Morgunblaðið - 21.07.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021
Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Ten Points Madeleine
Nú 11.893 kr. 16.990 kr.
40-60%
afsláttur af útsöluvörum
Útsala
Auðjöfurinn Jeff Bezos fór í sína
fyrstu geimferð í gær um borð í
geimflauginni New Shepard sem er í
eigu Blue Origin. Fyrirtækið er í
eigu Bezos og mun annast ferðir
ferðamanna út í geim. Ferðin tók um
tíu mínútur og var geimfarinu flogið
í rúmlega hundrað kílómetra hæð
þar sem finna má Karman-línuna, en
hún markar enda gufuhvolfsins og
byrjun geimsins. Geimfararnir upp-
lifðu því þyngdarleysi og sáu sveig
sjóndeildarhringsins.
Með í för New Shepard var bróðir
Bezos, Mark Bezos, hin 82 ára gamla
Wally Funk og hinn 18 ára gamli
Oliver Daemen. Í geimferðinni voru
því elsti og yngsti einstaklingurinn
sem hafa ferðast út í geim. „Besti
dagur sem ég hef upplifað,“ sagði
Bezos eftir að geimfarið lenti á jörðu
niðri. Fyrr í mánuðinum lét auðjöf-
urinn Richard Branson skjóta sér
upp í geim en sú ferð fór upp í 85
kílómetra hæð. Blue Origin er því í
samkeppni við fyrirtæki Bransons,
Virgin Galactic, í geimferða-
mennsku.
AFP
Geimferð New Shepard flaug í um 107 kílómetra hæð þar sem má finna
Karman-línuna sem markar enda gufuhvolfsins og upphaf geimsins.
Bezos í sinni fyrstu geimferð
- Geimfarið New
Shepard flaug í
107 km hæð
Söngleikjahöf-
undurinn And-
rew Lloyd Webb-
er segir breska
leikhúsiðnaðinn
vera „á hnján-
um“ vegna
reglna yfirvalda
um sóttkví og
einangrun.
Webber ætlaði að
frumsýna söng-
leik um Öskubusku í síðustu viku en
varð að aflýsa sýningunum vegna
smits sem greindist hjá leikhópnum
og þurfti því hluti hópsins að fara í
sóttkví. Webber segir núverandi
takmarkanir vera „gjörsamlega til-
hæfulausar.“ Hann segir leikhúsið
ekki geta starfað ef fólk þurfi að
fara í sóttkví í hvert skipti sem ein-
hver er með mögulegt smit. Webb-
er segir yfirvöld ekki átta sig á
mikilvægi leikhússins, hvorki
menningarlega né efnahagslega.
Óvíst er hvenær sýningar á söng-
leik Webbers hefjast.
BRETLAND
Segir leikhúsiðn-
aðinn að kikna
Andrew Lloyd
Webber
Ástralskur maður hefur verið hand-
tekinn eftir að honum tókst að brjót-
ast út af fjórðu hæð á sóttkvíarhót-
eli. Hann hafði verið skyldaður til
dvalar þar. Telegraph greinir frá.
Maðurinn kom til borgarinnar
Perth frá Brisbane með innanlands-
flugi en borgirnar eru hvor í sínu
fylki Ástralíu. Umsókn hans um að
fá að heimsækja fylkið var hafnað
og þurfti hann því, samkvæmt sótt-
varnareglum þar í landi, að yfirgefa
fylkið innan 48 tíma og var færður á
áðurnefnt sóttkvíarhótel í millitíð-
inni.
Rétt fyrir klukkan eitt aðfaranótt
þriðjudags barst lögreglu tilkynn-
ing um að sést hefði til mannsins
klifra út af fjórðu hæð hótelsins með
reipi sem hann hafði búið til úr sam-
anbundnum lökum og sængur-
fötum.
Lögregla fann manninn um átta
klukkustundum síðar og handtók
hann. Hann hefur síðan þá greinst
ósmitaður.
KLIFRAÐI ÚT UM GLUGGANN
Strauk með bundn-
um sængurfötum
Hótel Sóttkvíarhótel í Brisbane.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Efnahagsáhrif heimsfaraldurs kór-
ónuveirunnar eru enn að koma fram
og óttast er að þau kunni að reynast
langvinn. Það eykur mönnum svo
ekki bjartsýni að víða er ný bylgja
smita tekin að rísa, en hún getur
reynst skeinuhætt í þeim fjölmörgu
löndum þar sem bólusetning er ekki
hafin, líkt og víða utan Vesturlanda,
eða gengið dræmlega, eins og víða á
meginlandi Evrópu.
Margvíslegra skammtímaáhrifa
getur þó gætt frá degi til dags. Á
mánudag hríðféllu þannig hlutabréf
á Wall Street í New York-borg,
vegna fregna um aukin smit og ótta
við að Delta-afbrigði veirunnar trufli
efnahagslega viðreisn vestanhafs og
víðar, en við bættust hríðversnandi
samskipti Bandaríkjanna og Kína.
Sömuleiðis féll olíuverð og ávöxtun-
arkrafa skuldabréfa.
Í gær tóku menn hins vegar gleði
sína á ný og notfærðu sér kauptæki-
færi í ódýrum hlutabréfum, svo verð-
fallið gekk mikið til baka. Kaupa-
héðnar líta flestir svo á að ávöxtunar
sé helst að vænta í hlutabréfum.
Það er þó víðar en vestanhafs sem
skjálfti er í kauphöllinni. Það átti líka
við í Ósló, þar sem hlutabréf féllu
skarpt eftir að OPEC+-ríkin ákváðu
að auka olíuframleiðslu á ný til þess
að örva hagkerfi heimsins. Hún
dróst mjög saman í upphafi farald-
ursins. Af framvirkum samningum
má ráða að markaðurinn telur að
olíuverð eigi eftir að lækka talsvert
meira á næstu mánuðum.
Það að baki búa vafalaust vísbend-
ingar um að bólusetning dugi ekki
fullkomlega gegn veirunni. Þótt hún
dragi mikið úr útbreiðslu hennar og
alvarlegum veikindum af hennar
völdum, þá megi búast við að veiran
gjósi reglulega upp öðru hverju
næstu misseri eða lengur.
Taugaveiklun á mörkuðum
- Miklar verðsveiflur á mörkuðum
vegna áhyggna af kórónuveirunni
Ný tilfelli Ný dauðsföll
Ein vika nýrra Covid-19 tilfella
243.400+ tilfelli
Bandaríkin
154.400+
344.100+
Íran
63.000+
Írak
125.300+
Indónesía
50.400+
Indland
269.800+
Thaíland
70.100+
82.300+
Malasía
82.600+
Filippseyjar
Brasilía
284.800+
Paraguay
68.600+
Argentína
106.200+
Mexíkó
65.500+
Suður-Afríka
95.500+
Tyrkland
1.840+ látnir
1.270+
2.570+
7.560+
3.410+
5.340+
880+
8.520+
2.700+
510+
Túnis
1.150+
5.420+
770+
1.480+
1.330+
750+
550+
Kólumbía
190.700+
Spánn
57.900+
Frakkland
318.200+
Bretland
51.800+
Holland
Perú
1.350+
Búrma
510+
Namibía
Bangladesh
Chile 630+
Rússland
174.200+
20 lönd þar sem sóttin sækir mest á. 13. til 19. júlí
Oregon-ríki glímir nú við eina
mestu skógarelda sem komið hafa
upp í Bandaríkjunum. Tæplega
1.500 ferkílómetrar af landsvæði
ríkisins hafa orðið eldinum, sem
hefur hlotið heitið „Bootleg-
eldurinn“, að bráð. Yfirvöld á svæð-
inu meta ástandið mjög hættulegt
en þó er búið að ná tökum á eldum á
þriðjungi svæðisins. Skógareld-
arnir hafa staðið yfir í rúmar tvær
vikur. Um tvö þúsund íbúar hafa
þurft að yfirgefa heimili sín og að
minnsta kosti 160 heimili hafa orðið
eldinum að bráð. Engin dauðsföll
hafa verið staðfest.
„Eldurinn er svo mikill og býr til
svo mikla orku og mikinn hita að
hann breytir veðrinu,“ segir Marc-
us Kauffman, talsmaður skógrækt-
ar ríkisins, og bætir við að í venju-
legum aðstæðum segi veðrið til um
hvernig eldurinn muni haga sér, en
nú sé því öfugt farið.
Eldarnir í Oregon eru á meðal 80
annarra skógarelda sem finnast í
13 ríkjum í vestanverðum Banda-
ríkjunum. Þar hafa hundruð látist
vegna hitabylgja sem hafa staðið
yfir frá því í júní.
Sérfræðingar segja að búast
megi við að loftslagshlýnun auki
tíðni öfgakenndra veðuratburða,
svo sem hitabylgja, en flókið sé að
tengja einn tiltekinn atburð við
hlýnunina.
Mestu eldar sem bandaríska þjóðin hefur glímt við
Skógareldar
herja á
Bandaríkin
AFP