Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 12

Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021 Komdu í BÍLÓ! Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 – M.BENZ E 300 DE AMG LINE nýskráður 07/2019, ekinn 26 Þ.km, dísel & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur (9 gíra). Geggjað verð 7.490.000 kr. Raðnúmer 252620 M.BENZ E300E AVANTGARDE nýskráður 05/2019, ekinn 35 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur (9 gíra). Geggjað verð 6.990.000 kr. Raðnúmer 252597 SKODA SUPERB IV COMBI STYLE+ nýskr. 01/2020, ekinn 12 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur. Verð 5.890.000 kr. Raðnúmer 252897 BMW 330EM SPORT nýskráður 10/2019, ekinn 29 Þ.km, bensín & raf- magn (plug in hybrid), sjálfskiptur. Fullt af flottum búnaði!Verð 6.890.000 kr. Raðnúmer 252497 BMW 330E LUXURY LINE nýskráður 01/2020, ekinn 23 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur. Fullt af aukabúnaði, geggjaður bíll! Verð 6.990.000 kr. Raðnúmer 252859 15% afsláttur af sölulaunum í júlí Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is I ðnaðarmenn hafa síðustu daga unnið af fullum krafti við lokafrágang í Sundlaug Hveragerðis, sem opnuð verður á morgun, sunnudag, eftir miklar endurbætur. Hafist var handa í október síðastliðnum, en verkefnið fólst í því að stækka og endurnýja búningsklefa á jarðhæð sundlaugarhúss og útbúa sjúkra- herbergi, end- urnýja tækjarými og fleira slíkt. Áð- ur höfðu verið gerðar end- urbætur á 2. hæð, en þar er gengið inn í sundlaugina ofan úr brekku. „Ég vonast til þess að kostn- aðurinn við þennan áfanga fram- kvæmda fari ekki mikið yfir 160 milljónir króna. Fyrir tiltölulega lítið sveitarfélag eins og Hveragerði er þessi framkvæmd talsverður biti en á næstu árum verður einnig nauð- synlegt að endurnýja pottasvæði og fleira. Við höfum því skipt fram- kvæmdum í áfanga svo allt verði við- ráðanlegra,“ segir Aldís Hafsteins- dóttir bæjarstjóri. „Við framkvæmdirnar núna þurfti til dæmis að leysa það hvernig heitum læk sem fossar undir húsi sundlaugarinnar væri best fyrir komið. Það vatnsfall varð að setja í stokk og ganga frá hlutunum þannig að ekki færi á flot. Endurbætur á gömlum byggingum taka oft nýja og óvænta stefnu. Á slíkt hefur svo sannarlega reynt hér að und- anförnu.“ Á fallegum stað og fellur inn í umhverfið Sundlaugin í Laugaskarði er í skjólsælli dalkvos og þykir falla ein- staklega vel inn í fallegt umhverfið á þessum slóðum. Fyrst var þarna útbúin sundlaug árið 1938 og í ára- tugi komu börn alls staðar frá á Suð- urlandi og víðar þangað á sund- námskeið. Margt eldra fólk, til dæmis á Suðurlandi, á einmitt minn- ingar um slíkt. Útisundlaugin í Laugaskarði er alls 50 metra löng og með stökkbretti, auk sem sem á svæðinu eru tveir heitir pottar og náttúrulegt gufubað sem nýtur mik- illa vinsælda. Árið 1965 var núverandi hús sundlaugarinnar reist, það er af- greiðsla, búningsaðstaða og slíkt, skv. teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Sérstaklega hefur verið horft til þess að halda upprunalegum stíl í hönnun og litum við þessa end- urgerð hússins. Í því efni hefur Mar- grét Leifsdóttir arkitekt, sem er barnabarn Gísla, lagt línurnar. Sundlaugin í Laugaskarði hefur jafnan notið vinsælda. Gestir í júlí- mánuði á síðasta ári voru um 8.500 manns. Annars eru gestir að stað- aldri um 5.000 talsins í hverjum mánuði. Tillögur um frekari uppbyggingu tiltækar „Núna hefur sundlaugin verið lokuð vegna þessara framkvæmda í níu mánuði og satt að segja vantar eitthvað í bæjarlífið þegar þannig er ástatt,“ segir Aldís. „En núna er langri bið lokið. Sundlaugin er stað- urinn þar sem fólk kemur saman til að ræða málefni dagsins, hreyfir sig og kemur blóðinu á hreyfingu. Við höfum líka viljað undirstrika að í Laugaskarði sé heilsulind sem henti öllum aldurshópum. Hér er ekki enn komin vatnsrennibraut, en ýmsar tillögur um frekari uppbyggingu á sundlaugarsvæðinu eru þó tiltækar.“ Aldís minnir á að sveitarfélög hafi mörg hver sérstök áherslumál, sem ráðist gjarnan af staðháttum eða menningu hverrar byggðar. Í Hveragerði séu lýðheilsumál of- arlega á baugi og fólk hvatt til hreyf- ingar og útiveru. Víða liggi göngu- stígar um bæinn sem gjarnan tengist sundlauginni í Laugaskarði – vinsælum stað sem er eitt helsta kennileiti Hveragerðis og hefur lengi verið. Heilsulindin opnuð aftur Synt í sælu! Lífið er ljúft í Laugaskarði. Miklar endurbætur á sundlaug- inni í Hveragerði, sem hefur verið lokuð frá sl. hausti. Opnað aftur á morgun og blóðið á laugargestum kemst aftur á hreyfingu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laugaskarð Sundlaugarhúsið er svipsterkt kennileiti í Hveragerði, reist árið 1963 og nú endurbætt svo um munar. Sú var tíðin til dæmis að börn víða að komu þarna á sundnámskeið, enda laugar þá ekki komnar í flesta bæi. Endurbætur Allt er að verða tilbúið, enda hafa iðn- aðarmenn eins og Daði Sólmundarson lagt nótt við dag. Útisvæði Sundlaugin er 50 m löng og heitir pottar, þar sem er gott útsýni yfir Hveragerðisbæ. Best af öllu. Aldís Hafsteinsdóttir Skálholtshátíð er nú um helgina og undir hennar merkjum er margt á dagskrá á biskupssetrinu. Nú í morg- unsárið er málþing um dr. Sigurbjörn Einarsson biskup sem ber yfirskrift- ina Ljós yfir land. Kl. 12.45 verður svo lagt upp í göngu undir leiðsögn Frið- riks Erlingssonar rithöfundar um staði sem tengjast sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur. Minnst er 380 ára frá fæðingu Ragnheiðar og að 360 ára frá því að hún sór eiðinn fræga. Kl. 16 eru hátíðartónleikar þar sem flutt verða verk eftir Johann Seb- astian Bach, Bruckner, Þorkel Sig- urbjörnsson og fleiri. Á morgun er hátíðardagskrá í Skál- holtskirkju sem hefst kl. 16. Þar flytur Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur erindið Saga kristni og trúar. Hvar stöndum við nú? Skálholtskórinn, undir stjórn Jóns Bjarnasonar org- anista, og einleikarar flytja tónlist, m.a. lag Gunnars Þórðarsonar við sálminn Allt eins og blómstið eina. Skálholtshátíð um helgina Kristni og trú Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skálholt Kirkjan gnæfir á staðnum. Yfirskrift dagskrár í Árbæjarsafni á morgun, 18. júlí, er Hani, krummi, hundur, svín. Dagurinn er tileinkaður húsdýrum, en þar má nefna íslenskar landnámshænur, kindur, lömb og hesta. Í tilefni af degi íslenska fjár- hundsins koma eigendur slíkra með ljúfa og fallega fjárhunda sem börnin mega klappa. Þá verður einnig norsk- ur skógarköttur í heimsókn. Milli kl. 13-15 geta börn fengið að fara á hest- bak og látið teyma undir sér stuttan hring, ef veður leyfir. Kl. 14 verður guðsþjónusta í Ár- bæjarsafnskirkju. Prestur er séra Bolli Pétur Bollason. Dagskráin stendur frá kl. 13 til 16 en safnið er opið frá kl. 10 til 17. Húsdýradagur í Árbæjarsafni Morgunblaðið/Hanna Voff Fallegur íslenskur fjárhundur. Hundur og hani

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.