Morgunblaðið - 16.07.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
Hæ sæti
– hvað vilt þú borða!
Bragðgott, hollt
og næringarríkt
Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Mér er til efs að hlutfallslega hafi
orðið einhver áberandi aukning í
göllum á nýbyggingum. Akkúrat
núna er að koma inn á markaðinn
meira af nýjum
fasteignum held-
ur en áður. Þar af
leiðandi er hið
hefðbundna hlut-
fall af göllum
stærra,“ segir
Ragnar Ómars-
son, bygginga-
fræðingur og for-
maður
Matsmannafélags
Íslands. Mikil að-
sókn er í íbúðarhúsnæði og takmark-
að framboð einkennir fasteigna-
markaðinn nú. Ragnar segir því hafa
orðið ákveðna sprengingu í bygg-
ingu á nýjum húsum undanfarið og
sárlega vanti eftirlit með þeim fram-
kvæmdum. Borið hefur á umræðu
um algengi galla í nýjum húsum og
segir Ragnar menn taka eftir aukn-
ingu þar á, þar sem að fyrir sex eða
sjö árum var mun minna um nýjar
byggingar. „Ef maður hins vegar
skoðar fjölda gallamála hjá dómstól-
unum þá er í sjálfu sér engin áber-
andi aukning þar á.“
Ragnar segist hafa fylgst með
stöðu mála eftir hrun þegar mikil
umræða var um sölu ókláraðra eigna
sem hafi verið í vafasömu ástandi.
„Ég rannsakaði þetta þá nokkuð
ítarlega og þá var heldur ekki að sjá
neina hlutfallslega aukningu, heldur
var fjöldinn meiri.“
Ragnar segir allan gang vera á
hvaða galla matsmenn séu að sjá.
„Rannsókn sem Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins gerði á sínum
tíma sýnir að það er landlægur sami
vandinn varðandi þakgerð. Þá eru
gallarnir gjarnan tengdir nýjum
byggingarefnum og byggingarað-
ferðum. Það er hægt að telja upp
óteljandi ástæður sem valda göll-
um,“ segir Ragnar og nefnir að í
grunninn liggi vandinn að hluta til
hjá skipulagsvaldinu.
„Þar eru sett mjög ströng skilyrði
um gerð og eiginleika húsnæðis í
deiliskipulagi og skipulagsskilmál-
um. Það gerir það að verkum að
langflestir byggja hús sem eru með
flötum þökum sem hafa ekki reynst
neitt sérstaklega vel á Íslandi,“ segir
Ragnar og bætir við að þeir sem
byggi leitist við að byggja sem mest
af magni á hverri byggingalóð.
„Það verður oft til þess að verið er
að notast við byggingaraðferðir sem
ekki falla vel að íslensku veðurfari og
aðstæðum.“
Bjóða út rannsóknir
„Það vantar sárlega skilvirkt eftir-
lit sem fylgist með því sem er að ger-
ast vegna þess að stærsti hlutinn af
gallamálum er hulinn og kemur í
raun og veru ekki í ljós þar sem þau
eru leyst áður en farið er fyrir dóm-
stóla. Við sjáum því bara rétt topp-
inn á ísjakanum,“ segir Ragnar og
nefnir að þau mál sem fari fyrir dóm-
stóla varði stundum mörg hundruð
milljóna króna tjón. „Það mætti svo
sannarlega og mjög auðveldlega
koma í veg fyrir stærstan hluta af
gallamálum með skilvirku eftirliti.“
Áður fyrr annaðist Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins þetta
eftirlit að ákveðnu leyti en hún
heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð Ís-
lands sem var lögð niður um áramót-
in. Rannsóknir á byggingarmálum
eiga sér því ekki lengur lögbundinn
bakhjarl, að sögn Ragnars.
„Það er í bígerð að setja upp nýtt
form af byggingarannsóknum þar
sem rannsóknir verða boðnar út og
einkaaðilar munu þá sjá um að sækja
um styrki til rannsókna. Maður á eft-
ir að sjá hvernig það virkar. Ef fjár-
magnið er nægt þá ættum við ekki að
vera í neinum vanda en ef ekki er
nægt fjármagn til skiptanna þá sitj-
um við kannski uppi með það að mik-
ilvægar rannsóknir verði ekki fram-
kvæmdar, á til dæmis alvarlegum
meinsemdum í byggingum svo sem
myglu og raka sem virðist vera
sækja á í bæði eldra og yngra hús-
næði,“ segir Ragnar að endingu.
„Vantar sárlega
skilvirkt eftirlit“
- Nýbyggingum fjölgar á markaði og þar með göllum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýbyggingar Mikil aðsókn er í íbúðarhúsnæði og takmarkað framboð.
Ragnar
Ómarsson
Sá tími sem fer í ferðalög starfs-
manns, utan hefðbundins vinnutíma
til áfangastaðar annars staðar en
hefðbundinnar starfsstöðvar, í því
skyni að inna af hendi starf eða skyld-
ur sínar á öðrum stað að kröfu vinnu-
veitanda, telst vinnutími í skilningi til-
skipunar EES um vinnutíma.
Þetta er mat EFTA-dómstólsins
sem skilaði í gær frá sér ráðgefandi
áliti um spurningar frá Héraðsdómi
Reykjavíkur er varða túlkun á hug-
takinu vinnutími.
Dómstóllinn komst einnig að þeirri
niðurstöðu að ekki skipti máli hvort
ferðast sé einvörðungu innan EES-
ríkjanna eða til og frá þriðja ríki, lúti
ráðningarsambandið landslögum
ríkja EES.
Flugvirki hjá Samgöngustofu
Málið varðaði vinnudeilu Eyjólfs
Orra Sverrissonar flugvirkja gegn ís-
lenska ríkinu, nánar tiltekið Sam-
göngustofu. Fyrir EFTA-dómstóln-
um var í hnotskurn leitað eftir
svörum við því hvort sá tími sem færi í
ferðir vegna verkefna erlendis að
beiðni vinnuveitenda fæli í sér vinnu-
tíma, í skilningi tilskipunar Evrópu-
þingsins og -ráðsins um ákveðna
þætti er varða skipulag vinnutíma.
Eyjólfur höfðaði mál gegn íslenska
ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjvíkur.
Jón Sigurðsson, lögmaður Eyjólfs,
segist hafa fyrir rekstur málsins farið
fram á að dómurinn leitaði ráðgefandi
álits EFTA-dómstólsins. Héraðsdóm-
ur hafi hafnað því með úrskurði á síð-
asta ári og sá úrskurður verið kærður
til Landsréttar. Landsréttur sneri þá
úrskurðinum við og fól héraðsdómi að
leita ráðgefandi álits. Álitið sem
EFTA-dómstóllinn gaf í gær verður
þannig innlegg í meðferð málsins fyr-
ir héraðsdómi þar sem efnisdómur
hefur ekki fallið.
Fram kemur í áliti að jafnvel þó að
vísað sé til innlendra laga eða venja í
skilgreiningu tilskipunarinnar á
vinnutíma feli það ekki í sér að EES-
ríkin geti einhliða ákveðið gildissvið
hugtaksins.
Þá tók dómstóllinn það fram að
hugtakið vinnutími fæli í sér þrjú hug-
taksskilyrði. Þannig þarf starfsmaður
að vera að inna af hendi störf eða
skyldur samkvæmt ráðningarsam-
bandi, vera vinnuveitanda innan
handa á þeim tíma og að vinna á þeim
tíma.
Tími á ferðalagi
telst vinnutími
- Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins
Nánar er fjallað
um málið á mbl.is.
mbl.is
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
„Það er augljós aukning í aðsókn á
tjaldsvæðið hérna í Grindavík eftir
að gosið hófst í Geldingadölum,“
segir Sreten Ævar, umsjónarmaður
tjaldsvæðisins.
„Þetta eru að mestu ferðamenn
enda vilja Íslendingar yfirleitt ekki
gista á fjölförnum tjaldsvæðum. Þeir
elta líka gjarnan góða veðrið og
veðrið hefur ekki verið neitt sérstakt
hérna í sumar,“ bætir hann við.
Sreten Ævar segir starfsfólk
tjaldsvæðisins sjá sérstaklega mik-
inn mun á aðsókninni eftir að reglu-
gerð um sóttkví, einangrun og sýna-
töku við landamæri Íslands vegna
Covid-19 var breytt 15. júní og að
ferðamenni stoppi nú lengur við en
þeir gerðu áður.
„Það hafa verið að meðaltali 50-60
bílar hérna við tjaldsvæðið á hverj-
um degi,“ segir hann. „Eftir að
hegðun eldgossins fór að breytast
fór fólk líka að gista lengur en áður.“
Halda að þetta sé Disney-land
Að sögn Sreten eru ferðamenn
misvel búnir fyrir gönguna upp að
gosinu.
„Þegar veðurskilyrði eru slæm þá
ráðleggjum við fólki að ganga ekki
upp að gosi. Við erum bara í því að
rukka inn á tjaldsvæðið heldur ber
okkur líka skylda til að upplýsa fólk
um aðstæður. Margir ferðamenn
halda að þetta sé hálfgert Disney-
land og að gangan upp að gosi sé
leikur einn.“
Samkvæmt Sreten er það fólk
sem velur að gista á tjaldsvæðum yf-
irleitt vel búið í útivist. „Það veit oft-
ast hvað það er að gera, hvernig á að
klæða sig og hegða sér. Sjálfur hef
ég farið upp að eldfjallinu fimm sinn-
um og í eitt skiptið þurfti ég að fara
með rútu upp á bílastæðið í Geld-
ingadölum. Í rútunni var ein kona
með nýþvegið hár og enga húfu á
meðan ég var kappklæddur. Það var
eins og við værum að fara hvort í
sína ferðina,“ segir Sreten.
Vöruskortur í búðum bæjarins
Inntur eftir því segist Sreten ekki
verða var við ferðamenn í verslunum
bæjarins en að ummerkin um þá séu
greinilega til staðar.
„Þegar maður fer í Nettó núna þá
er aldrei neitt til. Hillurnar eru hálf-
tómar. Við sjáum ferðamennina
sjálfa kannski ekkert endilega í búð-
unum en tómar hillurnar er ágæt-
isummerki um þá. Starfsmenn
Nettó vinna þó harðri hendi við að
fylla á vörur alla daga og eiga mikið
hrós skilið fyrir það,“ segir Sreten
Ævar að endingu við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Ásdís
Gosið Ferðamenn flykkjast nú í stórum stíl upp að eldgosinu.
Eldgosið heldur
áfram að heilla
- Stóraukin fólksumferð í Grindavík