Morgunblaðið - 05.07.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Boðaþing 9 Bingó í BOÐANUM annan hvern mánudag kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Mánudagur 5. júlí - Ilmandi morgunkaffi í kaffi-
horninu kl. 10. Qi-gong úti í garði kl. 11, allir velkomnir. Föndur og ori-
gami með sumarhópnum kl. 10.30. Dansleikfimi með Auði kl. 12.50,
verður alla mánudaga í sumar :). Samprjón kl. 13. Glærusýning,
ævintýri með Bryndísi og Heiðrúnu í vettvangsnáminu kl. 14. Opið
kaffihús kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12.Tæknilæsi kl. 10.10-11.10. Hádegismatur kl.
11.30-12.30. Opin Listasmiðja kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-
15.30.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11.
Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Brids í Jónshúsi kl.13. Ganga
fyrir fólk með göngugrind fer frá Jónshúsi kl. 14. Smiðjan Kirkjuhvoli
opin kl. 13– 16.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könn-
unni. Kúndalini jóga er í fríi þessa viku. Útifjör, ganga, teygjur og
fleira með Höllu Karenu og Bertu, frá kl. 13, fer eftir veðri hvað er gert
og allir velkomnir.
Gjábakki Boðið verður upp á 45 mínútna jógatíma í Gjábakka, í dag,
mánudaginn 5. júlí kl. 10.30
Gullsmári Félagsvist kl. 20.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9.45. Stólaleikfimi 13.30. Lengri gangan á mánudögum verður
í fríi allan júlímánuð.
Korpúlfar Útifjör með Höllu kl. 9.30 hittast við Borgir. Gönguhópur
kl. 10, gengið frá Borgum og Grafarvogskirkju. Dansleikfimi með Auði
Hörpu kl. 11 í Borgum. Handavinna í listasmiðju. Bingó fyrir alla á
vegum Gleðismiðjunnar kl. 13.30 í Borgum. Njótum saman og höfum
gaman í allt sumar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á minigolfi
kl. 10.30. Eftir hádegi verður svo hressandi leikfimi kl. 12.50 og eftir
það förum við í botsín kl. 13.45. Við endum svo daginn á skemmtilegu
spurningapili klukkan 15. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg!
Seltjarnarnes kaffispjall í króknum frá kl. 9. Leikfimi í salnum Skóla-
braut kl. 11 handavinna og samvera í salnum Skólabraut kl. 13. Snjall-
síma námskeið í Salnum, Skólabraut kl. 13.30.Tækninámskeiðin
okkar eru að byrja í dag og verða á mánudögum, þriðjudögum og
miðvikudögum næstu vikur. Skráning er hjáThelmu í síma 8663027.
með
morgun-
!$#"nu
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝
Flosi Gunnar
Valdimarsson
fæddist á Hólmavík
23. desember 1933.
Hann lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 26. júní
2021 eftir stutta
sjúkrahúslegu.
.
Foreldrar hans
voru Eybjörg Ás-
kelsdóttir, f. 10.1.
1910 á Bassastöðum við Stein-
grímsfjörð, d. 29.1. 1992 og
Valdimar Guðmundsson, f. 16.8.
1910 á Kleifum á Selströnd við
Steingrímsfjörð, d. 21.10. 2001.
Systkini Flosa eru Guðmundur,
f. 9.9. 1932, Bragi, f. 6.10. 1935,
d. 20.2. 2021, Helga, f. 23.4.
1938, Sigrún, f. 12.3. 1940, d.
30.9 2019, Ásdís, f. 12.5. 1942,
Laufey, f. 7.3 1946, Valdís, f.
8.5. 1951, Erna, f. 7.3. 1954.
Flosi giftist 24.11. 1960 Önnu
Gísladóttur, f. 15.3. 1936. For-
eldrar hennar voru Nanna Guð-
mundsdóttir, f. 2.9. 1913, d.
20.12. 1996 og Gísli Bjarnason,
f. 24.11. 1900, d. 8.8. 1974. Börn
Flosa og Önnu eru: 1) Mjöll við-
skiptafræðingur, f. 15.5. 1962,
gift Þóri Haraldssyni, f. 25.8.
þeirra eru: a) Anna Vilborg
Rúnarsdóttir, f. 1979, gift Gísla
Ægi Ágústssyni, f. 1979. Börn
þeirra eru Rúnar Örn, f. 1999,
sambýliskona hans Emilía Sara
Bjarnadóttir, f. 1998, Nanna
Dís, f. 2005 og Hildur Ása, f.
2010. b) Lilja Rut Rúnarsdóttir,
f. 1981. Sambýlismaður hennar
er Elfar Steinn Karlsson, f.
1983. Börn þeirra eru Védís
Eva, f. 2009, Gunnar Nökkvi, f.
2011, Freyja Rán, f. 2017.
Flosi ólst upp á Hólmavík og
lauk þar barnaskólaprófi. Síðan
hóf hann nám við Iðnskólann í
Reykjavík í húsasmíði og út-
skrifaðist þaðan sem húsa-
smíðameistari. Hann vann við
smíðar í Reykjavík þar sem þau
Anna hófu bússkap. Þau fluttu
svo á Bíldudal 1962 þar sem
hann vann við smíðar og á Póst-
húsinu. Árið 1972 fluttu þau í
Búðardal þar sem hann vann
við smíðar. Í árslok 1980 hóf
hann starf í Búnaðarbankanum
sem gjaldkeri og vann þar
þangað til hann fór á eftirlaun í
árslok 2000. Hann var virkur
með leikfélaginu og með Lions-
klúbbnum þegar þau bjuggu á
Bíldudal og hélt áfram í Lions-
hreyfingunni eftir að þau fluttu
í Búðardal. Þau fluttu svo til
Hafnarfjarðar sumarið 2001 til
að vera nær börnum sínum og
barnabörnum. Útför Flosa fer
fram frá Víðistaðakirkju í dag,
5. júlí 2021, og hefst athöfnin
klukkan 15.
1959. Dætur
þeirra: a) Gunnur
Elísa Þórisdóttir, f.
2000, sambýlis-
maður hennar er
Pétur Gunnar Rún-
arsson, f. 1999, b)
Ástdís Sara Þór-
isdóttir, f. 2003. 2)
Kjartan for-
stöðumaður, f.
26.2. 1964, kvæntur
Kristínu Eggerts-
dóttur, f. 7.11. 1965. Börn
þeirra: a) Arnar Kjartansson, f.
1992, b) Þóra Sigrún Kjart-
ansdóttir, f. 1996, sambýlis-
maður hennar er Óskar Markús
Ólafsson, f. 1995. Barn Þóru og
Óskars er Kjartan Flosi, f. 2020.
3) Eybjörg Drífa heilbrigð-
isgagnafræðingur, f. 26.7. 1972,
gift Svani Þór Karlssyni, f. 9.7.
1970. Dætur þeirra: a) Steinunn
Anna Svansdóttir, f. 1998, sam-
býlismaður hennar er Sigurjón
Hjalti Hlynsson, f. 1998. b)
Dagný Lilja Svansdóttir, f.
2004. c) Kristín Jóhanna Svans-
dóttir, f. 2006. Fyrir átti Anna
Nönnu Sjöfn Pétursdóttur,
fyrrv. skólastjóri, f. 18.7. 1955,
gift Jóni Rúnari Gunnarssyni, f.
22.2. 1954, d. 8.10. 2012. Dætur
Elsku pabbi, það er margs að
minnast um stundir okkar saman.
Við áttum einstakt samband þar
sem ég var yngst og lengi ein
heima með ykkur mömmu.
Alltaf hef ég verið stolt af þér
og frá því ég man eftir mér var ég
svo stolt að segja að pabbi minn
væri húsasmíðameistari, því
meistari varstu. Þú talaðir alltaf í
mann kjarkinn þegar á þurfti að
halda hvort sem það var í kaup-
um á bílum, tækjum eða húsnæði.
Það var kannski helst þegar kom
að ferðalögum og veðri sem þú
passaðir upp á að maður væri
ekki að þvælast af stað í vondu
veðri. Alltaf vildir þú rétta fram
hjálparhönd og gaman þótti okk-
ur þegar þú og tengdapabbi minn
smíðuðuð herbergið fyrir okkur í
fyrra. Þín orð voru jafnan: Drífa
mín, drífðu bara í þessu.
Stelpurnar mínar áttu mikið
og gott skjól hjá ykkur mömmu
og alltaf var gott að koma á
Krókahraun til ykkar. Einstakur
áhugi þinn á öllum íþróttum var
smitandi og hefur gert öllum gott
í þinni fjölskyldu. Þú hugsaðir
alltaf vel um alla þína fjölskyldu,
við munum reyna að feta í fótspor
þín með þann einstaka eiginleika.
Elsku pabbi, hvíldu í friði og
ró, sakna þín mest.
Föðurminning
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum
okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og
lítur okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
(Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Þín
Eybjörg Drífa.
Elsku pabbi.
Langur dagur að kvöldi kominn er
kærar minningar ylja okkur hér.
Okkur kenndir það lífsins leyndarmál
að lífsgleðin er sótt í eigin sál.
Við söknum þín en vitum það víst öll
að vegurinn í þína draumahöll
liggur beinn, þar brosir allt þér við
brátt þar finnur vini þér við hlið.
Þitt Sólarlag, svo rís sólin hlý.
Þitt Sólarlag, við tekur veröld ný.
Þitt Sumarland, sem að þráðir þú.
Þitt Sumarland, sem þig faðmar nú.
(Jón Ingi Arngrímsson)
Það er ótrúlegt að þú sért far-
inn frá okkur, það er svo stutt
síðan þú og mamma voruð með
okkur uppi í sumarbústað þar
sem rætt var um framkvæmdir í
sumar og þú hafðir skoðanir á því
og leiðbeindir okkur hvernig best
væri að hafa þetta allt saman. Þú
varst alltaf til staðar fyrir okkur
og studdir okkur fólkið þitt í því
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur. Minningarnar lifa í hugum
okkar en þær eru margar og
skemmtilegar eins og þegar við
fórum fyrir mörgum árum í ferð
um Vestfirðina og keyptum kíló
af hákarli í Hnífsdal og það var
snakkið okkar í ferðinni við lítinn
fögnuð mömmu. Þér líkaði vel
þetta snakk og varst mjög
ánægður með að 2ja ára dóttur-
dóttir þín var jafnsólgin í hákarl-
inn og þú.
Þetta var stutt og snörp bar-
átta sem þú háðir við krabba-
meinið sem við fengum upplýs-
ingar um þann 20. maí sl. en þar
kom fram að það væri hraðvax-
andi, illkynja og ólæknandi. Þú
barðist hetjulega þennan stutta
tíma en þurftir að lokum að lúta í
lægra haldi. Ég veit að þeir sem
á undan þér eru farnir taka nú
vel á móti þér. Ég kveð þig nú,
elsku pabbi – þín verður sárt
saknað.
Þín dóttir
Mjöll.
Flosi Gunnar Valdimarsson
tengdafaðir minn lést aðfaranótt
laugardagsins 26. júní eftir stutta
baráttu við krabbamein. Það er
næstum aldarfjórðungur liðinn
síðan Mjöll kynnti mig fyrir
Önnu og Flosa. Þau tóku mér
opnum örmum og upp úr því þró-
aðist mjög góð vinátta á milli
okkar.
Flosi byggði sumarbústað fyr-
ir sig og Önnu í Borgarfirðinum
og nutu þau þess að verja
stærsta hluta sumartímans í bú-
staðnum. Þegar þau voru í bú-
staðnum kom í ljós dugnaðurinn
og vinnusemin hjá honum. Féll
honum aldrei verk úr hendi og
fann hann sér alltaf eitthvað að
gera, lagfæra eða smíða eitthvað
nýtt. Þegar aðeins var farið að
hægja á honum og við Mjöll tók-
um við bústaðnum þá var gott að
eiga hann að. Hann var alltaf fús
að aðstoða okkur eða gefa okkur
góð ráð hvernig best væri að
framkvæma ef eitthvað þyrfti að
dytta að bústaðnum. Einnig hélt
hann mér alveg við efnið ef hon-
um fannst tengdasonurinn of ró-
legur í tíðinni. Þá fékk ég hring-
ingu og röddin hinum megin á
línunni sagði: „Sæll Þórir, eigum
við ekki að kíkja upp eftir í smá
eftirlitsferð“ og er ég honum
mjög þakklátur fyrir þetta að-
hald því að fara með honum í eft-
irlitsferðirnar var góður skóli
fyrir mig.
Anna og Flosi nutu þess að
ferðast hvort sem það var innan-
eða utanlands. Þau rifjuðu oft
upp ferðir sínar hvort sem um
var að ræða ferðina sem þau fóru
til Mexíkó eða þegar þau óku um
vesturströnd Bandaríkjanna.
Kanaríeyjarnar voru þó alltaf í
sérstöku uppáhaldi hjá þeim en
þar nutu þau þess að vera í róleg-
heitum í sólinni. Við Mjöll vorum
svo lánsöm að eiga tíma með
þeim á Tenerife og skilja þær
ferðir eftir mjög ánægjulegar og
hlýjar minningar.
Þegar Flosi fór að eldast og
líkaminn réð ekki við smíðavinn-
una þá fóru börn hans að hafa
áhyggjur af því að hann hefði
ekkert fyrir stafni. Þá fann hann
sér nýtt áhugamál sem var
bakstur. Bakstur átti síðan hug
hans allan og var alltaf til eitt-
hvað nýbakað þegar við komum í
heimsókn á Krókahraun. Hjóna-
bandssælan hans var alveg ein-
stök. Hann var mikill sælkeri og
því engin ástæða til að spara sult-
una. Það var ekki amalegt að
setjast við eldhúsborðið með
kaffibolla og hjónabandssælu og
spjalla um nýjustu fréttir og
leysa heimsmálin í leiðinni.
Kæri Flosi, hafðu bestu þakkir
fyrir samfylgdina. Þín er sárt
saknað og sérstaklega af börnum
þínum og Önnu sem sér á eftir
samferðamanni sínum í rúm 60
ár og bið ég góðan guð að styrkja
þau í sorg sinni.
Þórir Haraldsson.
Elsku Flosi afi.
Minningarnar með þér eru
margar og góðar en mest héldum
við upp á þegar við komum á
Krókahraun að púsla með þér.
Þú hefur alltaf verið til staðar og
alltaf var hægt að leita til þín ef
eitthvað var. Þú passaðir ávallt
upp á að allir fengju nýbakað
brauð eða góða formköku þegar
við komum í heimsókn. Það var
alltaf gaman að spjalla við þig
þegar þú skutlaðir okkur á æf-
ingar og þegar þú komst að horfa
á öll mótin hjá okkur systrunum.
Þú varst fyrirmynd okkar allra
og ert það enn.
Þín verður sárt saknað, elsku
afi.
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Heba Dögg Jónsdóttir)
Þínar
Steinunn Anna, Dagný Lilja
og Kristín Jóhanna.
Við viljum minnast Flosa afa
okkar. Síðustu daga höfum við
verið að rifja upp góðu stundirn-
ar með honum og ömmu. Við höf-
um ferðast með honum víðs veg-
ar, bæði innan- og utanlands.
Honum fannst fátt skemmtilegra
en að fara til Kanaríeyjanna og
hvað þá þegar fjölskyldan kom
með. Einnig minnumst við þess
hvað afi var alltaf duglegur að
sækja og skutla okkur barna-
börnum í okkar tómstundir og
boðið var upp á kaffitíma hjá
honum og ömmu eftir á þar sem
hann var nánast alltaf með eitt-
hvað nýbakað í boði. Við upplifð-
um afa sem hressan, orkumikinn
og lífsglaðan einstakling sem
þótti vænt um sitt fólk og gerði
hvað sem er fyrir þá sem stóðu
honum næst. Við höldum fast um
minningar okkar um þann tíma
sem við vörðum með honum
þessar síðustu vikur og einnig
allan þann tímann sem við höfum
fengið með honum, við erum æv-
inlega þakklátar fyrir það. Við
munum hugsa vel um ömmu nú
þegar afi er farinn.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Ástdís Sara og Gunnur Elísa.
Flosi G. Valdimarsson, vinur
og samferðamaður til margra
áratuga, er kvaddur í dag. Hugur
okkar er hjá Önnu og fjölskyld-
unni. Megi minningar um traust-
an og umhyggjusaman eigin-
mann, föður og afa lifa með þeim
og veita styrk. Við minnumst
Flosa með hlýju og söknuði. Hafi
hann kæra þökk fyrir allt og allt.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson)
Hugheilar samúðarkveðjur.
F.h. saumaklúbbsins og maka.
Elín og Margrét.
Ég man er ég hitti Flosa fyrst
sem unglingur er ég kom á heim-
ili hans og Önnu í Búðardal.
Hann var býsna ákveðinn fannst
mér. En hann var ávallt tilbúinn
að hjálpa okkur Drífu, hvort sem
það varðaði okkur sjálf, heimilið
og ekki síst dætur okkar þrjár,
fyrir það er ég ætíð þakklátur.
Ég minnist með hlýju ferða okk-
ar Drífu til Búðardals, í bústað-
inn og á Krókahraunið í Hafn-
arfirði. Þá var Flosi iðulega
búinn að grilla eitthvað góðmeti
eða baka kökur. Eftirminnileg
eru líka ferðalögin okkar til Kan-
arí. Takk Flosi, þín verður sárt
saknað.
Svanur Karlsson.
Flosi Gunnar
Valdimarsson