Morgunblaðið - 12.07.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.07.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Tæplega 20 ár eru nú liðin frá því talibanar réðu ríkjum í Afganistan en yfirráð þeirra einkenndust með- al annars af strangri túlkun á íslam, skerðingu á kvenfrelsi og hörðum bönnum á ýmsum athöfnum og iðj- um sem mörgum kann að þykja sjálfsagðar. Lögðu þeir meðal ann- ars blátt bann við því að fljúga flug- drekum, sápuóperum, skrautlegum hárgreiðslum og því að spila tónlist. Eftir að Bandaríkjaher yfirgaf miðstöð hernaðaraðgerða gegn uppreisnarhópum í Afganistan á dögunum þykir aukin hætta á því að talibanar nái aftur völdum af afganska hernum í landinu. Ótti hefur í kjölfarið aukist meðal margra innfæddra við þá frels- isskerðingu sem yfirráð öfga- mannana myndu hafa í för með sér fyrir heimamenn. Fréttastofa AFP skoðaði fólkið á bak við ýmsar iðjur sem talibanar bönnuðu á síðasta valdaskeiði sínu á árunum 1996- 2001 og ræddu um upplifun þess á óvissunni í landinu. Tónlistarmaðurinn Sayed Mohammad er einn þeirra sem upplifðu á eigin skinni harð- stjórn talibana en hann hefur frá barnæsku leikið á svokallað japani, japanskt strengjahljóðfæri, og byggir afkomu sína á hljóðfæraleik. Mohammad segist enn sjá það ljós- lifandi fyrir sér þegar talibanar brutust inn í hús þar sem hann og vinir hans sátu saman, spiluðu tón- list og sungu. Voru drengirnir allir barðir fyrir athæfið og þeim bannað að spila tónlistina en samkvæmt strangri túlkun talibana á íslam má eingöngu framleiða tónlist með raddböndunum og aðeins til að lof- syngja guð. „Ég var ungur svo ég var barinn minna en vinir mínir. Ég gat samt ekki staðið í þrjá daga,“ segir Mo- hammad, sem nú er fertugur, í sam- tali við AFP. Segist hann raunar hafa verið heppinn og bendir á að einn vinur hans hafi misst fingurna eftir að hafa spilað á japani- hljóðfærið. Segist hann hafa haldið upp á ósigur talibana 2001 með því að fara á tónleika. „Þegar ég heyrði tónlistina fann ég gríðarlegan ánægjuhroll fara um líkamann,“ segir Mohammad. Í lítilli snyrtistofu í Kabúl, höfuð- borg Afganistan, starfar sminkan Farida. Þrátt fyrir verulegar vin- sældir stendur snyrtistofa Faridu frammi fyrir mikilli óvissu vegna talibana en á síðustu valdatíð þeirra var starfsemi snyrtistofa algerlega bönnuð auk þess sem réttindi kvenna og stúlkna voru verulega skert og þeim bannað að vinna. Fa- rida sérhæfir sig sérstaklega í brúðarförðun og snyrtingu og er af- ar vinsæl meðal verðandi brúða. „Ef þeir ná aftur völdum þá mun- um við aldrei hafa það frelsi sem við höfum núna. Þeir vilja ekki að kon- ur vinni,“ segir Farida sem vildi ekki koma fram undir fullu nafni af ótta við öfgamenn en hún segist viss um að talibanar myndu loka stofunni ef þeir næðu völdum. Flugdrekasmiðurinn Flugdrekasmiðurinn Zelgai seg- ist ætla að halda ótrauður áfram starfi sínu, sem hafi fylgt fjölskyldu hans í margar kynslóðir, hvort sem talibanar nái völdum eða ekki. Á valdatíð sinni bönnuðu talib- anar flugdrekaflug sem samkvæmt þeirra túlkun á íslam dró athygli ungra manna frá trúnni. Fjölskylda Zelgai lét þetta þó ekki á sig fá og hélt áfram að smíða og selja flug- dreka. „Auðvitað gerðum við þetta í leynum,“ segir Zelgai sem rekur af- ar litríkan flugdrekamarkað í Ka- búl. Segir hann að flugdrekasala hafi blómstrað árin eftir ósigur tal- ibananna og geri enn en í réttum veðurskilyrðum má sjá þúsundir flugdreka á sveimi á bláum himni Afganistan. Vinsældir flugdreka hafa aðeins aukist eftir að skáldsag- an Flugdrekahlauparinn, frá 2003, eftir Afganann Khaled Hosseini var kvikmynduð. Breik-dansarinn Manizha Talash segist hafa vitað að hún yrði skotmark fyrir talibana frá því hún byrjaði að dansa en hún er eini kvendansarinn í breik-dans- hópi sem samanstendur aðallega af drengjum úr minnihlutahópi haz- ara. Hópurinn sýnir yfirleitt listir sínar í leynum en Talash dreymir um að fá að keppa fyrir hönd Afg- anistan á Ólympíuleikunum. Það er ekki nóg með að Talash, sem er 18 ára, sé kona sem stundar iðju sem öfgamönnunum þykir ósið- leg, heldur er hún einnig tengd við samfélag hazara-Afgana sem hafa sætt miklum ofsóknum af hálfu tal- ibana. Því leikur enginn vafi á því að hún væri í stórhættu ef talibanar ná aftur völdum í landinu. „Ef talibanarnir hafa ekki breyst og vilja enn læsa konur inni á heim- ilunum og traðka niður réttindi þeirra, þá yrði lífið tilgangslaust fyrir mig og fyrir milljónir annarra kvenna í Afganistan,“ segir Talash í samtali við AFP. Þrátt fyrir að hóp- urinn hafi þurft að breyta um æf- ingastaði vegna líflátshótana segist hún harðákveðin í að fylgja ástríðu sinni. „Ég tók þá áhættu að ég gæti orðið skotmark. Ég er hrædd en ég mun ekki gefast upp,“ segir Talash. AFP Flugdrekasmiður Zelgai ætlar að halda áfram sölu á flugdrekum hvort sem talibanar ná völd- um eða ekki en fyrirtæki hans var einnig starfandi á síðustu valdatíð öfgamannanna. AFP Tónlist Sayed Mohammad upplifði á eigin skinni grimmd talibana þegar hann var barinn fyrir að spila tónlist með vinum sínum sem ungur drengur. Óttast að verða „tali-bönnuð“ á ný - Margir Afganar telja að frelsi sínu og lífsviðurværi yrði ógnað ef talibanar ná völdum í landinu - „Ég tók þá áhættu að ég gæti orðið skotmark. Ég er hrædd en ég mun ekki gefast upp“ AFP Hugrökk Það leikur enginn vafi á því að ungi breik-dansarinn Talash væri í stórhættu ef talib- anar ná völdum í Afganistan. Hún heldur þó ótrauð áfram að fylgja ástríðu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.