Morgunblaðið - 07.07.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 07.07.2021, Síða 14
Í Morgunblaðinu 3. júlí sl. fylgir Morg- unblaðið eftir viðtali sem haft var við Guð- mund Þórðarson, sviðsstjóra botnsjáv- arsviðs Hafrann- sóknastofnunar, tveim- ur dögum fyrr. Í umfjöllun Morg- unblaðsins er látið að því liggja að Guð- mundur hafi í viðtalinu svarað þeirri gagnrýni sem stofnunin hefur orðið fyrir vegna arfalélegs árangurs við stjórnun fiskveiða og þá aðallega þorskveiða undanfarna áratugi. Þetta er að sjálfsögðu fráleit nið- urstaða hjá blaðinu og vil ég leyfa mér að benda á nokkur atriði máli mínu til stuðnings. Guðmundur bendir m.a. á breytingar í metinni stofnstærð þorskstofnsins sl. 40 ár eða svo. Til að viðkomandi upplýs- ingar séu marktækar þarf að sjálf- sögðu að tilgreina hvort um upp- runalegar mælingar sé að ræða eða hvort hentugleikabreytingar eins og aldurs/aflagreining eða ofmats/ vanmatsbreytingar hafi átt sér stað eftir að frumtölur mæl- inga lágu fyrir. Sann- leikurinn er nefnilega sá að vísindamenn Haf- rannsóknastofnunar og erlendir félagar þeirra hafa um áratuga skeið verið að aðlaga og breyta mælingatölum til að þær falli betur að þekkingu sem er röng í grunninn. Í eldri upp- reiknuðum stofn- stærðum er heilmikil þyngd sem aldrei var til en helgast af minni náttúrulegum afföllum vegna góðrar grisjunar og bættra vaxtarskilyrða. Þ.e. aflinn var mikill vegna þess að mikið var veitt og vöxtur og nýliðun að sama skapi góð. Breytingin sem verður þegar Hafró og félagar ná fullum tökum á veiðinni fyrir um aldarfjórð- ungi er skelfileg. Ef einhver búfræð- ingur hefði tekið slíkar ákvarðanir fyrir hönd bænda og búfjár væri sá hinn sami löngu kominn bak við lás og slá og þá fyrst og fremst vegna dýraverndarsjónarmiða. Ég hef haldið því fram í greinum í blaðinu að orkukostnaður öldrunar í þorskstofninum geri meira en að éta upp vöxt þess verndaða og að aukin ljós að tekist hafi að ofveiða stofn með helmingi minni veiði en hann þolir og áður fyrr þótti eðlileg. Kostnaður öldrunar í vistkerfum er ekki ólíkur kostnaði öldrunar í þjóð- félögum. Þegar upp er staðið hljóta afskipti manna af vistkerfum að taka mið af skynsamlegum búskaparsjón- armiðum. Engum dettur í hug að færa meginslátrun sauðfjár í þrjú til fjögur ár úr hálfu ári og flestir gera sér grein fyrir afleiðingunum og kostnaðinum ef það væri gert. Það vill oft gleymast að verndun einnar tegundar eða hluta einnar tegundar kemur niður á öðrum teg- undum eða öðrum hluta sömu teg- undar. Það væri verðugt viðfangs- efni fiskifræðinnar að meta áhrif þorskverndunar á viðgang humars, rækju, loðnu, sandsílis og nýliðunar þorsks. En einhverra hluta vegna virðast vísindamenn ekki hafa mik- inn áhuga á þessum áhrifum og til- greina gjarnan hnattræna hlýnun sem ástæðu fyrir hrakförunum, jafn- vel á svæðum þar sem sjór hefur frekar farið kólnandi frá aldamótum. Langvarandi smáfiskaverndun þar sem hlutfall fjölda í afla var látið ráða lokunum svæða er með því vit- lausasta sem ég hef séð og hefur stórskaðað fiskveiðar við Ísland lengi. Að vernda það sem mest er af á kostnað þess sem lítið er talið af ber ekki vott um skynsemi gerenda. Slíkar aðferðir eru til þess fallnar að gera lífsbaráttuna harðari og auka náttúruleg afföll. Sem betur fer virð- ist eitthvert lát á þessari að- ferðafræði undanfarið. Að lokum vil ég þakka Morg- unblaðinu fyrir góða birtingu greina minna í gegnum árin og leyfi mér að vona að einhverjir geti notað þær til að auka skilning sinn á lífríki hafsins eða brýnt þekkingu sína með því að reyna að hrekja það sem þar kemur fram. Ég vil jafnframt óska þess að blaðið festist ekki um of í hags- munaáróðri stórútgerðarinnar sem virðist ekki hafa áhuga á að sinna því mikilvæga og nauðsynlega hlut- verki að grisja fiskistofna fyrir ný- liðun og vexti. Ég þykist vita að smábátasjómenn og aðrir notendur umhverfisvænna veiðarfæra séu mun betur til þess fallnir að sinna þessu brýna hlutverki og tel að blað- ið gæti gert þjóðinni mikið gagn með því að halda því sjónarmiði vel á lofti. Eftir Sveinbjörn Jónsson »Er hugsanlegt að er- lendir samstarfs- aðilar Hafrannsókna- stofnunar séu að þjóna öðrum hagsmunum en íslenskum? Sveinbjörn Jónsson Höfundur er sjómaður og ellilífeyrisþegi. svennij123@gmail.com Um mælingar og aflamark samkeppni ungviðis og afrán, sem er þorskstofninum eðlilegt, sjái um að afleiðingar ofverndunar geti verið neikvæðar fyrir mögulegan afla. Auk þess kemur vanveiðin í veg fyrir að fiskur gangi af öðrum hafsvæðum inn á Íslandsmið og eykur líkurnar á að hann fari héðan í fæðuleit og sé veiddur utan Íslandsmiða. Við slík skilyrði þarf oft að grípa til leiðrétt- inga og biðin eftir góðri nýliðun á það til að dragast á langinn og bregðast að lokum. Er hugsanlegt að erlendir samstarfsaðilar Haf- rannsóknastofnunar séu að þjóna öðrum hagsmunum en íslenskum? Þrátt fyrir ábendingar mínar um breytilega orku bak við hvert kíló af afla miðað við aldur aflans og stærð stofnsins hef ég ekki séð nokkra við- leitni vísindamanna til að meta það og ég er nokkuð viss um að ef það væri gert heiðarlega myndi koma í 14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021 Já hvers vegna var þetta ekki gert, að sameina þessa tvo rík- isbanka, Íslandsbanka og Landsbanka, í einn og skapa við slíka sam- einingu meiri háttar hagræðingu í banka- kerfinu, í stað þess að einkavæða Íslands- banka verulega undir markaðsvirði? Við slíka sameiningu hefði verið hægt að nýta eigið fé Íslandsbanka 100%; um 200 milljarða strax til að greiða niður of- urskuldir ríkissjóðs. Við þá sameiningu hefði verið hægt að lækka eigið fé Landsbanka verulega, um að minnsta kosti sömu upphæð, trúlega mun meira. Erum hér kannski að tala um 450- 500 milljarða. Það sem á vantaði hefði verið hægt að rukka svo skattaeign ríkissjóðs hjá lífeyrissjóðunum með einfaldri lagasetningu. Þannig hefði verið hægt að koma í veg fyrir meiri háttar skattahækk- anir á einstaklinga og fyrirtæki um ókomin ár og stórlækka skuldir rík- issjóðs. Já hvers vegna var það ekki gert? Viljinn er allt sem þarf! Eftir Guðmund Jónas Kristjánsson Guðmundur Jónas Kristjánsson » Þannig hefði verið hægt að koma í veg fyrir meiri háttar skattahækkanir á ein- staklinga og fyrirtæki um ókomin ár. Höfundur er bókhaldari og ritari Frelsisflokksins. gjk@simnet.is Hvers vegna voru Íslandsbanki og Landsbanki ekki sameinaðir? Nú líður að kosn- ingum, og fyr- irsjáanlegt virðist mér nú hvað verði minn- isstæðast er yfirstand- andi kjörtímabili er lokið: Fyrst er að nefna kórónudrepsóttina: Vegna þess að þjóðin gat nú sýnt svo mikla samstöðu gegn henni að hún virtist með því sanna að hún er orðin einhver fremsta og þrosk- aðasta lýðræðisþjóð í heimi og hefur þar með sannað gildi sitt sem fá- menn og náskyld eyþjóð. Annað var þó ólýðræðislegra, er störf Alþingis tengd utanríkismálum gerðust svo ógegnsæ að það þurfti stjórnarandstöðuflokka til að varpa ljósi á ESB-málin fyrir kjósendur. Var þetta dæmi um flóknara um- hverfi í utanríkismálum; sem skýrð- ist ekki fyrr en nær dró kosningum! Það þriðja virðist mér þó, sem og kven- réttindakonum, minn- isstæðast: En það var hvernig konur virtust blómstra í fjölmiðlum, hvort heldur sem var í dagblaðaskrifum ráð- herra og þingmanna eða sem viðmælendur stofnana í sjónvarpi. (Að ógleymdum ljóð- skáldum og útvarps- konum.) Virtist þetta endurspegla yfirburða- höfðatölu kvenna sem var orðin í menntakerfinu. Þetta þykir mér minnisstæðast, sem starfsmanni á hjúkrunarheimili, er ég leit þar djörfung minna upp- rennandi samstarfskvenna. Dæmi um það varð mér að ljóði er ein námskonan hugleiddi framtíð- arsýn kvenna og var innblásin af for- dæmi Katrínar Jakobsdóttur for- sætisráðherra, í ljóði mínu sem heitir: Hringdansararnir hégóm- legu: Sporgöngukonur þessarar ólympsgyðju segja það þó ekkert gefa sér hér, þótt þær flykkist berbrjósta niður aðalstrætið okkar, því brjóstin séu jú bara hégómleg júgur! Og þær geti nú svosem gert sér hvað sem er án þess að karlarnir þvælist þar fyrir að ráði, þótt þeir geti svosem verið góðir til síns brúks … „Konur eru bara öðruvísi“ segir nú nýi kven-forsætisráðherrann okkar hreykin. Þótt enn finnist svosem hreinar karla- stéttirnar … Eftirmæli kvensællar ríkisstjórnar Eftir Tryggva V. Líndal » Virtist þetta endurspegla yfirburðahöfðatölu kvenna sem var orðin í menntakerfinu. Tryggvi V. Líndal Höfundur er skáld og menningar- mannfræðingur. Almáttugi skapari, þú höfundur og full- komnari lífsins! Þakka þér fyrir dásamlegt undur sköp- unar þinnar. Þakka þér fyrir lífið og fegurð þess, leyndardóma og tilgang. Blessaðu ný- fædd börn þessa heims. Við biðjum þig að halda þinni eilífu verndarhendi yfir þeim. Leyfðu þeim að þroskast, dafna og vaxa á sem eðli- legastan hátt og blessaðu foreldra þeirra og þau önnur sem að uppeldi þeirra kunna að koma með einum eða öðrum hætti. Blessaðu svo lífsgöngu allra barna þinna og samskipti þeirra við samferðamenn. Hjálpaðu okkur að sýna þeim hlýju og kærleiksríka umhyggju, skilning og þolinmæði. Aga þau í kærleika en skamma þau ekki svo þau fái blómstrað sem falleg- ast og best eftir þeim náðargjöfum sem þú hefur og vilt úthluta þeim. Gefðu að þau mættu fá að heyra um náð þína og miskunn, kærleika, fyrirgefningu og frið og þá djúpu lífsins ham- ingju sem því fylgir í öll- um aðstæðum lífsins. Líka í þeim erfiðu og sáru. Þegar mótlæti eða vonbrigði kunna að sækja á, möguleg óá- sættanleg höfnun eða ranglæti. Vilt þú þá leyfa þeim að finna fyrir þinni umvefjandi hugg- andi og nærandi, uppörvandi og huggandi nærveru, sem og í öllum öðrum aðstæðum. Gef þeim að upplifa að þau eru val- in í lið lífsins og fá að spila með þér til eilífs sigurs, þrátt fyrir allt sem kann að mæta þeim í þeim flókna leik sem lífið er eða ævigangan öllu heldur. Forðaðu þeim frá öllu illu og leið þau frá slysum og hættum, sjúkdóm- um og hvers konar ranglæti, óáran, háska og tjóni og leið þau í gegnum lífið og örugglega heim í himininn þinn þegar ævi þeirra lýkur. Viltu umvefja þau, blessa og leiða með styrkri kærleiks- og friðgefandi lífsins hendi þinni um langa og far- sæla ævi og veita þeim af þínum anda og visku úr þínum lífgefandi kær- leiks- og friðarbrunni svo þau geti orðið þér til dýrðar, samferðafólki sínu til blessunar og þannig sjálfum sér til farsældar og heilla. Þess biðjum við þig samkvæmt þínu boði í frelsarans Jesú nafni. Amen. Með samstöðu-, kærleiks- og frið- arkveðju. - Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Blessaðu nýfædd börn þessa heims. Við biðjum þig að halda þinni eilífu verndar- hendi yfir þeim. Leyfðu þeim að þroskast, dafna og vaxa á eðlilegan hátt Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Bæn fyrir nýfæddum börnum Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.