Morgunblaðið - 21.07.2021, Page 17

Morgunblaðið - 21.07.2021, Page 17
Ástkær bróðir okkar og mágur, PÁLMI EGILSSON, Starhaga 7, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 11. júlí. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásgeir Egilsson Sara Sofia Roa Campo Kjartan Egilsson Unnur Egilsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021 ✝ Edda Sigurðar- dóttir Skagfield fæddist á Páfa- stöðum 7. maí 1930. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Norðurlands, Sauð- árkróki þann 21. júní 2021. Foreldrar Eddu voru Sigurður Sig- urðsson Skagfield, f. 29.6. 1895, d. 21.9. 1956, óperusöngvari og Ingibjörg Lovísa Albertsdóttir, f. 7.1. 1895, d. 22.11. 1955, húsfreyja á Páfa- stöðum. Systkini Eddu eru Hilm- ar, f. 25.7. 1923, d. 14.8. 2011 í BNA, og Sigrid, f. 1944 (sam- feðra), búsett í Þýskalandi. Eiginmaður Eddu var Baldur Hólm, f. 7.3. 1930, d. 5.4. 2015. Foreldrar hans voru Axel Eiríkur Björn Jónsson og Sólveig Árna- dóttir. Edda og Baldur eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Lovísa, f. 10.7. 1954. Sonur hennar er Bald- ur. 2) Albert, f. 17.4. 1956, kvænt- sveitum, þar á meðal hljómsveit Carl Billich, Jan Morávek og Hawaiikvartettinum þar sem Hilmar bróðir hennar spilaði á hawaii-gítar. Henni bauðst að fara í söng- og tónlistarnám til Þýskalands en aðstæður heima á Páfastöðum voru þess eðlis að hún sá sig tilneydda að gefa þann draum upp á bátinn og taka við búi afa síns og móður, þá 23 ára gömul. Edda og Baldur gengu í hjónaband árið 1954 og stunduðu búskap á Páfastöðum fram til ársins 1990 þegar Sigurður son- ur þeirra tók við búinu. Þau byggðu sér þá hús á jörðinni, Páfastaði II, og sinntu þar skrúð- garðyrkju og trjárækt á meðan heilsan leyfði. Síðustu tvö árin dvaldi Edda á hjúkrunar- og dvalarheimili HSN á Sauðárkróki og naut þar ein- stakrar umhyggju og umönn- unar. Edda verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 21. júlí 2021, klukkan 13. Útförinni verður streymt. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/andlat ur Birnu Guðrúnu Flygenring. Börn þeirra eru Kristján Flygenring, Stef- anía og Gunnar Bjarni. 3) Helga Jó- hanna, f. 14.7. 1958, gift Jóni Gunnari Valgarðssyni. Synir þeirra eru Andri Már og Hilmar Örn. 4) Sólveig, f. 8.2. 1961, dætur hennar eru Edda Hrund og Karlotta Dögg. 5) Sigurður, f. 27.9. 1963, kvæntur Guðrúnu Kristínu Jóhannesdóttur. Synir þeirra eru Axel, Ívar og Arnar. Barna- barnabörnin eru fjórtán talsins. Edda fór til Reykjavíkur í Ingimarsskólann 15 ára gömul. Næstu ár þar á eftir var hún í Reykjavík við nám og störf á veturna, en við bústörf á Páfa- stöðum á sumrin. Hún var meðal annars í klassísku söngnámi hjá Sigurði föður sínum auk þess að syngja með ýmsum hljóm- Kynslóðin sem íslenska þjóðin á velsæld sína að þakka er nú óð- um að hverfa. Konur og karlar sem þræluðu frá barnæsku og báðu ekki um neitt sér til handa, heldur hertu sultarólina til að geta veitt börnum sínum betra líf. Hún móðir mín var ein þessara kvenna. Hún var fædd í torfbæ á Páfastöð- um og bjó þar til sjö ára aldurs eða þar til fjölskyldan flutti í nýtt steinsteypt hús, sem hún barn að aldri, hafði tekið þátt í að byggja. Heilt sumar teymdi hún hest frá morgni til kvölds, með kerru fulla af torfi og grjóti. Í gegnum mömmu skildi ég betur lífsbaráttu íslenskra bænda en líka veraldarsöguna. Því saga mömmu tengist seinni heimsstyrj- öldinni. Faðir hennar var fangi nasista í Grini-fangelsinu í Noregi ásamt þáverandi konu sinni og þar fæddist hálfsystir hennar. Mamma hafði því alla tíð mikinn áhuga á heimsmálunum og mátti ekki missa af neinum fréttatíma. Hún talaði gjarnan um þjóðarleið- toga eins og kunningja á næsta bæ „Merkel þarf að vara sig á Pútín, honum er ekki treystandi fyrir horn, hann lokar á olíuna,“ sagði hún mér, ef vera skyldi að ég hefði misst af einhverju. Mamma fékk marga hæfileika í vöggugjöf svo sem fagra söngrödd og mikla tónlistargáfu og gat spil- að á ýmis hljóðfæri. Hún sagðist sjá tóna í lit og heyra laglínu radd- aða. Hún gat teiknað og málað, auk þess sem stjörnufræði og stærðfræði heilluðu hana, og jafn- vel á efri árum sló hún flestum við í hugarreikningi. Örlögin höguðu lífi hennar þannig að þessa hæfi- leika fékk hún ekki að þróa og þroska. Afi hennar, sem bjó á Páfastöðum, veiktist og var hún tilneydd til að taka við búi, þá 23 ára gömul, og þar með urðu draumar hennar um söng- og tón- listarnám úr sögunni. Fyrstu bú- skaparárin voru erfið, heimilið mannmargt og mikill gestagang- ur. Í minningunni var mamma alltaf að baka, elda og þvo þvott á milli þess sem hún fór í fjós og handmjólkaði kýrnar þar til mjaltavélarnar komu. En hennar lífsspeki var sú að það sem maður tekur að sér gerir maður vel og veltir sér ekki upp úr því hvað hefði getað orðið. Mamma var mikil fram- kvæmdamanneskja, dugleg og ósérhlífin og helst þurfti allt að gerast í gær. Hún hafði mikinn áhuga á blóma- og trjárækt og eft- ir að hún hætti búskap sinnti hún þessu áhugamáli. Hún var fé- lagslynd, kjarkmikil, æðrulaus og gafst aldrei upp. Barnabörnin og barnabarnabörnin voru henni mjög kær. Þau sem kynntust henni best eiga dýrmætar minn- ingar um ömmu og langömmu sem gekk með bleikt armbandsúr, kunni latnesku nöfnin á flestum blóma- og trjátegundum, las bæk- ur með því að byrja á öftustu blað- síðunni og kunni Lifandi vísindi utan að. Það var mömmu þungbært að flytjast frá Páfastöðum vegna versnandi heilsu, en einstök um- hyggja og vinátta starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra á Sauðár- króki gerði umskiptin sársauka- minni. Einnig fékk hún ómetan- legan stuðning alla tíð frá vinkonu sinni, Ragnheiði á Marbæli, það verður seint fullþakkað. Elsku mamma mín, ég þakka þér af öllu hjarta fyrir allt sem þú gafst mér og mínum og fyrir það veganesti sem ég hlaut. Guð blessi minningu þína. Lovísa Baldursdóttir. Elsku besta mamman mín, nú ertu loksins búin að fá langþráða hvíld og komin inn í Draumalandið. Reyndar varst þú ekkert viss um að það væri draumaland, heldur varst þú mjög forvitin um hvað væri handan jarðlífsins og hvað tæki við eftir dauðann. Hvort það væru aðrir menningarheimar á öðrum plánetum. Þessi málefni voru þér mjög hugleikin eins og tónlistin og garðræktin. Tímaritið Nýjustu vísindi lágu yfirleitt á borðinu þínu ásamt gleraugunum. Núna er ég viss um að þú hefur fengið svar við mörgum spurning- um. Þú gafst þér líka tíma til að taka í pensilinn og litina á meðan sjónin leyfði. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér og fylgja þér síðasta spölinn að landamær- unum þar sem ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér. Takk mamma mín fyrir allt og hvíl í friði. Sólarlag Í djúpið sígur sólin skær. Húmið blíða á hauðrið fríða draumablæju dökkri slær. Mánabjarma bundinn armi þakkar heimur þeim, sem bjó þreyttu hjarta í svefni ró. (Kristján Jónsson) Þín dóttir Sólveig. Hún var falleg sumarnóttin í Skagafirði þegar ég fór á fund tengdamóður minnar, Eddu Skagfield frá Páfastöðum, í hinsta sinn. Birtan var engu lík og Fjörð- urinn skartaði sínu fegursta enda var hann að kveðja eina af sínum mætu dætrum. Hún var stórbrotin persóna hún Edda mín, engri annarri lík. Ég man þegar ég hitti hana fyrst fyrir nær 40 árum. Hafi ég kviðið fyrir að hitta hana hvarf það eins og dögg fyrir sólu. Hún vatt sér að mér og heilsað mér hispurslaust með orðunum „Komdu sæl góða mín,‘‘ og þar með var ísinn brot- inn. Á þessari stundu gerði ég mér þó ekki grein fyrir því hversu stórt hlutverk í lífi mínu hún átti eftir að skipa, né hversu heppin ég væri að eignast hana fyrir tengdamóður. Það leið þó ekki langur tími áður en mér varð það ljóst. Hún var einstök, vel gefin, ósérhlífin og dugnaðurinn og bjartsýnin sem einkenndi hana alla tíð var aðdá- unarverð, það sópaði að henni. Þegar farið er yfir lífshlaup henn- ar kemur líka í ljós hversu áræðin og kjarkmikil hún var og það fannst mér einkenna hana alla tíð og dáðist að henni fyrir það. Ung að árum fór Edda til náms suður til Reykjavíkur í Ingimars- skólann og minntist veru sinnar þar sem yndislegs tíma. Þar var hún líka í klassísku söngnámi hjá föður sínum, Sigurði Skagfield óp- erusöngvara. Hún hafði yndi af því að syngja og söng með ýmsum hljómsveitum á árunum hennar fyrir sunnan. Hún átti sér líka draum um að fara í frekara söng- nám til Þýskalands. Örlögin hög- uðu því þó þannig til að hún varð að gefa þann draum upp á bátinn en þess í stað taka við búinu á Páfastöðum þar sem afi hennar, sem hún ólst upp hjá ásamt móður sinni, varð veikur. Það má nærri geta að það hafa verið þung spor fyrir hana, unga konuna, en þetta verkefni leysti hún af miklum dugnaði eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Henni var snemma ljóst að ef búið ætti að standa undir sér yrði hún að kaupa dráttarvél og til þess að fá lán fyrir vélinni þurfti hún að fara suður til Reykjavíkur á fund for- sætisráðherra og fá heimild til að kaupa vélina. Þar á bæ fékk hún þau svör að hún ætti nú frekar að ná sér í eiginmann en að kaupa dráttarvél. Edda lét ekki slá sig út af laginu sagðist þurfa dráttarvél og eiginmaðurinn gæti komið síð- ar og það gekk eftir. Dráttarvélin kom fyrst á Páfastaði og síðan eig- inmaðurinn Baldur. Saman byggðu þau upp myndarbú af miklum dugnaði og myndarskap. Börnin þeirra fimm komu líka eitt af öðru og öll hafa þau erft dugnað og áræðni foreldra sinna. Það var alltaf gott að koma á Páfastaði, alltaf vel tekið á móti fjölskyldunni og þar leið okkur vel. Börnin okkar Alberts elskuðu ömmu og afa og sveitina þeirra. Já, ég var heppin að fá að kynn- ast henni Eddu, eignast vináttu hennar og væntumþykju og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Mikið á ég eftir að sakna hennar, símtal- anna okkar, umhyggju hennar og geta ekki heimsótt hana lengur. Það verður tómlegt í Skagafirði án hennar. Nú er komið að kveðjustund, tengdamóður mína kveð ég með virðingu og hjartans þökk fyrir allt. Guð blessi minningu hennar. Birna Guðrún Flygenring. Edda S. Skagfield ✝ Þorsteinn Atli Gústafsson fæddist í Reykjavík 22. júní 2011. Þorsteinn er son- ur hjónanna Gúst- afs Helga, f. 9.7. 1968, og Sóleyjar Erlu, f . 10.6. 1972. Auk Þorsteins eiga hjónin þá bræður Þorkel Mána, f . 5.6. 2003, og Ingólf Orra, f. 19.7. 1999. Þorsteinn bjó alla tíð í Mosfellsbæ, var í leik- skóla í Huldubergi og stundaði síðan nám við Klettaskóla og naut þar lífsins og tæki- færanna eins og í frístundaselinu Guluhlíð þegar skóla lauk á dag- inn. Þorsteinn lést á gjörgæsludeild Landspítala 12. júlí 2021. Útför Þorsteins Atla fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 21. júlí 2021, klukk- an 13. Í dag kveðjum við elsku Steina sem við minnumst með sitt fallega bros og sjarmerandi augnaráð. Þú varst alltaf glaður, sama hvað á gekk. Elsku Sóley og Gústi, það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með ykkur hugsa um brosmilda engilinn ykkar af endalausri ást og umhyggju, þvílíkur styrkur og æðruleysi. Vonum að ykkur auðn- ist að láta minningu Steina leiða ykkur áfram inn í lífsgleðina. Við vottum ykkur og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni og ríkidæmi minninganna ylja. Ágústa og Magnús (Maggi). Með mikilli sorg í hjarta sest ég niður til að minnast elsku Þor- steins Atla. Við kynntumst þegar hann var að hefja leikskólagöngu sína. Okkur fannst hann svo við- kvæmur og mikluðum þetta fyrir okkur til að byrja með. Steini var fljótur að kenna okkur það, að hann gat allt sem hann ætlaði sér. Brosmildur, félagslyndur og svo duglegur þrátt fyrir fötlun sína. Hann þaut um leikskólann á „mustangnum“ sínum, veltist um á gólfinu með krökkunum og kúrði í fanginu okkar. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Elsku Steini, þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Fjölskyldunni sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Gerður Pálsdóttir. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr Þorsteinn Atli Gústafsson en örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Í dag kveðjum við kæran vin sem staldraði svo stutt hjá okkur en skildi svo mikið eftir. Elsku ynd- islegi, brosmildi og stríðni Steini, við erum sannfærð um að þú sért að njóta þín í sumarlandinu með Garpi þínum þar sem sólin skín stöðugt og ekkert fær þig stöðvað. Minningin um þig, brosið þitt og birtuna sem ávallt var yfir þér, mun lifa með okkur um ókomna tíð. Elsku Sóley mín, Gústi, Ingólf- ur, Þorkell og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð á þessum erfiðu tímum. Ykkar vinir, Sigríður, Hlynur, Karl Logi og Katrín Lára. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum yndislegan og góðan dreng. Sum okkar kynntust Steina, eins og hann var ávallt kallaður, þegar hann kom til okk- ar í 1. bekk í Klettaskóla og höfum við því fylgt honum í gegnum hans skólagöngu. Gleði og bros á vör voru hans einkenni þegar hann mætti í skólann á mustangnum sínum. Hann hafði hlýja og góða nærveru og var samnemendum hans sérstaklega umhugað um hann. Hann var mikil félagsvera, átti marga vini, og naut hann sín afar vel í samveru með bekknum sínum. Tímarnir hans í sérgrein- um eru ofarlega í huga því þar var oft mikið fjör. Þær stundir lifa í minningunni þar sem Steini var mikill stuðbolti og hafði hann mjög gaman af þeim tímum. Prakkari var hann á vissum stundum, til að mynda þegar starfsfólk bekkjarins óskaði eftir hljóði frá nemendum þá átti hann til að láta af sér vita með sínum hætti og brosa í kampinn sem iðu- lega fékk aðra einnig til að brosa. Sögurnar eru margar og minning- arnar enn fleiri. Það munu því verða viðbrigði á komandi skólaári að hafa hann Steina ekki með í okkar samverustundum, hvort sem um ræðir í leik eða námi. Eft- irsjáin er mikil en minning um ljúfan, duglegan og brosmildan strák lifir. Kæra fjölskylda, með kærleik og hlýju sendum við ykk- ur innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks 4. bekkj- ar Klettaskóla, Kolbrún Petra Sævarsdóttir. með ást til þín og þakklæti … … fyrir það þegar þú greiddir í gegnum hárið mitt og settir það í fléttu með fimum fingrum. … fyrir að nenna alltaf baka pönnsur þegar ég bað um það. … fyrir að hugga mig þegar ég var leið og mér fannst allir vera vondir við mig. … fyrir að leyfa mér að spóla til baka og horfa á Tomma og Jenna einu sinni enn. … fyrir að leyfa mér að koma upp í til þín og kúra þegar ég gisti hjá þér og varð myrkfælin. … fyrir það þegar þú leyfðir mér að hringja til útlanda í for- eldra mína þegar ég varð hrædd um þau þó það væri rosalega dýrt og klukkan margt. … fyrir að nenna að lesa óeðli- lega oft fyrir mig Köttinn með höttinn og hlægja alltaf með mér á sömu stöðunum. … fyrir að lesa sömu bók fyrir börnin mín og hlægja með þeim á sömu stöðum líka. … fyrir allar ævintýraferðirn- ar í Borgarnesið í rútu með nesti og krossgátur. … fyrir allar bæjarferðirnar þar sem þú hittir, að mér oft fannst, örugglega alla sem þú þekktir og það sem átti að vera tveggja tíma skrepp varð að heil- um frábærum degi með þér. … fyrir að gefa börnunum mínum sömu ást og umhyggju og mér og baka jafnmikið, ef ekki meira, af pönnsum fyrir þau og mig. … fyrir að láta mér alltaf finn- ast ég vera komin heim þegar ég kom til þín, eins og þegar ég kom á Kirkjuveginn til ömmu og afa í denn, það var ómetanlegt. … fyrir alla skemmtilegu göngutúrana um bæinn þar sem þú fræddir mig um horfinn heim, enda varstu hafsjór af fróðleik um Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. … fyrir að hafa fengið að vinna með þér á Hrafnistu og læra þín fáguðu handtök, elju- semi og vandvirkni. … fyrir að stappa í mig stál- inu þegar á móti blés og standa með mér stolt þegar vel gekk. … fyrir allar stundirnar þar sem við hlógum og gerðum grín að hvor annarri fyrir hvatvísi og klaufaskap okkar beggja. … fyrir að vera hreinskilin og til í að ljá mér eyra og gefa mér góð ráð þegar ég þurfti. … fyrir að taka alltaf opnum örmum á móti okkur fjölskyld- unni þegar við réðumst inn óboð- in og draga fram veisluhlaðborð þó þú tækir það fram að þú ættir kannski ekkert til að bjóða okk- ur upp á. … fyrir allt hitt sem ekki er pláss til að skrifa um hér. … og fyrir að vera þú, alltaf heil og sönn og góð í gegn. Sofðu rótt sterka, hlýja, dásamlega Kolla mín. Takk fyrir okkur. Takk fyrir mig. Þín, Ásgerður, Marteinn og börn. Kær vinkona okkar hún Kolla er fallin frá. Hún lést eftir stutt en erfið veikindi. Okkur langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Kolla var með okkur í gönguhóp eldri borgara í Hafn- arfirði og hittumst við alla mánu- dagsmorgna. Hún var alltaf svo ljúf og góð, það var alltaf glatt á hjalla hjá okkur og hafði hún einstaka og ljúfa nærveru. Henn- ar er sárt saknað úr okkar góða vinahópi. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Blessuð sé minning þín kæra vinkona. Vottum við syni hennar og öðrum fjölskyldumeðlimum okkar dýpstu samúð. Megi minn- ingar um góða konu ylja á þess- um erfiðu tímum. Fyrir hönd Mánudagsgöngu- hópsins, Sigríður Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.