Morgunblaðið - 21.07.2021, Qupperneq 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021
var til í allt svona skrítið og
skemmtilegt og hún var ómiss-
andi á öllum okkar gleðistundum.
Stúlla vildi ekki heyra á það
minnst að það yrði haldin ræða
yfir henni að henni genginni. Hún
þoldi hvorki oflof né yfirborðs-
mennsku og vildi bara þakka öllu
samferðafólki sínu fyrir sig og
sagði að allir hefðu verið góðir við
sig. Mig langar að þakka Stúllu
fyrir það hvað hún var alltaf góð
við mig og fólkið mitt. Við sökn-
um hennar öll.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
elsku Stúlla.
Þín tengdadóttir,
Kristjana Erlen.
Við minnumst ömmu okkar
sem góðhjartaðrar, elskulegrar,
duglegrar og skemmtilegrar
konu. Amma Stúlla hafði afskap-
lega hlýja og góða nærveru, nær-
veru sem maður sótti í og átti hún
marga góða vini. Amma var kona
sem hafði alltaf tíma fyrir alla og
aldrei sló hún hendinni á móti
góðum kaffibolla og spjalli. Hún
tók öllum opnum örmum og
hlustaði alltaf á allt sem fólk hafði
að segja.
Amma lifði lengi, upplifði og sá
margt og hafði því ótal sögur að
geyma, sögur sem við systkinin
höfðum gaman af að heyra.
Stundum fengum við að taka við
hana viðtöl og nota frásagnir
hennar í skólaverkefnum um líf
hennar í gamla daga og stríðsárin
á Reyðarfirði, sem okkur þótti
gaman og eru dýrmætar minn-
ingar og stundir í dag. Það sem
situr ofarlega í minni okkar eru
allar spilastundirnar okkar sam-
an. Hún kenndi okkur Kasínu og
Svarta Pétur svo dæmi séu nefnd
og spiluðum við stundum langt
fram á kvöld. Amma Stúlla var
líka snillingur í að leysa kross-
gátur og munum við sennilega
alltaf hugsa til hennar þegar við
sjáum eina slíka.
Hún kenndi okkur líka að vera
þakklát fyrir það sem þykir sjálf-
sagt í dag eins og til dæmis að
sitja á skólabekk. Amma fékk
sjálf ekki að elta sína náms-
drauma og því hvatti hún okkur
systkinin alltaf áfram í námi og
vildi sjá okkur ná okkar mark-
miðum og standa okkur vel. Hún
lét okkur alltaf vita hversu stolt
hún var af okkur og okkar
árangri, hvort sem það var í
námi, íþróttum, tónlist eða á öðr-
um sviðum og lét sig til dæmis
sjaldan vanta á tónleika hjá okk-
ur þegar við vorum öll í tónlist-
arnámi.
Amma var að okkar mati of-
urkona og munum við ætíð minn-
ast hennar sem duglegrar og
sjálfstæðrar konu og mikillar fyr-
irmyndar. Við kveðjum hana með
miklum söknuði en á sama tíma
þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast henni og sömuleiðis allar
góðu stundirnar okkar saman
sem munu aldrei gleymast.
Uni Dagur Anand, Signý
Pála og Hanna Steina Yin.
Sigríður Ingibjörg Eiríksdótt-
ir Beck var kölluð Stúlla. Hún var
vinkona okkar frá barnæsku og
okkur langar að minnast hennar í
nokkrum orðum.
Stúlla var fróðleiksfús, stál-
minnug og hafsjór af þekkingu á
sögu og örlögum fólks í nútíð og
fortíð og margvíslegum málefn-
um. Hún sagði vel frá en kunni
líka að hlusta. Það var gott að
heimsækja Stúllu og Steingrím,
sem bæði voru gædd þessum eig-
inleikum, þiggja góðar veitingar
og spjalla um heima og geima. Á
heimilinu var móðir Stúllu, Mar-
grét, sem náði háum aldri, fædd
1891 og látin 1982. Faðir Stúllu,
Eiríkur Beck, sem lést 1950, var
fæddur 1876, sonur hins kunna
Hans Beck á Sómastöðum við
Reyðarfjörð. Þannig spanna ævi-
skeið Stúllu og föður hennar 145
ár í sögu landsins.
Stúlla gekk í barnaskólann á
Reyðarfirði þar sem úrvalskenn-
arar voru til staðar og fólkið
ánægt með stóraukna fræðslu
sem þá var farið að veita börnum.
Hún fór svo til náms í Gagn-
fræðaskóla Reykvíkinga sem
stofnaður var 1928. Þann tíma
bjó hún hjá Sigríði, föðursystur
sinni, og manni hennar, Eysteini
Jónssyni, alþingismanni og ráð-
herra. Þessi tími var Stúllu dýr-
mætur og hún hélt alltaf góðum
tengslum við fjölskylduna.
Saga okkar er samofin sögu
Stúllu. Vitanlega þekktist fólkið
vel í fámenninu, en auk þess
fylgdust Guðmundur og Stúlla að
í barnaskóla og fermdust sama
vorið, og þær Anna og Stúlla
unnu saman í Kaupfélaginu sem
ungar stúlkur. Um 1950 þegar
við fluttum til Reykjavíkur hófu
Stúlla og Steingrímur búskap á
Reyðarfirði. Steingrímur var
lengst af bílstjóri hjá KHB en
varð svo forstöðumaður Esso á
Reyðarfirði. Stúlla var dugnaðar-
forkur innan heimilis sem utan,
hvort sem var í sláturhúsinu, á
síldarplaninu eða í frystihúsinu.
Þau Steingrímur eignuðust þrjá
drengi, Eirík, Bjarna og Pál.
Elsta dóttir okkar, Sigríður, var
hjá ættingjum á Reyðarfirði á
sumrin í uppvextinum og fékk að
kynnast þeim góðu hjónum og
leika við eldri strákana með
krakkaskaranum á Búðareyrinni
eða „innan við á“ eins og einnig
var sagt. Við hittum Stúllu og
Steingrím af og til í áranna rás og
þegar við fluttum aftur heim 1977
varð mikill samgangur milli
heimilanna, auk þess sem Arn-
björg, yngsta dóttir okkar, og
Páll urðu bekkjarfélagar. Þegar
eftirlaunaaldri var náð fluttum
við í Kópavoginn og þar varð
Stúlla aftur nágranni okkar. Frá
því í mars 2019 höfum við átt
heimili á Hrafnistu í Hafnarfirði
og fyrir nokkrum mánuðum
fréttum við, okkur til mikillar
ánægju, að Stúlla væri flutt inn á
hæðina fyrir neðan okkur. Vegna
Covid voru hömlur á heimsókn-
um og lokað milli deilda, svo við
náðum því miður ekki að hittast
nema tvisvar. Í fyrra skiptið kom
hún til okkar, en í það seinna fóru
Anna og Sigríður til hennar. Þótt
hún væri orðin fárveik náðu þær
að spjalla um heima og geima,
haldast í hendur og kveðjast.
Tveimur dögum síðar var hún öll.
Við þökkum fyrir vinskapinn
og trygglyndið og sendum af-
komendum, ættingjum og vinum
samúðarkveðjur okkar og fjöl-
skyldunnar. Megi guð geyma
góða vinkonu.
Anna Arnbjörg
Frímannsdóttir og
Guðmundur Magnússon.
Sigríður Guðmundsdóttir.
Fyrstu minningar mínar um
Stúllu, eins og hún var alltaf köll-
uð, tengjast jólaboðum á heimili
afa míns og ömmu í Hlíð á Eski-
firði á árunum upp úr 1950. Stúlla
og Steingrímur föðurbróðir minn
komu þangað frá Reyðarfirði
með strákana sína, Eirík og
Bjarna, upppuntaða í matrósaföt-
um. Þótt leiðin á milli Eskifjarðar
og Reyðarfjarðar sé aðeins 15
kílómetrar þá var hún ekki fjöl-
farin á þessum árum enda bílar
ekki almenningseign. En Stein-
grímur var þá bílstjóri að atvinnu
og mætti í jólaboðin á Eskifirði
með fjölskyldu sína á stóra kaup-
félagsbílnum. Ég bar mikla virð-
ingu fyrir þessum stóra manni og
þessum stóra bíl og öllu sem þeim
fylgdi.
Eftir að foreldrar mínir eign-
uðust bíl 1956 fjölgaði ferðunum
á Reyðarfjörð og oft var komið
við hjá Stúllu og Steingrími,
framan af í Seylu, litla húsinu við
kirkjuna, sem nú er löngu horfið,
og seinna í nýja húsinu sem þau
byggðu sér á Eyrarstíg 2. Eftir
að Steingrímur lést 1997 flutti
Stúlla suður og bjó sér fallegt
heimili í Lækjasmára 6 í Kópa-
vogi. Þar mætti gestum sama
hlýjan og rausnin og á Reyðar-
firði forðum, hlaðið kaffiborð með
útsaumuðum dúk. Stúlla var stál-
minnug og fróð um menn og mál-
efni og gaman að spjalla við hana
um gamla daga. Ekki alls fyrir
löngu sagði hún mér eitt og ann-
að um hernámsárin á Reyðarfirði
sem varpaði nýju ljósi á þennan
óvenjulega tíma. Fulltrúar
breska heimsveldisins voru sum-
ir hverjir í augum Reyðfirðinga
unglingsgrey, illa klæddir, og
húsmæður aumkuðu sig stundum
yfir þá og gáfu þeim að borða.
Ekki var síður gaman að spjalla
við Stúllu um málefni líðandi
stundar. Hún fylgdist vel með
fréttum, myndaði sér skoðanir og
setti þær fram af einurð og rök-
festu.
Ég kveð Ingibjörgu Beck með
kærri þökk fyrir langa samfylgd
og sendi frændum mínum,
Bjarna og Páli, og fjölskyldum
þeirra samúðarkveðjur.
Sigurborg Hilmarsdóttir.
Kveðja til Stúllu.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund minnumst við með mikilli
hlýju Ingibjargar Beck (Stúllu).
Stúlla hefur nú lagt af stað í sína
hinstu ferð og þó að við vitum
ekki fyrir víst hvað tekur við þeg-
ar lífi okkar í þessari veröld lýk-
ur, þá er hún falleg tilhugsunin að
nú séu þau Steingrímur samein-
uð á ný eftir langan aðskilnað.
Steingrímur og Stúlla komu
oft við á æskuheimili okkar á Fá-
skrúðsfirði á leið sinni inn í Dali,
þar sem Steingrímur ólst upp, og
þótti foreldrum okkar mjög vænt
um þær heimsóknir. Stúlla
minntist oft á að Steingrímur
hefði orðið glaður að upplifa
göngin á milli Reyðarfjarðar og
Fáskrúðsfjarðar, að sjá fallegu
sveitina sína um leið og komið
væri út úr göngunum.
Stúlla bjó yfir einstakri ró sem
smitaði út frá sér. Sama hvort
það var á Reyðarfirði eða í Kópa-
voginum, heimilið einkenndist af
ró og yfirvegun. Þar var aldrei
neinn æsingur, ósjálfrátt slakaði
maður á og fór mun afslappaðri
þaðan aftur og þá oftast með rúl-
lutertu í maganum en ávallt voru
bornar kræsingar á borð, eins og
gestirnir væru konungbornir, og
sparistellið og silfurbúnaðurinn
óspart notaður.
Stúlla var líka með allt á
hreinu, sama hvort það voru
þjóðfélagsmálin eða eitthvað
annað og hún hafði skoðanir á
hlutunum. Það var gaman að
ræða um allt milli himins og jarð-
ar við Stúllu, einnig hafði hún
mjög skarpt skopskyn og
skammt í húmorinn hjá henni.
Við eigum eftir að sakna þessa að
geta ekki heimsótt og notið sam-
veru við hana.
Fyrir hönd foreldra okkar,
Gunnhildar og Finnboga, send-
um við öllum afkomendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um Stúllu mun fylgja
okkur.
Helga og Stefanía.
HINSTA KVEÐJA
Kveðja til Ingibjargar
Beck:
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju hönd.
Gáfur prýddu fagurt hjarta
gleði bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Vertu kært kvödd.
Ólöf Sigríður
Björnsdóttir.
var gestkvæmt í Skipasundinu,
og oft gistu þar ættingjar utan af
landi. Gestrisni og þjónustulund
var móður minni í blóð borin.
Þegar efnahagur foreldra minna
braggaðist og ferðir til sólar-
landa urðu almennar, voru þau
dugleg að nýta sér alla möguleika
á að eyða sumarleyfum í suður-
höfum og oft var þar glatt á hjalla
þegar vinir og vinnufélagar komu
þar saman og þegar haft var sam-
band til Spánar til að kanna
hvernig dvölin væri, var alltaf
sama svarið hjá henni móður
minni: „þetta er bara alveg meiri-
háttar“ og höfum við gjarnan
notað þetta orðatiltæki þegar
fjölskyldan kemur saman.
Mamma sá alltaf jákvæðu hlið-
arnar og þær voru oftar en ekki
„alveg meiriháttar“. Þegar komið
er að leiðarlokum rifjast upp
heimsóknirnar til mömmu sem
voru margar, í kaffi og auðvitað
„meððí“ og í leiðinni að fá fréttir
af fjölskyldunni, hvað hver væri
að gera eða ferðast. Allar þessar
fréttir var hægt að fá á einum
stað, enda fylgdist móðir mín
grannt með hvað fólkið hennar
aðhafðist og komu þessar heim-
sóknir að hluta til í stað lesturs
samfélagsmiðla nútímans. Komið
er að kveðjustund og vil ég þakka
kærri móður minni fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman, umhyggjuna, takmarka-
lausu móðurástina og ekki síst
vinskapinn og vil ég enda þessi
orð á áðurnefndu orðatiltæki
hennar: þú varst alltaf meirihátt-
ar!
Jóhann P. Jónsson.
Ég kveð nú elskulegu móður
mína með einlægu þakklæti í
hjarta fyrir alla þá elsku sem hún
hefur gefið mér. Stórt skarð hefur
verið höggvið í fjölskylduna en
minningin lifir í hjarta mínu um
ókomna tíð.
Hjartans eldur hefur brunnið,
horfið það sem áður var,
lífsins starf svo lengi unnið
með ljósi margan ávöxt bar.
Þú sem gafst mér ást í æsku
sem entist vel á lífsins braut,
í faðmi þínum frið og gæsku
fann ég leysa hverja þraut.
Þú sem gegnum unglingsárin
áhyggjurnar mínar barst,
þú sem vildir þerra tárin,
í þjáningu mitt skjól þú varst.
Þú gafst mér alltaf gæsku þína
svo glaðlegt bros þú sendir mér.
Þín fagra birta fær að skína
og fylgja börnum hvert sem er.
Þig var best í heimi að hitta,
þín hlýja ávallt styrkti mig.
Þú sem varst mér stoð og stytta,
ég stend í þakkarskuld við þig
Hjartans eldur hefur brunnið,
horfið það sem áður var.
Æviskeið á enda runnið
en ávallt lifa minningar.
(Kristján Hreinsson)
Þín dóttir
Hafdís.
Elsku yndislega mamma er far-
in frá okkur. Söknuðurinn er
óendanlega mikill þar sem hún
skipaði stóran sess í lífi okkar fjöl-
skyldunnar.
Mamma var einstök að svo
mörgu leyti. Persónuleiki hennar
einkenndist af glaðværð, já-
kvæðni, kærleika og einstaklega
miklu jafnaðargeði. Hún sagði þó
alltaf sínar meiningar og lá ekkert
á skoðunum sínum þegar það átti
við. Það var ekki margt sem fór í
taugarnar á henni en ég man sér-
staklega eftir einu og það voru
rifnar gallabuxur. Ég man eftir
því fyrir nokkrum árum þegar við
mæðgur skelltum okkur í Smára-
lind og fórum inn í fataverslun.
Þar sér hún rifnar gallabuxur
hangandi á slá. Hún vindur sér að
afgreiðslumanninum og spyr
hvort hann sé virkilega að selja
svona buxur á 20.000 kr. „Maður
hefði bara verið lokaður inni í
gamla daga ef maður hefði klæðst
þessu,“ sagði hún við hann. Ef
barnabörnin komu í slíkum bux-
um til hennar þá bauðst hún alltaf
til að gera við þær fyrir þau, því
það var alltaf stutt í húmorinn hjá
henni.
Þessi skoðun mömmu á rifnum
gallabuxum er til komin vegna
þess að hún var mikil saumakona
og byrjaði að sauma föt snemma á
unglingsárunum. Hún sótti ýmiss
konar saumanámskeið og var svo
dugleg að prófa sig áfram. Þegar
ég var barn þá saumaði hún á mig
úlpur, snjóbuxur, jólakjóla og
margt fleira. Þær voru ófáar
stundirnar sem hún eyddi í
þvottahúsinu í Skipasundinu við
saumaskap. Hún var vandvirk og
allt sem hún gerði þurfti að vera
vel frágengið á röngunni. Ef mað-
ur keypti sér flík þá byrjaði hún á
því að skoða fráganginn á röng-
unni og dæmdi svo flíkina út frá
því. „Maður hefði nú ekki skilað
þessu svona frá sér,“ sagði hún oft
ef flíkin var ekki vel unnin. Einn
veturinn dreif hún sig á námskeið
í bútasaumi sem er mikill ná-
kvæmnissaumur. Þá saumaði hún
dúka, rúmteppi, púða og margt
fleira. Prjónaskapurinn lá nú líka
vel fyrir henni og í seinni tíð prjón-
aði hún margar peysurnar á
barnabörnin. Fram á síðasta dag
þurfti hún alltaf að „vera með eitt-
hvað í höndunum“ eins og hún
kallaði það.
Mamma og pabbi höfðu verið
gift í 62 ár þegar hann lést árið
2014. Það var erfitt fyrir mömmu
þegar hann fór því þau voru ein-
staklega samrýnd hjón. En
mamma var sterk. Fyrir um það
bil mánuði sagði mamma mér að
hana hefði dreymt pabba og þau
hefðu verið að fara í ferðalag. Ég
spurði hana hvert þau hefðu verið
að fara, kannski til Spánar? „Æ ég
man það ekki,“ sagði hún. Nú veit
ég að pabbi hefur tekið vel á móti
þér elsku mamma og þið eruð
saman á skemmtilegu ferðalagi.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig elsku mamma mín.
Ég sakna þín svo mikið en á marg-
ar yndislegar minningar sem ég
ylja mér við.
Kristrún.
Nú er amma Soffía farin til afa.
Amma Soffía var ein af jákvæð-
ustu og glöðustu manneskjum
sem við höfum kynnst og hún
dreifði þessari jákvæðu orku til
sinna nánustu. Amma var mjög fé-
lagslynd og átti auðvelt með að
spjalla við fólk og eignast góða
vini.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu. Þegar við vorum í pössun
hjá henni og afa þegar við vorum
litlir þá var alltaf farið í leikinn að
fela hlut, sem okkur þótti gríðar-
lega skemmtilegt.
Þegar við urðum eldri komum
við oft til hennar eftir skóla, feng-
um okkur „kaffi“ og ræddum mál-
in. Það var alltaf nóg á boðstólum,
brauð, kex og kökur. Ömmu var
mjög umhugað um okkur og vildi
alltaf vita hvað væri að frétta og
hvernig okkur gengi í skólanum.
Okkur þótti ofsalega vænt um
ömmu og við söknum hennar mik-
ið.
Takk fyrir allt, elsku amma
Soffía.
Vigfús Máni og Sindri Jón.
Nú er komið að kveðjustund
kæra systir mín.
Við systurnar vorum þrjár,
Soffía elst, síðan Bára sem lést ár-
ið 2014 og ég, Fríða, yngst. Við
fæddumst á Siglufirði og slitum
þar barnsskónum. Við fluttumst
síðan til Reykjavíkur og stofnuð-
um hver sína fjölskyldu.
Það sem einkenndi Soffíu frá
fyrstu tíð var glaðværð og einstak-
lega gott skaplyndi og var hún
mikill húmoristi. Hún var glæsi-
leg, heilsteypt og vönduð kona.
Alla tíð voru samskipti okkar
mikil og góð. Þá var ýmsum tíma-
mótum, stórum og smáum, fagnað
saman. Greiðasemi og hjálpsemi
Soffíu var einstök en hún var snill-
ingur í allri handavinnu og mikil
saumakona. Þær voru ófáar flík-
urnar sem hún saumaði fyrir mig
og á mín börn og hjálpaði þegar
þörf var á.
Á heimili Nonna og Soffíu voru
ætíð allir velkomnir og vel tekið á
móti öllum sem þangað komu.
Ekki var síðra að bjóða Soffíu
heim, því orðatiltæki hennar var
„þetta var alveg meiriháttar“ þeg-
ar hún var að þakka fyrir sig, líður
seint úr minni.
Hinn 28. júní sl. var 90 ára
afmælisdagur Soffíu, ég og afkom-
endur hennar hittumst heima hjá
henni í kaffiboði til að gleðjast sam-
an á fallegum degi sem skilur eftir
sig fallegar og ljúfar minningar.
Hlýjar kveðjur
til þín ég hugsa,
staldra við.
Sendi ljós
og kveðju hlýja.
Bjartar minningarnar lifa
ævina á enda.
(Hulda Ólafsdóttir)
Kæru systkin, Jóhann, Hjálm-
ar, Hafdís og Kristrún, og fjöl-
skyldur, okkar innilegustu samúð-
arkveðjur frá fjölskyldu okkar.
Hólmfríður (Fríða)
og Kristján.
Mikil sómakona hefur kvatt
þennan heim. Soffíu G. Jóhanns-
dóttur kynntist ég í kjölfar þess að
við Jóhann Pétur, frumburður
hennar og Jóns heitins Hjálmars-
sonar, urðum bekkjarbræður 12
ára gamlir í B-bekknum hans
Ingimundar Ólafssonar í Lang-
holtsskóla. Við Jóhann urðum
bestu vinir og hefur sú vinátta
haldist síðan. Soffía og Jón bjuggu
þá í Skipasundi 35 í Reykjavík og
heimilinu stýrði Soffía röggsam-
lega með liðstyrk Petrínu móður
sinnar. Báðar einstaklega hjarta-
hlýjar og brosmildar. Ég fann það
fljótlega eftir að kynni okkar Jó-
hanns hófust að það var grund-
vallaratriði í þeirra lífi að Jóhann
skorti aldrei neitt. Ég held mér sé
óhætt að segja að báðar hafi þær
borið hann á höndum sér.
Mér er minnisstætt frá tán-
ingsárunum okkar að reglulega
birtist Jói í nýjum buxum, nýrri
skyrtu og svo kom nýr jakki eða
blússa. Varstu að kaupa þér nýjar
buxur? Nei, mamma saumaði
þær. En skyrtan? Mamma saum-
aði hana líka. Þetta þótti mér með
ólíkindum. Þessi myndarskapur
Soffíu gilti auðvitað einnig gagn-
vart systkinum Jóhanns. Soffía
saumaði á þau öll árum saman
enda var hún dugnaðarforkur og
laghent í betra lagi. Þess skal þó
getið að þar kom að Jóa, eins og
okkur hinum, var lífsnauðsyn að
kaupa skyrtur, boli og uppháa leð-
urskó í tískubúðunum Karnabæ
og Faco.
Um árabil bjó ég úti á landi. Þá
var oft langt á milli heimsókna og
sjaldgæft að hitta Soffíu og Jón.
En alltaf urðu það fagnaðarfundir
og jafnan hélt Soffía uppi fjörinu,
hress, kát og hreinskiptin. Sam-
verustundir í sumarfríi á Spáni fyr-
ir mörgum árum eru ógleymanleg-
ar. Þá var oft „meiriháttar“ gaman,
svo gripið sé til þess lýsingarorðs
sem Soffía notaði til að lýsa því
sem henni þótti best eða skemmti-
legast. Á síðari árum lét Soffía oft í
ljós að henni þætti vænt um langa
og góða vináttu okkar Jóa. Vænt-
umþykja Soffíu um þau vinabönd
yljar mér um hjartarætur.
Fyrir nokkrum árum kom
Soffía í heimsókn á heimili okkar
Höllu. Þar er margvíslegt dót en
hún tók sérstaklega eftir gömlum
koffortum eða kistum. Fannst
þær greinilega stinga í stúf við
annað og varð að orði: „Er þetta
nú orðið stofustáss?“ Alltaf hrein
og bein. Soffía var hlý og góð
manneskja sem lifði vel og lengi.
Fjölskylda hennar og vinir munu
sakna hennar í bráð og lengd.
Við Halla vottum börnum
Soffíu og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð okkar.
Eiríkur G. Guðmundsson.