Morgunblaðið - 16.07.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 NÁTTFATNAÐUR NÝTT FRÁ GÆÐAMERKINU Dásamlega létt og mjúkt micro-viscose Fjórir litir Stærðir S-XL Verð frá 3.990,- Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eins hreyfils flugvélarnar voru ómetanlegar í því mikilvæga verk- efni að græða upp gróðursnautt land eða örfoka. Án þeirra hefðu mik- ilvæg verkefni tæpast komist í fram- kvæmd,“ segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. Með Páli Halldórssyni, fyrrverandi flug- stjóra, er Sveinn höfundur bók- arinnar Landgræðsluflugið – end- urheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum sem kom út fyrir skemmstu. Fimm flugvélar voru í útgerð Bókin góða fjallar um starf Land- græðslunnar og flugmanna hennar á árunum 1958 til 1992, þegar eins hreyfils flugvélar voru notaðar til að dreifa fræi og áburði víða um land. Á þeim 35 árum sem þetta land- græðsluflug stóð yfir átti Land- græðslan alls fimm eins hreyfils flugvélar. Fyrst voru í útgerð vélar af gerðinni Piper Super Cup, tvær slíkar. Seinna voru teknar vélar af gerðunum Piper Pawnee, Piper Brave og Air Tractor. Þær voru keyptar sérútbúnar frá Bandaríkj- unum, en þar vestra er löng reynsla af notkun flugvéla í landbúnaði á víð- feðmum ökrum, til dæmis í landbún- aðarríkjunum við Vötnin miklu. Tvær fyrrgreindra áburð- arflugvéla eyðilögðust, önnur í flug- taki en hin við lendingu. Engan sak- aði alvarlega og almennt má segja að vélar þessar hafi reynst vel. Flugið var gert út í lengri eða skemmri tíma frá alls 109 stöðum hringinn í kringum landið. Gjarnan var það við eða nærri svæðum sem græða skyldi upp. „Að hægt væri að fljúga sem flestar, stuttar ferðir með áburð og fræ skilaði mestu,“ segir Sveinn Runólfsson. Á Suðurlandi var flogið frá alls 48 stöðum; svo sem lendingarstöðum sem voru sérstaklega útbúnir fyrir landgræðsluvélarnar. Þar má meðal annars nefna flugbrautir við Sandá, sunnarlega á Biskupstungnaafrétti, hvaðan var flogið inn á Haukadals- heiði en uppgræðsla þar var eitt stærsta verkefni Landgræðslunnar um langt árabil. Í öðrum lands- hlutum má nefna lendingarstaði við Kalmanstungu í Borgarfirði, Sand- odda við Patreksfjörð og Hrossa- borgir á Mývatnsöræfum svo eitt- hvað sé nefnt. Páll Halldórsson, seinna lands- þekktur sem þyrluflugstjóri, kom fyrst að áburðarfluginu sumarið 1962, var þá flugmaður á vélum þar sem Sveinn Runólfsson fyllti á áburðartankinn. Áburðarflug er áhættusamt „Við Páll höfum fylgst að í áratugi og búum í dag báðir á Selfossi. Fór- um fyrir nokkrum árum að tala um hve mikilvægt væri að varðveita heimildir um landgræðsluflugið með eins hreyfils flugvélunum, sögu sem við þekktum vel. Við hófumst því handa við að skrifa og safna fjölda mynda og útkoman er þessi bók,“ segir Sveinn og heldur áfram: „Þarna kemur sitthvað markvert fram, til dæmis hve vel flugvélarnar nýttust við erfiðar aðstæður. Þar get ég sérstaklega nefnt risavaxin verk- efni í Vestmannaeyjum eftir eld- gosið þar árið 1973. Þá var farið í mörg hundruð flugferðir með fræ og áburð sem dreift var einkum og helst á sunnanverðri Heimaey, næst Eldfellinu. Því er svo ekki að neita að áburðarflug er áhættusamt; að fljúga í lítilli hæð þar sem dreifa á áburði og fræi þar sem engu má skeika er vandaverk.“ Lífbeltin tvö Í bókinni góðu sem prýdd er nær 300 ljósmyndum er lýst merkilegum þætti í íslenskri flugsögu og fram- lagi til sögu landgræðslu. Greint er frá upphafi áburðarflugsins hér á landi og í heiminum auk þess sem fjallað er um flugvélarnar sem komu við sögu. Sagt er frá skipulagi og framkvæmd landgræðsluflugsins en fyrst og fremst varpar bókin ljósi á þann mikla árangur sem varð af fluginu og er sýnilegur víða um land. Einungis tólf flugmenn flugu litlu landgræðsluflugvélunum á árunum 1958-1992. Hafsteinn Heiðarsson, lengi flugmaður hjá Landhelg- isgæslunni, flaug flest sumrin bæði á eins hreyfils flugvélunum og Doug- las Dakota-vélinni, Páli Sveinssyni. „Meðan Landgræðslan var í flug- vélaútgerð var alltaf gott samstarf við Gæsluna, sem ég hef viljað kalla systurstofnanir. Kristján Eldjárn, forseti Íslands, talaði á sínum tíma um lífbeltin tvö, það er fiskimiðin og gróður landsins. Þetta eru auðlind- irnar sem gera landið byggilegt og sínhvor stofnunin gætti þeirra,“ seg- ir Sveinn. Sem fyrr segir lagðist áburðarflug Landgræðslunnar með eins hreyfils flugvélum af árið 1992 og með Páli Sveinssyni 2006. Þar kom til að með öflugum vinnuvélum í eigu bænda var hægt að fela þeim uppgræðslu- starfið í sveitum landsins, eins og vilji þeirra stóð til. „Tímarnir og að- stæður voru einfaldlega breyttar. Að nota flugvélar við landgræðslu stendur þó áfram fyrir sínu, en borg- ar sig þó sennilega ekki nema fara þyrfti í risavaxin uppgræðsluverk- efni, til dæmis í kjölfar nátt- úruhamfara. Vonandi kemur aldrei til slíks,“ segir Sveinn að síðustu. Örfoka landið var grætt úr lofti - Saga áburðarflugs með eins hreyfils flugvélum nú á bók - Sveinn Runólfsosn og Páll Halldórsson eru höfundar - Flogið var frá 109 stöðum víða um landið - Fljúga sem allra flestar, stuttar ferðir Vinnuflokkur Í tengslum við áburðarflug, til dæmis á stærri gerðum eins hreyfils véla, þurfti alltaf talsvert úthald og mannskap, við að hlaða vélarnar af fræi og áburði, en þær voru gerðar út frá brautum vítt og breitt um landið. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson Höfundar Sveinn Runólfsson, til vinstri, og Páll Halldórsson skráðu saman sögu áburðarflugsins. Fumkvöðlastarf Áburði dreift með lítilli Super-Cup flugvél um 1960. Þarna fékkst dýrmæt reynsla. Enn er óljóst hvenær eða hvort laumufarþegarnir fjórir sem voru um borð í súrálsskipinu sem kom til hafnar í Straumsvík 8. júlí verði sendir úr landi. Laumufarþegarnir koma upp- runalega frá Gíneu og tala bara frönsku en lögreglan hefur átt sam- skipti við þá með aðstoð túlks. Fóru þeir um borð í skipið í Senegal og voru uppgötvaðir af skipverjum á fjórða degi. Skipið sigldi fyrst til Brasilíu en mönnunum var ekki hleypt inn til landsins. Þeir dvöldu í einni káetu skipsins uns þeir komu til Íslands. Unnið er að staðfestingu á því hvaðan laumufarþegarnir eru og svo verða fengin ferðaskilríki fyrir þá. Mennirnir eru ekki með skilríki og uppfylla því ekki skilyrði til að dvelja á Íslandi. „Það tekur einhvern tíma þannig þeir eru á hóteli í bænum á meðan,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoð- aryfirlögregluþjónn. Farþegarnir eru nú í umsjá um- boðsmanns sem sér þeim fyrir mat og húsnæði og munu dvelja hér á meðan unnið er í málinu. Morgunblaðið/Ómar Straumsvík Mennirnir komu með súrálsskipi til hafnar í Straumsvík 8. júlí. Laumufarþegarnir fjórir dvelja nú á hóteli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.