Morgunblaðið - 12.07.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2021
H
undagerðið eftir Sofi
Oksanen er svo marg-
slungin saga að lesand-
inn þarf að grípa til
sinnar allra skörpustu einbeitingar
til þess að missa ekki af mikilvæg-
um smáatriðum sem nóg er af. Í
bókinni mætir Helsinki nútímans
sovéskri fortíð Úkraínu og úr verð-
ur einkar þétt ofin flétta. Tvær
konur bera söguþráðinn uppi, kon-
ur sem báðar hafa orðið fórnar-
lömb örlaga sinna, konur sem hafa
lifað tímana tvenna, ef ekki
þrenna. Þær auðgast báðar á því
eina sem þær hafa
að selja, frjósemi
sinni og annarra,
en tapa einnig öllu
vegna þeirrar sölu.
Í bókinni snertir
Oksanen á ýmsu
sem gæti verið hin-
um almenna ís-
lenska lesanda
framandi. Hún opn-
ar dyr inn í heim
allslauss innflytj-
anda, botnlausrar
sorgar eftir barns-
missi, valmúarækt-
enda í Úkraínu og
síðast en ekki síst
beinir Oksanen kastljósinu að frjó-
semisiðnaðnum sem bæði tekur og
gefur.
Áberandi góð þýðing
Frásögn Oksanen er trúverðug og
vekur hver málsgrein forvitni,
hvetur lesandann til dáða, til þess
að snúa við blaðsíðu eftir blaðsíðu.
Andrúmsloftið í bókinni er oftast
nær áþreifanlega spennuþrungið
og er spennustigið í bókinni í raun
ótrúlega hátt miðað við það hve
frásögnin er róleg í sjálfu sér.
Oksanen leyfir sér nefnilega að
dvelja við nákvæmar lýsingar og
smáatriði þegar við á og er ekki
hægt að segja annað en að henni
takist snilldarlega upp í þeim efn-
um. Afraksturinn er texti sem
hrein unun er að lesa, texti sem
auðvelt er fyrir lesandann, fullan
af eftirvæntingu, að drekka í sig.
Þýðing Erlu E. Völundardóttur
á bókinni flæðir einstaklega vel.
Þýðing Hundagerðisins hefur ef-
laust verið áskorun þar sem Erla
hefur ekki einungis þurft að snara
textanum úr finnsku á okkar ást-
kæra ylhýra heldur einnig að
fanga í þýðinguna hina ólíku
menningarheima sem í bókinni
birtast. Það tekst Erlu með ein-
dæmum vel, til að mynda með því
að leyfa orðum úr þeim tungu-
málum sem birtast í bókinni að ná
inn í íslensku þýðinguna þegar
þess gerist þörf.
Óhnýttir endar
Eins og áður segir tekst Oksanen
á við nokkur stór viðfangsefni í
bókinni. Þá á bókin
sér stað á nokkrum
tímabilum í lífi aðal-
persónunnar Olenku
og verður bókin því
á köflum nokkuð
flókin. Jafnframt eru
persónur bókarinnar
margar, jafnvel of
margar, sérstaklega
þegar horft er til
þess að sumar þeirra
dúkka upp snemma í
bókinni og svo ekki
aftur fyrr en seint og
um síðir. Lesandinn
þarf því að beina
allri sinni athygli að
Hundagerðinu meðan á lestrinum
stendur, svo bókin geti snert við
honum með þeim hætti sem henni
er eflaust ætlað að gera.
Það sem einnig gerist vegna
flókins söguþráðar er að fjöldi
enda verður til sem aldrei eru
hnýttir. Því situr lesandinn eftir
með örlítil ónot, spurningum hans
var ekki svarað og hann veit ekki
hvers vegna.
Þegar á heildina er litið er
Hundagerðið einkar áhugaverð
bók um bæði erfiða lífsbaráttu og
vellystingalíf, þar sem ólíkir heim-
ar mætast, stangast á og spegla
hver annan. Höfundur bókarinnar
er margverðlaunaður og hafa bæk-
ur Oksanen verið þýddar á um
fjörutíu tungumál. Þrátt fyrir fyrr-
nefnda vankanta er lestur bók-
arinnar því vel þess virði.
Ólíkir heimar mætast í þéttri frásögn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Margslungin Hundagerðið eftir Sofi Oksanen er svo margslungin saga að lesandinn þarf að grípa til sinnar allra
skörpustu einbeitingar til þess að missa ekki af mikilvægum smáatriðum sem nóg er af, segir í gagnrýni. Oksanen
kom til Íslands árið 2010 og var myndin tekin þá. Oksanen hlaut það ár bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
Skáldsaga
Hundagerðið
bbbbn
Eftir Sofi Oksanen.
Erla E. Völudóttir þýddi.
Mál og menning, 2020. Kilja, 429 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR