Morgunblaðið - 07.07.2021, Side 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021
Spekingur Ekki er ljóst hvað þessi myndarlegi mávur er að spá.
Eggert
Árið er hálfnað og Ís-
lendingar hafa náð því
markmiði að full-
bólusetja um 75% lands-
manna yfir 16 ára aldri
gegn veirunni. Þessi
glæsilegi árangur náðist
vegna markvissra að-
gerða stjórnvalda og
sérfróðra sem náðu eyr-
um almennings. Væri
það staðan annars stað-
ar gætu flestir andað
léttar. Það er hins vegar langt í frá
og víða um heim er verið að glíma
við vaxandi ágengni Delta-afbrigðis
veirunnar. Megnið af íbúum þriðja
heimsins bíður bóluefnis og fyrirheit
G-7-ríkjanna um óverulegan stuðn-
ing til öflunar bóluefnis í þeirra
þágu er aðeins dropi í hafið. Við
þetta bætast viðskiptalegar hindr-
anir gegn dreifingu sem seinkað
geta afhendingu þar sem þörfin er
mest. Margt bendir til að drjúgum
hluta fólks í þróunarlöndum bjóðist
ekki bólusetning fyrr en á árinu
2023 eða jafnvel síðar. Á meðan veir-
an geisar þannig víða má búast við
nýjum og óvæntum afbrigðum þessa
vágests sem mæta verður með þró-
un nýrra varnarefna. – Tilkoma og
skjót útbreiðsla kórónuveirunnar
endurspeglar þá veikleika í um-
hverfi okkar sem gerast nærgöng-
ulir vegna nútímalífshátta, tengdum
hnattvæðingu viðskipta og ferðum
fólks heimshorna á milli. Covid-
pestin skall yfir á sama tíma og
þjóðir heims hugðust fylkja til bar-
áttu við annan og stórfelldari vanda
vegna loftslagsbreytinga af manna-
völdum.
Loftslagsógnin æ nærgöngulli
Mörg undanfarin ár hafa ein-
kennst af vaxandi öfgum í veðurfari,
hækkun meðalhita,
bráðnun jökla og
hækkun sjávarborðs.
Þorri vísindamanna
hefur í meira en ald-
arþriðjung bent á
augljós merki um
hlýnun andrúmslofts-
ins af mannavöldum
vegna losunar CO2 og
annarra gróðurhúsa-
lofttegunda. Það sem
áður var leitt að líkum
með loftslagssamn-
ingi Sameinuðu þjóð-
anna 1992 telst nú fullvíst og end-
urspeglaðist í Parísarsamþykkt 195
þjóðríkja í desember 2015. Síðan
hafa þjóðir heims reynt að fóta sig
og ein af annarri lýst því markmiði
að stöðva losun gróðurhúsalofts ekki
síðar en um miðja þessa öld, þ.e.
skref fyrir skref á þremur áratug-
um. Hingað til hefur víðast hvar
stefnt í öfuga átt, einnig hérlendis
með aukinni losun. Hitametin sem
slegin voru í Norður-Ameríku í lið-
inni viku, þar sem um 50oC mældust
í forsælu eru aðeins eitt dæmi af
fjölmörgum um það hvert stefnir.
Skógareldar hafa árum saman leikið
grátt héruð í Bandaríkjunum, Ástr-
alíu, Þýskalandi og víðar og eru
sterk aðvörun. Vaxandi súrnun hafs-
ins á síðustu áratugum er staðreynd
með tilheyrandi skaðlegum áhrifum
á lífríkið. Sömu sögu segir okkur
rýrnun hafíss á norðurslóðum ár frá
ári með háskalegri bráðnun sífrera.
Einnig hérlendis gætir áhrifa af
þiðnun sífrera í jarðlögum, sem m.a.
átti þátt í skriðuföllunum á Seyð-
isfirði sl. vetur.
Skelfilegar horfur á
túndrum Rússlands
Í því ágæta vikuriti Arctic Today
birtist frásögn undir fyrirsögninni
Hrun yfirvofandi í Arktís (The loom-
ing Arctic collapse) eftir Atle Staale-
sen (The Independent Barents Ob-
server 29. júní). Þar rekur hann eftir
opinberum rússneskum heimildum
skelfilegar horfur vegna bráðnunar
sífrera í nyrstu héruðum Rússlands,
auðvitað að Síberíu meðtalinni. Þar
hefur meðalhiti hækkað um 4,95oC
frá árinu 1998 og hitamet verið sleg-
in eitt af öðru að undanförnu. Þessi
þróun veldur stjórvöldum á heim-
skautasvæðunum og í Moskvu mikl-
um áhyggjum. Kozlov ráðherra
náttúruauðlinda staðfestir að meira
en 40% innviða allra bygginga í
norðurhéruðum Rússlands séu farin
að láta undan vegna hlýnunar sem
og samgönguæðar. Allt að 30% olíu-
og gasvinnslustöðva hafa orðið að
hætta framleiðslu. Sérfróðir telja að
mörk sífrera hafi færst um 30 km til
norðurs frá 1980 og um 500 ferkíló-
metrar lands hverfi árlega í Íshafið
sökum bráðnunar. Samhliða bráðn-
un sífrerans vex hætta á að áður
óþekktir og banvænir sjúkdómar
losni úr læðingi. Sem dæmi um það
eru tilgreindir sérstakir stofnar af
anthrax (Bacillus anthracis). Svip-
aðar áhyggjur hljóta að vera til stað-
ar á heimskautasvæðum Norður-
Ameríku.
Vefur lífkeðjunnar
er að gefa sig
Hvarvetna sjást þess merki að
fjölbreytt lífkerfi eins og nátt-
úrulegt skóglendi eru að gefa sig
vegna ágengni mannsins. Stefnan í
landbúnaði vegna ofnotkunar áburð-
ar og eyðingarlyfja er nú mikið
rædd á alþjóðvettvangi. Á fundi leið-
toga G-7-ríkjanna í síðasta mánuði
var nauðsyn gagnaðgerða með víð-
tækri náttúruvernd til umræðu og
samþykkt að stefna að því að friða
a.m.k. 30% land- og hafsvæða hvers
ríkis fram til ársins 2030 og stöðva
rýrnun líffjölbreytni. Einnig lofuðu
fjármálaráðherrar sömu ríkja að
leggja sig fram um stuðning við end-
urheimt náttúrulegra auðlinda.
Fram undan eru nú á seinni hluta
ársins stórar ráðstefnur er varða
endurheimt slíkra auðlinda. Al-
þjóðaviðskiptastofnunin WTO
fjallar í þessum mánuði um samning
til að binda endi á skaðlegar nið-
urgreiðslur í fiskveiðum. Með haust-
inu funda síðan aðilar að Samn-
ingnum um líffjölbreytni
(Convention on Biological Diversity)
til að herða til muna á ákvæðum
hans frá 1992. Þá fylgir í Glasgow
árlegur fundur loftslagssamningsins
(COP-26) til að freista þess að ganga
frá bindandi ákvæðum aðila að Par-
ísarsamkomulaginu frá 2015. Allir
þessir viðburðir endurspegla
áhyggjur af umhverfi plánetunnar,
og nú verða athafnir og efndir að
fylgja í kjölfar fyrirheita, því ella er
voðinn vís.
Brotalamirnar á
efnahagssviðinu
Hugtakið sjálfbær þróun á að
endurspegla viðleitni til að mæta
þörfum samtímans án þess að draga
úr möguleikum komandi kynslóða til
þess að mæta sínum þörfum. Meg-
instoðirnar eiga að byggja á um-
hverfisvernd með félagslegu og
efnahagslegu ívafi. Hingað til hefur
hvergi með sannfærandi hætti tekist
að mynda þjóðfélög sem uppfylli
þessar kröfur. Stóra brotalömin er
að margra mati ósjálfbært efna-
hagskerfi, byggt á hagvexti, einka-
eign og kröfum um stöðuga aukn-
ingu efnislegra gæða. Nú á tímum
kórónuveirunnar hafa gagnrýnar
umræður og áhyggjur af efnahags-
þættinum vaxið. Um þetta má lesa í
fróðlegri grein í hefti The Econom-
ist, 26. júní 2021, undir fyrirsögninni
„Allt breytist – Af hverju efnahags-
mál ættu að endurspegla þróun vís-
inda“ (Why ecnomics should be a
more evolutionary science). Höf-
undar telja einkennilegt að flest
efnahagslíkön endurspegli ekki sí-
breytilegan bakgrunn efnahags-
mála. Vitnað er þar m.a. í Alfred
Marshall (1842-1924) sem sagði að
„Mekku hagfræðinga er að finna í
efnahagslegri líffræði“, svo og í Jo-
seph Schumpeter (1883-1950),
þekktan höfund nýklassískrar hag-
fræði. Þörfin á endurmati á hag-
fræðilegum kreddum blasir við sem
og á tækniþróun og tilhögun al-
þjóðaviðskipta.
Kosningar sem margir horfa til
Að hausti verða þingkosningar
hérlendis og í Þýskalandi og aðeins
dagur á milli, 25. og 26. september.
Ólíku er saman að jafna um að-
stæður og stærð, en eitt virðist
verða sameiginlegt í báðum til-
vikum, þ.e. að umhverfismál verða í
brennipunkti. Á Þýskalandi hafa
græn sjónarmið fengið margfalda
athygli miðað við fyrri kosningar og
líkur á að flokkur Græningja komist
þar til áhrifa um landsstjórnina.
Hérlendis hefur Katrín Jak-
obsdóttir reynst ötull talsmaður
grænna viðhorfa. Þann 23. júní sl.
sagði hún við formlega kynningu
loftslagsvegvísis atvinnulífsins: „Við
þurfum að breyta því hvernig við
hugsum, við þurfum að nálgast
hlutina með öðrum hætti en áður og
við þurfum að huga að öllu umhverf-
inu […]“ Undir þau orð hennar skal
tekið.
Eftir Hjörleif
Guttormsson
»Hvarvetna sjást
þess merki að fjöl-
breytt lífkerfi eins og
náttúrulegt skóglendi
eru að gefa sig vegna
ágengni mannsins.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Aðeins grænar lausnir duga gegn aðsteðjandi vá
Hvers vegna ætli kveðið
sé svo á í lögum að áfrýj-
unardómstólar skuli skip-
aðir fleiri en einum dómara,
sem dæma skuli mál saman,
ýmist þrír, fimm eða sjö?
Þetta gildir ekki bara á Ís-
landi heldur einnig í öðrum
löndum sem og við al-
þjóðlega dómstóla, eins og
Mannréttindadómstól Evr-
ópu svo dæmi sé tekið.
Ástæðan er augljós. Það er
talið til þess fallið að tryggja rétta nið-
urstöðu í málinu að kveðja til nokkra vel
hæfa lögfræðinga til að leggja dóm á
sakarefni þess. Forsendan fyrir þessu
er auðvitað sú að hver og einn þeirra
leggi sitt álit til grundvallar niðurstöðu
sinni. Þetta beri þeim þá að gera eftir að
hafa borið saman bækur sínar og verið
tilbúnir til að skipta um skoðun ef ein-
hver hinna kemur með úrlausn sem tel-
ur þeim hughvarf. Þessi skipan myndi
óhjákvæmilega valda því að dómarar
skrifuðu sératkvæði þegar úrlausnin,
sem þeir telja rétta, er ekki hin sama og
úrlausn hinna. Þetta hlyti að gerast
reglulega, því úrlausnarefnin eru oft
flókin og veruleg áhöld um aðferðafræð-
ina við að dæma um þau og þar með um
niðurstöðuna.
Víða erlendis er gert ráð fyrir að ein-
stakir dómarar skuli greiða skriflega at-
kvæði í máli sem til meðferðar er hverju
sinni. Sé dómari sammála öðrum að öllu
leyti getur hann einfaldlega vísað til
röksemda annars dómara í hópnum eft-
ir að þeir hafa komið sér saman um hvor
eða hver þeirra skuli skrifa hinn efn-
islega rökstuðning. Þessi aðferð við
samningu dóma er til þess fallin að
stuðla að persónulegri ábyrgð einstakra
dómara í hópnum á niðurstöðu sinni.
Allir ættu að vita að í nokkurra
manna hópi lögfræðinga hlýtur að verða
alltítt að upp komi ágreiningur um þau
lögfræðilegu úrlausnarefni sem fengist
er við. Þetta verður aug-
ljóst þegar athugaðar
eru upplýsingar um slíkt
við fjölskipaða erlenda
dómstóla. Þar er víða
regla fremur en und-
antekning að sjónarmið
séu að einhverju leyti
mismunandi. Slíkur
ágreiningur er eðlilegur
og telst raunar óhjá-
kvæmilegur fylgifiskur
þess að skipa marga
jafnsetta dómara í dóm.
Ætli þetta sé sá hátt-
ur sem við er hafður hér
á landi? Nei, ekki aldeilis. Elíta dóm-
aranna liggur meira segja ekkert á
þeirri skoðun sinni að æskilegt sé að
bræða saman sjónarmiðin og forðast
sératkvæði. Nú er orðið afar fátítt að
sératkvæðum sé skilað og þarf ekki að
fara nema nokkur ár aftur í tímann til
að sjá mun skárra ástand að þessu leyti í
Hæstarétti. Þegar ég átti sæti í rétt-
inum taldi ég það skyldu mína að standa
með sjálfum mér við úrlausn málanna
og byggði þá á þeirri augljósu forsendu
að rétt niðurstaða í lögfræðilegum
ágreiningi væri aðeins ein en ekki marg-
ar sem dómari gæti valið úr. Þetta
gerðu líka einstakir aðrir dómarar og
nefni ég þá til sögunnar Hjördísi Há-
konardóttur, Ólaf Börk Þorvaldsson og
Viðar Má Matthíasson.
En bæði þá og nú hefur meginreglan
verið sú að bræða saman sjónarmiðin,
eða þá einfaldlega að fylgja í blindni ein-
hverjum hinna sem skrifar atkvæði.
Hátturinn sem þarna er ríkjandi felur í
sér eina tegund þeirrar hjarðhegðunar
sem nú tröllríður þjóðfélagi okkar og
setur mark sitt á ákvarðanir og afstöðu
manna. Virðist viðhorf margra dómara
felast í því að þeir telji sig hafa verið
skipaða í dóm til að semja við aðra lög-
fræðinga um hina réttu niðurstöðu í
stað þess að finna hina réttu lög-
fræðilegu niðurstöðu. Úr þessu hefur
oft orðið hrein afbökun, þar sem eitt
rekur sig í annars horn og engin leið
verður að skilja um hvað viðkomandi
dómur er fordæmi. Nefndi ég sláandi
dæmi um þetta í bók minni „Veikburða
Hæstiréttur“, sem kom út á árinu 2013,
sjá bls. 54-78. Dæmin sýna vel fáránleik-
ann í þessari aðferðafræði samning-
anna.
Ekki deili ég við nokkurn mann um
að nauðsynlegt sé að ágreiningur, sem
upp kemur við samningu dóma, sé kruf-
inn til mergjar og reynt sé að nálgast
sameiginlega hina réttu lögfræðilegu
niðurstöðu, þannig að allir dómararnir
geti sameinast um forsendur og nið-
urstöðu máls. Standi hins vegar eftir
ágreiningur um röksemdir eða nið-
urstöðu að slíkri krufningu lokinni er
það að mínum dómi skylda dómara að
fylgja sinni bestu samvisku og greiða
sératkvæði en ekki að víkja skoðun sinni
til hliðar í þágu einingarinnar. Ein af
meginforsendum þess að skipa marga
dómara í æðsta dómstól þjóðar hlýtur
að vera að tryggja að mismunandi laga-
leg sjónarmið hinna hæfustu lögfræð-
inga séu þar til staðar. Dómarar eru
ekki skipaðir til embætta í slíkum dóm-
stól til að taka samstöðuna sín í milli
fram yfir bestu einstaklingsbundna vit-
und um lögfræðileg úrlausnarefni.
Breyting á reglum um samningu dóma í
þá átt sem ég hef rakið ætti að vera til
þess fallin að bæta mjög starfsemi æðri
dómstólanna, hvort sem um Landsrétt
eða Hæstarétt ræðir.
Hjarðhegðun dómara
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » „Hátturinn sem þarna
er ríkjandi felur í sér
eina tegund þeirrar
hjarðhegðunar sem nú
tröllríður þjóðfélagi okk-
ar og setur mark sitt á
ákvarðanir og afstöðu
manna.“
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi dómari við
Hæstarétt.