Morgunblaðið - 05.07.2021, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ÿ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ÿ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ÿ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
SCREEN RÚLLUGARDÍNUR
Hólmfríður María
Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
„Stemningin sem var þarna var
sturluð. Því fylgja náttúrulega
væntingar en þetta verður bara
skemmtileg áskorun,“ segir
plötusnúðurinn og stemnings-
maðurinn Jónas Óli Jónasson,
einnig þekktur sem DJ Jay-O.
Hann stefnir nú á að opna
skemmtistað við Hverfisgötu í
Reykjavík undir hinu rótgróna
vörumerki b5. Vill hann end-
urvekja stemninguna sem var til
staðar á gamla b5 sem var áður
á Bankastræti 5. Þeim stað var
lokað á síðasta ári og þar réðu
afleiðingar Covid-19-heimsfar-
aldursins. b5 er skráð vörumerki
hjá Einkaleyfastofu en Jónas er
einn af fyrri eigendum upp-
runalega skemmtistaðarins.
Hann er sá eini úr þeim hópi sem
stendur að opnun nýja staðarins.
Jónas segir rekstr-
arhugmyndina tiltölulega ný-
komna fram en ekki hafi verið
áform um að fara aftur í rekstur
um leið og b5 á Bankastræti var
lokað. Hugmyndin um opnunina
kviknaði í vetur þegar allt var
lokað niðri í bæ. Hafi þá kitlað
að halda vörumerkinu á lífi.
Opnað á nýjum stað
um miðjan ágústmánuð
Hinn nýi b5 verður þar sem
Hverfisbarinn var áður, það er á
horni Smiðjustígs og Hverf-
isgötu. Framkvæmdir standa nú
yfir í nýja húsnæðinu en Jónas
vonast til að opna um miðjan
ágúst. Án þess að vilja gefa of
mikið upp varðandi útfærslur á
staðnum segir Jónas að gott sé
að breyta töluvert til. Ekki sé
nóg að mála bara veggi.
Aðspurður segir Jónas ekki
skjóta skökku við að staður sem
dragi nafn sitt af fyrri staðsetn-
ingu haldi sama nafni á Hverf-
isgötunni. Telur hann b5 vera
sterkt vörumerki sem standi al-
veg út af fyrir sig, óháð stað-
setningu. Jónas bendir á að ekki
sé óalgengt að veitingastaðir eða
verslanir séu færðar milli húsa
og segir hann enga ástæðu fyrir
því að hið sama megi ekki gilda
um skemmtistaði.
Góð tilfinning
Jónas hefur lengi verið við-
riðinn viðburðabransann. Hann
starfar nú sem plötusnúður og
kemur einnig að rekstri smáfor-
ritsins Stubbs sem sér um sölu
miða á íþróttaviðburði en Jónas
stofnaði það ásamt félögum sín-
um.
„Ég hef alltaf verið mikið í
kringum viðburði og haft áhuga
á hinu og þessu. Það má alveg
segja að ég hafi góða tilfinningu
fyrir þessu. Ég veit hvernig er
að koma fólki í stemningu,“ til-
tekur Jónas sem segist hafa
mikla trú á sjálfum sér og opnun
nýja skemmtistaðarins. Telur
hann upprunalega b5 hafa haft
mikið til brunns að bera og því
synd að stemningin sem fylgdi
honum skyldi fara í vaskinn
vegna heimsfaraldursins. Mun
hann reyna að endurvekja það
andrúmsloft á nýjum stað. „Ég
skynja alla vega að fólk er mjög
jákvætt yfir þessu. Fólk sem veit
hvaða stemningu maður hefur
fram að færa.“
Fólk getur farið
fyrr út á lífið
Spurður út í umræðuna sem
komið hefur upp um hvort loka
eigi skemmtistöðum fyrr á næt-
urnar en nú er raunin segist
Jónas telja að það ætti í raun að
vera í höndum þeirra sem reka
staðina hve lengi þeir hafi opið.
„Ég held að það hafi sýnt
sig núna í Covid að fólk getur al-
veg farið fyrr út á lífið. Engin
ástæða fyrir því að vera með
boð og bönn. Það eru líka ekkert
allir staðir sem vilja vera með
opið til hálffimm á nóttunni.
Margir virka betur ef það er
bara opið til eitt til dæmis. Sjálf-
um finnst mér líklegt að nýi b5
muni nýta allan þann afgreiðslu-
tíma sem býðst en um slíkt hefur
þó engin ákvörðun verið tekin
enn,“ segir Jónas Óli Jónasson
að síðustu.
Ætlar að opna b5 á nýjum stað í miðborginni
Morgunblaðið/Unnur Karen
DJ „Veit hvernig er að koma fólki í stemningu,“ segir Jónas Óli, sem
hefur lengi verið viðloðandi skemmtanabransann í Reykjavík.
Kitlaði að halda
vörumerkinu á lífi
„Myndirnar eru ómetanlegar og
segja mikla sögu. Sjónarhornið er
líka svo listrænt, Kristni tókst til
dæmis að kalla fram fegurð þar sem
við sjáum barnaleikföng í rústum
brunninna húsa. Slíkt endurspeglar
vel andstæðurnar í þessum hrikalegu
náttúruhamförum, segir Kristín Jó-
hannsdóttir, forstöðumaður Eld-
heima í Vest-
mannaeyjum.
Þangað barst
nýlega stórt safn
ljósmynda sem
Kristinn Helgi
Benediktsson
(1948-2012) tók
fyrir Morg-
unblaðið í Heima-
eyjargosinu árið
1973. Nokkrar
myndanna voru
birtar í Newsweek og fleiri fjöl-
miðlum
Dóttir Kristins, Hildur Sigrún,
kom með myndasafnið til Eyja og því
var veitt formleg viðtaka á Gos-
lokahátíð í Eyjum um helgina.
Kristinn Helgi Benediktsson var
ljósmyndari á Morgunblaðinu 1970-
1975 og fréttaritari í Grindavík lengi
eftir það. Fjallaði mjög mikið um
sjávarútvegsmál, bæði í greinum og
myndum. Hann var á vettvangi fyrir
Morgunblaðið meðan á Eyjagosinu
stóð og tók þá þúsundir ljósmynda,
sem allar hafa varðveist á filmuformi.
Kristín Jóhannsdóttir segir verkefnin
næstu missera að skanna filmurnar
og gera fljótlega hluta myndanna að-
gengilegar á vefsetrinu eldheimar.is.
Dýrmæt viðbót
„Myndirnar eru dýrmæt viðbót við
myndasafn okkar úr eldgosinu. Ég er
spennt fyrir því að geta nú farið að
skoða allt sem Kristinn lagði til sögu
Heimaeyjargossins. Stóra verkefnið
er að koma þessum myndum á netið,
því nú eru ekki nema eitt og hálft ár í
50 ára afmæli Eyjagossins og 60 ár
frá upphafi Surtseyjarelda sem stóðu
í um fjögur ár,“ segir Kristín.
sbs@mbl.is
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Eldheimar Kristín Jóhannsdóttir forstöðumaður og Hildur Sigrún Krist-
insdóttir, til vinstri, þegar hún afhenti einstakt myndasafn föður síns.
Gosmyndir Kristins eru
nú komnar í Eldheima
- Myndaði fyrir Morgunblaðið í Eyjum - Listræn fegurð
Morgunblaðið/Kristin Benediktsson
Gosmynd Elín Pálmadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, í Eyjum árið 1973.
Saman sinntu þau Kristinn fréttaöflun á vettvangi þessara hrikalegu atburða.
Kristinn H.
Benediktsson
- Jónas Óli Jónasson er
fæddur árið 1986 og starfar
nú sem plötusnúður og forrit-
ari. Hann lauk stúdentsprófi
úr Verzlunarskóla Íslands og
útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í
fjármálaverkfræði úr Háskól-
anum í Reykjavík árið 2009.
- Nýlega stofnaði Jónas Óli
smáforritið Stubb og sér um
rekstur þess ásamt tveimur
félögum sínum. Hefur jafn-
framt mikið starfað á vett-
vangi knattspyrnudeildar KR.
Hver er hann?
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Skemmtanalíf Dansinn dunar.