Morgunblaðið - 07.07.2021, Side 16

Morgunblaðið - 07.07.2021, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021 ✝ Anna Magnea Jónsdóttir fæddist í Sand- gerði 18. nóv- ember 1929. Hún lést í Brákarhlíð 23. júní 2021. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Magnúsdóttir, f. 25.4. 1908, d. 3.2. 2000, og Jón Valdimar Jó- hannsson, f. 5.3. 1906, d. 26.5. 1979. Hún var elst fimm systra sem eru: Ásdís, f. 15.2. 1932, d. 29.3. 2021, gift Jóni Benedikt Sigurðssyni sem er látinn, Sig- rún Jóhanna, f. 21.1. 1940, d. 4.10. 2019, eftirlifandi eig- inmaður hennar er Hafsteinn Ársælsson, Svanhildur, f. 8.11. 1942, d. 4.8. 2020, og Ragn- heiður Elín, f. 13.8. 1947, gift Reykjavík, en lengst bjuggu þau í Vallhólmanum í Kópa- vogi. Sonur þeirra er Gunnar Örn, f. 15.7. 1950. Synir hans og Elfu Dísar Arnórsdóttur, f. 21.7. 1957, eru Haukur Ársæll, f. 4.4. 1985, og Jóhann Örn, f. 5.9. 1987. Fyrir átti Elfa Dís Kristbjörn Guðmundsson Ey- dal, f. 30.9. 1976, og Sigrúnu Jónu Guðmundsdóttur Eydal, f. 30.11. 1977, með Guðmundi Kristbjörnssyni Eydal, f. 16.3. 1956. Haukur stundaði sjóinn en var handlaginn til annarra verka og reisti þeim bústað í Grunnavík 1980 en þar var hann uppalinn. Þar dvöldu þau góðan tíma á hverju sumri meðan heilsan leyfði. Síðari árin undu þau hag sínum flest- ar helgar í sumarbústað sem þau áttu í Skorradal. Fyrir 14 árum fluttu þau í Boðahlein í Garðabæ. Þau voru nýflutt í Brákarhlíð í Borgarnesi þegar Haukur lést. Útför hennar verður gerð frá Garðakirkju í dag, 7. júlí 2021, kl. 15. Ingimundi Ingimundarsyni. Anna gekk í barnaskólann í Sandgerði og var tvo vetur í Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað. Hún byrjaði snemma að vinna í fiskvinnslu í Sandgerði og var kokkur á bát þar sem faðir hennar var skipstjóri. Hún fór einnig á síld með systrum sínum til Raufarhafnar. Í nokkur ár vann hún á saumastofunni Art- inis en lengst vann hún á rann- sóknarstofu á Land- spítalanum. Hún giftist Hauki Guð- mundssyni, f. 25.6. 1928, d. 16.9. 2020, 3.2. 1951. Þau byrj- uðu að búa í Skipasundinu í Í dag er kær mágkona, Anna Magnea Jónasdóttir, lögð til hinstu hvíldar. Hún var elst fimm systra sem kenndar voru við Sjón- arhól í Sandgerði. Yngsta systirin Ragnheiður Elín er konan mín. Aldursmunur á þeim systrum er 18 ár. Önnu þótti ekki leiðinlegt að aka með litlu systur í vagni um þorpið ásamt vinkonum sínum sem voru þegar búnar að eignast sitt fyrsta barn. Þegar ég kynntist henni og Hauki bjuggu þau á Kleppsveginum, en lengst bjuggu þau í Vallhólma í Kópavogi. Þang- að áttum við margar ferðir og gistinætur. Þar var tengda- mamma síðustu árin áður en hún fór á Hrafnistu. Þar leið henni vel og hún átti góða daga. Þau áttu bústað í Grunnavík í Jökulfjörðum og dvöldu þar í mánuð á hverju sumri meðan heilsan leyfði. Þang- að heimsóttum við þau. Var gam- an að sjá hvað þau voru útsjón- asöm að koma sér upp útisturtu, leiða vatnið í bústaðinn og gera ýmislegt til að gera dvölina þar sem ánægjulegasta. Fórum við þar á handfæri með Hauk og nut- um þess að vera í skemmtilegu umhverfi. Þau komu með okkur á Strandir að tína aðalbláber. Þar lentum við Haukur í ógleymanleg- um ævintýrum. Hann týndi gler- augunum sínum er hann fór koll- hnís í brekku og allt sturtaðist úr berjafötunni. Hann sá meira eftir berjunum en gleraugunum. Ragga gleymdi sér svo við berjat- ínslu einn daginn að Anna var orð- in dauðhrædd um hana. Þegar þær systur hittust sagði Anna: Ég myndi rassskella þig ef ég réði við þig. Í bústað sínum í Skorradaln- um dvöldu þau löngum öll sumur. Þar var einnig farið í berjamó. En það var þeirra áhugamál síðla sumars. Síðustu árin bjuggu þau í Boðahlein í Garðabæ í næsta ná- grenni við Hrafnistu í Hafnarfirði. Í júlí í fyrra voru þau hjónin í hvíldarinnlögn í Brákarhlíð í Borgarnesi. Í september fengu þau svo varanlega dvöl þar. Þau höfðu ekki dvalið þar nema í viku þegar Haukur lést. Önnu líkaði dvölin í Brákarhlíð vel og taldi sig vera heppna að hafa fengið þar dvalarstað. Út um gluggann sinn sá hún út á sjóinn. Það fannst henni mikils virði. Frá því í októ- ber 2019 hafa fjórar systranna kvatt þetta jarðlíf. Þær systur Anna og Ragga hafa alltaf verið nánar og kærleikur þeirra jókst eftir að Anna kom í Borgarnes. Náðum við oft í hana og áttum margar gleðistundir á Dílahæð- inni. Heilsa hennar hafði yfirleitt verið góð en þriðjudaginn 22. júní veiktist hún og dró fljótt af henni og andaðist hún umvafin nánustu ættingjum miðvikudaginn 23. júní. Við Harpa mín komum við hjá henni skömmu eftir hádegið á leið okkar til Reykjavíkur. Þá var hún hress og brosandi en átti erfitt með mál. Tveimur og hálfum tíma síðar var hún öll. Hún leið inn í sumarlandið án þess að líða kvalir. Í gegnum lífið var Anna Magga hress og kát og notalegt að um- gangast hana. Þakka ég henni fyr- ir ánægjuleg kynni og vináttu í ár- anna rás. Við sendum Gunnari, Hauki, Birgittu og Jóa innilegar samúðarkveðjur við fráfall henn- ar. Minningar um Önnu Möggu munu ekki gleymast. Ingimundur Ingimundarson. Anna Magnea Jónsdóttir Með söknuði og trega kveð ég vin minn Jóhannes Bergsveinsson Jóhannes Bergsveinsson ✝ Jóhannes Bergsveinsson fæddist 5. desem- ber 1932. Hann lést 22. júní 2021. Útför Jóhann- esar fór fram 30. júní 2021. geðlækni. Við frá- fall Jóhannesar trosnar einn af síð- ustu þráðum sam- tíðar- og sam- verkamanna afa míns heitins, Guð- mundar Jóhanns- sonar félagsmála- ráðunautar, er féll frá 1989. Það sem við Jó- hannes höfum rætt undanfarin ár myndi auðveld- lega fylla heila bók og kannski verður það raunin einn daginn. Mér varð fljótlega ljóst að römm er sú taug er tengdi vin minn við Hvallátur á Breiða- firði þar sem faðir hans var fæddur og uppalinn, kallaði sig Vestureying. Í stríðsbyrj- un sumarið 1940 fór Jóhannes í fylgd föðursystur, Önnu, í Hvallátur, þar sem hann átti eftir að dveljast hartnær fimm mánuði á ári næstu 11 sumur. Minntist Jóhannes þessara tíma með mikilli gleði en greinilega jafnframt trega eft- ir því sem árin færðust yfir. Mánudagurinn 13. septem- ber 1953 var örlagadagur í lífi Jóhannesar, fram undan var annað námsárið í læknadeild Háskólans og framtíðin björt. Þá reið höggið yfir, Jóhannes slasast lífshættulega við vinnu í höfninni í Gufunesi. Slysið hafði varanleg áhrif á líkam- lega færni Jóhannesar þar sem önnur höndin varð mikið til ónothæf og hann missti sjón á öðru auga. Meðan á langri dvöl á Landspítala stóð kom Jóhannes að máli við pró- fessor og yfirlækni, Snorra, og innti hann eftir hvort lækn- isdraumurinn væri ekki farinn forgörðum og hann ætti að söðla um í lagadeildina. Jó- hannesi brá við þegar Snorri svaraði honum snöggt og allt að því hryssingslega með einu orði: nei, og strunsaði í burtu. Þessi skorinorðu tilsvör urðu til þess að Jóhannes kláraði læknisfræðina en vissulega breyttust fyrri áform um sér- fræðinám. Jóhannes fór til framhalds- náms í geðlækningum til Sur- rey á Englandi, síðar Glostrup og Vejle í Danmörku. Hafði hann hug á að sérhæfa sig í öldrunargeðlækningum en fyr- ir glettni örlaganna varð hann að lokum fyrsti geðlæknirinn á Íslandi með sérfræðigráðu í ávana- og fíknisjúkdómum. Jó- hannes hóf störf á einni af deildum Kleppsspítala, deild 13, er var með aðsetur við Flókagötu 31-33. Sú deild byggði á grunni meðferðar- heimilis alkóhólista sem Bláa bandið stofnaði og rak frá árinu 1954 til 1963 og byggði meðferð á hugmyndafræði AA-samtak- anna. Þar hitti Jóhannes fyrir Guðmund Jóhannsson sem var forstöðumaður rekstrarins og einn af stofnendum Bláa bands- ins. Jóhannes hugðist fram halda stefnu forvera síns í starfi og byggja meðferðina einvörðungu á forsendum geð- læknisfræðinnar, enda hafði ónefndur læknir gefið honum í veganesti heilræðið „gættu þín á AA- mönnunum“. Í kjölfar kynna sinna af Guðmundi sá Jóhannes að aðferðafræði AA- samtakanna var eitthvað sem vel gat farið saman með lækn- isfræðilega þættinum í með- ferðinni. Þannig maður var vin- ur minn Jóhannes, alltaf opinn fyrir hugmyndum til þess að bæta hag sinna skjólstæðinga. Milli Jóhannesar og Guðmund- ar var sönn og falleg vinátta sem mér hefur hlotnast und- anfarin ár að fá innsýn í. Börnum og ættingjum öðrum sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Far í friði, kæri vinur. Birgir Þór Borgþórsson. Jóhannes Bergsveinsson vin- ur minn er látinn. Það verða 68 ár í haust síðan læknanámið leiddi okkur saman, sex stúd- enta 1953, þrjá að sunnan og þrjá að norðan. Úr MR komu vinirnir á Ránargötunni, Jó- hannes og Egill Jacobsen, ásamt Leifi Jónssyni, en frá MA Haukur Árnason, Óli B. Hannesson og undirritaður. Við náðum að kveðja Jóhannes í Dómkirkjunni 30. júní sl. nema Egill sem er látinn. Allir voru kvæntir fyrir útskrift. Oft lá leiðin á Ránargötuna, alltaf voru það góðra vina fund- ir. Ekki spillti sameiginlegur áhugi á skátastarfi. Aftur áttum við Jóhannes samleið í London 1964 til 1966, báðir þar í sérfræðinámi - og loks heimkomnir með fjölskyld- ur 1969. Fjölskyldu Jóhannesar sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóhann Lárus Jónasson. Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. ww.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesaminningargreinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlár ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendum við fráfall ástvina Minningarvefur á mbl.is Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÍVAR JÚLÍUSSON, Höfðavegi 10, Húsavík, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 30. júní. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 12. júlí klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Júlíus Ívarsson Guðrún Elsa Finnbogadóttir Aðalbjörg Ívarsdóttir Gylfi Sigurðsson Skarphéðinn Ívarsson Arnhildur Pálmadóttir Elín Ívarsdóttir Benedikt Kristjánsson Hrönn Ívarsdóttir Hafsteinn S. Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma, systir, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR H. STEFÁNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Orkanvinden 7a, Kristinehamn, Svíþjóð, lést á sjúkrahúsi í Karlstad, Svíþjóð, aðfaranótt 2. júlí. Útför fer fram í Kristinehamn. Gerður Olofsson Daði Valdimarsson Lotta Fagrell Johan Fagrell Susanna Pettersson Mattias Pettersson og barnabörn Bára Stefánsdóttir Ingibjörg Stefánsdóttir Smári Sigurðsson Hrafnhildur Stefánsdóttir Kári Í. Guðmann Halldóra Stefánsdóttir Grímur Laxdal Sigríður Jónsdóttir og systkinabörn hinnar látnu Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÓLMSTEINN T. HÓLMSTEINSSON, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítala í Kópavogi fimmtudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. júlí klukkan 10 árdegis. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar/Höfuðborgarsvæðisins. Rut Ófeigsdóttir Ófeigur Tómas Hólmsteinss. Kristín Hrund Clausen Egill Orri Hólmsteinsson Svava Kristín Sigurðardóttir Einar Már Hólmsteinsson Sólveig Jónasdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.