Morgunblaðið - 16.07.2021, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 2021
✝
Alda Trausta-
dóttir fæddist á
Sæbóli í Sandgerði
14. apríl 1935. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 29. júní
2021.
Foreldrar Öldu
voru Trausti Jóns-
son frá Skógi á
Rauðasandi, f. 26.6.
1907, d. 17.5. 1994,
og Dagbjörg Jóns-
dóttir frá Sandgerði, f. 14.12.
1906, d. 9.11. 1949.
Systkini Öldu voru alls 10,
þar af 9 alsystkin, þau eru: 1.
Ásgeir Sigurðsson, sammæðra,
f. 1927, d. 2009. 2. Sigríður
Oddný Traustadóttir, f. 1933, d.
1934. 3. Kristinn Jón Trausta-
son, f. 1936, d. 2013. 4. Elín Sig-
ríður Traustadóttir, f. 1938, d.
1994. 5. Guðrún Traustadóttir,
f. 1940, d. 2015. 6. Hafsteinn
Traustason, f. 1941. 7. Sigríður
Traustadóttir, f. 1943. 8. Dag-
björg Traustadóttir, f. 1944. 9.
Benoný Pétursson (ættleiddur),
Páll, f. 1988, og Alexander, f.
1989, barnsfaðir Friðrik Páll
Ágústsson, og Tinna Sól, f.
1995, barnsfaðir Þorsteinn
Jónsson.
Fyrir átti Baldur börnin
Kristínu Mörju Baldursdóttur, f.
1949 og Þórdísi Jónu Kristjáns-
dóttur (ættleidd), f. 1950, barns-
móðir Hulda Elsa Gestsdóttir, f.
1930, d. 1994.
Alls eru afkomendur Öldu
orðnir 45, þar af fimm
langalangömmubörn.
Alda ólst upp með foreldrum
sínum í Sandgerði, að mestu á
Sæbóli. Dagbjörg móðir hennar
lést þegar Alda var aðeins 14
ára, þá elst alsystkinanna sem
komust til fullorðinsára og ólust
upp saman. Þessi missir og að
einhverju marki sú ábyrgð sem
þá lenti á þeim elstu hafði áhrif
á Öldu alla ævi. Öll urðu börnin
að hefja nýtt líf án móður og
þau yngstu ættleidd. Fátt annað
stóð til boða fyrir hin eldri og
föður þeirra en að halda saman
eins og hægt var. Á þessum tíma
þurftu börnin að fullorðnast
hratt, hefja vinnu og sjá fyrir
sér eins fljótt og mögulegt var.
Alda fluttist til Hafnarfjarðar
um 17 ára gömul og fór m.a. að
vinna á St. Jósefsspítala þar sem
hún kynntist Baldri. Þau hófu
búskap í Gamla barnaskólanum
í Hafnarfirði á Suðurgötu 10.
Þar voru þau fram til 1960 að
þau fluttu að Móabarði 10 sem
Baldur og hún byggðu með
dyggri aðstoð föður hennar en
Baldur var oft fjarverandi þar
sem hann var sjómaður.
Alda var fyrst og fremst
heimavinnandi húsmóðir, sjó-
mannskona, en vann þess á milli
ýmis verkakvennastörf. Alda
var minnug með afbrigðum,
fylgdist vel með, var ræðin við
fólk og hafði mikla réttlæt-
iskennd. Hún var hjálpsöm við
ættingja jafnt sem ókunnuga.
Alda hefði viljað ganga mennta-
veginn, sem ekki gat orðið af,
en það gerðu öll hennar börn,
m.a. að hvatningu hennar.
Áhugamál Öldu fólust fyrst
og fremst í fjölskyldunni, lestri
og ferðalögum þegar tími gafst
til. Þau hjónin ferðuðust um Ís-
land eða til barnanna og ætt-
ingja erlendis.
Jarðarför Öldu fór fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu 9.
júlí 2021.
f. 1947 og Móeiður
Gunnlaugsdóttir
(ættleidd), f. 1949.
Árið 1954 giftist
Alda Baldri Gunn-
arssyni frá Hafn-
arfirði, f. 13. nóv-
ember 1930, d. 10.
september 2005.
Börn Öldu og
Baldurs eru: 1)
Dagbjörg Bald-
ursdóttir, f. 1953,
eiginmaður Tómas Frosti
Sæmundsson, þeirra börn eru
Hrafnhildur Elísabet, f. 1969,
Fjóla Fabíóla, f. 1973, d. 1975,
Sigurveig Sara, f. 1977, og
Katrín Kine, f. 1985. 2) Trausti
Baldursson, f. 1956, eiginkona
Gunnhildur Pálsdóttir, þeirra
börn eru Smyrill, f. 1975, og Víf-
ill, f. 1982. 3) Gunnur Bald-
ursdóttir, f. 1959, eiginmaður
Svavar Ellertsson, þeirra börn
eru Alda Karen, f. 1978, Hilda
Guðný, f. 1982, og Ellert Þór, f.
1988. 4) Alda Baldursdóttir, f.
1967. Börn Öldu eru Friðrik
Hálfa ævina var ég kölluð Alda
litla í fjölskyldunni af því að ég
bar nafn móður minnar, þrátt fyr-
ir að ég á unglingsárunum yxi
henni yfir höfuð. Þegar ég svo
sjálf eignaðist börn þá gekk
mamma alltaf undir nafninu
amma Alda. Þegar við börnin mín
höfum rætt um ömmu Öldu þá
stendur það alltaf upp úr hve góð-
hjörtuð og umhyggjusöm hún
var.
Ég og börnin mín minnumst
áranna sem við áttum á Móa-
barðinu með ömmu og afa með
gleði í hjarta. Að koma heim úr
skólanum eða vinnu þá beið okkar
iðulega eitthvað matarkyns.
Grjónagrautur með lifrarpylsu og
klípu af smjöri, klattar eða
pönnukökur. Amma Alda passaði
alltaf upp á að allir fengju jafnt
þrátt fyrir góða lyst barnanna.
Hún bakaði gjarnan meira þar til
allir voru saddir og það var alltaf
pláss fyrir vini við matarborðið.
Amma Alda var afar gjafmild og á
laugardögum fengu barnabörnin
ósjaldan pening til að kaupa ís eða
laugardagsnammi í Holtanesti,
sem féll í góðan jarðveg, og
minnti hún mig þá á föður hennar
sem var með eindæmum gjaf-
mildur við sín barnabörn. Amma
Alda ýtti líka undir íþróttaiðkun
barnanna og var alltaf til í að
bjóða með sér í sund í
Suðurbæjarlauginni.
Á sínum eldri árum vildi hún
alltaf heyra hvað allir voru að
gera og fylgdist grannt með lífi
okkar og áhugamálum. Ömmu/
mömmu Öldu verður sárt saknað
og kærleikur hennar verður
borinn áfram.
Alda litla, Friðrik Páll,
Alexander og Tinna Sól.
Amma Alda var stórmerkileg.
Hún var alltaf tilbúin að gera allt
fyrir alla nema leyfa öðrum að
hafa fyrir sér. Sjaldan mátti
hjálpa henni og gjafir til hennar
dúkkuðu iðulega upp heima hjá
manni aftur nema gjöfin væri í
formi góðgætis líkt og Anton
Berg-marsípansúkkulaðis. Hún
var réttsýn og heiðarleg og var
lítið fyrir að sykurhúða hlutina.
Hún var alger klettur og var allt-
af til staðar fyrir allt sitt fólk þeg-
ar hún gat og hafði heilsu til. Þeg-
ar ég fæddist áttu foreldrar mínir
heima hjá ömmu og afa og því má
segja að hún hafi verið til staðar í
mínu lífi strax frá fyrsta degi.
Hún veigraði sér heldur ekki við
að flytja inn til foreldra minna í
viku til að sjá um okkur systurnar
og hugsa um heimilið þegar
mamma eignaðist litla bróður
minn. Þegar ég sjálf varð ólétt að
mínu fyrsta barni um tvítugt
flutti ég í kjallaraíbúðina heima
hjá ömmu og afa. Auðvitað var
amma Alda mætt á svæðið að
hjálpa til og þvoði hún til dæmis
öll barnaföt í nokkra mánuði al-
veg óumbeðin. Og eins og við
mátti búast var hún amma boðin
og búin að passa þegar þannig
stóð á svo ég kæmist nú örugg-
lega í skólann. Hún taldi ekkert
eftir sér og það voru ófá skiptin
sem hún passaði og dröslaði okk-
ur barnabörnunum í sund og ís.
Ef það voru veislur þá átti hún
það til að lauma sér inn í eldhús,
aðeins að vaska upp til að létta á.
Hún var einstaklega klár og aldr-
ei kom maður að tómum kofunum
þegar mann vantaði upplýsingar
um bara hvað sem er. Enda
mundi hún allt um alla og hafði
mikinn áhuga á öllu sem var að
gerast. Hún var best, með hjartað
á réttum stað og munninn fyrir
neðan nefið. Ég veit líka að afi
hefur glaður tekið á móti henni í
Sumarlandinu, með penslana á
lofti til að mála nýja mynd af fal-
legu konunni sinni.
Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá
aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran)
Ég sakna þín, amma mín.
Þín dótturdóttir og nafna,
Alda Karen Svavarsdóttir.
Fyrir okkur systurnar er
amma alltaf tengd eldhúsinu á
Móabarðinu. Það skipti ekki máli
hvort við bjuggum heima á Ís-
landi eða í Noregi, eða á hvaða
tíma sólarhrings við komum á
Móabarðið, það var alltaf spurn-
ingin „ertu svöng?“ – og það
þýddi sko ekkert að segja nei.
Ef við vorum á ferðalagi þótti
ömmu alltaf gaman að fá kort, og
næst þegar við hittumst þá dró
hún fram gamla skólaatlasinn til
þess að athuga hvort við hefðum
ekki örugglega verið þar sem hún
hélt. Í eldhúsinu á efstu hæðinni
var alltaf kveikt á útvarpinu, því
ömmu þótti mikilvægt að fylgjast
með hvað væri að gerast bæði
heima og í útlöndum.
Í minningunni sáum við líka
alltaf Snæfellsjökul bera við sjón-
deildarhringinn úr eldhús-
króknum. Veggirnir voru þaktir
myndum sem börn í fjölskyldunni
og hverfinu höfðu teiknað, og það
var alltaf pláss fyrir fleiri. Börn
okkar hafa verið óendanlega
heppin að hafa fengið að kynnast
ömmu Öldu, því barnbetri konu
var erfitt að finna.
Við sitjum hér eftir með marg-
ar minningar um konu sem gat
bæði verið sterk, þrjósk og um-
hyggjusöm á sama tíma. Ef hún
sá einhvern beittan órétti hikaði
hún ekki við að segja fólki til
syndanna, sama þótt það væri
ókunnugt fólk úti á götu eða
heima í stofunni. Hún var sú sem
spurði ókunnugar stúlkur hvort
allt væri ekki í lagi ef henni leist
ekki á blikuna. Frá henni lærðum
við systurnar að þola ekki órétt-
læti og að við þurfum að passa
hvert upp á annað.
Það er óttalega sárt fyrir okk-
ur að kveðja ömmu, því núna eig-
um við hvorki ömmur né afa á Ís-
landi lengur. En minningarnar
munum við bera með okkur og
okkur verður alltaf hugsað til þín
amma þegar Snæfellsjökul ber
við himininn. Við munum alltaf
sakna þín elsku amma.
Kærar kveðjur
Sara, Kine og Hrafnhildur
Frostadætur.
Alda Traustadóttir
Síðla vetrar árið
1991 óskaði ungur
læknir eftir því að
hitta Ólaf B
Thors., forstjóra
Sjóvár-Almennra, til að ræða
þau áform sín að stofna hluta-
félag um gjaldeyrisskapandi
heilsuþjónustu á Íslandi. Ólafur
tók vel á móti unga manninum
á skrifstofu sinni, dálítið kank-
vís á svip í minningunni, en
hreifst af eldmóðnum eins og
hann sagði mér frá síðar. Úr
varð að Íslenska heilsufélagið
hf. var stofnað og var Ólafur
stjórnarformaður og ég fram-
kvæmdastjóri. Þetta varð upp-
haf góðs samstarfs og vináttu
okkar Ólafs. Menn helltu sér í
ýmis verkefni á vettvangi hins
nýja sprotafyrirtækis, en þegar
litið er til baka ber óneitanlega
hæst stofnun Bláa Lónsins hf.,
sem Íslenska heilsufélagið
stofnaði ásamt Grindavíkurbæ
um mitt ár 1992.
Það var mér gæfa að kynn-
ast Ólafi. Hann var ráðgóður og
traustur bakhjarl og síðast en
ekki síst bráðskemmtilegur. Ég
var tíður gestur á skrifstofu
hans á þessum árum og oftar
en ekki teygðist á okkar fund-
um, þar sem auk daglegra
verkefna þurfti að ræða lífið og
tilveruna og ekki síst stöðuna í
Ólafur B. Thors
✝
Ólafur B.
Thors fæddist
31. desember 1937.
Hann lést 28. júní
2021.
Útför Ólafs var
gerð 6. júlí 2021.
fótboltanum bæði
hér heima og á
Englandi, en Ólaf-
ur var mikill Vík-
ingur og Man-
chester
United-maður.
Auk annarra
mannkosta var
Ólafur frábær
ræðumaður og var
mikil upplifun að
vera viðstaddur
þegar hann tók til máls á slík-
um vettvangi sérstaklega á
mannamótum. Ræða hans í fer-
tugsafmæli mínu er okkur öll-
um ógleymanleg, sem þar vor-
um. Þar hældi hann
afmælisbarninu á hvert reipi en
gerði um leið góðlátlegt grín að
því með óborganlega skemmti-
legum hætti.
Við Björg áttum einnig góðar
samverustundir á þessum tíma
með Ólafi og Jóhönnu Jórunni,
hans einstöku konu. Þá höfðum
við Ólafur fyrir venju að ég
heimsótti hann í mörg ár á af-
mælisdaginn hans, gamlársdag,
á glæsilegt heimili þeirra hjóna
á Hagamelnum. Þá var farið yf-
ir hvað áunnist hefði á liðnu ári
og framtíðin rædd en fyrst og
fremst var alltaf glatt á hjalla.
Ólafur glímdi við vaxandi
heilsubrest síðasta rúma ára-
tuginn og því miður urðu sam-
verustundir okkar samhliða
mjög stopular og er eftirsjá að
því.
Við Björg sendum Jóhönnu
Jórunni og fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur.
Grímur Sæmundsen.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést laugardaginn 10. júlí á Sjúkrahúsinu á
Húsavík. Útförin fer fram
mánudaginn 19. júlí klukkan 14
frá Húsavíkurkirkju.
Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og hlýju. Útförinni verður
streymt á Facebook-síðu Húsavíkurkirkju.
Þorvaldur Daði Guðrún
Kristján Stefán Kristín
Björk
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
JÓN HLÍÐAR RUNÓLFSSON
athafnamaður,
lést á heimili sínu í Vogum á
Vatnsleysuströnd föstudaginn 9. júlí.
Minningarathöfnin fer fram að búddískum
sið í hátíðarsal Flensborgarskólans
í Hafnarfirði fimmtudaginn 22. júlí klukkan 14.
Eygló Jónsdóttir
Eyrún Ósk Jónsdóttir Sverrir Jörstad Sverrisson
Steinn Hlíðar Jónsson Heiðdís Halla Sigurðardóttir
Sindri Hlíðar Jónsson Tamara Spell
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN GUÐMUNDSSON,
fv. flugvélstjóri,
lést á líknardeild Landspítala sunnudaginn
4. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Laufey Hrefna Einarsdóttir
Ingvar Ágúst Jóhannsson Catherine Beyer Jóhannsson
Einar Marinó Jóhannsson Sigríður Jakobsdóttir
Þorkell Jóhannsson Anna Sólveig Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGA ÍSAKSDÓTTIR,
áður Hæðargarði 33,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
föstudaginn 9. júlí. Útförin fer fram
frá Bústaðakirkju mánudaginn 19. júlí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið.
Helga Þ. Einarsdóttir
Steinunn J. Matthíasdóttir
Ísak J. Matthíasson Hulda Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Það er ávallt erfitt
að horfa á eftir vin-
um yfir móðuna
miklu, en Nanna var
tilbúin í þá för. Ég
hitti Nönnu Rósu fyrst vorið
1950 en þá ákvað kærasta mín,
sem síðar varð eiginkona mín til
59 ára, að sýna mig góðri vin-
konu sinni sem þá vann í sjoppu
sem kennd var við húsið Skeif-
una sem nú hýsir Hamborgara-
búlluna í Geirsgötu. Ég var ákaf-
lega feiminn þá en sú feimni
hvarf eins og dögg fyrir sólu við
að mæta þessu stórmenni í litla
líkamanum, rétt eins og konan
mín var. Ekki grunaði neinn þá
að 11 árum seinna yrði hún
Nanna stærsti áhrifavaldur í lífi
okkar hjóna sem grunntengiliður
í ættleiðingarferli okkar Mary á
Ragnheiði okkar Eddu (Raggý),
sem var fyrirburi sem Nanna
hjúkraði í hitakassa á barnadeild
Landspítala.
Takk takk fyrir að hafa fengið
að eiga þig og þína fjölskyldu
sem vini alla tíð.
Jón Fr. Sigvaldason.
Nú er hún Nanna mín búin að
kveðja okkur í síðasta sinn, södd
Nichólína Rósa
Magnúsdóttir
✝
Nichólína Rósa
Magnúsdóttir
(Nanna Rósa) fædd-
ist 7. apríl 1932. Hún
lést 22. júní 2021.
Útförin fór fram
30. júní 2021.
lífdaga. Ég þekkti
Nönnu allt mitt líf,
hún sá um mig á
barnadeild Land-
spítala þegar ég
fæddist og hefur
verið í lífi mínu síð-
an, mamma og hún
voru miklar vin-
konur og mikil og
góð vinátta var
milli þeirra Nönnu
og Tryggva og for-
eldra minna. Það voru ófáar ferð-
irnar milli lands og Eyja. Ég
man eftir mér á þriðja ári þar
sem ég kom í „Vettameyjarnar“
eins og ég sagði sjálf og Nanna
lyfti mér upp á eldhúsborð að
sýna mér út um gluggann og ég
sá reykinn hennar Nönnu
(Surtseyjargosið) og fjallið hans
Tryggva (Heimaklett). Það var
farið í ótal útilegur með okkur
krakkana og við urðum miklir
vinir. Í skólafríum fórum við
krakkarnir í heimsókn á milli og
var mikið brallað í þeim fríum.
Þegar ég svo eignaðist heimili
gerðu Nanna og Tryggvi sér allt-
af ferð til að heimsækja okkur.
Þegar þau komu upp á land og
þegar börnin bættust við, færði
Nanna þeim heklaðar húfur og
sendi þeim jólagjafir. Það er með
miklu þakklæti og söknuði sem
ég kveð Nönnu mína, hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Ragnheiður Edda
Jónsdóttir (Raggý) og
Guðmundur Kristjánsson
(Gummi).