Morgunblaðið - 05.07.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fréttir voru
fluttar af
því í gær að
landsmenn, líklega
aðallega ungdóm-
urinn og sennilega
fyrst og fremst af höfuðborg-
arsvæðinu, hafi gengið fram af
nokkrum ákafa við skemmt-
anahald í miðbænum þá um
nóttina. Lögreglan átti fullt í
fangi með að sinna öllum erind-
um sem bárust og langt er síðan
sjúkraflutningamenn áttu aðra
eins næturvakt.
En það eru ekki aðeins ung-
mennin í höfuðborginni sem
ákváðu að skvetta úr klauf-
unum, drjúgur hluti lands-
manna hefur gert það að und-
anförnu, hver með sínu lagi.
Margir ferðast til að mynda vítt
og breitt um landið, koma sam-
an í stórum hópum á hvers kon-
ar skemmtunum og samkomum
og njóta sumarsins, gjarnan
veðurblíðunnar og ekki síst af-
léttingar allra samkomutak-
markana fyrir rúmri viku.
Sá ágæti árangur sem náðst
hefur í baráttunni við kór-
ónuveiruna hér á landi – og ætti
að geta orðið varanlegur, ólíkt
þeim veikburða árangri sem
náðist fyrir ári – hefur eðlilega
þau áhrif að landsmenn sleppa
fram af sér beislinu og fagna ný-
endurheimtu frelsi. Nema hvað.
Það þarf ekki að fara út á lífið
í Reykjavík um miðja nótt til að
sjá að allt er svo að segja fallið í
sama far og áður. Og var það
ekki ætlunin? Fólk kemur sam-
an í verslunum og á veit-
ingastöðum líkt og ekkert hafi í
skorist og hið sama gildir vita-
skuld um þá sem stunda gleð-
skap fram á nótt, eins og æskan
hefur gjarnan gert og stundum
aðrir einnig.
Það er fagnaðar-
efni að landsmenn
skuli hafa getað
sigrast þannig á
faraldrinum að
hægt hafi verið að aflétta öllum
hömlum innanlands. Þegar
horft er yfir hafið má því miður
sjá að þetta er fjarri því sjálf-
sagt. Og þó að okkur hafi gengið
vel ættum við líka að hafa það í
huga. Hver og einn ætti eftir
sem áður að gæta að sér þótt
með hóflegri hætti sé en áður.
Tíðari handþvottur en fyrir far-
aldur og áframhaldandi notkun
handspritts, í það minnsta fyrst
um sinn, eru til að mynda sjálf-
sagðar varúðarráðstafanir. Í
þeim efnum virðist sem lands-
menn geti bætt sig, því mun
sjaldséðara er nú en áður að
fólk nýti sér þá sprittbrúsa sem
enn er að finna í verslunum og
víðast hvar á opinberum stöð-
um.
Það mikla skemmtanahald
sem var í miðbænum um helgina
mætti líka verða áminning um
að full ástæða er til að fjölga í
lögreglunni hér á landi til að
hún ráði betur við það sem upp
kemur. Það snýst ekki aðeins
um næturlífið í Reykjavík held-
ur einnig eftirlit á þjóðvegunum
og almenna löggæslu um allt
land. Sömuleiðis þarf lögreglan
að hafa burði til að taka af afli á
skipulegri glæpastarfsemi sem
hér þrífst og ítrekað hefur verið
varað við. Öflug löggæsla er ein
helsta grunnskylda ríkisvalds-
ins og hún þarf að ráða við öll
hefðbundin mál sem upp geta
komið, hvort sem það er skipu-
leg glæpastarfsemi eða saklaust
skemmtanahald sem fer aðeins
úr böndum.
Mörg rök standa
til þess að fjölga
í lögreglunni}
Eins og kvígur að vori
Í Morgunblaðinu
fyrir helgi kom
fram að heild-
arskuldir rík-
issjóðs hafi aukist
um 500 milljarða
króna í kór-
ónuveirufaraldrinum. Þar kom
einnig fram að fjármálaráð-
herra segir að nú stefni í að
skuldirnar verði töluvert minni
en gert hafi verið ráð fyrir, en
mikilvægt sé að byrja að lækka
skuldahlutföllin á ný „svo að við
höfum viðnámsþrótt til að tak-
ast á við áföll í framtíðinni.
Einn helsti lærdómurinn af nið-
ursveiflunni hlýtur að vera sá
hversu dýrmætt það var að
geta beitt ríkisfjármálum til að
takast á við hana.“
Hægt er að taka undir að það
kom sér vel að skuldir rík-
issjóðs voru hóflegar þegar
kórónuveirufaraldurinn skall á.
Rétt eins og sterk staða rík-
isins að þessu leyti kom sér afar
vel þegar bank-
arnir féllu fyrir
rúmum áratug.
Stundum er vís-
að til þess um þess-
ar mundir að við
greiðum lága vexti
af skuldum nú og gefið í skyn að
þess vegna séu þær minna
áhyggjuefni en ella. Þetta er af-
ar varhugavert viðhorf. Vext-
irnir munu hækka, spurningin
er aðeins hvenær og hve mikið.
Þegar þar að kemur verða
skuldirnar mun þungbærari.
Þess vegna skiptir miklu að rík-
isvaldið auki strax aðhald í
rekstrinum og stuðli um leið að
auknum vexti landsframleiðsl-
unnar til að skuldir lækki hlut-
fallslega og verði síður þung-
bærar. Það verður best gert
með því að örva atvinnulífið
enda má ekki gleyma því að
heilbrigður hagvöxtur verður
aðeins til með aukinni starf-
semi fyrirtækja á markaði.
Hættulegt er að
daðra við þá hug-
mynd að vextir
haldist lágir}
Taka þarf strax á skuldasöfnun
R
íkisstjórnir síðustu áratuga hafa
byggt upp bútasaumað skrímsli
sem er almanntryggingakerfi sem
aldrað fólk og öryrkjar verða að
reyna að lifa við. Fáránlega upp-
byggt kerfi sem fjórflokkurinn hefur byggt upp
og haft viljandi svo flókið að enginn skilur það
lengur.
Kerfi þar sem sett er inn króna en teknar til
baka tvær krónur í mörgum tilfellum. Þetta hef-
ur þeim tekist með því að búa til ekki bara skerð-
ingar í kerfinu heldur keðjuverkandi skerðingar.
Þær eru ekki bara innan almannatryggingakerf-
isins heldur ná út fyrir það, inn í félagsleg kerfi
sveitarfélaganna. Hver einasta hækkun í kerfinu
veldur keðjuverkandi skerðingum úti um allt.
Öryrkjar og eldra fólk sem verst hafa það tapar
jafnvel á því að fá hækkun á lífeyrislaunin.
Húsaleigubætur, barnabætur og annað er
skert. Afleiðingarnar? Þeir sem langmest þurfa á hækkun að
halda verða fyrir mestu skerðingunum og þurfa að herða
sultarólina en frekar og allt of stór hópur fólks á ekki fyrir
mat, lyfjum eða öðrum nauðsynjum.
Annað í þessu hefur gleymst. Ákveðin samstaða virðist um
að auka stórlega skattheimtu á þá einstaklinga sem eru í al-
mannatryggingakerfinu og líka þá sem eru á lægstu launum.
Nýjasta útspilið var að núverandi ríkisstjórnarflokkar ætl-
uðu að lækka skattprósentuna tvisvar og lækkuðu einnig
persónuafsláttinn. Mun nær og skilvirkara hefði verið að
skerða persónuafsláttinn þannig að hann yrði horfinn við t.d.
900.000 krónur. Þeir sem eru með eina milljón króna í tekjur
eða meira hafa ekkert með persónuafslátt að
gera. Þá þarf að hækka hann samkvæmt
launaþróun eða vísitölu neysluverðs frá 2008 til
dagsins í dag. Það myndi gilda fyrir þá sem eru
á lægstu launum og bótum almannatrygginga.
Við í Flokki fólksins höfum allt þetta kjör-
tímabil hamrað linnulaust á því að allt almanna-
tryggingakerfið er meingallað. Því meir sem
við erum að reyna að hækka bætur og reyna að
bæta kerfið, því illvígara skrímsli verður það.
Við köllum eftir því og ættum frekar að ein-
beita okkur að því að endurskoða kerfið í heild
sinni. Einfalda það eins og hægt er, en það
verður ekki gert með þá við völd sem hafa kom-
ið þessum ófögnuði á.
Ég ítreka svo að við styðjum að allar þær
kauphækkanir sem eru í lífskjarasamning-
unum fari til almannatryggingaþega líka. Með
þeim skilyrðum þó að ef við ætlum að hækka al-
mannatryggingar samkvæmt þessum lífskjarasamningum
skili það sér nákvæmlega til þeirra sem eiga að njóta
þeirra. Við megum ekki nota þessar brellur sem hafa verið
búnar til til þess að skerða annars staðar í kerfinu eða
skerða það keðjuverkandi út fyrir kerfið. Slíkt er ömurlegt
háttarlag og okkur öllum til háborinnar skammar. Þessu
verður að linna.
Flokkur fólksins segir fólkið fyrst og svo allt hitt.
gudmundurk@althingi.is
Guðmundur
Ingi Krist-
insson
Pistill
Almannatryggingakerfið
verður að endurskoða
Höfundur er alþingismaður og
þingflokksformaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
F
lest bendir til þess að skort-
ur verði á atlantshafs-
þorski á mörkuðum á
næsta ári og næstu ár.
Kemur það mögulega verst niður á
vinnslum sem ekki hafa öruggt að-
gengi að hráefni. Ekki einungis er
verið að skerða aflaheimildir í þorski
hér á landi um 13% fyrir næsta fisk-
veiðiár, heldur hefur Alþjóða-
hafrannsóknaráðið lagt til að þorsk-
veiði í Barentshafi á næsta ári verði
177 þúsund tonnum minni, eða sem
nemur tuttugu prósenta lækkun.
Í báðum tilfellum eru skerðing-
arnar töluvert minni en vísindamenn
hefðu óskað, þar sem aflareglur hafa
ákvæði um hámarksbreytingar milli
ára. Fyrir íslenskan þorsk yrði
skerðingin 27% án tillits til aflareglu
og 43% í Barentshafi. Það þykir því
ljóst að ráðlagður hámarksafli á báð-
um svæðum muni ekki hækka á
næstu árum og kann því að verða
skortur á hráefni. Slíkar kring-
umstæður geta skilað mun hagstæð-
ara verði en áður.
Enn mikil óvissa
„Það eru auðvitað mikil tíðindi
að þorskafli verði skertur hér um
13% og sömuleiðis liggur fyrir ráð-
legging vísindamanna um 20% skerð-
ingu á þorskafla í Barentshafinu.
Þannig að framboð af atlantshafs-
þorski á eftir að minnka allnokkuð,“
segir Bjarni Ármannsson, forstjóri
Iceland Seafood, þegar hann er beð-
inn um að rýna í stöðuna á mörk-
uðum nú og á komandi misserum.
„Við sjáum til að mynda að í sjó-
frystum afurðum hafa verðbreyting-
arnar komið strax fram, verð eru far-
in að hækka. En maður sér líka, og
það verður stór áhrifavaldur þegar
horft er til næstu tveggja þriggja
ára, hvernig þessum kórónuveiru-
faraldri vindur fram. Maður sér að
það hafa orðið bakslög í til að mynda
Portúgal og Bretlandi. Þetta undir-
strikar enn frekar að þrátt fyrir að
Íslendingar séu komnir langt í þess-
um bólusetningum, þá eru eins og í
Ástralíu bara sex prósent af íbúum
bólusett. Í löndum í Asíu er þetta
mjög skammt á veg komið. Þannig að
það getur margt gerst á eftirspurn-
arhliðinni.“
Margt bendir til hækkana
Það eru þó margþættar breytur
sem hafa áhrif að sögn Bjarna. „Mað-
ur sér í stóru myndinni að flutnings-
leiðir, sérstaklega milli Asíu og Evr-
ópu, eru orðnar miklu dýrari og
vinnsla í Kína er orðin erfiðari bæði
vegna þessara áfangalína og vegna
launakostnaðar og styrkingu júans-
ins. Þetta gerir kínverskar vinnslur
ekki eins samkeppnishæfar og áður
var. Svo bætist við að Rússarnir hafa
ekki komið jafn miklu af alaskaufsa
inn á Kína og áður, þannig að fram-
boðið af ódýrum hvítfiski er minna.
Við sjáum það inni á mörkuðum eins
og Spáni þar sem kom töluvert af
ódýrum tvífrystum þorski eða ufsa
frá Kína að það er ekki í sama mæli
og hefur verið undanfarin ár.
Það er ýmislegt sem bendir í þá
átt, í sambandi við þorskinn, að verð
fari hækkandi – með öllum þessum
fyrirvörum um það hvernig heims-
myndin getur breyst mikið og hratt.
Eins og ferskur þorskur inn á Frakk-
land, það hafa ekki verið neinar verð-
hækkanir þar og það er einkennandi
fyrir þær aðstæður sem þar eru ein-
mitt núna, en langtímahorfurnar eru
nokkuð góðar [hvað verð varðar],“
útskýrir hann.
Ekki blóm í haga fyrir alla
Veikir hækkandi verð stöðu
þeirra sem eru í vinnslu án afla-
heimilda?
„Það ræðst af verðþróuninni á
hrávörumarkaðnum og inn í það
kemur gengi krónunnar sem hefur
styrkst, og eftir því sem efna-
hagsþróuninni vindur fram til betri
vegar þá getur slíkt jafnvel haldið
áfram. Þessir þættir eru frekar and-
snúnir þeim sem þurfa að sækja sinn
afla á markað og nýta íslenskt vinnu-
afl til að keppa við vinnslur í Eystra-
saltsríkjunum, Póllandi eða Hollandi
þar sem er annars vegar er oft um að
ræða ódýrara vinnuafl og hins vegar
vinnslur sem hafa verið byggðar
fyrir styrktarfé.“
Þú metur það sem svo að það
gæti gengið erfiður tími í garð fyrir
suma?
„Já. Það er alla vega ekki sjálf-
gefið að hækkandi þorskverð þýði
blóm í haga fyrir alla. Auðvitað getur
svona minnkun þýtt í einhverjum til-
fellum að útgerðarmynstrið verður
óhagkvæmara og menn þurfi einfald-
lega hærra verð til þess að vega á
móti hækkun kostnaðar.
En við teljum að eftirspurnar-
hliðin muni taka við sér, eftir því sem
hlutirnir færast í eðlilegra horf í Evr-
ópu, og þá mun það leiða af sér til
skemmri tíma, næstu 12 til 18 mán-
uði, að verð á þorskinum sérstaklega
verði gott. Svo mun verð á tegundum
eins og ufsa haldast í hendur við
markaði eins og Tyrkland sem er
mikið með ferðaþjónustu. Ufsinn hef-
ur tekið við sér, hann hefur þurft að
fara mjög langt niður í verði, það er
mikill hótelmatur,“ segir Bjarni og
bætir við að forsendur séu einnig
fyrir því að ýsuverð geti farið hækk-
andi.
Verðhækkanir væntan-
legar eftir skerðingar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þorskur Aflinn hífður um borð í dragnótabát á Breiðafjarðarmiðum.