Morgunblaðið - 16.07.2021, Page 1

Morgunblaðið - 16.07.2021, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 165. tölublað . 109. árgangur . SAUMAR ÚT MEÐ KAKTUSNÁL SAGA ÁBURÐARFLUGSINS LÍKLEGT AÐ HLAUPA MUNI ÚR GRÍMSVÖTNUM ÓMETANLEGAR FYRIR VERKEFNIÐ 11 MAGNÚS TUMI 14JENNÝ SÝNIR Á DJÚPAVÍK 28 Andrés Magnússon andres@mbl.is Ríkisstjórnin félli ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri könnun MMR í samstarfi við mbl.is og Morgunblað- ið. Það gerist þrátt fyrir að hún njóti meirihlutastuðnings, en 55% svar- enda kveðst styðja ríkisstjórnina. Fall stjórnarmeirihlutans má að mestu rekja til nær þriðjungs fylg- istaps Vinstri grænna, sem fengju aðeins sjö þingsæti. Sjálfstæðis- flokkurinn yrði áfram langstærsti flokkur á þingi ef kosið yrði nú, en fylgið væri nánast óbreytt og þing- mannafjöldinn sá sami eða 16. Framsóknarflokkur bætti við sig fylgi, en þingmannafjöldinn yrði óbreyttur í átta. Það er þó ekki svo að stjórnarand- staðan gæti fagnað stórsigri ef nið- urstaða alþingiskosninganna í haust yrði sú sama og niðurstöður könn- unar benda til. Fylgi hennar myndi vissulega aukast nokkuð og þing- styrkurinn meira. Þar myndi muna nokkru um að sósíalistar kæmu nýir inn á þing með þrjá þingmenn, en Miðflokkurinn og Flokkur fólksins myndu líka hanga inni með þrjá menn ef kosningar færu svo. Fyrir vikið yrðu flokkar ekki aðeins ákaf- lega margir á þingi, heldur velflestir með fámenna þingflokka, sem ekki myndi auðvelda stjórnarmyndun í haust. Miðað við það verður að teljast líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn eigi þátt að ríkisstjórn, því aðeins með honum væri unnt að mynda fjögurra flokka ríkisstjórn, en engin þriggja flokka stjórn í kortunum. Án Sjálf- stæðisflokksins mætti vitaskuld mynda vinstristjórn, en hún yrði að vera fimm flokka. Ef Píratar myndu af einhverjum ástæðum ekki sitja í slíkri stjórn þyrfti að mynda átta flokka stjórn. Fylgissveiflur stjórnmálaflokka hafa samkvæmt könnunum ekki verið miklar undanfarin misseri og það á ekki við nú heldur. Vegna þess hve mjótt er á munum þriggja minnstu flokkanna geta hins vegar smávægilegustu sveiflur í stöku kjördæmum haft mikil áhrif. Þetta er fyrsta könnun MMR í samstarfi við mbl.is og Morgunblað- ið. Könnunin var gerð með Spurn- ingavagni MMR dagana 8. til 14. júlí, en þar svöruðu 945 manns frá 18 ára aldri, slembiúrtak úr hópi álitsgjafa MMR, sem endurspegla lýðfræðilega samsetningu þjóðar- innar. Vinsæl en vantar kjörfylgi - Níu flokkar á þingi í nýrri könnun MMR ef kosið yrði nú - Ríkisstjórnin með meirihlutastuðning - Ríkisstjórnarflokkarnir ekki með meirihluta - Ný ríkisstjórn þyrfti 4-8 flokka að baki fari svo í haust J P V S F C M B D Fylgi flokka 8. - 14. júlí 12,9% 24,6% 13,1% 10,7% 12,2% 9,4%5,1% 5,2% 5,6% MStjórnarmyndun ákaflega erfið »4 Andrés Magnússon andres@mbl.is Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur lagt fram kæru á hendur frönsku netversluninni Sante SAS, systurfyrirtæki hennar, Santew- ines ehf. og eiganda beggja fyr- irtækja, Arnari Sigurðssyni. Í kæruskjali til lögreglu, sem Morgunblaðið hefur undir höndum og undirritað er af Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, er fullyrt að franska fyrirtækið innheimti 11% virðisaukaskatt af seldum vörum án þess að vera með svokallað virðisaukaskattsnúmer. Segir í kæru stofnunarinnar að umsvif fyrirtækisins bendi því til að undanskot fyrirtækisins á virðisaukaskatti nemi „verulegum fjárhæðum“. Kæran, sem send var lögreglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu er dagsett í lok júnímán- aðar. Sama dag sendi forstjóri ÁTVR kæru til ríkisskattsstjóra og kallar eftir því að leyfi San- tewines ehf. til áfengisinnflutn- ings verði ekki endurnýjað en núverandi leyfi fyrirtækisins fellur niður í des- ember. Í erindunum til stofnananna er kallað eftir því að starfsemi fyrirtækjanna og eig- andi þeirra, Arnar Sigurðsson, verði rannsökuð og hann látinn sæta refsingu og dæmdur til fangelsisvistar fyrir hin meintu brot. Af kæruskjölunum tveimur að dæma hefur ÁTVR einnig ákveðið að freista þess að stöðva beina áfengissölu Brugghússins Steðja ehf. og Bjórlands ehf. en bæði hafa fyrirtækin boðið áfengi í smásölu og til afhendingar hér á landi án milligöngu ÁTVR. »2 Sakar netverslun um skattsvik - Forstjóri ÁTVR segir Sante SAS innheimta virðisaukaskatt án heimildar Ívar J. Arndal _ Breiðablik og FH tryggðu sér í gærkvöld sæti í annarri umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta með því að bera sigurorð af Racing Union frá Lúxemborg og Sligo Ro- vers frá Írlandi. Stjarnan er hins vegar úr leik eftir tap á Írlandi en Valsmenn verða síðan þriðja ís- lenska liðið í annnari umferð eftir að hafa fallið út úr fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Eftir slæmt gengi í Evrópumót- unum undanfarin tvö ár hafa ís- lensku liðin nú snúið við blaðinu og þegar unnið fjóra Evrópuleiki í sumar. »26 Breiðablik og FH fóru bæði áfram Morgunblaðið/Unnur Karen Sigur Leikmenn Breiðabliks fagna marki gegn Racing Union á Kópavogsvelli. _ Nú þegar bíla- leigubílar á land- inu eru af skorn- um skammti kemur sér vel að geta boðið upp á aðra farakosti. Sjóvá hefur tekið upp á því að bjóða viðskipta- vinum upp á fríar ferðir með Hopp- rafhlaupahjólum í stað þess að taka bíl á leigu þegar heimilisbíllinn er í viðgerð. Að sögn Jóhanns Þórs- sonar, markaðsstjóra Sjóvár, er um að ræða nýjung en viðskiptavinum bjóðast allt að 10 fríar ferðir á dag. Hefur Sjóvá stundum lent í vanda með að útvega bílaleigubíla til við- skiptavina á meðan bílar þeirra eru í viðgerð. »8 Hlaupahjól boðin í stað bílaleigubíla Tugir eru látnir og fjölda er saknað eftir flóð og úrhellisrigningar í Vestur-Evrópu. Ástandið er einna verst í vesturhluta Þýskalands en flóð herja einnig á Belgíu, Lúxemborg, Holland og Frakkland. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín í kjölfar þess að flóðin hafa hrifið með sér hús og vatnsstreymið lokar vegum. Töluvert eign- artjón hefur orðið í flóðunum, eins og hér á hringtorgi í borginni Verviers í Belgíu. »13 AFP Flóð og úrhellisrigningar herja á Vestur-Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.