Morgunblaðið - 07.07.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.07.2021, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2021 50 ÁRA Edda fæddist á Fæðingar- heimilinu í Reykjavík 7. júlí 1971. Hún byrjaði í Ísaksskóla en tíu ára flutti fjöl- skyldan í Kópavoginn. Hún fór í Versló eftir grunnskólann og þar kynntist hún eiginmanni sínum, Jóhanni Tómasi. „Við vorum saman í bekk allan tímann og erum búin að vera par frá því við vor- um 17 ára. Það var mjög mikið félagslíf í skólanum og við eignuðumst bæði marga af okkar bestu vinum á þessu tímabili.“ Edda fór í hjúkrun í HÍ eftir stúd- entsprófið. „Ég ætlaði frá blautu barns- beini að verða ljósmóðir, en ein af mörg- um systrum mömmu er ljósmóðir og ég leit mjög upp til hennar.“ Eftir útskrift fór Edda að vinna um tíma á sængurlegudeild og kvennadeild Land- spítalans og síðan hjá Pharmaco/Vistor í níu ár. „Ég var að eiga börnin og gaf mér ekki tíma til að fara í ljósmóðurnámið fyrr en 2010, en þá var ég aftur farin að vinna á kvennadeildinni með góðri vinkonu sem dreif sig með mér í námið.“ Edda lauk meistaranámi í ljósmóðurfræðum og hefur sérfræðirétt- indi frá Landlæknisembættinu sem sérfræðiljósmóðir í fæðingarhjálp og starfar nú sem slík á Fæðingarvakt Landspítala auk þess að sinna kennslu við námsbraut í ljósmóðurfræði við HÍ. Fjölskyldan er mikið á skíðum. „Við erum í ágætis kjarnahópi sem fer mik- ið á skíði bæði erlendis og heima og stelpurnar okkar eru líka að æfa saman. Svo höfum við verið í hestamennsku en ég er núna fyrst að smitast af þeirri bakteríu eftir magnaða Jónsmessureið með skagfirskum kjarnakonum, en við erum mikið fyrir norðan og eigum þar sumarbústað.“ Þá er ótalin handa- vinnan. „Ég er síprjónandi og prjóna á alla fjölskylduna og fleiri. Ég prjónaði t.d. skírnarkjól á barnabarnið.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Eddu er Jóhann Tómas Egilsson, tæknifræð- ingur hjá Verkfræðistofunni Ferli í Mörkinni, f. 7.3. 1971. Þau eiga dæturnar Jóhönnu Björgu, f. 24.2. 1993, Hildi Berglindi, f. 25.6. 1999, Elínu Eddu, f. 5.12. 2003 og Þórdísi Öglu, f. 5.9. 2006. Edda og Jóhann eiga eitt barnabarn, Aríu Kristínu Eddu Ormarsdóttur, f. 17.1. 2021, og Edda tók á móti henni og sýnir myndin þá gleðistund. Edda Sveinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það hefur ekkert upp á sig að láta dæluna ganga, það eru verkin sem tala. Skrifaðu óskir þínar niður - þannig rætast þær miklu frekar. 20. apríl - 20. maí + Naut Fáðu á hreint hvað er þér fyrir bestu. Kannski ertu komin/n með leiða á rússíbana ástarinnar og vilt fara úr vagninum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Nú þarftu að leggja grunninn að nýjum verkefnum. Sköpunargáfan er með mesta móti. Sláðu striki yfir gömul deilumál. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Reyndu að hreyfa þig eitthvað í dag, ef þú getur. Haltu áfram að leggja hart að þér því þú munt örugglega upp- skera árangur innan skamms. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ekki flýta þér að draga ályktanir í sambandi við ástarævintýri í dag. Láttu ekki hugfallast heldur taktu hvern hlut fyrir sig og leiddu hann til lykta. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Allt í einu finnst þér allt snúast um stöðu og frama. Á elleftu stundu reddast hlutirnir hjá þér. 23. sept. - 22. okt. k Vog Erfitt samtal sem þú kvíðir mun reynast þér auðvelt. Láttu vera að ergja þig á því sem þú getur ekki breytt. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Saklaus athugasemd sem þú lést falla hefur fallið í grýttan jarðveg og það svo að vinur þinn gerir úlfalda úr mýflugu. Skrifaðu niður þær hugmyndir, sem þú færð. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Aðdráttarafl er einn af styrk- leikum þínum, gættu þess samt hvernig þú ferð með það. Láttu ekki draga þig út í eitthvað sem þú kærir þig ekkert um. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Láttu ekki fólk fara í taug- arnar á þér heldur sýndu því skilning. Ekki setja þig á háan hest. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú finnur til æ ríkari löng- unar til þess að víkka sjóndeildarhring- inn gegnum ferðalög og menntun. Ein- hver stenst prófraun þína. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Líklegt er að vinur þinn komi þér á óvart í dag. Þú siglir milli skers og báru í ástamálunum. „Ég hef haft áhuga á skíðum frá ungl- ingsaldri og síðan hef ég mikið verið að hlaupa. Það má segja að Ari Víðir hafi bara gefið í með aldrinum og er hressari en nokkru sinni fyrr. Hann er í Fjölþrautafélaginu Landvættum hjá Ferðafélagi Íslands, sem kunn- ugir segja að sé aðeins fyrir þá allra hörðustu, en þar eru fjórar þrekraun- ir tengdar saman: Sund, hlaup, hjól og skíðaganga og ef menn ljúka öllum þáttum geta þeir titlað sig Landvætti. „Við förum 50 km á gönguskíðum, síðan er 60 km Bláa lóns-brautin farin á hjóli, svo Þorvaldsdalsskokkið sem er 24-5 km og síðan Urriðavatns- sundið sem er 2,6 km í vatni. Það er Þegar það rignir, rignir bara beint niður og sumrin eru hlý og tveimur mánuðum lengri en íslenska sum- arið.“ Það var í Bergen sem Ari Víðir fór að stunda útivistina markvisst með fjölskyldunni. „Maður var mikið úti með krökkunum og svo margt hægt að gera. Fyrst byrjaði ég að ganga, svo að hlaupa og fara á skíði.“ Ari Víðir útskrifaðist úr sérnáminu árið 1997. „Ég kom heim og fór á stofu hjá Domus Medica og sinnti ungbarnaeftirliti. Fljótlega hætti ég í ungbarnaeftirlitinu og árið 2006 fór ég að vinna á Landspítalanum.“ Helstu áhugamál Ara Víðis eru utanvegahlaup og skíði og fjallaskíði. A ri Víðir Axelsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík en ólst upp í Hveragerði. „Ég átti heima rétt fyrir ofan Reykjafoss og nálægt fjallinu svo maður var þarna í jaðrinum á þorp- inu, úti í náttúrunni og það rann heit- ur lækur í gegnum garðinn heima.“ Foreldrarnir voru miklir náttúru- unnendur enda bæði garðyrkjufræð- ingar. „Þau þvældust með okkur víða um landið. Mamma var steinasafnari, svo maður fór í gönguferðir að leita að steinum, svo það má rekja áhuga minn á útivist til æskunnar.“ Eftir hefðbundna grunnskóla- göngu fór Ari Víðir í Menntaskólann við Sund, en var þó með annan fótinn í Hveragerði. Á sumrin vann hann í frystihúsi á Höfn í Hornafirði og náði þar aðeins í skottið á verbúðarlífinu. „Þarna kynntist ég alveg allt öðrum heimi. Ég bjó á verbúð og náði síð- ustu vikunum af vertíðinni, en sum- arfólkið var nú mest menntaskóla- krakkar eins og ég. Þetta var skemmtileg reynsla.“ Eftir útskrift úr Menntaskólann við Sund ákvað Ari Víðir að taka sér hlé frá námi í ár og vann í vara- hlutaversluninni Dráttarvélar, vann í saltfiski á Snæfellsnesi og síðan í skrúðgarðyrkju í Reykjavík. „Um haustið fór ég í læknisfræði. Einn af mínum bestu vinum hafði far- ið beint eftir menntaskólann í læknis- fræðina og það eru nokkrir læknar í ættinni, t.d. systir mín og afi minn í föðurætt, svo ég hafði fyrirmyndir í kringum mig. Það var mikið að gera í náminu og sérstaklega var fyrsta árið strembið út af numerus clausus og mikið stress. Þrátt fyrir það naut ég námsins og strax á öðru ári fannst mér mikill munur og þetta var mjög góður tími.“ Ari Víðir segir að vina- hópurinn frá háskólaárunum hittist reglulega. „Fyrir tveimur árum var 30 ára útskriftarafmælið okkar og við fórum í ferð til Valencia á Spáni.“ Ari Víðir fór til Bergen í Noregi í sérfræðinám í barnalækningum og síðan í ofnæmislækningar barna í framhaldinu. „Íslendingar hugsa allt- af um rigningu þegar minnst er á Bergen, en ég sakna veðursins þar. líka gaman að hver þraut er í sínum landsfjórðungi, og það er mikill und- irbúningur sem þarf til að komast í gegnum þetta. Ég hafði t.d. ekkert verið að hjóla, svo það var gaman að gera það líka.“ Eins og Ari Víðir hefur gaman af því að vera úti í náttúrunni segir hann að félagsskapurinn sé ekki síður að- dráttaraflið. „Þetta er dásamlegur félagsskapur. Það er svo mikill kraft- ur og orka í þessu fólki og svo gaman að tilheyra hóp þar sem allir eru svo tilbúnir að láta slag standa og skella sér í einhver ævintýri. Það er ekkert verið að sitja á hugmyndunum, held- ur þær bara framkvæmdar strax.“ Ari Víðir Axelsson barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum barna – 60 ára Fjallaskíðin Hér er Ari Víðir í Hlíðarfjalli 23. maí 2020 eftir að skinna upp bratt fjallið. „Stórkostlegur dagur!“ Dásamlegur félagsskapur Heiðmörkin Hér er Ari Víðir með Óliver Ara Vikt- orssyni, afastrák, í Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk. Landvættir Hér eru hressir menn: Ólafur Sigmundsson, Ein- ar Ólafsson og Ari um síðustu helgi í Þorvaldsdalsskokkinu. Til hamingju með daginn 510 7900 Bæjarlind 4 / 201 Kópavogur www.FASTLIND.is Heklubyggð í nágrenni Heklu STÆRÐ: 86 FM SUMARHÚS SUMARHÚS Á EIGNARLÓÐ Heyrumst Lára Þyri Löggiltur fasteignasali 899 3335 lara@fastlind.is LIND fasteignasala kynnir fallegt sumarhús á eignarlóð í Heklu- byggð í nágrenni Heklu, ca 110 km fjarlægð frá Reykjavík. Glæsilegt útsýni. Húsið er 86 fm að stærð, á steyptum sökkli, hiti í gólfum, tvö svefnherbergi, rúmgott baðherbergi, geymsla og stór pallur. Lítill útiskúr undir grill o.fl. Húsið er nýmálað að innan og var málað að utan fyrir þremur árum. Þakjárn var endurnýjað 2020. Lóðin er 1,6 hektara eignarlóð. Svæðið er hluti af Suður- landsskógum. Innbú má fylgja með að mestu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.