Morgunblaðið - 16.07.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
. up.is
Úrval útiljósa
Björn Bjarnason fjallar á vefsíðu
sinni um mótmælin á Kúbu og
ástandið þar og rifjar um leið upp
umræðuna þegar bankarnir féllu á
Íslandi: „Gylfi Magnússon, efnahags-
og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur, boðaði í
júní 2009 þegar fyrsti ICESAVE-
samningurinn lá fyrir að Ísland yrði
„Kúba norðursins“ yrði hann ekki
samþykktur og und-
irritaður. Íslendingar
myndu mála sig út í
horn og aldrei fá al-
þjóðleg lán al-
þjóðlega án samn-
ingsins.
- - -
Í blaðagrein sem birtist 14. febr-
úar 2013 sá Gylfi opinberlega að
sér og sagði: „Samlíkingin við Kúbu
var vanhugsuð og kjánaleg og ekki
nema sjálfsagt að biðjast velvirð-
ingar á henni.“ Skömmu áður, 28.
janúar 2013, felldi EFTA-dómstóll-
inn dóm Íslendingum í vil og batt
enda á ICESAVE-deiluna.
Niðrandi ummæli ráðherrans um
Kúbu sem áttu að hræða Íslendinga
til fylgis ICESAVE-afarkostina
koma í hugann núna þegar fréttir
berast um mestu mótmæli almenn-
ings á Kúbu gegn einræðisstjórn
kommúnista þar í um það bil 60 ár.“
- - -
Björn heldur áfram: „Stuðnings-
menn kommúnistastjórn-
arinnar láta gjarnan eins og allan
vanda hennar megi rekja til við-
skiptabanns Bandaríkjamanna. Bar-
ack Obama létti á bannreglum gagn-
vart Kúbu í forsetatíð sinni en
Donald Trump færði ástandið í fyrra
horf og Joe Biden hefur ekki hróflað
við ákvörðunum Trumps.
- - -
Andstæðingar viðskiptabannsins í
hópi brottfluttra Kúbverja
segja ástandið á eyjunni miklu verra
og alvarlegra en svo en að unnt sé að
skýra það eða afsaka með banninu.
Undirrótin er í stjórnarfarinu sjálfu,
úreltri einræðisstjórn sem heldur
völdum með grimmd og ofbeldi.“
Björn Bjarnason
Úrelt einræðisstjórn
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrsta flugvél ísraelska flugfélags-
ins El Al frá Tel Aviv í Ísrael til Ís-
lands lenti á Keflavíkurflugvelli
upp úr hádegi í fyrradag. Flugvélin
er af gerðinni Boeing 787 Dream-
liner. Þetta var fyrsta ferðin af
fimm hjá félaginu til Íslands í sum-
ar með hópa ferðafólks frá Ísrael.
Flogið verður til 18. ágúst, sam-
kvæmt upplýsingum frá Isavia.
El Al bættist þar með í hóp tutt-
ugu flugfélaga sem þegar hafa haf-
ið flug til og frá Keflavíkurflugvelli
nú í sumar.
Annað ísraelskt flugfélag, Arkia,
bætist svo 27. júlí í hóp flugfélaga
sem fljúga til Keflavíkur í sumar.
Það hyggst fljúga fimm ferðir til Ís-
lands í sumar með ísraelska ferða-
hópa og ætlar Arkia að fljúga til 31.
ágúst. Hvorugt flugfélaganna hef-
ur flogið áður til Keflavíkur-
flugvallar og býður Isavia þau vel-
komin til landsins. gudni@mbl.is
Tvö ísraelsk flugfélög
flytja hingað ferðahópa
Ljósmynd/Isavia
Keflavíkurflugvöllur Flugvél El Al flutti hingað ferðamenn frá Tel Aviv.
Tryggingafélagið Sjóvá býður nú
viðskiptavinum sínum upp á þann
möguleika að fá fríferðir á Hopp-
hlaupahjólum í stað þess að taka
bílaleigubíl þegar heimilisbíllinn er
í viðgerð.
Að sögn Jóhanns Þórssonar,
markaðsstjóra Sjóvár, kviknaði
hugmyndin í tjónadeildinni og var
tilgangurinn sá að geta boðið við-
skiptavinum upp á fjölbreyttari val-
möguleika.
Auk hlaupahjólanna er einnig
hægt að nýta sér aðra kosti eins og
að fá greiddan afnotamissi sem
hljóðar upp á 4.500 krónur á dag.
Nú er hins vegar komin upp sú
staða í landinu að skortur er á bíla-
leigubílum og staðfestir Jóhann að
fyrirtækið hafi lent í þeirri stöðu að
geta ekki boðið einhverjum við-
skiptavinum þann möguleika.
Spurður hvort það komi til greina
að hækka gjald fyrir afnotamissinn
fyrir þá einstaklinga sem verða að
reiða sig á bílaleiguþjónustu þegar
bíllinn fer í viðgerð, segir Jóhann
það ekki enn hafa komið til tals.
Fyrirtækið muni þó taka til skoð-
unar þau tilfelli þar sem úrræðin
sem koma í stað bílaleigubíla dugi
ekki til að fullnægja þörfum við-
skiptavina.
Jóhann segir hlaupahjólin um-
hverfisvænan og skemmtilegan kost
sem geti nýst mörgum.
„Hopp-hjólin eru orðin svo hrika-
lega útbreidd, þetta er á mörgum
stöðum um landið. Oft eru þetta
líka ekki nema einn til tveir dagar
sem bíllinn er í viðgerð og ferðir
innanbæjar eru oft styttri en maður
heldur,“ segir hann. hmr@mbl.is
Hopp að koma í
stað bílaleigubíla?
- Sjóvá býður upp
á fríar Hopp-ferðir
í stað bílaleigubíla
Morgunblaðið/Eggert
Hopp Hopp-hlaupahjólin hafa notið
mikilla vinsælda hér á landi.