Morgunblaðið - 07.07.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.07.2021, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Opinbera hlutafélagið Betri sam- göngur og Vega- gerðin héldu í gær kynningarfund um verkefni tengd samgöngu- sáttmálanum svokallaða sem ríki og sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu hafa gert með sér. Kynningin var fróðleg um margt og sýndi hvar ætlunin er að leggja nýjar stofnbrautir og stokka og á hvaða stigi sú vinna er, en það er allt frá því að vera hugmynd upp í það að vera kom- ið á framkvæmdastig. Ljóst er að flestar þessara framkvæmda verða til bóta í samgöngum á höf- uðborgarsvæðinu þó að vissulega hafi komið fram efasemdir um útfærslu einstakra framkvæmda. Á fundinum var einnig rætt um hjóla- og göngustíga og þá aukningu sem þar er fyrirhuguð, sem er töluverð og mun enn auð- velda þeim sem velja slíkan ferðamáta, en mikið hefur þegar verið gert í þeim efnum og til dæmis mun auðveldara að kom- ast hjólandi bæjarhluta á milli en áður var. Nokkur atriði vöktu sérstaka athygli við kynningarfundinn, þó að ekki sé hægt að segja að þau hafi komið á óvart. Eitt er er að á fundinum var rætt um svokallaða borgarlínu og raktir ýmsir meintir kostir hennar, auk þess að stefnt væri að því að með borgarlínu færu almennings- samgöngur upp í 12% af ferðum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er þreföldun frá því sem nú er í strætisvagnakerfinu og hefur það kerfi þó verið niðurgreitt um milljarðatugi á síðustu árum og fengið sérstakan stuðning með samningi ríkis og Reykjavíkur til að reyna að auka notkunina. Að minnsta kosti það sem af er þess- ar öld og þrátt fyrir þessar gríð- arlegu aðgerðir til að reyna að lokka fólk upp í vagnana, hefur engin breyting orðið. Það er þess vegna ekki boðlegt að opinberir aðilar haldi því fram órökstutt og gangi út frá því í áætlunum sín- um að með nýjum og stærri strætisvögnum sé hægt að þre- falda notkun þeirra. Slík draum- sýn á ekki heima í opinberri stefnumótun og alls ekki við meðferð fjármuna almennings. Þá var ekki minnst á kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir og þar með ekki þá milljarðatugi eða meira sem fara eiga í stofn- kostnað við borgarlínuverkefnið. Og rekstrarkostnaður borgarlín- unnar var vitaskuld ekki ræddur heldur, enda liggur engin áætlun fyrir um hann, þótt ótrúlegt megi virðast. Ríkið og sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla ekki aðeins að leggja borg- arlínuna og koma henni af stað fyrir upphæðir sem eru nokkuð óljósar en þó gríðarlegar, heldur ætla þessir aðilar að reka fyrir- bærið án þess að hafa gert um það áætlun hversu marga millj- arða á ári það mun kosta - ofan á kostn- aðinn við að reka strætisvagna sem ef- laust munu ganga áfram, enda á borg- arlínan ekki að ná út í hverfin þar sem fólkið býr. Þá er umhugsunarvert fyrir þá sem horfðu á kynninguna á fyrir- huguðum framkvæmdum að þar var ekki rætt um Sundabraut, sem þó hefur verið talin ein helsta samgöngubót svæðisins. Síðar í gær skýrðist hvernig túlka ber þá þögn. Síðdegis und- irrituðu Sigurður Ingi Jóhanns- son, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfirlýs- ingu um lagningu Sundabrautar. Framkvæmdir myndu hefjast 2026 og ljúka 2031. Það eru því heil fimm ár í að hafist verið handa og ekki beinlínis hægt að segja að hin margboðaða Sunda- braut sé í forgangi. Samgöngusáttmálinn svokall- aði, rétt eins og samningur ríkis og borgar um aukin fjárframlög til strætisvagna gegn því að hætta að byggja upp vegakerfið í borginni, er birtingarmynd þess fjandskapar sem ríkir í stjórn Reykjavíkur gagnvart einkabíln- um. Það undarlega er að ríkið og sveitarfélögin umhverfis Reykja- vík skuli hafa látið borgina draga sig út í þessi áform þótt þau séu augljóslega fjarri því að vera hagkvæm eða til bóta fyrir íbúa svæðisins. Í umfjöllun um samgöngur er gjarnan talað um almennings- samgöngur annars vegar og einkabíla hins vegar, en miðað við það hve hátt hlutfall almenn- ings notar einkabíl er augljóst að almenningur lítur á einkabílinn sem almenningssamgöngur. Hann er hryggjarstykkið í sam- göngum hér á landi og verður áfram. Engar líkur eru á að það breytist að nokkru marki, nema ef til vill ef að stjórnendum í Reykjavík verður leyft að halda áfram að eyðileggja samgöngur á svæðinu og þrengja að þeim með öllum tiltækum ráðum, meðal annars með því að taka akreinar af almennri umferð og færa undir borgarlínu. Mál er til komið að þingmenn, ekki síst í Suðvesturkjördæmi og í Reykjavíkurkjördæmunum, auk borgar- og bæjarfulltrúa á svæð- inu, kynni sér það sem áformað er í samgöngum á svæðinu. Þá er ekki aðeins átt við það sem kynnt er heldur einnig og ekki síður það sem látið er undir höfuð leggjast að kynna. Þeir sem þessum stöð- um gegna bera ábyrgð gagnvart almenningi á svæðinu og verða að hafa í huga að langstærstur hluti þessa almennings hefur kosið sér þær almenningssamgöngur sem hann telur sér henta best. Það er ekki víst að hann sætti sig við það til lengdar að kjósa þá sem vinna gegn augljósum hagsmunum hans í þessum efnum. Stundum eru mestu tíðindin í því sem ekki er sagt} Samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu Í leik og starfi telst það góður eig- inleiki að kunna að tapa. Taka ósigri með reisn, læra af reynslunni og nýta hana til góðs. Að sama skapi er mikilvægt að kunna að sigra. Sýna hógværð þegar vel gengur, sýna aðstæðunum virðingu og gæta þess að van- meta ekki fyrirliggjandi áskoranir. Þótt enn sé ótímabært að lýsa yfir sigri í baráttunni við Covid-19 geta Íslendingar glaðst yfir góðum árangri. Staðan er góð, mikill meirihluti fullorðinna hefur verið bólusettur og samkomutakmörkunum inn- anlands hefur verið aflétt. Sú staðreynd lyftir lundinni, stuðlar að hagvexti og leysir margvíslega starfsemi úr hlekkjum kórónu- veirunnar. Þannig er óendanlega gaman að sjá menningarstarf komast á fulla ferð, sjá tónleikahald glæðast og forsendur fyrir leikhússtarfi gjörbreytast til hins betra. Fjöldasamkomur eru nú leyfilegar, hvort sem fólk vill sækja í tónlistarhúsið Hörpu, samkomuhúsið á Akureyri eða bæjarhátíðir um land allt. Stór og smá leikhús horfa björtum aug- um til haustsins og menningarþyrstir landsmenn geta loksins svalað þorstanum, um leið og listamenn geta að nýju aflað sér fullra tekna eftir langa bið. Ferða- þjónustan hefur tekið við sér og flest horfir til betri vegar. Í þessum aðstæðum er rétt að rifja upp lífsspekina um drambið og fallið. Hvernig oflát getur snúið góðri stöðu í slæma og hvað við get- um lagt af mörkum til að viðhalda árangr- inum í Covid-stríðinu. Við þurfum að kunna að sigra, sýna aðstæðunum virðingu en ekki missa stöðuna frá okkur. Gárungarnir töluðu um vímuskyldu sem eðlilegt fram- hald grímuskyldu og ef marka má fréttir af næturlífinu undanfarna daga virðast ýmsir hafa tekið þá á orðinu. Vonandi rjátlast það fljótlega af skemmtanaglaðasta fólkinu, enda er baráttunni við Covid-19 ekki lokið. Við þurfum að halda áfram að sýna ábyrgð og í leiðinni meta hvað við getum lært af reynslu undanfarinna 16 mánaða, svo ein- staklingar, fyrirtæki og stjórnvöld geti brugðist rétt við. Stjórnvöld þurfa einnig að meta hvort árangurinn af stuðningi við atvinnulíf og félagasamtök hafi verið nægur og opinbert fé hafi nýst sem skyldi. Sú umræða er að eiga sér stað. Við höfum öll í sam- einingu lifað sögulega tíma. Ljóst er að það reynir á samfélagið okkar í framhaldinu, en við höfum alla burði til að koma sterkari út úr þessari áskorun. Horfurnar eru góðar og sumarleyfistíminn er geng- inn í garð. Björt sumarnóttin er táknræn fyrir góðan árangur, sem okkur ber að varðveita í sameiningu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Að kunna að sigra Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen mikil á sviði hljóðbóka þar sem Story- tel er nánast einráður. Nýir leikmenn geti ekki náð risunum á markaðnum Forlagið og Storytel eru stærst hvort á sínum markaði og ráða yfir stórri markaðshlutdeild íslenskra bóka í smásölu og útgáfu. Forlagið á sviði útgáfu prentaðra bóka en Story- tel á sviði smásölu hljóðbóka. Samkeppniseftirlitið lítur svo á að þótt á hverju ári geti nýir útgef- endur komið og náð talsverðri sölu með einstaka titla séu aðgangshindr- anir á útgáfu markaðnum þess eðlis að erfitt sé að ná umtalsverðri mark- aðshlutdeild sem getur talist sam- bærileg þeirri sem Forlagið og, þótt í minna mæli sé, Bjartur bókaútgáfa hafa. Penninn stærstur í smásölu Í hlutdeild smásölu ís- lenskra bóka óháð útgáfuformi er Penninn langstærsti aðilinn á markaðnum með um 40- 45% hlutdeild. Á eftir hon- um koma svo Hagar. Á árabilinu 2018 til 2019 sótti Storytel hins vegar heldur í sig veðrið og hækkaði hlutdeild sína í smásölu úr 5-10% í 15- 20%. Það er án þess að selja eina einustu papp- írsbók. Samþjöppun á öllum sviðum bóksölu Guðrún Vilmundardóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Benedikts sem Samkeppniseftirlitið gerir að sérstöku umtalsefni í skýrslu sinni um samþjöppun á íslensk- um bókamarkaði. „Ein af ástæðum þess að For- lagið er með þessa miklu mark- aðshlutdeild er náttúrulega allur baklistinn sem þeir eiga. Það hafa svo mörg forlög sameinast inn í það sem heitir Forlagið í dag. Þau búa yfir langstærsta starfsliðinu af íslenskum út- gáfum og gefa út flesta titla, svo það væri umhugsunarvert ef þau hefðu ekki stærstu markaðshlutdeildina,“ segir Guðrún. Guðrún kveðst stolt af þeim árangri sem útgáf- an hafi náð. Hún tefli fram góðum höfundum og selji góðan fjölda bóka þrátt fyrir minni baklista en stærri forlög. Baklisti For- lagsins telur GUÐRÚN VILMUNDAR- DÓTTIR ÚTGEFANDI: Guðrún Vilmundardóttir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flóð Penninn ehf. var með rúmlega helmingshlutdeild í smásölu prentaðra bóka árið 2019. Mikil samþjöppun hefur orðið á öllum sviðum bókaútgáfu. BAKSVIÐ Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is S amkeppniseftirlitið gaf ný- verið út greiningarskýrslu um markað fyrir íslenskar bækur. Greiningin er unnin úr gögnum sem Samkeppniseftirlitið aflaði í tengslum við fyrirhuguð kaup Storytel á bókaútgáfunni Forlaginu en fallið var frá þeim kaupum í des- ember 2020. Samkeppniseftirlitið mótmælti samrunanum í upphafi þar sem fyrir- tækin væru með töluverða markaðs- hlutdeild á fjölda markaða sem tengj- ast útgáfu og sölu íslenskra bóka. Hefðu horfið sem mögulegir keppinautar hvort annars Storytel hefði þannig horfið sem mögulegur keppinautur Forlagsins á markaði fyrir útgáfu og heildsölu prentaðra bóka á íslensku og Forlag- ið hefði horfið sem mikilvægur keppi- nautur Storytel á markaði fyrir smá- sölu hljóðbóka. Árið 2019 nam velta á markaði fyrir útgáfu og heildsölu íslenskra bóka, óháð útgáfuformi, um einum og hálfum til tveimur milljörðum króna. Þar eru teknar með raf-, hljóð- og prentaðar bækur. Af því var Forlagið með stærsta markaðshlutdeild í út- gáfu með 35-40% sem er þrefalt meira en næsti útgefandi á eftir sem var Bjartur. Í þriðja sæti á eftir þeim var Storyside sem er útgáfuarmur Storytel. Storytel ræður yfir hljóðbókamarkaðnum Í útgáfu hljóðbóka er Storyside, með yfirgnæfandi markaðshlutdeild, eða 80-85% árið 2019. Þeir yfirburðir Storytel teygja sig einnig yfir í smá- sölu þessara sömu hljóðbóka en fyrir- tækið er með 95-100% markaðs- hlutdeild í sölu íslenskra hljóðbóka þetta sama ár. Á sviði íslenskra hljóð- bóka er Storytel því nokkurs konar einvaldur. Það er einnig áhugavert að sala hljóðbóka á íslensku jókst um tæpan hálfan milljarð á árunum 2018- 2019 úr 100 til 200 milljónum í 500 til 600 milljónir. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins eru fleiri markaðir skoðaðir og það er mat eftirlitsins að enginn þeirra markaða sem þau höfðu til skoðunar einkenndist af lítilli eða engri sam- þjöppun. Samþjöppunin er mest á smásölumörkuðum og sérstaklega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.