Morgunblaðið - 12.07.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021
Hotel Rosamar 4*
Levante ströndin
BENIDORM
15. - 22. júlí
Flug og gisting með ALLT INNIFALIÐ!
Skemmtilegur sundlaugargarður og stutt frá strönd
www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400
verð frá 133.900kr.
á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Umferðarspá verkfræðistofnunnar
Mannvits gerir ráð fyrir því að árið
2044 hafi umferð um Reykjanes-
braut aukist um nær 165% og verði
þá orðin um 52 þúsund ökutæki á
sólarhring.
Þessi aukning er ekki síst talin
verða vegna aukins fjölda ferða-
manna og flugferða um Keflavík-
urflugvöll.
Þetta kemur fram í viðauka-
skýrslu Mannvits um mat á um-
hverfisáhrifum vegna áforma um
breikkun brautarinnar frá Krýsu-
víkurvegi að Hvassahrauni þannig
að hún verður tvöföld á báða vegu.
Þetta er eini hluti brautarinnar
sem hefur ekki þegar verið breikk-
aður í þá mynd.
Um er að ræða 5,6 km kafla á
milli Krýsuvíkurvegar og Hrauns.
Jafnframt á að breyta mislægum
vegamótum við álverið í Straums-
vík, útbúa vegtengingar að Straumi
og Álhellu, byggja mislæg vegamót
við Rauðamel og útbúa tengingu að
dælu- og hreinsistöð austan
Straumsvíkur. Einnig er áformað
að byggja undirgöng fyrir gangandi
og hjólandi rétt austan við álverið.
Aukið öryggi
Megintilgangur framkvæmdar-
innar er að auka umferðaröryggi á
vegkaflanum en slys eru nokkuð al-
geng á Reykjanesbrautinni. Meðan
á framkvæmdum stendur mun um-
ferðaröyggi minnka en gert er ráð
fyrir talsvert meira umferðarör-
yggi þegar framkvæmdinni er lok-
ið.
Vegagerðin mun halda kynning-
arfund um breikkunina í húsakynn-
um stofnunarinnar í Borgartúni 5-7
á fimmtudaginn milli klukkan 14 og
18. Þar verður hægt að kynna sér
framkvæmdina og niðurstöður
skýrslu Mannvits.
52 þúsund bílar á Reykjanesbraut
- Verkfræðistofan Mannvit áætlar að umferð um Reykjanesbraut aukist um 165% til ársins 2044
Umferð um Reykjanesbraut við Straumsvík
Árdagsumferð 2000 til 2020 og spá til ársins 2044, þúsundir ökutækja á sólarhring
50
40
30
20
10
0
Heimild: Vegagerðin/Mannvit
2000 2005 2010 2015 2020 2025 2030 2035 2040 2045
8 þús.
10 þús. 10 þús.
13 þús.
14 þús.
23 þús.
29 þús.
36 þús.
43 þús.
52 þús.*
*Áætlað er að árdagsumferð
um Reykjanesbraut verði um
52.000 ökutæki á sólar-
hring árið 2044
Hjá bændum á Suðurlandi hefur
verið ágætur gangur í heyskap síð-
ustu daga. Eftir kalt vor tók allt við
sér þegar fór að hlýna í kringum
síðustu mánaðamót. „Hér komu
hlýir daga svo nánast var hægt að
sjá grasið spretta,“ sagði Jóhann
Nikulásson, bóndi í Stóru-Hildisey í
Landeyjum, í samtali við Morgun-
blaðið. Hann hefur nú lokið 1. slætti
á túnum sínum og var í gær að bera
áburð á fyrir næstu umferð.
Í uppsveitum Árnessýslu er svip-
aða sögu að segja og í Rangár-
vallasýslunni. Þar eru bændur al-
mennt búnir eða sjá fyrir endann á
fyrstu lotu heyskapar, sem með
góðum og öflugum tækjum er að-
eins fárra daga verk. Fyrirhöfnin
er margfalt minni en var. Mest af
heyinu fer í rúllur – sem á laugar-
daginn var verið að tína af túnum á
bökkum Þjórsár í Eystri-Hreppn-
um, þar sem Heklan há í austri set-
ur sterkan svip á umhverfið. Allur
þótti varinn góður að ná heyinu
saman, því næstu daga má búast við
SV-lægum áttum og vætu á sunnan-
verðu landinu. Hins vegar má gera
ráð fyrir bjartviðri nyrðra, þar sem
hiti gæti náð allt að 20 gráðum.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heyskapur með
Heklu í baksýn
- Fyrsta slætti á Suðurlandi að ljúka
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Virkni eldgossins í Geldingadölum
virðist hafa tekið aftur við sér eftir
nokkurra sólarhringa hlé á gos-
óróanum í síðustu viku.
Sigurdís Björg Jóhannsdóttir,
náttúruvársérfræðingur hjá Veður-
stofu Íslands, segir að vel sé fylgst
með gosóróanum sem virðist nú
vera með svipuðu móti og hefur ver-
ið undanfarna daga. „Hann kemur
svona eins og í púlsum. Lækkar í
nokkrar mínútur og hækkar aftur.
Hann er búinn að vera þannig að
minnsta kosti síðasta sólarhringinn
og rúmlega það,“ segir hún.
Slæmt skyggni á svæðinu
Mjög slæmt skyggni var á svæð-
inu í gær en ekki sást í gíginn á vef-
myndavélum.
„Við sjáum ekki kvikuna í gígnum
eins og er og það hefur ekki sést í
hana í svolítinn tíma því það hefur
verið frekar slæmt skyggni þarna
uppi. Það rétt svo sést í hraunið,“
segir Sigurdís.
Þrátt fyrir lélegt skyggni gerir
hún ráð fyrir að gosið malli áfram
eins og það hefur gert frá því hraun
tók að flæða af krafti á ný upp úr
gígnum á föstudagskvöldið var.
„Ég geri ráð fyrir því að gosið sé
með svipuðu móti og það var síð-
ustu nótt. Þá rann hraun niður í
Merardali nyrðri. Það er bara í
svipuðum takti og það hefur verið
síðasta sólarhringinn. Það hefur
ekki komið annað svona goshlé eins
og var um daginn. Þannig að við
bara verðum að fylgjast með þróun-
inni.“
Ekkert bendir til þess
að eldgosið sé í rénun
- Lélegt skyggni er á svæðinu en mælar sýna áfram virkni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gosórói Hraun rennur á ný úr eldgosinu í Geldingadölum eftir goshlé.