Morgunblaðið - 05.07.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 05.07.2021, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2021 Ljósmyndakeppni mbl.is Vilt þú vinna farsíma frá Samsung eða glæsilegan ferðavinning frá Icelandair? Allar myndir sem sendar eru inn birtast á mbl.is og þemað er flug. Það er líka hægt að taka þátt á Instagrammeð myllumerkinu #mblflug 1.-2. Sæti Samsung Galaxy s21+ 3. Sæti 100.000 kr. gjafakort frá Icelandair „FINNST ÞÉR ÞETTA FALLEGT? LOFAR KRÖKKUM ALLS KONAR DÓTI SEM FORELDRARNIR HAFA EKKI EFNI Á.“ „LILJA, KÍKTU HVORT ÞAÐ ER EITTHVAÐ Í FRÉTTUM UM ÞETTA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að muna. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann NÚ ER DESEMBER … NOTIÐ VIÐEIGANDI AUKAHLUTI AÐ SJÁ ÞIG! ÞAÐ VANTAR ALLT FRUMKVÆÐI Í ÞIG! RÉTT HJÁ ÞÉR! ÞAÐ ER TÍMABÆRT AÐ FARA Á FÆTUROG SÆKJA KODDA! Fjölskylda Eiginkona Sveins er Gerður K. Guðnadóttir, fv. flugfreyja og banka- starfsmaður. Áður átti Sveinn son- inn Frederik Lönstad, f. 1967. Sveinn og Gerður eiga soninn Hallgrím Svein, f. 12.5. 1972, bú- fræðikandídat og tölvunarfræðing, vinnur hjá Advania. Hann er kvænt- ur Helgu Jensínu Svavarsdóttur, f. 31.10. 1973, M.Ed., skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar. Börn þeirra eru Guðrún Karítas, f. 2002; Sveinn Svavar, f. 2006 og Kristján Karl, f. 2008. Fósturdóttir er Rósa Björk Jónsdóttir, f. 18.6.1981, hönn- uður og kynningarfulltrúi LBHÍ. Sambýlismaður hennar er Kevin Martin, f. 19.10. 1980, fornleifafræð- ingur í doktorsnámi við HÍ. Sonur þeirra er Kiljan Kormákur, f. 2014. Foreldrar Sveins voru Hallgrímur Sv. Sveinsson, bóndi á Hálsi í Eyr- arsveit, síðast búsettur í Reykjavík, og Guðríður Stefanía Sigurðardóttir, póst- og símastjóri í Grafarnesi, síð- ast búsett í Reykjavík. Þau skildu. Sveinn Hallgrímsson Þórkatla Jóhannsdóttir húsfreyja á Dalli, Fróðársókn,Snæf. Pétur Frímann Guðmundsson bóndi á Dalli, Fróðársókn, Snæf. Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja á Suður-Bár í Eyrarsveit, Snæf. Síðast búsett í Borgarnesi og Rvk. Sigurður Eggertsson skipstjóri og bóndi á Suður-Bár í Eyrarsveit, Snæf. Guðríður Stefanía Sigurðardóttir póst- og símastjóri í Eyrarsveit, síðast búsett í Reykjavík Jóhanna Guðmundsdóttir vinnukona á Móbergi og Kirkjuhvammi, Saurb.sókn og var á Suður-Bár í Eyrarsveit Eggert Eggertsson bóndi á Miðbæ og Hvallátrum, Breiðavíkursókn, Barð. Þorbjörg Kjartansdóttir húsfreyja í Miðgörðum, Kolbeinsstaðasókn, Hnapp. Eggert Eggertsson bóndi í Miðgörðum, Kolbeinsstaðasókn, Hnapp. Guðný Anna Eggertsdóttir húsfreyja á Hálsi, Setbergssókn, Snæf. Sveinn Sveinsson búfræðingur frá Ólafs- dalsskóla, bóndi og kennari á Hálsi, Setbergssókn, Snæf. Kristín Eggertsdóttir húsfreyja á Örlygsstöðum, síðar á Hálsi, Setbergssókn, Snæf. Sveinn Jónsson bóndi á Örlygsstöðum og síðar Hálsi, Setbergssókn, Snæf. Drukknaði í Kirkjufellsá. Úr frændgarði Sveins Hallgrímssonar Hallgrímur Sveinn Sveinsson bóndi á Hálsi í Eyrarsveit, síðast búsettur í Reykjavík Á laugardag fyrir viku rúmri sendi Hjálmar Jónsson mér tölvupóst: „Ég ók norður í Húna- vatnssýslu í dag. Á leiðinni yfir Víði- dalinn mundi ég vísu eftir afa minn, Kristin Bjarnason frá Ási í Vatns- dal. Hann bjó um tíma á Gafli í Víði- dal. Á þeim árum orti hann m.a.: Léttum glaumi af Litluhlíð liggur straumabandið. Bergá saumar sína tíð silfurtaum í landið. Svo ók ég þvert yfir Vatnsdalinn og þá rifjaðist upp vísa eftir móður- bróður minn, Ásgrím Kristinsson frá Ásbrekku, ort eftir sauðburð og rétt áður en fé var sleppt á afrétt- arlöndin: Græn eru túnin, gripum stráð, glit á brúnu lyngi. Unaðsrún er ennþá skráð yfir Húnaþingi. Um daginn rifjaðist upp vísa eftir Kristin afa: Vægir rosa og veðraþyt, vermist flos á steini. Gegnum mosans gróðurlit Guð er að brosa í leyni.“ Þá sendi Helgi R. Einarsson mér tölvupóst með athugasemdinni: „Það er ekki öll vitleysan eins, sem betur fer“: Heilabrot Í upphafi brotið var blað er blágresið leitaði að betri tíð í Barmahlíð. En brotið, hvað varð um það? Stælt og stolið Vetur, sumar, vor og haust vakna sæll og glaður. Allt fram streymir endalaust enda gæfumaður. Sigrún Haraldsdóttir orti þessa vísu um hestinn sinn, hann Tinna: Ör í sinn eykurinn, eyðir lyndistrega, töltið spinna Tinna finn títt og yndislega. Frú Ásthildur Thorsteinsson bauð Ólínu Andrésdóttur að hlýða á Guðmund skáld Friðjónsson lesa upp ljóð eftir sig: Eigirðu kost á ilmgresi úr andans nægta hlöðu illt er að blanda útheyi innan um slíka töðu. Ísleifur Gíslason á Sauðárkróki orti: Sóttu tveir um sálina sjúklingsins með „takið“. Fjandinn þreif í fæturna, faðirinn hélt í bakið. Leikurinn þannig lengi stóð, litlar fengust náðir. En – hvorugum sýndist sálin góð svo þeir – slepptu báðir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Góðar vísur gamlar og nýjar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.