Morgunblaðið - 12.07.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021 Fuglabyggð Það var líflegt í Lundey á Kollafirði þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fór þar hjá. Lundarnir sátu spekingslegir á klettunum og fylgdust með mávunum fljúga framhjá. Árni Sæberg Það er sérkennilegt hversu hópur rétttrú- aðra á Íslandi reynir að villa um fyrir fólki, hvað sé að gerast í Svíþjóð. Rétttrúaðir fylgja stefnu sænskra sósíaldemókrata, sem skilgreina stjórn- arandstöðuna sem ras- ista og telja flokkinn vera það sama og rík- ið. Fréttamennska RÚV jaðrar við persónudýrkun á Stefan Löfven, leiðtoga sósíal- demókrata, og fylgst með hverju spori „foringjans“ en lítið sem ekk- ert sagt frá málum stjórnarand- stöðunnar, t.d. Svíþjóðardemókrata og Móderata. Að eitthvað sé sagt frá tilfinningum venjulegra Svía vegna alls ofbeldis virðist ekki á dagskrá. RÚV sem fréttastofnun hefur gjörsamlega brugðist hlut- verki sínu að segja sannar fréttir af ástandinu. Bogi Ágústsson frétta- stjóri heldur úti síðu á Facebook sem hann segir að fjalli um norræn mál en allar „óþægilegar fréttir“ eru umsvifalaust skotnar í kaf og þeim sem gagnrýna sænska krata umsvifalaust hent út. Auk hefð- bundins rasistastimpils á stjórn- arandstöðuna í Sví- þjóð, þá halda fylgjendur Boga Ágústssonar því fram undir leiðsögn hans að sænskir lögreglumenn séu nýnasistar. Það er full ástæða fyrir stjórn Ríkisútvarpsins að láta rannsaka frétta- mennsku Boga Ágústssonar ef stjórn- in vill koma í veg fyrir að RÚV verði eins og Alheimstíminn, rík- ismiðill kínverska kommúnistaflokksins. Eftir morðið á lögreglumann- inum Adreas Danman hafa Svíar sýnt lögreglunni eindæma sam- stöðu og stuðning. Blómahaf frá al- menningi á morðstað, á lögreglu- bílum og fyrir utan lögreglustöðina eru tákn um hug almennings og hafa sumir lögreglumenn sagt hrærðir frá því að einmitt þessi stuðningur geri þeim kleift að þrauka í starfinu. Hvergi er álag jafn mikið á einstökum lögreglu- mönnum og í Svíþjóð, sem er með færri lögreglumenn á hverja 100 þúsund íbúa en flest önnur lönd í Evrópu. Á sama tíma og ofbeldis- aukningin lyfti Svíþjóð upp í efsta sæti banvænna skotárása í Evrópu, þá fækkaði lögreglumönnum um 8% frá 216 lögreglumönnum á hverja 100 þúsund íbúa árið 2010 niður í 198 árið 2019. Í fyrra var talan 201. Þessar tölur má t.d. bera saman við 300 lögreglumenn á hverja 100 þús. íbúa í Þýskalandi, 320 í Frakklandi og 360 á Spáni. Stöðugt svikin loforð vinstri stjórnar Svíþjóðar um aðgerðir og árangur í baráttunni við glæpahóp- ana hefur leitt til mikillar hægri sveiflu í Svíþjóð og skv. skoð- anakönnunum fengju Svíþjóðar- demókratar, Móderatar og Krist- demókratar eigin meirihluta ef kosningar færu fram í dag. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðar- demókrata, sagði nýlega í ræðu „að einungis skugginn er eftir af gömlu Svíþjóð“. Ulf Kristersson, formaður Móderata, segir sósíaldemókrata vera „fordæmalausa hræsnara“ og Ebba Bush Thor, formaður Krist- demókrata, lýsti ríkisstjórn Löf- vens sem „rauðgrænum hræri- graut“. Aðrir, t.d. ástkær rithöfundur Svía, Björn Ranelid, segja að „sænskir stjórnmálamenn hafi blóð á höndum sér“ og hann lýsti því að „engin fjölskylda í Svíþjóð hefur þjónað Svíum á jafn einstakan hátt og fjölskylda hins myrta lögreglu- manns“. Andreas Danman skildi eftir sig þungaða eiginkonu sem einnig er lögreglumaður. Faðir hennar og bróðir Danmans eru líka lögreglumenn, þannig að það er skiljanlegt, að lögreglan taki miss- inn nærri sér eins og hinn almenni Svíi gerir. Það hefur ekki bætt ástandið að hinn ungi morðingi er Sómali með sænskan ríkisborg- ararétt. Hann var dæmdur í árs vist á unglingahæli fyrir rúmu ári, vegna morðtilræðis við ókunnan mann í sporvagni í Gautaborg, þeg- ar hann næstum drap manninn með sveðjustungu í hálsinn. Yfirvöld Svíþjóðar dylja auðkenni hins grunaða morðingja og segja líf hans í hættu en óháðir miðlar hafa birt nafn og myndir af honum. Sænskir sósíaldemókratar afneita kerf- isbundið með fáum undantekn- ingum þætti óhefts fólksinnflutn- ings til Svíþjóðar og innfluttra glæpamanna í vaxandi skálmöld í Svíþjóð. Vinstri menn segja að með því að upplýsa um þjóðerni og lit- arhátt einstakra glæpamanna, þá sé verið að halda því fram að allir inn- flytjendur séu glæpamenn. Stimpla þeir síðan alla sem segja sannleik- ann sem rasista, ef glæpamennirnir hafa annan húðlit en hvítan. Margir sem hafa komið til Sví- þjóðar sem flóttamenn frá styrjald- arátökum Mið-Austurlanda segja að ástandið í Svíþjóð sé engu skárra en þaðan sem þeir komu og vill um helmingur íbúa svokallaðra sérstakra viðkvæmra svæða flytja burtu. Það er með eindæmum að verða vitni að því, að fréttamiðlar eins og RÚV skuli leggja sig niður við að taka afstöðu með einum aðila í innanlandsstjórnmálum Svíþjóðar og vinkla frásagnir og útskýringar á jafn blygðunarlausan og ósvífinn hátt og Bogi Ágústsson fréttamað- ur gerir sig sekan um. Virðist mik- ilvægara fyrir RÚV að játa sænsk- um sósíaldemókrötum hylli sína en að segja sannar fréttir. Heila- þvottarhópur Boga Ágústssonar á Facebook uppnefnir einfaldar fréttir frá Svíþjóð „draugasögur“ til að „hræða gamalmenni á Ís- landi“. Sú raunveruleikaafneitun sem RÚV ástundar í boði Boga Ágústs- sonar er ekki hæf ríkisstofnun sem skv. lögum ber að gæta hlutleysis og skyldar starfsmenn sína að fylgja siðareglum, sem því miður eru fótumtroðnar í stjórnmála- blindu. Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Sænskir stjórnmála- menn hafa blóð á höndum sér Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er smáfyrirtækjarekandi í Svíþjóð. Rétttrúnaðarútvarp vinstrimanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.