Morgunblaðið - 05.07.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.07.2021, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 5. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 155. tölublað . 109. árgangur . Bókaðu borgarferð í haust og byrjaðu að telja niður dagana. ÓMETANLEGAR MYNDIR KRISTINS AF ELDGOSINU AUÐVITAÐ ÆTLAÐI ÉG AÐ VERÐA BÓNDI UPPISTAND MIKIL- VÆGUR MIÐILL TIL AÐ TJÁ SIG SVEINN 85 ÁRA 24 OLEG DANISOV 29SAFNIÐ TIL ELDHEIMA 10 Pokahlaup fyrir börnin sem einnig gátu fylgst með töframönnum með tilburði og tilþrif sem eru fæstu öðru lík. Árbæjarsafnið heillar alltaf enda heil ævintýraveröld, þar sem gamli tíminn og sá nýi mætast í skemmtilegri deiglu. Fjöldi fólks var á faraldsfæti um helgina, en margir héldu sig líka í borginni. Þá kemur safnið góða alltaf sterkt inn, enda blandast fjör og fræðsla þar saman og heildin er góð. Morgunblaðið/Jón Helgi Í ævintýraveröld með fjöri og fræðslu Uppgröftur í Stöð á Stöðvarfirði ber merki um mikið ríkidæmi. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur telur líklegt að þangað hafi komið höfð- ingjar frá Noregi á ríkulegum skip- um. Stefnt er að því að hefja leit í haust að bátaskýli á nærliggjandi svæðum en fornleifafræðingarnir telja sig hafa þrengt niður það svæði sem kemur til greina í leitinni. „Næst á dagskrá er að freista þess að finna naustið því skipið sem þessi höfðingi hefur gert út er dýr- asta farartæki sem til var. Slíka fjár- festingu lætur fólk ekki standa úti við yfir veturinn,“ segir Bjarni. Uppgröftur í Stöð hefur staðið yf- ir frá árinu 2015 en á minjasvæðinu er að finna stærstu og ríkulegustu skála sem rannsakaðir hafa verið á Íslandi. »4 Dýrmætar minjar í Stöð - Leita að nausti á svæðinu í haust Stöð Uppgröftur í Stöð á Stöðv- arfirði hefur staðið yfir frá 2015. „Það er ekki spurning að það vantar leikskólaplass og það eru 700 börn á biðlista en þetta er einhvers konar örvænting að kaupa þessa hjálp- artækjarbúð og ætla að breyta henni í leikskóla og stytta sér leið. Þá kemur upp gamla máltækið: „Betri er krókur en kelda“,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn, í samtali við Morgunblaðið. Borgarráð samþykkti í nóvember síðastliðnum að kaupa húsnæði við Kleppsveg og er markmiðið að breyta húsnæðinu í leikskóla fyrir 120 til 130 börn búsett í Laugardal og Vogabyggð. Húsið hýsti áður kynlífstækja- verslunina Adam & Evu en áætlað er að kostnaðurinn við að breyta húsnæðinu í leikskóla verði 989 milljónir. Samkvæmt frumkostn- aðaráætlun átti kostnaðurinn að nema 623 milljónum. »2 Kostar milljarð að breyta húsnæðinu Vísbendingar eru um að til komi á næstunni umtalsverðar verðhækk- anir á þorski sem íslensk fyrirtæki selja á erlenda markaði. Þar ræður skerðing á aflaheimildum, um 13% á Íslandsmiðum og 20% í Barentshafi. Líklegt má telja að slíkt leiði af sér hækkanir, samanber lögmálið um framboð og eftirspurn. Þegar eru komnar fram verðhækkanir á sjó- frystum afurðum, segir Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Iceland Seafood. Verð á sjávarafurðum ræðst af mörgum þáttum þar sem heimurinn er undir. Mikið af fiski hefur komið frá Kína inn á markað Vesturlanda. Nú hefur launakostnaður þar í landi hækkað mikið sem og flutnings- kostnaður og gengi júansins styrkst. Samkeppnishæfni Kínverja er því minni, og almennt talað er minna af hvítfiski á markaði í dag. „Það er ýmislegt sem bendir í þá átt, í sambandi við þorskinn, að verð fari hækkandi, með öllum þessum fyrirvörum um það hvernig heims- myndin getur breyst mikið og hratt,“ segir Bjarni Ármannsson. Að verð hækki sé þó sýnd veiði en ekki gefin. Í einhverjum tilvikum geti minni aflaheimildir þýtt að mynstur í rekstri útgerða verði óhagstætt og nauðsynlegt að breyta áherslum, auknar tekjur mæti meiri kostnaði. Bendir til verðhækkana - Mikill samdráttur í veiðum á atlantshafsþorski fram undan MVerðhækkanir ... »14 Ljósmynd/Bjarni F. Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.