Morgunblaðið - 12.07.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 2. J Ú L Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 161. tölublað . 109. árgangur .
Við finnum fullkominn áfangastað fyrir þig og þína. Ótal möguleikar í boði
fyrir allar stærðir og gerðir hópa. Finndu þína hópferð á vita.is
SKRAPP Í STUTTA
FLUGFERÐ ÚT
Í GEIMINN
UNGUR BREIK-
DANSARI Í
AFGANISTAN
FÉÐ STEKKUR
Í GRÖSUGA
SUMARHAGANA
ÓTTAST TALIBANA, 13 SAUÐFÉÐ REKIÐ 4ÚT Í GEIM 12
Ítalía er Evrópumeistari karla í knattspyrnu eftir drama-
tískan sigur gegn Englandi í vítakeppni á Wembley-leik-
vanginum í London á Englandi í gær. Luke Shaw kom Eng-
landi yfir strax á 2. mínútu áður en Leonardo Bonucci jafnaði
metin fyrir Ítalíu á 67. mínútu. Í vítakeppninni reyndist mark-
vörður Ítala, Gianluigi Donnarumma, hetjan en hann varði
þrjár spyrnur frá leikmönnum enska liðsins og tryggði sínum
mönnum 3:2-sigur en Donnarumma var valinn besti leikmað-
ur mótsins í leikslok. »27
AFP
Ítalía Evrópumeistari
eftir sigur gegn
Englandi í
vítakeppni
Staðan í efnahagslífinu dag er um
margt eftirsóknarverð og henni
megum við ekki tapa. Efnahagsmál-
in hljóta því að verða áhersluatriði í
kosningabaráttu haustsins. Þetta
segir Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, í samtali við Morgun-
blaðið.
Víða uppbygging
Fulltrúar samtakanna hafa að
undanförnu tekið hús á atvinnurek-
endum víða um land og kynnt sér
stöðuna. „Fyrirtækin hafa flest feng-
ið byr í seglin og þau verða, að því er
virðist, fljót úr al-
gjörri kyrrstöðu í
eðlilegt ástand,“
segir Halldór.
Víða séu stór
uppbyggingar-
verkefni og fjár-
festingar. Á veg-
um sveitarfélaga
sé víða unnið að
umhverfisbótum
og innviðagerð. Í
ferðaþjónustu er margt í gangi og
sama megi segja um sjávarútveg og
sprotana þar. Í uppsveiflunni nú
vanti víða fólk til starfa.
„Að undanförnu höfum við heyrt
frá stjórnendum fyrirtækja, svo sem
í sjávarútvegi, verslun og þjónustu
og ferðaþjónustu, sem segja að þrátt
fyrir talsvert atvinnuleysi gangi illa
að fá fólk til vinnu. Slíkt gengur ekki.
Íslenski hugsunarhátturinn er sá að
við eigum að taka þeirri vinnu sem
býðst hverju sinni. Ef þau viðhorf
eru breytt þarfnast það umræðu,
ekki bara í atvinnulífinu, verkalýðs-
hreyfingu og stjórnmálunum, heldur
við eldhúsborðið á öllum heimilum
landsins,“ segir Halldór.
Eftirsóknarverð staða
- Fyrirtækin hafa fengið byr í seglin og þurfa fólk til starfa
M Fljótt úr »10
Halldór Benjamín
Þorbergsson
_ Úrskurðarnefnd í vátrygginga-
málum þurfti að skera úr um
hvernig skilgreina ætti óslétta ak-
braut í einu þeirra 443 mála sem
vísað var til hennar á síðasta ári.
Eigandi bíls sem skemmdist
þegar hann lenti á steini á malar-
vegi og vátryggingafélag voru
ekki sammála um bótaskyldu. Í úr-
skurði nefndarinnar segir m.a. að
jafnvel þótt fallist yrði á það með
bíleigandanum að „óslétt“ akbraut
kunni að vera teygjanlegt hugtak
verði að líta svo á að vegur sem á
kafla sé, samkvæmt lýsingu bíleig-
andans, eins og þvottabretti, og á
séu steinar á stærð við ½ lítra gos-
flösku, hljóti að falla undir það
hugtak. Því var bótaskyldu hafn-
að. »14
Óslétt akbraut er
teygjanlegt hugtak
_ Stangveiðimenn
hafa víða haft
áhyggjur af sein-
um og lélegum
laxagöngum það
sem af er sumri.
Hafa margir horft
til stórstreymis
sem er í dag og
telja að nú komi í
ljós hversu gott eða slæmt veiði-
sumarið verði.
Ágætt hljóð var í þeim sem rætt
var við á bökkum ánna í gær. Um-
sjónarmaður veiðinnar í Elliða-
ánum sagði til að mynda mikið af
laxi hafa gengið síðustu daga og
bætti umsjónarmaður Barnadaga
sem voru við árnar um helgina við
að „áin væri malbikuð af laxi“. »6
Bíða spenntir eftir
stórstreyminu