröstur:
Við getum sagt að þetta sé það sem
umhverfið ætlar þeim og það verður
síðar þeirra meðvitaða takmark.
Guðmundur:
Þegar komið er í Háskólann er þetta
Halldóra:
Konan er í neikvæðri samkeppni innbyrði|S
eins og kúgaður raci, ef húngerir ekki
uppreisn er hún að leita að accept-
eringu kúgarans.
Guðmundur:
Þetta kemur þannig fram hjá því kven-
fólki sem er forljótt
og veit af því, Þær steypa sér útí
taugaveiklunarkennda námsæðiskrampa
og ætla sér að höfða til karlmanna
á þann hátt, á þessu intellektúel
plani. Þetta gengur oft. Nú ef það
gengur'ekki og kvenmaðurinn sér
í gegn um plottið, þá verða þetta oft
ágætiskonur.
Þröstur:
Þarna eiga þær sér líka mótpart
meðal karlmanna. Þar er samsvörun
og dæmið gengur upp. Þeir sem ná
sér ekki í einhverja úr mennta eða
háskóla, þeir fá hjúkrunarkonurnar
á Garðsböllunum.
Guðmundur:
Einhverja af þessum svokölluðu
stúdentamellum.
Guðmundur:
Ekki nema í algerum undantekningum.
Halldóra:
því þá eiga þær á hættu að missa
sexapílinn.
Þröstur:
Um leið og karlmenn fara að rækta
intelligens og virðulegt útlit, þá
fara þær að rækta með sér sexapílinn.
Halldóra:
Sem er visst gildismat karimanna á
kvenfólki. Það á að uppfylla einhverja
vissa mynd og ef það bregður útaf
vanabundinni hegðun, það er nefnilega 4
sexapílsfjötrum,
þá missir það sexapílinn sem gefur
því öryggið.
Þröstur:
Ef þær fara útí felagslífið, fara
að streða þar, keppa við karlmanninn,
þá missa þær sexapílinn í allflestum
tilfellum.
Páll:
Þær fá á sig ákveðinn stimpil, van-
þóknunarstimpil.
Halldóra:
Þó geta sumar verið að leika sér
eitthsað i felagslífinu innan vissra
takmarka.
Þröstur:
Ef litið er á embættismannatal,þá
má sjá að kvenfólk er í vissum stöðum
Þær eru aldrei i toppstöðum, heldur
í stöðum eins og leiknefnd og bók^
menntadeild, svona í listageira
skólalifsins.
Páll:
Og scríbu.
Halldóra:
Skrifari, vélritunarstúlka, þjónn
Inspectors, það er ekki virðuleg
staða. Skrifa niður orð og gjörðir
intelligensins.
Guðmundur:
Þó held eg að ef maður skoðar mengi
kvennemenda annarsvegar og mengi karl-
nemenda hinsvegar, þá hugsa eg að
það sé hlutfallslega meira af kven-
fólki sem fer á þessa menntabraut
af einskærum áhuga á námi, en karlar
Mér hefur
einhvern veginn fundizt það, eg hef
engar tölur í höndunum um þetta.
Halldóra:
Það er alveg eins og hjá mönnum, við
erum ekki að tala um það að enginn
hafi áhuga á að læra. Það er bara
49.