Morgunblaðið - 05.07.2021, Page 18

Morgunblaðið - 05.07.2021, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021 ✝ Aðalheiður Sigurbjörns- dóttir (Alla) fædd- ist í Reykjavík 28. apríl 1961. Hún lést á Spáni 9. júní 2021. Foreldrar henn- ar eru Halla Guð- jónsdóttir, f. 11. júlí 1943, og Sig- urbjörn Bjarn- arson, f. 2. júlí 1939, d. 16. febrúar 2021. Uppeldisforeldrar hennar eru Guðjón Daníelsson, f. 18. mars 1913, d. 9. apríl 2016 og Jóna Björg Guðmundsdóttir, f. ísa, f. 30. maí 1951, Bryndís, f. 5. Dagný, f. 1953 og Guðjón, f. 5. desember 1956, d. 29. júní 2020. Alla giftist 28. apríl 1979 Þóri Traustasyni (Tóta), f. 21. október 1953. Foreldrar hans eru Trausti Gestsson, f. 11.12. 1930, d. 16.5. 2001 og Pálína O. Vestmann, f. 29.10. 1930, d. 26.6. 1989. Börn Öllu og Tóta eru: 1) Halla Björg, f. 29. febrúar 1980. Dætur hennar eru: a) Indíana Dögg Einarsdóttir. b) Ísabella Dís Einarsdóttir, d. 25.8. 2008. 2) Óðinn Logi, f. 25. febrúar 1984, maki hans Ásta Kristín Guðmundsdóttir Mic- helsen, f. 12. ágúst 1987. Börn þeirra: a) Ísafold Ýr. b) Aþena Rán. c) Víkingur Logi. Alla verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju 5. júlí 2021 kl. 14. 4. desember 1920, d. 8. júlí 2002. Alla ólst upp að táningsaldri hjá ömmu sinni og afa á Kolmúla í Reyð- arfirði. Alla tíð tal- aði hún um þau sem foreldra sína og móðursystkini sem systkini sín. Systir Öllu er Valdís Arnardóttir, f. 17. mars 1974. Uppeldissystk- ini eru Guðmundur Kristinn, f. 6. október 1940, d. 31. október 2011, Borgþór, f. 29. apríl 1948, Dagný, f. 25. janúar 1950, El- Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir fæddist á Kolmúla við Reyðar- fjörð 28. apríl 1961, hún lést á Spáni 9. júní 2021. Foreldrar hennar eru Halla Guðjónsdóttir, f. 11.7. 1943, frá Kolmúla og Sig- urbjörn Björnsson frá Vopna- firði, látinn. Alla eins og hún var kölluð ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Kolmúla utan fjóra vetur sem hún bjó hjá mömmu sinni í Reykjavík. Alla sneri aftur til æskustöðvanna og kynntist þá lífsförunauti sínum, Þóri Traustasyni, þau eignuðust tvö börn, Höllu Björgu sem á tvö börn, Indíönu Dögg og Ísabellu Dís (látin), og Óðin Loga, kvænt- an Ástu Kristínu Guðmundsdótt- ur, þau eiga þrjú börn Ísafold Ýr, Aþenu Rán og Víking Loga. Alla á fimm hálfsystkini, fjögur sam- feðra og eitt sammæðra. Alla vann ýmis störf, hún var dugleg og vel liðin hvar sem hún kom, við vorum eins og bestu systur og góðar vinkonur og oft var gaman hjá okkur í sveitinni. Í vetur buðuð þið Tóti okkur Bryn- dísi og mökum í mat á þitt fallega heimili en þú varst snillingur í matargerð og bakstri. Þarna sýndir þú okkur nokkra 10 krónu seðla sem ég hafði gefið þér þeg- ar þú varst 8 ára. Þú varst hjá mér þegar ég átti frumburðinn ég hafði gefið þér pening til að fara í bíó og sagt að þú mættir kaupa Appelsín og Prins Póló í hléi, en þér fannst betra að eiga peninginn því þú varst að safna. Þegar þið byggðuð ykkar hús í Skólabrekkunni var haldið reisu- gill og síðan á ball, menn voru að flýta sér því lítið var eftir af ball- inu og kapphlaup um hver væri fyrstur á ballið, ég og þú vorum fyrstar í byrjun en urðum síð- astar því þú í þínum ljósa sam- festingi dast í skurð sem var búið að grafa þvert á veginn svo ég varð að fara með þig heim og þvo og þurrka gallann, en við náðum í restina af ballinu. Já Alla mín, það er margt sem hægt er að tína til, þið fóruð í sólina sem þið dýrkuðuð og komuð með börnin til mín á Þórshöfn í pössun í þrjár vikur í júlímánuði 1983 þegar þið fóruð til Spánar. Við rúntuðum upp á Breknaheiði þegar Halla Björg spurði: „Er- um við á íslandi?“ Mér fannst það frábært því foreldrarnir voru á Spáni. Þið Tóti fóruð til Spánar í maí sl. og áttuð pantað far heim aftur í byrjun júní en það breytt- ist. Þú veiktist og lentir á spítala þar sem þú lést sólarhring seinna. Þá eruð þið þrjú systkini mín farin til sumarlandsins, Gummi, Gaui og þú en lífið held- ur áfram. Tóti og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar. Elísa Guðjónsdóttir (Lísa). Þá er komið að kveðjustund elsku vinkona. Já, það haustaði snemma þetta árið. Þvílíkt högg. Lífið er allt of stutt, við tvær höf- um svo sem rætt það alloft í gegnum árin. Alltaf heldur mað- ur að það sé tími fyrir þetta og hitt, en er svo minntur illilega á hið gagnstæða. Það eru þrátíu ár liðin síðan við hittumst fyrst tvenn hjón með börnin í fríi á Spáni (en ekki hvar?). Við náðum strax vel saman og börnin voru öflug í sundlauginni. þarna hófst okkar vinátta, Alla mín, sem varði í öll þessi ár, þótt við hitt- umst ekki endilega svo oft töl- uðum við því lengur saman í síma.Við vorum með það á hreinu að við værum andlega skyldar og ekki verra að vera báðar fæddar í nautsmerkinu. Töldum það að sjálfsögðu eðal- merki. Oftast höfum við notið fé- lagsskapar og sólar saman á Spáni í gegnum tíðina. Þú elsk- aðir sólina og hitann. Þetta lofts- lag hjálpaði þér mikið. Þú varst einstök manneskja, svo ofurdug- leg. Eins margt og þú ert búin að þurfa að ganga í gegnum og þola þá var uppgjöf ekki til í þinni orðabók, bara áfram gakk og hana nú. Við Siggi þökkum þér allar samverustundirnar okkar saman, þína vináttu og gestrisni. Það voru góðar stundir á Fá- skrúðsfirði síðastliðið sumar. Þið Tóti voruð höfðingjar heim að sækja. Elsku Tóti, Halla Björg, Óðinn Logi og fjölskyldur, við Siggi sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin lifir um stórkostlega konu. Kveðja. Áslaug og Sigurður. Elsku vinkona. Komið er að kveðjustund sem kom allt of fljótt. Margs er að minnast. Handverk tengdi okkur saman, þú með vinsælu fígúru- vettlingana og typpasvunturnar ha ha og ég með bækurnar mínar og kortin eða Föndur fjósakon- unnar. Við þræddum alla mark- aði á Austurlandi sem við kom- umst á. Við mig sagðir þú oft að við hefðum kynnst allt of seint (eða þremur árum áður en ég flutti suður aftur). Svo kom að því að okkur langaði að stofna gallerí á Fáskrúðsfirði, við köll- uðum saman handverksfólk í bænum og viti menn, stofnfélag- ar voru um fjörutíu manns. Kol- freyja skyldi það heita og hefur það blómstrað síðan árið 2013. Svo tók við nýr kafli í okkar vináttu þegar þið Tóti buðuð okkur hjónum til ykkar til Spán- ar í tvær vikur. Þú lýstir leiðinni til ykkar en við vorum að ferðast að nóttu en við villtumst af leið og lentum alla leiðina til Carta- gena og enduðum á að taka leigubíl til að fylgja okkur til ykkar. Gatan sem þið bjugguð við hét Calle de Mar en svo vill til að hún er til í öllum sjávarþorp- um á Spáni. Þarna þvældumst við um í fjóra tíma og Tóti alltaf að fara út á horn og kíkja eftir okkur svo nágrönnunum fannst hann orðinn grunsamlegur og hringdu á lögguna. Mikið sem við hlógum oft að þessu og viðkvæð- ið var að allar leiðir liggja til Cartagena. En þessi ferð varð til þess að við Óli fluttum út og átt- um þar tvö góð ár og auðvitað voruð þið samofin því, fenguð ykkur íbúð í nágrenninu og átt- um við margar góðar stundir í sólinni sem ylja núna, Alla mín, þegar þú ert komin í sumarland- ið. Það var erfitt að ganga í gegn- um veikindin með þér í febrúar í fyrra, það var ótrúlegt að þú skyldir rísa úr rekkju. En seigl- an í þér, þú varst ekki tilbúin að gefast upp. En svo núna í júní kom tími þinn, elskuleg. Þú talaðir fallega um börnin þín barnabörnin og Ástu þína sem nú sjá á eftir ættmóðurinni sem alltaf var svo sæt og fín og kjólakona fram í fingurgóma. Elsku Tóti minn, missir þinn er mikill þið voruð svo samrýmd hjón. Mig langar að minnast á að sameiginlegur vinur okkar á Spáni hann Antonio vék ekki frá þeim síðustu dagana og hafi hann þökk fyrir allan stuðning- inn. Ég ætla að senda honum lopapeysu sem þakklætisvott, en Alla var nýbúin að tala um að prjóna á hann peysu. Elsku Tóti, Halla, Óðinn, Ásta og barnabörn, Guð veri með ykk- ur á erfiðum tíma. Gengin er er góð kona, Hinsta kveðja, Lára og Ólafur (Óli). Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir ✝ Sjöfn Bjarna- dóttir fæddist á Hofi í Vest- mannaeyjum 14. apríl 1934, hún lést 13. júní 2021. Faðir Bjarni Guðjónsson myndskeri og list- málari, f. 27.5. 1906, d. 11.10. 1986. Móðir Sigríð- ur Þorláksdóttir húsfreyja og for- stöðukona, f. 13.4. 1902, d. 21.6 1993. Bróðir Sverrir Bjarnason, f. 30.9. 1929, d. 24.7. 2012. Sjöfn giftist 19.7. 1956 Her- manni Jónssyni úrsmíðameist- ara, f. 27.3. 1935 á Hólmavík, d. 30.6. 2007. Börn Sjafnar og Hermanns eru: börn Kára: Daði, f. 28.8. 2001. Ísabella, f. 10.11. 2008. 4 Valþór Örn Sverrisson, f .17.12. 1982, maki Sirrý Sigmundsdóttir, f. 15.3. 1998, börn Sigurrós Nadía, f. 3.4. 2014, Alba Sól, f. 23.10. 2020. 5. Sverrir Birgir Sverrisson, f. 1.2. 1987, maki Gabríela Ýr Jónsdóttir, f. 11.11. 1992, börn Stella, f. 7.9. 2019. 2. Guðmundur B. Her- mannsson úrsmíðameistari, f. 8.11. 1957, maki Guðrún Ágústa Bjarnþórsdóttir, f. 23.9. 1959. Börn: Sjöfn María Guð- mundsdóttir, f. 2.1. 1982. Börn Daníel Rúnar Ármannsson, f. 13.5. 2004, og Bjarni Gunnar Þorsteinsson, f. 5.7. 2016, Ásta Hrönn Guðmundsdóttir, f. 18.4. 1985, Bjarnþór Guðmundsson, f. 6.12. 1991. 3. Sváfnir Hermannsson verslunarmaður, f. 9.4. 1960, maki Katrín Jónsdóttir, f. 15.11. 1963. Barn Rebekka Ósk Sváfnisdóttir, f. 9.8. 1982, börn Ragnheiður Ásdís Giss- urardóttir, f. 7.10. 2011, og Há- kon Örn Gissurarson, f. 29.8. 2014. 4. Jón Ágúst Hermannsson úrsmiður, f. 13.10. 1966, maki Birna Sigfríður Björgvinsdóttir gullsmiður, f. 2.9. 1974. Börn þeirra: Hermann Heiðar Jóns- son, f. 5.8. 2002, Dagur Björg- vin Jónsson, f. 2.8. 2008, Sól Jónsdóttir, f. 2.8. 2008, d. 2.8. 2008. Sjöfn flutti til Reykjavíkur og gekk í Húsmæðraskólann í Reykjavík og rak síðan með eig- inmanni sínum verslunina Her- mann Jónsson úrsmiður Lækj- argötu 2 og síðar Veltusundi 3 í Reykjavík. Útför hennar fer fram í dag, 5. júlí 2021, úr Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 13. 1. Sigríður Her- mannsdóttir versl- unarmaður, f. 17.10. 1955, maki Árni Hreiðar Ró- bertsson, f. 3.3. 1965. Börn frá fyrra hjónabandi, faðir Sverrir Agn- arsson. 1. Hermann Agnar Sverrisson, f. 13.9. 1974. Börn Jasmín Líf, f. 31.9. 2006. Sigrid, f. 13.1. 2016. 2. Pétur Rúnar Sverrisson, f. 12.10. 1977, maki Elín Þorleifs- dóttir, f. 21.7. 1984, börn Ásdís, f. 23.4 2007, Alexsandra Fjóla, f. 1.4 2010. 3. Kári Óskar Sverr- isson, f. 3.12. 1981, maki Ragn- ar Sigurðsson, f. 10.4. 1988, Elsku fallega amma mín, nú ertu lögð af stað í ferðalagið og afi tekur á móti þér. Ég er mikið bú- in að hugsa til þín og stundanna sem við áttum saman og mikið hlegið. Það var alltaf spennandi að koma í heimsókn til þín og máta skóna þína og spreyja á sig ilmvatni, þú áttir svo marga fal- lega skó og kjóla sem var svo gaman að skoða og máta. Ég gleymi aldrei þegar við runnum í hálkunni niður Bankastrætið í eins kuldaskóm og þú hlóst svo mikið og ég skammaðist mín svo því allir sáu okkur en í dag er þetta svo skemmtileg minning og ég hefði líka hlegið í dag. Þú hefur kennt mér að láta ekki álit ann- arra hafa áhrif og hindra drauma sína í að rætast og fyrir það er ég þakklát. Þú ert án efa stærsti og skemmtilegasti karakter sem ég hef kynnst og alltaf fín og vel til höfð og varst þekkt fyrir það enda stórglæsileg kona. Það er gott að eiga minningarnar um þig og það er gott fyrir hjartað að hugsa til þeirra og geta hlegið. Takk, elsku amma, fyrir allt sem þú gafst og kenndir mér, minning þín mun lifa að eilífu. Þín nafna Sjöfn María. Elsku fallega amma mín, takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Ég er mikið búin að hugsa til þín og stundanna sem við áttum saman, það var alltaf gaman að koma til þín og man ég svo vel eftir skó- skápnum með öllum fallegu skón- um sem ég skreið með á hönd- unum áður en ég byrjaði að ganga og varalitirnir sem ég fékk að prófa þegar ég varð eldri. Þú kall- aðir mig alltaf Rúllu litlu og knús- aðir mig svo, ég gleymi aldrei faðmlagi þínu. Takk fyrir allt, minning þín mun alltaf lifa. Þín Ásta Hrönn. Sjöfn Bjarnadóttir ✝ Sóley Ósk Stef- ánsdóttir fædd- ist í Sæbakka á Djúpavogi 25. des- ember 1959. Hún lést á dvalarheim- ilinu Grund eftir erfið veikindi 24. júní 2021. Foreldrar hennar eru Stefán Að- alsteinsson, f. 18.11. 1923, d. 19.1. 2004, og Rósa Elísabet Jónsdóttir, f. 1.1. 1926, d. 26.8. 2016. Systkini hennar eru Hafsteinn Esjar Stefánsson, f. 1944, Pálína Stefánsdóttir, f. 1949, Jón Að- alsteinn Stefánsson, f. 1954, Ingi- björg Helga Stefánsdóttir, f. 1957, og Guðbjörg Stefánsdóttir, f. 1968. Eiginmaður Sóleyjar Óskar var Drengur Helgi Samúelsson, f. 21.2. 1960, d. 3.6. 2019. Börn þeirra eru Guðjón Finnur Drengsson, f. 1979. Eiginkona hans er Dröfn Jónasdóttir, f. 1979, börn þeirra eru Krista Sól Guðjónsdóttir, f. 2005, og Karen Hrönn Guðjónsdóttir, f. 2010. Stefán Aðalsteinn Drengsson, f. 1980. Heitkona hans er Guð- laug Ósk Pétursdóttir, f. 1980, börn þeirra eru Freydís Sóley Stefánsdóttir, f. 2016, og Elddís Helgey Stefánsdóttir, f. 2018. Samúel Þórir Drengsson, f. 1981. Eiginkona hans er Elísa Fönn Grét- arsdóttir, f. 1986. Börn Samúels eru Camilla Hjördís Samúelsdóttir, f. 2003, Fannar Þórir Samúelsson, f. 2004, og Pétur Sólan Sam- úelsson, f. 2006. Barn þeirra er Drengur Helgi Samúelsson, f. 2020. Sóley Ósk vann hin ýmsu störf á sínum yngri árum en eftir að drengirnir hennar þrír voru komnir á legg og húsmæðra- hlutverkið minnkaði hóf hún störf á leikskólanum Kvarnaborg og vann þar í allmörg ár. Sóley Ósk hafði unun af ferðalögum, innanlands sem utanlands, og heimahagarnir á Djúpavogi voru heimsóttir ár hvert. Erfið og langvinn veikindi hrjáðu Sóleyju Ósk og mörkuðu hennar líf að miklu leyti. Þrátt fyrir ungan ald- ur varði hún síðasta ári sínu á Dvalarheimilinu Grund, þar sem hún var bæði langt leidd af Alz- heimer og krabbameini, sem varð henni að endingu að aldurtila. Útför fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 5. júlí 2021, klukkan 13. Nú máttu hægt um heiminn líða, svo hverju brjósti verði rótt, og svæfa allt við barminn blíða þú bjarta heiða júlínótt. Hver vinur annan örmum vefur, Og unga blómið krónu fær. Þá dansar allt, sem hjarta hefur, er Hörpu sína vorið slær. (Þorsteinn Erlingsson) Hlýja er það sem kemur í hug- ann þegar við hugsum til Sóleyjar sem kvatt hefur þessa jarðvist. Það renna margar góðar minn- ingar í gegnum hugann sem munu ylja okkur í framtíðinni. Sílakvíslin var heimili ykkar Drengs þar sem þið óluð upp ykk- ar þrjá frábæru drengi Gauja, Stebba og Samma. Heimilið var einstaklega hlýlegt og litli garð- urinn mikill sælureitur sem þið nutuð þess að nostra við og það var sko dekrað við mann þegar maður kom í heimsókn. Svo var það engladellan sem Sóley fékk eitt árið. Það voru englamyndir á veggjum, engla- servéttur, englamyndir á krúsum og englastyttur. Ég gleymdi að athuga hvort það væru engla- myndir á klósettpappírnum, það hefði ekki komið á óvart. Þeir sem fá engladellu hljóta að hafa mikla hlýju sem að þeir vilja gefa. Þetta var mjög skemmtilegt og hlýlegt. Svo þegar Sóley og Drengur komu upp í sumarbústað til okkar í kaffi. Þá var komið við í bakarí- inu í Borgarnesi og keypt bakk- elsi sem dugði okkur hjónum í viku og ekki var tekið í mál að taka rest með sér til baka. Afmæliskaffi á jóladag. Sóley átti afmæli og þar sem þau Drengur voru mikið fjöskyldufólk fylltist húsið þeirra af gestum. Heitt kakó og alls konar góðgæti. Alltaf ætlaði maður að borða voða lítið til að hafa matarlyst um kvöldið en maður fór alltaf með úttroðna vömb heim. En lífið er ekki alltaf eins og maður óskar. Sóley átti við að glíma innri draug sem erfitt var að hemja og þegar Drengur féll frá í júní 2019 hrakaði heilsu Sól- eyjar sem skiljanlega saknaði hans ákaft. Hann var kletturinn í hennar lífi sem að hún treysti á. Svo kom upp krabbamein sem varð banamein Sóleyjar og nú hefur hún vonandi fundið þann frið og hvíld sem hún þráði sein- ustu árin. Elsku Sóley, takk fyrir alla hlýjuna sem þú gafst okkur. Kæru Gaui, Stebbi og Sammi, við sendum ykkur og fjölskyldu ykkar innilegar samúðarkveðjur, Jana og Arnlaugur (Addi). Sóley Ósk Stefánsdóttir Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber (1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5 ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.