Morgunblaðið - 05.07.2021, Page 32

Morgunblaðið - 05.07.2021, Page 32
Jaðarlistahátíðin Reykjavík Fringe hófst um helgina og í dag og kvöld verður boðið upp á fjölda sýninga. Ein þeirra nefnist Identity Chrisis og er uppistand þeirra Dan Nava, Regns Sólmundar og Lovísu Láru í Secret Cellar við Lækjargötu. Dan, Regn og Lovísa eiga sam- eiginlegt að vera að ganga í gegnum tilvistarkreppu sem þau vinna úr á kómískan máta og fjallar sýningin um kyn, kynhneigð, innflytjendamál, barnleysi og geð- heilsu eða skort á henni, eins og segir um sýninguna í tilkynningu. Dagskrá hátíðarinnar er á rvkfringe.is. Þrír uppistandarar vinna úr tilvist- arkreppu á spaugilegan hátt MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Breiðablik hefur heldur betur náð að gera Kópavogs- völlinn að vígi á undanförum vikum. Eftir ósigur gegn KR á heimavelli í fyrstu umferð Íslandsmótsins í fót- bolta í vor hefur Breiðablik unnið alla fimm heimaleiki sína, fjóra þeirra með markatölunni 4:0 og einn 2:0. Eftir 4:0 sigur á Leikni á laugardaginn er markatalan í þessum fimm síðustu heimaleikjum því orðin 18:0. »26 Átján mörk í röð á heimavellinum ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eljusemi og þrautseigja eru lykillinn að því að ná árangri í knattspyrnu, rétt eins og lífinu sjálfu. Þú verður alltaf að trúa að fram undan séu ljós og betri tíð, sama hversu miku mótlæti þú mætir,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson knattspyrnumaður. Strákurinn úr Vesturbænum í Reykjavík hefur náð langt í fótboltanum, verið leikmaður í útlöndum síðastliðin sjö ár og gekk til liðs við Arsenal á síðasta ári, hvar hann stendur í markinu. Síðustu vikur hefur Alex, eins og hann er jafnan nefndur, verið hér heima í fríi en gerir þó ekki endasleppt í boltanum. Til að missa ekki niður takt og þjálfun hefur hann mætt flesta daga á æfingar með meistaraflokki KR sem Rúnar Kristinsson faðir hans þjálfar. Morgunblaðið hitti feðgana í Frostaskjóli fyrir helgina. „Þótt ég sé pabbinn og ekki hlutlaus sá ég fljótt að Alex yrði öflugur knatt- spyrnumaður. Hreyfingarnar og takt- arnir var komið þegar hann var barn,“ segir Rúnar Kristinsson. Hann er einn sigursælasti knattspyrnumaður lands- ins og á langan feril að baki, hefur lengi verið þjálfari meistaraflokks KR í knattspyrnu og undir stjórn hans hef- ur liðið þrívegis unnið Íslandsmeist- aratitilinn í karlaflokki. Alex varð strax sem unglingur efnilegur í liði KR og atvinnumennska lá beint við. Hann hélt utan árið 2014 og lék í fjögur og hálft ár með danska liðinu FC Nor- dsjælland, svo með Dijon FCO í Frakklandi og gekk til liðs við Arsenal seint á síðasta ári. Enginn ánægður með 8. sæti „Auðvitað er enginn í Arsenal ánægður með árangur okkar á síðustu leiktíð. Að ná 8. sæti þýðir að við náum ekki inn í Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildina, sem ætti þó að vera lágmark,“ segir Alex. „Að úr rætist hverju sinni er viðhorf sem hefur kom- ið mér þangað sem ég er staddur í dag. Mér finnst mikilvægt að ungt fólk til- einki sér þetta hugarfar sem er ekki meðfætt. Þetta er þjálfun, samanber að við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og mótumst af umhverfi okkar og að- stæðum. Sem knattspyrnumaður er- lendis hef ég lært og þurft að gera allt hraðar og af meiri snerpu en var hér áður fyrr hjá KR. Ég hef á ferlinum haft marga þjálfara með mismunandi áherslur og ég sé nýjar hliðar á fót- bolta með hverjum þeirra,“ segir Alex. Tapa ekki sjálfstrausti Feðgarnir Rúnar og Alex eru í góðu sambandi og ræða oft saman eftir leiki liða sinna, um hvernig til tókst og hvað hefði mátt gera betur. „Í fótboltanum verða oft skakkaföll með meiðslum svo menn ná ekki í lið. Stundum er leiðinlegur mórall á æf- ingu eða einhverjir í slæmu skapi. Oft gengur líka allt smurt, en þegar á móti blæs þarf að halda í vonina um árang- ur og berjast til sigurs og tapa ekki sjálfstraustinu,“ segir Rúnar og bætir við að strengurinn milli þeirra feðga sé sterkur. Því samsinnir Alex sem á morgun, þriðjudag, fer til Englands, hvar þau Ásdís Björk Sigurðardóttir kærasta hans búa með dóttur sinni og önnur er væntanleg í haust. Á mið- vikudag hefjast svo æfingar Arsenal fyrir næstu leiktíð, en blásið verður til leiks upp úr miðjum ágúst. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Knattspyrna Rúnar Alex Arsenalmaður hér með Rúnari Kristinssyni föður sínum á KR-vellinum við Frostaskjól. Feðgar í fótboltanum - KR og Arsenal - Rúnar Alex æfir hjá föður sínum í Frostaskjóli í sumarleyfi á Íslandi - Var fljótt efnilegur 400l farangursboxið er núhægt að kaupa á netinu og fá fría heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu. Hlaupahjól semer byggt til að endast.Með fjöðrun ábæði fram- og afturdekki. Öryggi er einnig í fyrirrúmimeð lýsingu að framanog aftan. Hjólafesting frá Thule sempassar gjörðum frá 16-29". Togstýring kemur í veg fyrir að festingin sé hert ofmikið og fer því beturmeðhjólið þitt. Farangursbox InvictaMicroMerlin Hjólafesting á toppboga Verð frá:49.990kr. Verð frá: 109.990kr. Verð frá:28.990kr. VefverslunBL Frábært úrval af aukahlutum, ferðabúnaði, gjafavörum og rafhjólum í nýrri vefverslun okkar. Kíktu á úrvalið áwww.bl.is/vefverslun BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 6 6 2 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.