Morgunblaðið - 05.07.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 05.07.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Katrín Jakobsdóttur og aðrir forystumenn Vinstri grænna tala nú fjálglega um það að fara aftur í sömu rík- isstjórn, sama rík- isstjórnarsamstarfið, eftir kosningar, ef úr- slit leyfa. Hefur Katrín blessuð og þetta annars á ýmsan hátt ágæta fólk virkilega ekkert skilið og ekkert lært síðustu fjögur árin? Gerir það sér enga grein fyrir því, hvílík hörmungarganga þetta ríkis- stjórnarsamstarf hefur verið fyrir Vinstri græna og þeirra stefnu og hvílík sneypuför þetta í raun hefur verið? Eða, heldur það kannski að það geti bara klórað yfir stórfellt ár- angursleysið, hvað varðar stefnu- og baráttumál Vinstri grænna, og látið eins og uppgjöf og ósigur, nánast yfir alla málefnalínuna, sé í raun sigur- ganga og flottur árangur? Hvalveiðar „Landsfundur Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs, haldinn á Selfossi 23.-25. október 2015, leggst eindregið gegn hvalveiðum við Ís- landsstrendur. Við veiðarnar er beitt ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerð- armanna. Háum upphæðum af op- inberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn um hvalveiðar. Nú er mál að linni.“ M.a. út á ofangreint skýrt stefnu- og baráttumál Vinstri grænna studdu náttúru- og dýravernd- unarsinnar flokkinn í kosningunum 2017. En, ef að líkum lætur, voru Vinstri grænir reknir öfugir til baka með þetta baráttumál sitt í samningunum um stjórnarsamstarfið. Sjálfstæðismenn og Framsókn gera lítið með það, þó að verið sé að ofsækja, skjóta og sprengja þessi há- þróuðu spendýr, sem eru friðuð nán- ast um allan heim, í tætlur – full- þroskaðir kálfar í móðurkviði meðtaldir – og láta ekki einhverja komma vaða uppi með slíkt. Vinstri grænir létu væntanlega þessi svik við sjálfa sig og kjósendur sína góð heita, gegn loforði sjálf- stæðismanna og Fram- sóknar um framgang annarra mála, svo sem þjóðgarðs, aukinnar verndar villtra dýra og fugla, svo að ekki sé tal- að um nýju stjórn- arskrána og loftslags- vernd. Við verðum að vera tilbúin í málamiðlun til að komast í stólana, kann Katrín að hafa hugsað og sagt. 5. júlí 2019 veitti svo ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umfangs- mestu leyfi til hvalveiða, sem sögur fara af, þar sem drepa mátti 2.130 dýr á tímabilinu 2019-2023. Hugurinn kynni hér hjá sumum að hvarfla til Júdasar Ískaríot. Þjóðgarður Í stjórnarsáttmála stendur m.a.: „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“. Þetta hefðu Vinstri grænir kannski átt að fá fyrir að gefa eftir hvalafriðun. En fengu þau það? NEI. Hér virðast sjálfstæðismenn og Framsókn hafa hlaupizt undan merkjum, beitt undanbrögðum, þeg- ar til kastanna kom. En Katrín virðist hafa kyngt þeirri niðurstöðu með sínu alkunna brosi á vör. Mikil eftirlátssemi það. Annað mál er það, að í flestum löndum – alla vega þar sem nokkur menning ríkir og menn eru með al- vöru ráðstafanir – er þjóðgarður frið- að svæði fyrir öll dýr sem þar búa og allt lífríki svæðisins. En hér átti bara að friða „gras, urð og grjót“; öll dýrin voru undanskilin. Þau hefði mátt veiða og drepa á fullu áfram. Dýravernd „Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fugl- um og spendýrum,“ segir í stjórn- arsáttmála. Kannski var þetta líka hluti af hrossakaupum. En stóðst þetta atriði þá? NEI, aldeilis ekki. Komst aldrei úr nefnd. Sama raunasagan Stjórnarskráin „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrár- innar …“ segir líka í stjórnarsátt- mála. Náðist þetta miklivæga atriði í stjórnarsáttmála þá fram? NEI. Botninn datt úr þessu líka. Hér fóru sjálfstæðismenn og Framsókn undan í flæmingi, og sat formaður Vinstri grænna/forsætis- ráðherra uppi með frumvarp, sem „samherjarnir“ vildu ekki sjá eða heyra og varð að engu. Hvílík sneypa. Loftslagsvernd Vinstri grænir hafa talað mikið um sinn frábæra árangur í þessari rík- isstjórn í loftslagsvernd. Í huga und- irritaðs orkar það ekki tvímælis, að hér vildu Vinstri grænir gera vel, en því miður verður ekki undir það tekið að hér hafi náðst árangur sem hrópa má húrra fyrir. 10. september 2018 boðaði ríkis- stjórnin til blaðamannafundar þar sem ekki mættu færri en sjö ráð- herrar, og þóttust nú bæði sjálfstæð- ismenn og Framsókn allt í einu vera orðnir grænir. Víst kunna þeir að hafa verið orðnir það, ef þeir hafa ekki verið það allan tímann, en í ann- arri merkingu þess orðs. 6,8 milljarða skyldi setja í aðgerðir í loftslagsmálum næstu fimm árin. 1,4 milljarða á ári. Auðvitað var þetta gott mál, allt er betra en ekkert, en það vildi svo til að sömu dagana og ríkisstjórnin blés í sína lúðra með þetta mál voru fréttir í gangi um það að setja ætti 120 milljarða í flugstöð í Keflavík á næstu árum. Auðvitað var það þetta fínt átak með flugstöðina, gott innlegg í ferða- þjónustuna, en lítið varð úr „stór- felldu átaki“ ríkisstjórnar í loftslags- málum. Sneypuför og dómgreindar- skortur Vinstri grænna Eftir Ole Anton Bieltvedt » Það er með ólík- indum að Katrín skyldi halda að hún fengi einhverjum stefnumálum VG fram- gengt í samstarfi við Bjarna og Sigurð Inga, eins og dæmi sýna. Ole Anton Bieltved Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Íslendingar hafa löngum verið vertíð- arfólk. Á öldum og ár- um áður fóru allir sem vettlingi gátu valdið í verið og kepptust við að sækja björg í bú. Síldarárin voru ein alls- herjarvertíð, síldinni mokað gegndarlaust úr sjónum þar til hún var á þrotum. Á seinni hluta síðustu aldar spruttu minkahús upp eins og gorkúl- ur víða um land, þá átti að bjarga landbúnaðinum. Hvernig fór um sjó- ferð þá? Nú er ferðamannavertíðin í algleymingi, vonandi þrjóta gæftirnar ekki í bráð. Mig langar hins vegar að gera nýjustu vertíðina að umtalsefni, skógræktarvertíðina miklu sem skoll- in er á og snýst um að planta fljót- sprottnum erlendum tegundum upp um fjöll og inn til dala. Nú skal slá tvær flugur í einu höggi; klæða landið í hvelli og kolefnisjafna allar utan- landsferðirnar. En eins og dæmin sanna þarf að gæta hófs á vertíðum, illa fer ef of hart er sótt á sömu mið. Skynsamlegt væri að skipuleggja þessa nýjustu vertíð betur áður en hún fer úr böndunum. Gegndarlaus plöntun erlendra tegunda, ekki síst barrtrjáa, veldur háskalegum breyt- ingum á íslenskri náttúru. Trén dreifa sér ört og kæfa íslenskan gróður. Því er raunhæf sú krafa að umhverfismat fari fram áður en lengra er haldið. En því miður er ákafinn slíkur að vart leyfist um- ræða um málið. Íslensk náttúra er einstök og viðkvæm, plönturnar smáar en harðgerðar ef þær fá frið til að vaxa í sínu kjörlendi. Þær eiga hins vegar mjög undir högg að sækja vegna ágengra erlendra tegunda sem sækja æ fastar og víðar á. Lúpína og skóg- arkerfill æða yfir landið líkt og engisprettufaraldur og kæfa hinn upprunalega gróður og það er sárt að horfa á berjabrekkurnar hverfa hverja af annarri undir fljót- sprottnar erlendar trjátegundir. Ís- lenskt landslag hefur sérstöðu sem við og gestir okkar vilja njóta, það er ekki einkamál fárra einstaklinga að umbreyta því á þann hátt sem víða er verið að gera. Kapp er best með forsjá. Hugsum málið af yfirvegun áður en fleiri stórslys verða. Skógræktar- vertíðin mikla Eftir Hildi Hermóðsdóttur Hildur Hermóðsdóttir » Gegndarlaus plöntun erlendra tegunda, ekki síst barrtrjáa, veld- ur háskalegum breyt- ingum á íslenskri nátt- úru. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd. Það er þess virði að fórna frelsinu fyrir samhengið, og það er þess virði að fórna samhenginu fyrir frels- ið. Það er þess virði að fórna vinsældum fyrir skoðanir, og það er þess virði að fórna skoðunum fyrir vin- sældir. Það er þess virði að fórna sakleys- inu fyrir reynsluna, og það er þess virði að fórna reynslunni fyrir sakleysið. Öll dæmin ganga upp. Það er vandamálið. Það er þess virði að fórna kynlífi fyrir hjónaband, og það er þess virði að fórna hjónabandi fyrir kynlíf. Það er þess virði að fórna fjölskyldu fyrir frama, og það er þess virði að fórna frama fyrir fjöl- skyldu. Það er þess virði að fórna góðum mat fyrir gott form, og það er þess virði að fórna góðu formi fyrir góðan mat. Það er þess virði að fórna draumn- um fyrir aðra, og það er þess virði að fórna öðrum fyrir drauminn. Öll dæmin ganga upp. Það er vandamálið. Það er þess virði að fórna frítíma fyrir ferðalög, og það er þess virði að fórna ferðalögum fyrir frítíma. Það er þess virði að fórna sunnudags- morgni fyrir laugardagskvöld, og það er þess virði að fórna laug- ardagskvöldi fyrir sunnudags- morgun. Það er þess virði að fórna stemmningunni fyrir alvarleikann, og það er þess virði að fórna alvar- leikanum fyrir stemmninguna. Öll dæmin ganga upp. Það er vanda- málið. Það er þess virði að fórna sam- viskunni fyrir lífsgæðin, og það er þess virði að fórna lífsgæðunum fyr- ir samviskuna. Það er þess virði að fórna góðum siðum fyrir gott partý, og það er þess virði að fórna góðu partýi fyrir góða siði. Það er þess virði að fórna spennu fyrir stöð- ugleika, og það er þess virði að fórna stöðugleika fyrir spennu. Það er þess virði að fórna ástinni fyrir geð- heilsuna, og það er þess virði að fórna geðheilsunni fyrir ástina. Öll dæmin ganga upp. Það er vanda- málið. Lífið er forgangsröðun Eftir Ernu Mist »Hugvekja um for- gangsröðun lífsins, allt frá smáatriðum hversdagsháttanna til megindrátta markmið- anna. Erna Mist Höfundur er listmálari. ernamist@ernamist.net Móttaka aðsendra greina Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógó- ið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarleg- ar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.