Morgunblaðið - 05.07.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021 5. júlí 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.59 Sterlingspund 171.26 Kanadadalur 100.34 Dönsk króna 19.809 Norsk króna 14.391 Sænsk króna 14.501 Svissn. franki 134.58 Japanskt jen 1.118 SDR 177.13 Evra 147.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.9371 Hrávöruverð Gull 1783.5 ($/únsa) Ál 2481.0 ($/tonn) LME Hráolía 74.67 ($/fatið) Brent « Bandarísk stjórnvöld birtu á föstudag mæl- ingar sem sýna að um 850.000 ný störf urðu til á bandarískum vinnumarkaði í júnímánuði. Er það nokkuð um- fram spár sér- fræðinga sem væntu 720.000 nýrra starfa og langt umfram þá fjölgun sem varð í maí þegar um 583.000 störf bætt- ust við. Nýju vinnumarkaðstölurnar féllu í kramið hjá fjárfestum og hækkuðu bandarískar hlutabréfavísitölur við tíðindin. Nam vikuhækkun S&P 500 1,7% og hækkun Nasdaq-vísitöl- unnar mældist 2%. Reuters bendir á að viðsnúning- urinn gangi misvel í ólíkum greinum atvinnulífsins. Er vöxturinn hvað hraðastur í afþreyingar- og ferða- þjónustugeira en þar er fjöldi starfa samt ekki nema 87,1% af því sem var áður en áhrifa kórónuveirufarald- ursins fór að gæta. Til samanburðar hefur fjármálageirinn náð um 99,2% af fyrri styrk og í byggingageira mælist hlutfallið 96,9%. ai@mbl.is Batamerki á bandarísk- um vinnumarkaði Vöntun Víða í BNA skortir starfsfólk. STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Oft er launþegum vandi á höndum þegar kemur að því að skilja rétt- indi sín og ganga úr skugga um að engin mistök hafi verið gerð við út- reikning launa. Íslenska hugbún- aðarfyrirtækið UX Design hefur bætt nýrri virkni í tímaskráninga- kerfi sitt Curio Time sem ætti að gagnast launafólki og stórauka gegnsæi um kaup og kjör. Lausnin sem UX Design býður upp á nær m.a. yfir aðildarfélög Starfsgreina- sambandsins, Samiðn, VM, Byggiðn, Matvís, Rafís, Fit og Félag hársnyrti- sveina. Baldvin Baldvinsson er fram- kvæmdastjóri UX Design en fyrir- tækið hefur um langt skeið þróað tíma- og viðverukerfi fyrir vinnu- staði auk hugbúnaðar til að halda t.d. utan um verkefnastjórnun, verkbókhald og sölu. Baldvin segir starfsmannastjórum og launa- fulltrúum oft mikill vandi á hönd- um þegar kemur að því að reikna út laun enda kjarasamningar flókn- ir og ótal sérreglur sem eiga við t.d. um hvernig starfsaldur og vinnutími hefur áhrif á laun. „Það er ekki óalgengt að hjá fyrirtæki þar sem starfa um hundrað manns þurfi að greiða laun eftir tíu eða fleiri ólíkum kjarasamningum, og brýnt að farið sé eftir settum reglum,“ segir Baldvin. „Það getur t.d. verið breytilegt eftir stéttar- félagi hvernig yfirvinna og næt- urvinna er mæld. Þá eru oft sér- ákvæði sem t.d. gera greinarmun á starfsfólki fram til 22 ára aldurs, og vitaskuld kveðið á um samnings- bundnar hækkanir eftir t.d. þriggja og sex mánaða starfsaldur, og þar fram eftir götunum. Í ofanálag þarf að uppfæra launatöflur og hækka upphæðir með reglulegu millibili í samræmi við það sem samið var um í síðustu kjarasamningum.“ Reiknar út frá kjarasamn- ingum 39 stéttarfélaga Í samvinnu við Stéttarfélög iðn- aðarmanna og Starfsgreinasam- bandið hefur UX Design þróað auka virkni í tímastjórnunarkerfinu Curio App þannig að launþeginn getur núna skráð þar inn vinnu- stundir sínar og notað forritið til að reikna laun sín út með töluverðri nákvæmni – löngu áður en launa- seðillinn berst. „Notandinn skráir inn ákveðnar grunnupplýsingar hjá því stéttar- félagi sem hefur gert samning um notkun á Curio App fyrir fé- lagsmenn sína og út frá þeim upp- lýsingum greinir forritið og reiknar rétt laun miðað við kjarasamning, og sundurliðar líka hinar ýmsu greiðslur og gjöld sem eru tekin af launum starfsmanns ellegar greidd af vinnuveitanda,“ útskýrir Baldvin, en forritið hefur að geyma kjara- samningsforsendur um 100.000 fé- lagsmanna hjá 39 íslenskum stétt- arfélögum. Baldvin bendir á að það geti hjálpað launþegum mikið að skilja betur hvar þeir standa og jafnvel sjá frá degi til dags hvernig vænt- anleg útborgun um næstu mánaða- mót fer hækkandi í takt við fjölda vinnustunda. Nota má forritið til að skrá vinnustundir daglega og reikn- ar forritið út launin jafnóðum auk þess að útbúa ítarlegan launa- útreikning í lok mánaðarins. „Það gildir um mörg fyrirtæki að þau borga laun sem eru hærri en taxtar kjarasamninga og getur þá forrit okkar virkað hvetjandi og aukið ánægju starfsfólks með því að bera útborguð laun saman við það sem það myndi ella fá ef lágmarki kjarasamninga væri fylgt,“ segir Baldvin. „Aukið upplýsingaflæði er líka alltaf af hinu góða og kemur í veg fyrir misskilning. Ef í ljós kem- ur misræmi milli þess sem fólk fær útborgað og þess sem það átti von á getur forritið hjálpað til að komast að rót vandans, spara bæði starfs- manni og launafulltrúa umstang og vonandi komið í veg fyrir að vísa þurfi deilumáli til stéttarfélags.“ Hjálpar fólki að skilja launin Morgunblaðið/Eggert Í lausu lofti Kjarasamningar eru flókin skjöl og ekki alltaf auðvelt fyrir fólk að átta sig á ef villa hefur verið gerð við útreikning launa. - Forrit UX Design á að auka gagnsæi og sýna launþegum hvar þeir standa Baldvin Baldvinsson Kínverska netöryggiseftirlitið fyrir- skipaði á sunnudag að snjallsímafor- rit fyrirtækisins Didi skyldi fjarlægt úr kínverskum snjallforritagáttum. Segir stofnunin að forrit Didi brjóti reglur landsins um meðferð per- sónuupplýsinga. Starfsemi Didi, sem er með höf- uðstöðvar sínar í Peking, er á marg- an hátt svipuð rekstri Uber og býður fyrirtækið m.a. upp á skutlþjónustu og heimsendingu á mat víða um heim auk þess að hafa á undanförnum ár- um látið að sér kveða sem lánveit- andi og tryggingafélag. Í lok júní var Didi skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og nemur markaðs- virði félagsins um 80 milljörðum dala en með útboðinu tókst Didi að fá 4,4 milljarða dala af nýju hlutafé inn í reksturinn. Á föstudag upplýstu kínversk stjórnvöld að Didi sætti rannsókn vegna meintra brota á reglum um netöryggismál. Varð það til þess að hlutabréfaverð fyrirtækisins lækk- aði um rösklega 5%. Að sögn Fin- ancial Times hefur ekki verið upp- lýst hvaða brot félagið er grunað um að hafa framið. ai@mbl.is AFP Óvissa Bílstjóri í Peking notar forrit Didi til að skutla farþegum. Kína stígur á bremsuna hjá Didi - Loka á forritið skömmu eftir útboð Sundurliðun launa og gjalda í Curio App varpar m.a. ljósi á það hve mikil byrði er lögð á bæði launþega og vinnuveitendur í formi launatengdra gjalda, skyldusparnaðar og alls kyns skatta. Baldvin segir launareiknivél- ina sundurliða öll gjöld sem standa þarf skil á og upphæðirnar komi stundum á óvart enda allur gangur á því hvort launaseðlar sýna allan þann kostnað sem fellur til vinnuveitandamegin. „Fólki finnst tölurnar oft sláandi þegar það sér heildarmyndina. Þannig má t.d. vænta þess að starfsmaður sem er með um 1,1 milljón í laun fái ekki nema um 635.000 krónur útborgað, en að heildarkostnaður vinnuveitandans vegna starfs- mannsins nemi yfir 1,4 milljónum króna.“ Hlutur starfsmanns um helm- ingur af kostnaði vinnuveitanda SKERFUR HINS OPINBERA EKKERT SMÁRÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.