Morgunblaðið - 17.07.2021, Side 32
_ Danski knattspyrnumaðurinn Mor-
ten Beck Guldsmed er kominn aftur
til FH eftir að hafa leikið með ÍA að láni
fyrri hluta tímabilsins. Daninn sló ekki
í gegn hjá ÍA því honum mistókst að
skora í níu deildarleikjum með liðinu.
_ Suður-Afríkumaðurinn Louis Oost-
huizen er með tveggja högga forystu
eftir tvo hringi á The Open á Royal St.
George‘s-golfvellinum í Kent á Eng-
landi, en mótið er eitt risamótanna á
ári hverju. Oosthuizen var með eins
höggs forskot eftir fyrsta hring og hef-
ur því styrkt stöðu
sína sem for-
ystusauðurinn.
_ Körfuknatt-
leiksdeild Stjörn-
unnar hefur geng-
ið frá samningi við
finnska landsliðs-
manninn Shawn
Hopkins og mun hann leika með liðinu
á komandi tímabili. Hopkins er fæddur
og uppalinn í bænum Nokia. Hann er
framherji sem hefur alla tíð leikið í
heimalandinu, fyrst með Nokia og svo
Tampereen Pyrinto.
_ Íslandsmeistarinn Guðrún Brá
Björgvinsdóttir fór naumlega í gegn-
um niðurskurðinn á Gant Ladies Open-
mótinu í Finnlandi í gær. Mótið er hluti
af Evrópumótaröðinni í golfi.
_ Grindavík og Þór skildu jöfn, 2:2, í
Lengjudeild karla í fótbolta í gær-
kvöldi. Þórsarar komust í 2:0 en Grind-
víkingar neituðu að gefast upp. Birgir
Ómar Hlynsson kom Þór yfir á 29.
mínútu með eina marki fyrri hálfleiks.
Jóhann Helgi Hannesson bætti við
öðru marki Akureyinga á 53. mínútu
og kom Þórsurum í góða stöðu.
Grindavík neitaði hins vegar að gefast
upp því Aron Jóhannsson minnkaði
muninn á 69. mínútu og sjö mínútum
síðar jafnaði Sigurður Bjartur Halls-
son í 2:2.
_ Sænska knattspyrnufélagið Elfs-
borg kynnti markvörðinn unga Hákon
Rafn Valdimars-
son formlega til
leiks í gær en hann
er kominn þangað
frá Gróttu. Hákon
er 19 ára gamall
en hefur þó verið
aðalmarkvörður
Gróttu í þrjú og
hálft ár og lék alla
leiki liðsins í úrvalsdeildinni á síðasta
tímabili.
_ Þór frá Þorlákshöfn, Íslandsmeist-
ari karla í körfubolta, hefur styrkt sig
fyrir næstu leiktíð með tveimur er-
lendum atvinnumönnum. Danski
landsliðsmaðurinn Daniel Mortensen
hefur samið við Þór en hann lék með
sterkasta liði Dana, Bakken Bears, á
Eitt
ogannað
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2021
Mjólkurbikar kvenna
Undanúrslit:
Þróttur R. – FH........................................ 4:0
Breiðablik – Valur .................................... 4:3
_ Þróttur og Breiðablik mætast í úrslita-
leik á Laugardalsvellinum 1. október.
Lengjudeild karla
Grindavík – Þór ........................................ 2:2
Staðan:
Fram 12 10 2 0 34:10 32
ÍBV 12 7 2 3 21:12 23
Kórdrengir 12 6 4 2 19:14 22
Grindavík 12 5 5 2 24:22 20
Grótta 12 5 2 5 23:20 17
Fjölnir 12 5 2 5 14:14 17
Þór 12 4 4 4 25:20 16
Afturelding 12 4 4 4 27:24 16
Vestri 11 5 1 5 16:21 16
Selfoss 12 2 3 7 19:28 9
Þróttur R. 11 2 1 8 20:28 7
Víkingur Ó. 12 0 2 10 15:44 2
2. deild kvenna
ÍR – Fram ................................................. 1:5
Staðan:
FHL 8 7 0 1 35:11 21
Völsungur 8 7 0 1 21:9 21
KH 7 6 0 1 27:4 18
Fram 8 6 0 2 23:11 18
Fjölnir 7 5 0 2 31:9 15
Hamrarnir 8 3 1 4 20:18 10
ÍR 8 3 1 4 17:19 10
Hamar 7 2 2 3 13:17 8
Sindri 6 2 0 4 12:18 6
Einherji 7 1 3 3 5:12 6
SR 7 1 1 5 14:12 4
Álftanes 7 1 0 6 6:14 3
KM 8 0 0 8 1:71 0
Rúmenía
CFR Cluj – U Craiova 1948 .................... 3:2
- Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik-
mannahópi Cluj að þessu sinni.
Danmörk
Midtjylland – OB...................................... 1:2
- Mikael Anderson kom inn á sem vara-
maður á 59. mínútu hjá Midtjylland. Mark-
vörðurinn Elías Rafn Ólafsson sat allan
tímann á bekknum.
- Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 74 mín-
úturnar með OB.
Hvíta-Rússland
Slusk – BATE Borisov ............................ 3:4
- Willum Þór Willumsson hjá BATE Bor-
isov er frá keppni vegna meiðsla.
0-'**5746-'
Vináttulandsleikur kvenna
Bandaríkin – Ástralía........................... 67:70
4"5'*2)0-#
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslendingum í ítalska fótboltanum
fjölgaði um tvo í gær þegar Hjörtur
Hermannsson og Þórir Jóhann
Helgason voru kynntir til leiks sem
nýir leikmenn hjá liðum Pisa og
Lecce sem leika bæði í ítölsku B-
deildinni. Þar með eru þrír íslensk-
ir leikmenn komnir í þá deild í sum-
ar en Lecce fékk á dögunum til liðs
við sig miðvörðinn Brynjar Inga
Bjarnason frá KA.
Þórir kemur til Lecce frá FH en
hann er tvítugur miðjumaður og
lék sinn fyrsta A-landsleik gegn
Mexíkó í lok maí. Þá voru einmitt
hann, Brynjar Ingi og Hjörtur allir
í byrjunarliði Íslands en Brynjar
lék þar líka sinn fyrsta landsleik.
Pisa fær Hjört frá Bröndby þar
sem hann varð danskur meistari í
vor en samningur hans við félagið
rann út um síðustu mánaðamót.
Hjörtur lék undanfarin fimm ár
með Bröndby og spilaði alls 157
mótsleiki með félaginu.
Íslendingar hafa til þessa ekki
verið fjölmennir í ítalska fótbolt-
anum en hafa aldrei verið fleiri en
um þessar mundir.
Andri Fannar Baldursson leikur
með Bologna í A-deildinni og þeir
Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar
Magnús Karlsson leika báðir með
Venezia sem vann sér sæti í A-
deildinni í vor.
Sveinn Aron Guðjohnsen er
samningsbundinn Spezia sem leik-
ur í A-deildinni en hann er vænt-
anlega á förum og æfir með Sön-
derjyskE í Danmörku þessa
dagana.
Birkir Bjarnason er leikmaður
Brescia í B-deildinni en hefur þó
verið orðaður við önnur félög í
sumar. Þá leikur Emil Hallfreðsson
með Padova í C-deildinni en liðinu
mistókst naumlega að komast upp
um deild í síðasta mánuði.
Guðný Árnadóttir er leikmaður
AC Milan í A-deild kvenna eftir að
hafa verið í láni þaðan hjá Napoli
seinni hluta síðasta tímabils.
Til viðbótar leika nokkrir ís-
lenskir piltar með unglingaliðum
ítalskra félaga.
Íslendingum fjölgar ört í ítalska fótboltanum
Þórir Jóhann
Helgason
Hjörtur
Hermannsson
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – Valur .................. L16
Greifavöllur: KA – HK ........................... S16
Kaplakriki: FH – Fylkir .................... S19.15
Meistaravellir: KR – Breiðablik ....... S19.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Olísvöllur: Vestri – Þróttur R................ L13
2. deild karla:
Ásvellir: Haukar – Leiknir F............ L13.30
Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Þróttur V L14
Rafholtsvöllur: Njarðvík – Magni......... L14
Ólafsfjarðarvöllur: KF – Reynir S........ L16
Hertz-völlur: ÍR – Völsungur................ L16
3. deild karla:
Týsvöllur: KFS – Víðir........................... L14
Würth-völlur: Elliði – Sindri ................. L14
Samsung-völlur: KFG – Einherji.......... L14
Vilhjálmsv.: Höttur/Hug. – Tindastóll.. L16
Dalvíkurvöllur: Dalvík/Reynir – ÍH...... S16
2. deild kvenna:
OnePlus-völlur: Álftanes – Sindri ......... L14
Vopnafjarðarvöllur: Einherji – KH ...... L14
Extra-völlur: Fjölnir – Hamrarnir ....... L14
Fjarðabyggðarhöll: FHL – SR ............. L18
Grýluvöllur: Hamar – Völsungur .......... S14
UM HELGINA!
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laugardalur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sem skoraði fjórða mark Þróttar,
í baráttunni við Sigríðu Láru Garðarsdóttur í Laugardalnum í gærkvöldi.
BIKARINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Þróttur og Breiðablik tryggðu sér í
gærkvöldi sæti í úrslitum Mjólk-
urbikars kvenna í fótbolta.
Breiðablik fer áfram eftir ótrúleg-
an 4:3-sigur á Val á heimavelli. Ás-
laug Munda Gunnlaugsdóttir skoraði
sigurmark Breiðabliks í uppbót-
artíma eftir að Fanndís Friðriks-
dóttir hafði jafnað í 3:3 örskömmu áð-
ur.
Leikurinn var mjög kaflaskiptur
því Agla María Albertsdóttir og
Selma Sól Magnúsdóttir komu
Breiðabliki í 2:0 en Mary Alice Vig-
nola og Ída Marín Hermannsdóttir
jöfnuðu fyrir Val. Hin bandaríska
Taylor Ziemer kom Breiðabliki aftur
yfir á 73. mínútu áður en ótrúlegur
lokakafli tók við. Leikurinn gefur góð
fyrirheit fyrir baráttu liðanna í deild-
arkeppninni þar sem Valur er í topp-
sætinu með 23 stig, tveimur stigum á
undan Breiðabliki þegar deildin er
hálfnuð.
Breiðablik hefur leikið 18 sinnum
til úrslita og tólf sinnum fagnað sigri í
úrslitaleiknum.
„Oft mæddi mikið á vörn Breiða-
bliks en þrátt fyrir að Heiðdís Lillý-
ardóttir og Kristín Dís Árnadóttir
ættu stundum í basli tókst þeim þó að
stöðva margar sóknir Vals. Miðjan
náði sér ekki alveg á strik en í fram-
línunni var Agla María alltaf líkleg til
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hetjan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í baráttu við Mary Vignola í gær.
Áslaug skoraði sigurmarkið eftir ótrúlega dramatík á Kópavogsvelli.
stórræða og Tiffany McCarty hélt
vörn Vals líka við efnið. Ída Marín og
Lára Kristín Pedersen voru öflugar
hjá Val og í fremstu víglínu var Cyera
Hintzen vörn Blika mjög erfið, nýtti
sér öll mistök og kom sér í færi,“
skrifaði Stefán Stefánsson m.a. um
leikinn á mbl.is.
Fyrsti úrslitaleikur Þróttar
Þróttur leikur til úrslita í fyrsta
skipti eftir sannfærandi 4:0-sigur á 1.
deildarliði FH á heimavelli. Lokatöl-
urnar gefa ekki endilega rétta mynd
af leiknum því FH-ingar léku vel þar
til á lokakaflanum og hefðu getað
jafnað í 1:1. Linda Líf Boama kom
Þrótti yfir á 21. mínútu og þær Andr-
ea Rut Bjarnadóttir, Dani Rhodes og
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir bættu
allar við mörkum í seinni hálfleiknum.
„Vendipunkturinn í leiknum var
innkoma Bandaríkjakonunnar Rho-
des, sem var að spila sinn fyrsta leik
fyrir Þrótt eftir að hafa samið við liðið
á dögunum. Á síðasta tímabili lék hún
með Chicago Stars í atvinnu-
mannadeildinni NWSL í heimaland-
inu. Þótt hún hafi ekki spilað mikið
þar er ljóst að ýmislegt er í hana
spunnið. Miðað við þann rúma hálf-
tíma sem hún spilaði í kvöld er hún
kvik, útsjónarsöm og góður skotmað-
ur. Hún átti stóran þátt í öðru mark-
inu og skoraði svo það þriðja,“ skrif-
aði Gunnar Egill Daníelsson m.a. um
leikinn á mbl.is.
Úrslitaleikurinn verður leikinn á
Laugardalsvelli 1. október.
Ellefu marka undanúrslit
- Þróttur í úrslit í fyrsta sinn eftir stórsigur - Ótrúlegur markaleikur topp-
liðanna á Kópavogsvelli - Áslaug Munda með sigurmark í uppbótartíma
ÞRÓTTUR R. – FH 4:0
1:0 Linda Líf Boama 21.
2:0 Andra Rut Bjarnadóttir 69.
3:0 Dani Rhodes 71.
4:0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 89.
Dómari: Guðgeir Einarsson.
Áhorfendur: Um 800.
BREIÐABLIK – VALUR 4:3
1:0 Agla María Albertsdóttir 21.
2:0 Selma Sól Magnúsdóttir 47.
2:1 Mary Alice Vignola 48.
2:2 Ída Marín Hermannsdóttir 64.
3:2 Taylor Ziemer 73.
3:3 Fanndís Friðriksdóttir 90.
4:3 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 90.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson.
Áhorfendur: 325.