Morgunblaðið - 05.07.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021
✝
Gunnar Gunn-
arsson, hag-
fræðingur, rithöf-
undur og
heimspekingur,
fæddist í Reykjavík
18. nóvember 1950.
Hann lést eftir
skammvinn veik-
indi á Mount Sinai-
spítalanum í New
York-borg 7. apríl
2021. Foreldrar
hans voru Hrafnhildur Guðjóns-
dóttir, innanhússhönnuður og
húsmóðir, f. 23.4. 1930, d. 8.10.
1987, og Gunnar Björgvin Gísla-
son, eigandi Smurstöðvarinnar
Klappar, f. 16.9. 1926, þau
skildu. Hann var næstelstur átta
systkina sinna. Bróðir hans er
Gísli G. Gunnarsson, f. 2.6. 1949.
Sammæðra systkini eru Friðrik
Rúnar Friðriksson (látinn) og
Berglind DiReeno. Samfeðra
systkini eru Einar Bragi, Anna
Guðrún, Laufey Eiríka, Ari og
Sigfús Bergmann. Dóttir Gunn-
ars er Kristina Guðrún Moss
Gunnarsdóttir, f. 6.5. 1990, lífs-
förunautur hennar er Sam De-
Laughter, f. 22.7. 1990.
Sem ungur drengur varði
Gunnar miklum tíma með ömmu
sinni, Guðlínu Guðrúnu Ein-
árum síðar varð hann aðstoð-
arprófessor við Ríkisháskóla
Montana.
Leið Gunnars lá aftur til New
York árið 1988, þá til að hefja
doktorsnám við New School for
Social Science Research og
sama ár flutti hann í íbúð í East
Village þar sem hann ól upp
dóttur sína og bjó ásamt hund-
inum þeirra, Zero, til æviloka.
Gunnar starfaði hjá Merril
Lynch í 14 ár og var m.a. fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjaþjón-
ustu. Skrifstofa hans var stað-
sett í World Trade Center og
var hann í vinnunni þegar árás-
irnar á tvíburaturnana áttu sér
stað. Eftir árásirnar hætti
Gunnar hjá Merrill Lynch en
vann við sambærileg störf, m.a.
hjá borgaryfirvöldum, fyrst og
fremst við fasteignaþróun, þar
til hann féll frá. Þá sinnti hann
kennslu í vinnumark-
aðshagfræði, m.a. við New York
University, Baruch College og
Empire State College.
East Village-hverfið veitti
Gunnari mikinn innblástur í
skrifum sínum enda þekkt fyrir
einstaka menningarlega og póli-
tíska sögu. Gunnar bjó í íbúð
sinni þar allt til dánardags, um-
kringdur íslenskum bók-
menntum sem ættingjar á Fróni
voru duglegir að senda honum í
gegnum tíðina sem og munum
frá móður sinni og ömmu.
Útför hans fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag, 5. júlí 2021,
kl. 13.
arsdóttur, en árið
1957 fluttist hann
ásamt móður sinni,
stjúpföður, Guðna
Karli Friðrikssyni,
og litla bróður sín-
um til Vancouver í
Kanada. Eftir
þriggja ára dvöl í
Kanada fluttust
þau aftur heim til
Íslands. Eftir þrjú
ár á Íslandi var för
fjölskyldunnar aftur heitið vest-
ur en þá fluttust þau til San
Francisco-flóa.
Á sjötta áratugnum var
Gunnar ungur aðgerðasinni og
skipulagði ýmis friðsamleg mót-
mæli gegn stríðinu í Víetnam.
Hann skráði sig síðan í Steven-
son-skólann við University of
California þar sem hann nam
hagfræði.
Árið 1974 fluttist Gunnar til
West Village í New York og hélt
áfram námi í hagfræði við
Stonybrook-háskólann. Eftir út-
skrift fluttist hann síðan stutt-
lega til Kaliforníu áður en hann
hélt til Montana þar sem hann
starfaði við hagfræðilegar
greiningar og ráðgjöf í
tengslum við málefni frum-
byggja Norður-Ameríku. Fimm
Elsku pabbi. Orð ná ekki utan
um það stolt og þakklæti sem ég
finn fyrir að hafa fengið að vera
dóttir þín og að nafnið þitt sé að
eilífu hluti af nafninu mínu –
Gunnarsdóttir.
Ég á margar skýrar og
ánægjulegar minningar frá sam-
verustundum okkar í New York
á uppvaxtarárum mínum. Íbúðin
okkar var full af bókum, lista-
verkum og minjagripum frá
ferðalögum um Bandaríkin og
um heiminn. Á föstudögum
komst þú alltaf heim úr vinnunni
með ferskar súrdeigsrúllur og
kapers frá Dean og Deluca-
markaðnum. Ég man að ég hljóp
að hurðinni þegar ég heyrði í
lyklunum snúast í skránni til
þess að faðma þig. Faðmlagið
var sterkt, notalegt og fullt af
ást.
Á föstudagskvöldum eldaðir
þú hið fræga slaufupasta með
kjötsósu og ég fékk að smakka
smá úr sleifinni á meðan þú eld-
aðir. Við borðuðum saman og
skiptumst á sögum um daginn.
Venjulega hjálpaðir þú mér við
að klára af disknum mínum enda
skammtaðir þú ávallt ríkulega,
og þú hvattir mig áfram með
„one more bite for afi, one more
bite for Iceland,“ þar til matur-
inn var búinn. Þrátt fyrir að ég
hafi kaffært þér í spurningum
varstu alltaf þolinmóður.
Á laugardagsmorgun vöknuð-
um við snemma til að fá okkur
morgunmat á Odessa. Venjulega
sátum við saman við barborðið
og fengum egg, ristað brauð og
beikon. Þú hlóst og heillaðir alla í
kringum þig á meðan ég sat og
dáðist að þér, eftirlætisfélaga
mínum.
Um helgar fórum við ýmist í
Central Park eða á American
Museum of Natural History. Við
áttum það til að vera tímunum
saman við Kerbs Memorial Boat-
house. Síðar last þú New York
Times yfir kaffibolla á meðan ég
klifraði á stórri styttu af Lísu í
Undralandi. Við hlógum í hring-
ekkjunni og leiddumst á meðan
við hringsóluðum Wollman Rink
á skautunum okkar. Á afmælis-
degi John Lennon fórum við síð-
an alltaf á Strawberry Fields.
Á safninu misstum við yfirleitt
allt tímaskyn á meðan við röltum
um safnið og skiptumst á athuga-
semdum og spurningum um sýn-
ingarmuni og hvernig þeir voru
búnir til. Við dáðumst að steypi-
reyðinni og risaeðlunni. Ég
minnist þess hvað þú varst hug-
fanginn af safninu af totem-súl-
um frá norðvesturströnd Kyrra-
hafsins. Þegar ég var hrædd
hélstu mér nærri þér og þegar
ég varð þreytt tókst þú mig í
fang þitt.
Á sumrin tókum við gjarnan
lestina að ströndinni á Coney Isl-
and. Þú elskaðir hafið. Við geng-
um niður göngugötuna og höfn-
ina þvera og endilanga og
fylgdumst með mannlífinu. Þú
varst aldrei með sólarvörn sjálf-
ur en gættir þess alltaf vel að ég
væri þakin sólarvörn frá toppi til
táar. Á leiðinni heim deildum við
gjarnan sykurepli og ég sofnaði á
öxlinni þinni á meðan þú last.
Við sérstök tilefni fórum við í
stórkostleg ævintýri, heim til Ís-
lands. Eyrun mín opnuðust síðan
upp á gátt þegar þú skiptir eins
og ekkert væri yfir í óaðfinnan-
lega íslensku þegar við innrituð-
um okkur í flugið. Á þeim stund-
um fannst mér þú stærri en lífið,
dularfullur og hæfileikaríkur
maður sem ég var þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að kalla pabba.
Í ár fæ ég að ferðast heim með
þér í síðasta sinn. Í þetta skipti
færð þú að hvíla í fanginu mínu á
leiðinni.
Kristina Guðrún Moss
Gunnarsdóttir.
Gunnar bróðir minn andaðist í
New York 7. apríl sl. Það bar
brátt að. Hann hafði á síðustu
mánuðum verið talsvert í sam-
bandi. Það er ekki ofsögum sagt
að Gunnar hefur upplifað ýmis-
legt á æviferlinum.
Þar ber fyrst að nefna löng
ferðalög, fyrst til Kanada og síð-
an Bandaríkjanna. Ferðalögin
hafa vafalítið verið spennandi en
á sama tíma áskorun fyrir ungan
sveininn. Gunnar fluttist vestur
um haf ásamt móður okkar,
stjúpa sínum og litla bróður okk-
ar eftir að foreldrar okkar skildu.
Þau festu rætur í Kaliforníu á
sjöunda áratugnum, blómatím-
anum, þar sem frjálsræði vakn-
aði á öllum sviðum sem endur-
speglaðist meðal annars í aukinni
meðvitund og mótmælum vegna
stríðsreksturs, umhverfismála
og útblásturs bifreiða, „If you‘re
going to San Francisco be sure
to wear flowers in your hair.“ Ég
minnist þess sérstaklega að fá
fregnir af því þegar hann og
skólafélagar hans grófu í jörðu
nýja bifreið á skólalóðinni við há-
skólann sem hann gekk í til að
vekja athygli á þessu.
Gunni bróðir sinnti áhuga-
verðum störfum í gegnum tíðina
og reyndi að láta gott af sér
leiða. Þannig vann hann fyrir
Cyan-indíána til að þeir nytu
góðs af námuréttindum sínum.
Ég var ekkert lítið stoltur af því
að vera bróðir ráðgjafa hjá ind-
íánahöfðingja. Á þessum tíma
heimsóttum við fjölskyldan hann
og áttum skemmtilega daga sam-
an. Pólitískar landslagsbreyting-
ar urðu svo til þess að stuðningi
við verkefnið var hætt. Þá flutti
hann til NY þar sem hann bjó til
dauðadags. Árásin á Tvíbura-
turnana var þungbær reynsla og
hafði mikil áhrif á Gunnar en
skrifstofa hans var í WTC.
Við komum okkur saman um
að ég sendi honum árvíst Bóka-
tíðindin fyrir jólin, þá gat hann
valið sér bækur. Auk þess að
vera mikill bókamaður var Gunn-
ar náttúru- og ættjarðarsinni og
dáði alla fegurð, menningu og
víðerni Íslands sem segja má að
sé algjör andstæða við Manhatt-
an þar sem hann bjó lengst af.
Hann kom hingað heim nær ár-
lega fyrir 9/11 og dvaldi um hríð.
Heimsóknin yfir áramótin 90-
91var eftirminnileg, þá kom hann
til að láta skíra dóttur sína, Guð-
rúnu Moss, í fallegri athöfn í
Hallgrímskirkju. Guðrún er jafn-
aldri tvíburanna minna þannig
að við áttum í fullu fangi í þeirri
heimsókn. Nokkru fyrr fórum
við bræður í hringferð á bíl sem
við gátum gist í en Gunnar var
ákveðinn í að sofa í svefnpoka
fyrir utan bílinn í hreina loftinu.
Síðan átti hann það til að fara
beint frá Keflavík vestur á firði
án þess að láta nokkurn vita og
týndi sér í nokkra daga áður en
hann kom á höfuðborgarsvæðið.
Að lokum verð ég að nefna
elskulega ömmu okkar Guðrúnu
Einarsdóttur, sem var Gunna
máttur og stoð á meðan hennar
naut við. Þau höfðu tengst sterk-
um böndum meðan hann bjó hér
sem ungur drengur og var ávallt
þakklátur fyrir. Það var honum
mjög eftirminnilegt þegar hann
dvaldi með henni um tíma á
Múlakoti í Fljótshlíð.
Það var eindregin ósk Gunna
að fá að hvíla ásamt ömmu okkar
hér heima á Fróni. Blessuð sé
minning þeirra. Ég votta dóttur
hans samúð mína en hún kemur
með kerið heim til minningarat-
hafnar og greftrunar, missir
hennar er mikill.
Gísli G. Gunnarsson.
Gunnar var einn af þremur
stóru bræðrum mínum. Gunnar
var frábær stóri bróðir. Ég
minnist þess sérstaklega þegar
hann kenndi mér að lesa og þeg-
ar hann fór með mig í fyrstu bíó-
ferðina mína að sjá Mjallhvíti og
dvergana sjö í kvikmyndahúsi í
San Francisco. Ég saknaði hans
eftir að hann flutti að heiman til
að mennta sig. Við héldum alltaf
sambandi við hvort annað, sér-
staklega undanfarið ár á meðan
faraldurinn hefur gengið yfir. Ég
mun sakna þess að hafa einhvern
til að tala við um ævintýri upp-
vaxtarára okkar en ég veit hann
verður alltaf með mér eins og
Friðrik bróðir okkar. Ég elska
þig að eilífu Gunnar, þar til við
hittumst aftur.
Þín litla systir,
Berglind Guðnadóttir.
Gunnar
Gunnarsson
✝
Sveinn Berg-
mann Stein-
grímsson fæddist á
Sveinsstöðum í
Kaplaskjóli 27.
desember 1936.
Hann lést á Hrafn-
istu í Laugarási 16.
júlí 2021. For-
eldrar hans voru
Steingrímur
Sveinsson, verk-
stjóri á Sveins-
stöðum, og kona hans Gunn-
hildur Sigurjónsdóttir. Systur
Sveins voru fimm
og þeirra elst var
Sigurjóna, f. 25.
apríl 1923, d. 11.
jan. 2009, Guðný
Hulda, f. 25. apríl
1923, d. 11. jan.
2009, Hildur Ís-
fold, f. 2. mars
1926, 31. jan. 2004,
Guðrún Svein-
björg, f. 20. sept.
1929, d. 17. apríl
2004, Guðrún Lillý, f. 6. maí
1931, d. 12. nóv. 2006. Barns-
móðir Valgerður Sverrisdóttir,
fædd 29. nóvember 1942.
Þeirra dóttir Halldóra Sigríð-
ur, f. 10. apríl 1960. Maki Hall-
dóru er Stefán Ívar Ívarsson,
fæddur 12. september 1964.
Sonur þeirra er Halldór Ívar
Stefánsson, fæddur 20. febrúar
1999.
Sveinn ólst upp í föð-
urhúsum og bjó þar til margra
ára, þegar hann flutti var ekki
farið langt eða á Kapla-
skjólsveginn því KR-hjartað
var alltaf á sínum stað. Hann í
vann Ísbirninum og seinna í
Granda. Einnig var hann lengi
hjá Eimskip í millilandasigling-
um.
Útförin fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík 5. júlí
2021 klukkan 13.
Elsku pabbi, þá ertu farinn
yfir í æðri heima þar sem ég
veit að þér mun líða vel. Fyrir
tveimur árum veiktist þú en
hafðir alltaf verið heilsuhraustur
og aldrei verið frá vinnu vegna
veikinda eins og þú sagðir svo
oft. Samband okkar var ekki
alltaf samfellt í gegnum árin en
síðastliðið ár var okkur mikil-
vægt og er ég þakklát fyrir það.
Ég var ánægð með að þið Hall-
dór Ívar náðuð vel saman og
voruð miklir félagar. Ég á
margar góðar minningar frá
æsku minni á Sveinsstöðum hjá
þér, ömmu, afa og frændfólkinu
þar sem ég var heimagangur og
alltaf velkomin. Þú varst mikill
KR-ingur og flaggaðir á svöl-
unum þegar það var KR-leikur
því auðvitað áttir þú heima við
KR-völlinn. Þú lést mig fá bílinn
þinn í fyrra þar sem þú gast
ekki keyrt lengur og fylgdu þær
kvaðir með að ég mætti ekki
fjarlægja KR-merkin úr bílnum
og ég hlýði því. Sá mikli KR-
ingur sem þú varst þá hélst þú
með þremur fótboltaliðum sem
öll eru lið sem klæðast treyjum
með svörtum og hvítum röndum
og eru þau KR, Newcastle og
Juventus. Ég mun alltaf minn-
ast þín með kærleik og vænt-
umþykju.
Hvíl þú í friði, elsku pabbi.
Þín dóttir,
Halldóra Sigríður.
Elsku hjartans afi minn, nú
ertu búinn að kveðja okkur fyrir
fullt og allt, satt að segja er ég
enn að átta mig á því að þú sért
farinn. Ég mun aldrei gleyma
því þegar ég hitti þig í fyrsta
skipti, í september 2010, en þá
var ég 11 ára gamall og hafði
bara heyrt sögur um þig, ég var
búinn að ímynda mér einhvern
svaka spaða með sleikt hárið og
í fínustu lopapeysu, svona getur
ímyndunaraflið verið skemmti-
legt. Það kom mér því á óvart
þegar ég sá þig í fyrsta skipti, í
gulri skyrtu með flott bindi, og
sparibuxur í þokkabót, þrátt
fyrir að ég hafi ekki búist við
eins miklum snyrtipinna og þér
þegar ég hitti þig, þá var ekkert
annað en gleði í huga mér þegar
ég loksins fékk að hitta þig. Þú
fórst með mig á Metro og
keyptir handa mér hamborgara
á meðan þú fékkst þér ís, síðan
héldum við okkur heim til þín og
horfðum á fótboltaleik hjá KR,
næstu 11 árin myndum horfa á
ansi marga KR leiki, og engin
furða að nú sé ég orðinn KR-
ingur þrátt fyrir að búa í Mos-
fellsbænum. Nokkrum vikum
seinna var komið að því að allir
krakkarnir áttu að bjóða í mat
fyrir heimilisfræði, og auðvitað
ákvað ég að bjóða þér, þú komst
á flotta Bensanum þínum og að
sjálfsögðu í fína tauinu og
snæddir pizzasnúða sem ég
hafði bakað sjálfur. Þegar ég
kom að heimsækja þig mátti
alltaf búast við því að þú værir
annaðhvort að horfa á fótbolt-
ann, leggja kapal eða að elda há-
degismatinn. Ég held að þú haf-
ir ekki vitað hversu mikil áhrif
þú hefur haft á mig síðan við
kynntumst, þrátt fyrir að við
hefðum getað átt 11 ár í viðbót
saman, þá voru þau 11 sem við
áttum mér mjög dýrmæt. Ég
held í trúna að einn daginn
munum við hittast aftur þegar
minn tími kemur. Það er ein-
ungis eitt sem ég sé eftir að
hafa aldrei sagt þér, og ætla því
að gera það núna, ég elska þig
afi, ég mun sakna þín.
Þinn
Halldór Ívar Stefánsson.
Nú hefur hann móðurbróðir
minn fengið hvílina eftir erfið
veikindi. Denni eins og hann var
ávallt kallaður var yngstur
þeirra Sveinsstaðasystkina, eini
strákurinn, og að sjálfsögðu eft-
irlæti systranna sem voru fimm.
Hann var fæddur og uppalinn í
Vesturbænum, nánar tiltekið á
ættarsetrinu Sveinsstöðum við
Nesveg. Þar bjuggu foreldrar
hans og þar byrjaði Denni sinn
búskap. Vesturbærinn var hans
staður, þar bjó hann alla tíð, síð-
ast á Kaplaskjólsvegi.
Denni frændi var mjög ákveð-
inn, með sterkar skoðanir á
hlutunum og gaf þær sjaldnast
eftir. Oft held ég þó að þar hafi
stríðnispúkinn ráðið för. Hann
var mikill vinur vina sinna og
hjálplegur þeim sem til hans
leituðu. Ungur fór hann á sjóinn
og í fjölmörg ár var hann í milli-
landasiglingum hjá Eimskip. Þá
þótti það mjög töff og jafnvel öf-
undsvert að vera á skipi og sigla
til útlanda. Ýmislegt var brallað,
það fylgdi á þessum árum og
Denni naut lífsins. Ég minnist
þess hve bóngóður og greiðvik-
inn hann var. Alltaf var hann til
í að gera fólki greiða og jafnvel
kaupa í útlandinu ýmislegt sem
ekki fékkst á þeim tíma hér á
landi. Gaukaði hann ýmsu að
henni mömmu minni sem ég og
mín fjölskylda nutum góðs af.
Svo var líka skemmtileg sam-
vinna á milli mömmu og Denna,
eins konar vinnuskipti. Denni
var liðtækur til ýmissa verka og
laghentur eins og t.d. í málning-
arvinnu. Hann málaði eitt sinn
eldhúsið heima og gerði mikið
grín að systur sinni fyrir allar
plastdollurnar sem hún safnaði
og tímdi alls ekki að henda.
Heill skápur, nei, það var nú
heldur mikið af því góða og
hann hló mikið að þessu. Þessi
málningarvinna var svo að sjálf-
sögðu borguð af hendi mömmu
með saumaskap, þvotti og fata-
viðgerðum. Þá kom Denni
gjarnan með nýjan fisk til
mömmu og uppskar fiskibollur í
tugatali til að taka með sér
heim.
Denni hélt góðu sambandi við
systur sínar og systkinabörnin.
Hann var ómissandi í öllum fjöl-
skylduboðum Sveinsstaðaættar-
innar, skemmtilegur og einstak-
lega barngóður. Minnist ég
jólaboðanna heima þar sem
Denni frændi var með okkur.
Þegar sjómennskuævintýrinu
lauk, og Denni kom í land, tók
hann sér ýmislegt fyrir hendur.
Hann vann meðal annars hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur,
Dreifingu og Landssímanum. Þá
hefur mér oft verið hugsað til
frænda þegar ég leik golf á
Korpunni. Hann sá nefnilega um
gróðursetningu á trjám sem um-
lykja eitt svæðið. Þar hef ég nú
oft lent í vanda með golfboltann
minn.
Eins og sannur Vesturbæing-
ur var Denni mikill KR-ingur og
á sínum yngri árum lék hann að
sjálfsögðu fótbolta með liðinu
sínu. Ég er nokkuð viss um að
það fóru ekki margir knatt-
spyrnuleikir fram í Vesturbæn-
um án þess að hann væri við-
staddur. Svo var KR-fánanum
alltaf flaggað á svölunum hjá
Denna þegar leikur fór fram.
Það var flott. Ég minnist
frænda míns með hlýju og sendi
innilegar samúðarkveðjur til
Dóru Siggu og fjölskyldu henn-
ar. Vonandi finnur Denni frændi
sinn Vesturbæ og gott knatt-
spyrnulið til að flagga fyrir í
Sumarlandinu góða.
Gylfi.
Sveinn Bergmann
Steingrímsson
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar