Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
Hægindastóll
model 7227
Leður – Stærðir XS-XL
Verð frá 389.000,-
NJÓTTU
ÞESS AÐ SLAKA Á
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Á vefnum fullveldi.is var á dög-
unum greint frá því að sam-
kvæmt könnun MMR væru, af þeim
sem afstöðu taka, 62% andvíg inn-
göngu Íslands í Evrópusambandið
en 38% hlynnt.
Þetta hefði ver-
ið á svipuðu
róli undanfarin
ár en talsvert
meiri andstöðu
hafi allajafna
verið „fyrir að
fara á meðan unnið var að því að
Ísland gengi í Evrópusambandið í
tíð þáverandi ríkisstjórnar Sam-
fylkingarinnar og Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs á ár-
unum 2009-2013. Eftir að málið var
tekið af dagskrá af nýrri rík-
isstjórn dró hins vegar nokkuð úr
henni.“
Þá er á fullveldi.is bent á að
„[v]axandi umræða um samruna-
skref í tengslum við Evrópusam-
bandið hefur í gegnum tíðina haft
ríka tilhneigingu til þess að leiða
til aukinnar andstöðu við þau, bæði
hér á Íslandi og erlendis, en komi
til þess að innganga í sambandið
verði aftur sett aftur á dagskrá hér
á landi verður ekki komist hjá auk-
inni umræðu.“
- - -
Það er út af fyrir sig athygl-
isvert, þó að það komi ekki á
óvart, að aukin umræða um Evr-
ópusambandið dragi úr áhuga
fólks á því. Um leið er umhugs-
unarvert að þegar umræðan
minnkar skapast skárri jarðvegur
fyrir þá sem hlynntir eru aðild að
draga upp villandi mynd af sam-
bandinu.
- - -
Þetta hefur Viðreisn til að
mynda reynt nú fyrir kosn-
ingar í umræðum um evru og um
það hvað umsókn um aðild er. Við-
reisn heldur áfram að tala eins og
þá fari af stað „samningaviðræður“
þegar öllum má ljóst vera, einkum
eftir reynsluna fyrir um áratug, að
ekki er um neitt að semja.
Meiri umræða,
minni stuðningur
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Landsbankinn hefur úthlutað
námsstykrkjum úr samfélagssjóði
bankans til framúrskarandi náms-
manna, alls 15 talsins.
Heildarupphæð styrkjanna nem-
ur alls sex milljónum króna en í ár
bárust rúmlega 600 umsóknir.
Veittir eru styrkir í fimm flokk-
um: til framhaldsskólanema, iðn-
og verknema, háskólanema í grun-
námi og framhaldsnámi og list-
nema. Þrír einstaklingar hlutu síð-
an styrk í hverjum flokki, alls 15.
Styrkir til framhaldsskólanáms
voru hver um sig 200 þúsund krón-
ur á meðan styrkir til iðn- og verk-
náms, auk grunnáms í háskóla voru
400 þúsund hvor um sig. Hæstu
styrkirnir voru til framhaldsnáms á
háskólastigi auk listnáms en þeir
voru sex talsins og hver um sig 500
þúsund. Öll eiga þau sem hlutu
styrk sameiginlegt að vera afburða
námsmenn. ari@mbl.is
Landsbankinn styrkir
15 góða námsmenn
Ljósmynd/Landsbankinn
Námsstyrkir Fulltrúar Landsbankans og flestra styrkþega.
Fyrri hluti júlímánaðar hefur verið
hlýr og þurr. Fyrri hluti júlí er sá
hlýjasti á öldinni um landið norðan-
og austanvert og á miðhálendinu, en
á Suðurlandi er hann í 9. hlýjasta
sæti (af 21), í því 8. við Faxaflóa og
7. við Breiðafjörð. Hann er sá þriðji
hlýjasti á Vestfjörðum.
Þetta kemur fram í bloggi
Trausta Jónssonar veðurfræðings,
Hungurdiskum. Hlýjast að tiltölu
hefur verið við Upptyppinga, hiti
þar 6,2 stigum ofan meðallags síð-
ustu 10 ára. Kaldast, að tiltölu, hefur
verið á Patreksfirði og Garð-
skagavita þar sem hiti er -0,3 stigum
undir meðallagi síðustu tíu ára.
Á Akureyri er meðalhiti nú 14,1
stig, það hlýjasta sem vitað er um
þar á bæ að minnsta kosti síðan
1936. Hiti er 3,3 stigum ofan með-
allaganna 1991 til 2020 og síðustu tíu
ára.
Meðalhiti í Reykjavík er 11,5 stig,
+0,3 stigum ofan meðallaganna
1991 til 2020 og síðustu tíu ára.
Þetta er það 10. hlýjasta (af 21) á
öldinni. Hlýjastir voru þessir sömu
dagar árið 2007, meðalhiti þá var
13,2 stig, en kaldastir voru þeir
2013, meðalhiti 9,6 stig. Á langa list-
anum er hitinn í Reykjavík í 37.sæti
(af 147).
Óvenju þurrt hefur verið á land-
inu. Úrkoma hefur aðeins mælst 4,9
mm í Reykjavík og hefur aðeins átta
sinnum verið minni (125 ár), síðast
2016. Það sem gerir úrkomuleysið
enn óvenjulegra er að suðlægar áttir
hafa verið ríkjandi á sama tíma, seg-
ir Trausti. Á Akureyri hefur verið
enn minni úrkoma, þar hafa aðeins
mælst 2,3 mm - sem er þó ekki met.
Sólskinsstundir hafa mælst 50,5 í
Reykjavík - 35 stundum færri en í
meðalári - en þær hafa þó oft verið
færri sömu daga, fæstar 15,5 árið
1980 og 18,0 árið 2018. sisi@mbl.is
Hlýjasta júlíbyrjun
á Norðausturlandi
- Óvenju þurrt hef-
ur verið á landinu
Morgunblaðið/Hari
Akureyri Sundlaugin hefur verið
vel sótt í blíðviðrinu undanfarið.