Morgunblaðið - 21.07.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021
COSTA DEL SOL
27. JÚLÍ - 6. ÁGÚST - 11 DAGAR
FLUG & 4* GISTING Á
VERAMAR VERÐ FRÁ:
99.900 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUG, GISTING, INNRITAÐUR
FARANGUR OG HANDFARANGUR
INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR
FLUG OG HANDFARANGUR
FLUG
VERÐ FRÁ:
39.900 KR.*
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Skemmtiferðaskipið Crystal Endeavor er í jómfrúarferð sinni
við Íslandsstrendur, en það er sex stjörnu lúxussnekkja. Skip-
ið lagði upp frá Reykjavíkurhöfn til Patreksfjarðar með 200
farþega, flesta Bandaríkjamenn sem komu með flugi til lands-
ins. Áhöfnin er jafnfjölmenn. Fyrir vestan hefur um helm-
ingur farþeganna farið í ferðir með Westfjords Adventures,
en flestir heimsóttu Látrabjarg og Rauðasand.
Skipið mun sigla fimm hringi í kringum Ísland í júlí og
ágúst. Þeir sem ekki fara í kynnisferðir frá skipsfjöl frílysta
sig gjarnan í bænum og setja sinn svip á hann. Auk Patreks-
fjarðar er komið við á Ísafirði, Siglufirði, Húsavík, Seyðis-
firði, í Heimaey og Reykjavík.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Snekkja dólar í Patreksfirði
Ari Páll Karlsson
Freyr Bjarnason
Um þrír af hverjum fimm sem
dvelja nú í farsóttarhúsi eru erlend-
ir ríkisborgarar en af þeim 50 sem
eru nú í farsóttarhúsi eru aðeins 17
Íslendingar. Þetta staðfestir Gylfi
Þór Þorsteinsson, forstöðumaður
sóttvarnahúsa, í samtali við Morg-
unblaðið. „Það eru 50 í farsóttarhúsi
núna og bætist bara í,“ sagði Gylfi í
gær en þörf er á að opna annað far-
sóttarhús á Rauðarárstíg að nýju.
„Staðan er bara sú að það eru sí-
felt fleiri að sýkjast og þar af leið-
andi þurfum við að búa til pláss fyr-
ir allt þetta fólk svo ekki fari illa á
Landspítalanum. Stríðið heldur
áfram.“
Ferðamenn strand á Íslandi
Aðspurður hvort aðallega sé um
að ræða bandaríska ferðamenn seg-
ir hann að svo sé ekki. Vissulega
séu bandarískir ferðamenn í farsótt-
arhúsi en auk þess séu einstakling-
ar frá Argentínu, Ísrael, Indlandi,
Bretlandi, Írlandi, Póllandi og
Tékklandi.
„Við erum eins og Sameinuðu
þjóðirnar hérna,“ segir hann, en þó
nokkrir af þeim sem dvelja nú í far-
sóttarhúsi eru erlendir ferðamenn
sem þurftu að framvísa neikvæðu
PCR-prófi við heimkomu.
„Ef það kemur jákvætt út úr
PCR-prófi þá er metið hvort hann
þurfi að vera hér í tvær vikur. Ef
það er mjög lítið af veirunni þá fer
hann í mótefnamælingu og ef það
finnst í honum mótefni fær hann að
fara, því þá er hann ekki smitandi,“
segir Gylfi.
Í gær var greint frá að 44 smit
hefðu greinst, þar af 38 innanlands
og sex á landamærum. „Þetta sýnir
að það er komin töluvert mikil
dreifing út í samfélagið og þetta
stefnir í veldisvöxt,“ sagði Þórólfur
Guðnason í samtali við mbl.is, en
flestir sem hafa greinst eru full-
bólusettir og meðalaldur þeirra um
30 ár.
Fyllist í sótt-
varnarhúsi
- Erlendir ferðamenn strandaglópar
Þórólfur
Guðnason
Gylfi Þór
Þorsteinsson
Félagið Domus barnalæknar ehf.
hefur, fyrir hönd um það bil 30
barnalækna sem starfað hafa í Dom-
us Medica undanfarin ár, tekið á
leigu húsnæði í Urðarhvarfi 8 í
Kópavogi. Áætlað er að flytja starf-
semina um áramótin og verður hún
með svipuðu sniði og áður.
Einnig flyst kvöld- og helgarvakt
barnalæknaþjónustunnar í sama
húsnæði og verður hún, samkvæmt
tilkynningu, starfrækt alla daga árs-
ins eins og verið hefur. Auk barna-
lækna flytja í nýja húsnæðið háls-,
nef- og eyrnalæknar úr Domus Med-
ica og rannsóknarstofan Sameind.
Í Urðarhvarfi eru fyrir Orku-
húsið, röntgenþjónusta og önnur
heilbrigðistengd starfsemi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Domus Medica Barnalæknar þar
hyggjast flytja í Urðarhvarf.
Flytja úr
Domus
Medica