Morgunblaðið - 21.07.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Ég held að það sé óhætt að segja að
hljóðið í mönnum er misjafnt,“ segir
Ólafur Ísleifsson, núverandi þing-
maður Miðflokksins í Reykjavík
norður. Framboðslisti Miðflokksins í
kjördæminu var samþykktur á fé-
lagsfundi í fyrradag. Ólafur er ekki
meðal sex efstu manna á lista flokks-
ins en hann segist ekki hafa sóst eftir
sæti á lista til þess að leysa pattstöðu
sem upp var komin við uppstillingu
framboðslistans í kjördæminu. Vil-
borg Þóranna Kristjánsdóttir, lög-
fræðingur og sáttamiðlari, leiðir
listann.
Enn á eftir að stilla upp á lista
flokksins í Reykjavík suður en til-
laga uppstillingarnefndar var felld í
síðustu viku. Félagsmenn munu því
kjósa oddvita, eins og kom fram í
blaðinu í gær, ekki liggur fyrir
hvernig skipað verður í önnur sæti
listans.
Spurður hvaðan sú ákvörðun kem-
ur að margir lykilmenn flokksins,
svo sem Karl Gauti Hjaltason, Þor-
steinn Sæmundsson og Gunnar
Bragi Sveinsson, séu ekki í oddvita-
sæti á listum flokksins sem hafa ver-
ið birtir hingað til segist Ólafur ekki
vilja tjá sig um það enda sé það við-
kvæmt. „Það er út af fyrir sig hægt
að setja spurningarmerki við það,“
segir Ólafur og bætir við að það séu
margar hliðar á málinu. Tekið skal
fram að Gunnar Bragi gaf ekki kost
á sér áfram í Suðvesturkjördæmi.
„Ég hef ekki lokað neinum dyrum
að baki mér,“ segir Ólafur spurður
hver hans næstu skref séu. „Þessi
mál hafa tekið langan tíma og reynt
á sums staðar.“
Miðflokkurinn mælist nú með
fylgi um og yfir 5%, fékk tæp 11% at-
kvæða í síðustu alþingiskosningum.
Ekki lokað neinum dyrum
- Listi kynntur fyrir Reykjavík norður - Tillaga uppstilling-
arnefndar felld - Lykilmenn ekki oddvitar á listum
Ólafur
Ísleifsson
Vilborg Þóranna
Kristjánsdóttir
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ekki er gert ráð fyrir skjólbelti
meðfram breikkuðum Vesturlands-
vegi um Kjalarnes ofan við Kolla-
fjörð. Þar var trjábelti sem var fjar-
lægt því það stóð í vegstæðinu.
Vegagerðin hyggst ekki planta nýju
skjólbelti en ætlar að reisa hljóðmön
við Grundarhverfi.
„Við reyndum að bjarga skjólbelt-
inu á tímabili í haust þegar fram-
kvæmdir voru að byrja en það var
ekki hægt. Það gleymdist að gera
ráð fyrir skjólbelti í veghelgunar-
svæðinu,“ segir Guðni Indriðason,
formaður Íbúasamtaka Kjalarness.
Hann segir að fulltrúar íbúasamtak-
anna hafi rætt við Vegagerðina um
að viðhalda skjólbeltinu, enda hafi
það gert sitt gagn.
„Þetta skjólbelti hefur komið í veg
fyrir að bílar hafi fokið þarna út af
undanfarin ár. Áður gerðist það
gjarnan nokkrum sinnum á ári. Nú
er skjólbeltið farið og það er ekki
langt síðan þarna fauk hjólhýsi.“
Anna Elín Jóhannsdóttir, verk-
fræðingur hjá Vegagerðinni og
verkefnastjóri við breikkun Vest-
urlandsvegar á Kjalarnesi, segir að
þau tré úr skjólbeltinu sem hægt var
að færa hafi verið flutt á skilgreint
svæði. Önnur voru felld. Hún kveðst
hafa heyrt að Vegagerðin hafi plant-
að skjólbeltinu á sínum tíma en hafði
ekki séð neina staðfestingu þess.
„Við höfum ákveðið fjármagn og
reynum að gera veginn fyrir það.
Vegagerðin keypti land undir
breikkun vegarins. Þessi tré voru
inni á einkalandi. Það var ekki keypt
land til að planta skjólbelti og það
rúmast ekkert meira inni á þessu
deiliskipulagða svæði en þegar er
komið þar,“ segir Anna.
Hún segir skjólbelti af hinu góða,
en Vegagerðin sé ekki mikið í því að
planta trjám og alls ekki í land í
einkaeigu. Það séu frekar landeig-
endur, skógræktarfélög eða sveit-
arfélög sem sjái um það.
Þá bendir Anna á að tré megi ekki
vera of nærri vegi. Séu þau of ná-
lægt skapi þau hættu fyrir umferð-
ina. Það mundi því útheimta talsverð
landakaup ef Vegagerðin ætti að
planta skjólbeltum með vegum.
Anna sagði að í umhverfismati
hefðu verið skilgreindar mótvæg-
isaðgerðir vegna hljóðvistar. Því
verða gerðar hljóðmanir milli þjóð-
vegarins og Grundarhverfis á Kjal-
arnesi.
Ekki skjólbelti við þjóðveg á Kjalarnesi
Morgunblaðið/Unnur Karen
Kjalarnes Unnið er að breikkun Vesturlandsvegar. Nýi vegarhelmingurinn er þar sem skjólbelti var áður.
- Hljóðmön
verður reist hjá
Grundarhverfi
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráð-
herra, kveðst ánægður með stjórn-
arsamstarfið þótt stundum reyni á.
Á milli forystumanna stjórnarflokk-
anna ríki traust og stjórninni hafi
orðið vel ágengt við verkefni sín, þar
á meðal að koma á stöðugleika og
stjórnfestu í landinu.
Þetta kemur fram í viðtali við
hann í Dagmálum Morgunblaðsins í
dag, streymi á netinu sem opið er öll-
um áskrifendum.
„Það sem helst veldur mér
áhyggjum í augnablikinu er hvernig
fylgið er að brotna niður í fleiri og
fleiri flokka. Kannanir eins og Morg-
unblaðið birti nýlega um að enn geti
fjölgað flokkum á Alþingi finnst mér
ekki góðs viti. Það mun gera verk-
efnið enn erfiðara,“ segir Bjarni, en
samkvæmt könnuninni gætu níu
flokkar náð kjöri á Alþingi. „Ég bara
trúi því ekki að það verði niðurstað-
an,“ segir Bjarni og segir hörku-
kosningabaráttu fram undan.
Það þarf aðhald
Spurður um ágreining innan ríkis-
stjórnarinnar um sóttvarnaaðgerðir
þessa dagana vill hann ekki gera of
mikið úr honum.
„Það er mjög eðlilegt að það þurfi
að ræða málin þegar við erum að
fara svona fram og til baka. Þá er
eðlilegt að menn biðji um gögn og
spyrji spurninga.“
Hann segir það eiga við nú. Þar
hafi vaknað spurningar um forsend-
ur, orsakir og afleiðingar aðgerða.
„Þessi ráðstöfun heilbrigðisráð-
herrans núna er ekki mjög umfangs-
mikil og ekki mjög íþyngjandi. Þótt
það hefði verið betra að vera laus við
það, þá virði ég þá skoðun. Sótt-
varnalæknir hefur ákveðnar áhyggj-
ur og heilbrigðisráðherra stígur í
áttina að því sem hann bað um. Aðal-
málið er hins vegar að við erum laus
við allar ráðstafanir hér innanlands.“
Spurður um skeytasendingar heil-
brigðisráðherra eftir ríkisstjórnar-
fund á mánudag segir Bjarni að það
hafi verið kosningalykt af þeim. „Ég
veit ekki alveg í hvað heilbrigðisráð-
herrann var að vísa,“ segir hann og
bætir við að mikil samheldni hafi
verið í ríkisstjórninni í faraldrinum.
„Oft hvöss skoðanaskipti, þó það
nú væri! En mér finnst hafa tekist
vel til og held að heilbrigðisráðherr-
ann hafi fengið góðan stuðning til
þeirra verka.“
Innan Sjálfstæðisflokksins hafi
vissulega heyrst ýmsar efasemda-
raddir, sem spyrðu spurninga. „Sem
er gott. Við þurfum aðhald og eigum
ekki að veigra okkur við að svara erf-
iðum spurningum.“
Hörkukosningabarátta fram undan
- Bjarni Benediktsson í viðtali um þjóðmálin í Dagmálum - Almennt ánægður með stjórnarsamstarfið
- Vill ekki gera of mikið úr hnútukasti heilbrigðisráðherra - Spurningar og efasemdir eðlilegt aðhald
Umræðuefni Dagmála
» Ríkisstjórnarsamstarfið
» Sóttvarnir
» Áfengisverslun
» Ríkisfjármál
» Skattalækkanir
» Stytting vinnuviku
» Atvinnumál
» Kosningar
Dagmál Bjarni Benediktsson hefur áhyggjur af flokkakraðaki á þingi og telur fjölgun kjördæma skynsamlega.