Morgunblaðið - 21.07.2021, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021
Smáauglýsingar
Atvinnuhúsnæði
Húsnæði undir fótaðgerða-
stofu til leigu
staðsett í Samfélagshúsinu
Bólstaðarhlíð 43.
Allar nánari upplýsingar veitir
Ragga í síma 535-2760 eða á
netfangið ragnhildur.thor-
steinsdottir@reykjavik.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi Samfélagshús Opin vinnustofa 9:00-12:30, Göngutúr
um hverfið 10:30-11:15, Skák - opinn tími allir velkomnir 13:00-15:45,
Kaffi 14:30-15:20 Allir velkomnir, nánari upplýsingar má nálgast á
skrifstofu Samfélagshússins eða í síma 411-2701& 411-2702
Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Bónusbíllinn, fer frá
Árskógum 6-8 kl. 12.55. Dansleikfimi kl. 13.30. Þáttur á tjaldinu og
popp kl. 14.00. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30.
Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10:00 . Frjáls spila-
mennska kl. 12:30-15:45. Núvitund með leir kl. 13:00 - 15:00.
Opið kaffihús kl. 14:30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi, spjall og blöðin kl.
8:10-11:00. Opin Listasmiðja kl. 9-12.Tæknilæsi námskeið Apple kl. 9-
12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Opin Listasmiðja kl. 13-15:30.
Tæknilæsi námskeið Android kl. 13-16. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti
með síðdegiskaffinu er selt frá 13:45 -15:15. Poolhópur í Jónshúsi kl.
9:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá
Smiðju kl. 13:00. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Bridge í Jónshúsi kl.
13:00. Hreyfihópur í garði Ísafoldar farið frá Jónshúsi kl. 13:30.
Smiðjan Kirkjuhvol opin kl. 13:00 – 16:00
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunn. Félagsvist frá kl. 13:00, allir velkomnnir.
Gjábakki Opin vinnustofa í allt sumar í Gjábakka á þriðjudögum og
fimmtudögum milli kl.13 og 15. Á staðnum verður boðið upp á
málningu, pensla og blöð.
Boccia verður alla miðvikudaga í sumar í Gjábakka kl .10.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8:30-10:30. Dans- og
stólaleikfimi með Auði Hörpu kl. 10:00. Framhaldssaga kl. 10:30.
Opin vinnustofa kl. 13:00-16:00.
Korpúlfar Útifjör kl. 9:30 til 10:20. Gönguhópur kl. 10:00, gengið frá
Borgum. Félagsvist kl. 13:00 í Borgum. Skákhópur Korpúlfa verður kl.
12:00 til 16:00. Í dag er Strandaferðin, og lagt verður af stað frá
Borgum kl. 8:00.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er píla í setustofu 2.hæð kl.10:30-
11:15. Sumarhátíð Vitatorgs byrjar kl.14:00-16:00 og verður skemmtun
fyrir alla fjölskylduna. Flóamarkaður kl.14:00 (hafið samband í síma
665-7641 ef þið viljið panta borð).Tie-Dye smiðja kl.14:00.
Gleðismiðjan flytur ljúf lög kl.14:30. Boðið verður upp á léttar
veitingar. Verið öll hjartanlega velkomin til okkar á Vitatorg,
Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9, Botsía í salnum
Skólabraut kl. 10, handavinna og samvinna kl. 13,
Samfélagsmiðlanámskeið kl. 13:30. Skráningarblað fyrir
gönguferðina okkar í Hellisgerði er komið inn í krók á Skólabraut
einnig er hægt að skrá sig hjáThelmu í síma: 8663927.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
með
morgun-
!$#"nu
✝
Guðrún
Eggertsdóttir
fæddist á Bjargi í
Borgarnesi 25.
mars 1940. Hún lést
á Hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Brákarhlíð í
Borgarnesi 10. júlí
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Aðalheiður
Lilja Jónsdóttir, f.
8.8. 1910, d. 29.3. 2001, og Egg-
ert Guðmundsson bóndi í Vatns-
horni og Bakkakoti í Skorradal,
síðar á Bjargi í Borgarnesi, f.
20.10. 1897, d. 19.8. 1979. Guð-
rún var næstyngst fimm systk-
ina. Systkini hennar eru: 1)
Kristín, f. 16.9. 1931, d. 4.9.
2007. 2) Guðmundur, f. 24.4.
1933, maki Bergþóra Elva Ze-
bitz, f. 16.4. 1930, d. 31.8. 1985.
Dóttir þeirra er Aðalheiður
Lilja, f. 2.5. 1968, maki Einar
Garibaldi Eiríksson, f. 22.1.
1964, dóttir þeirra er Bergþóra
Elva, f. 31.7. 2015. Uppeldis-
Fjölskylda Guðrúnar fluttist
að Bjargi árið 1938. Hún gekk í
barnaskóla í Borgarnesi og lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1961. Hún
var við verslunarnám og skrif-
stofustörf í Kaupmannahöfn
1962-63 og vann skrifstofustörf
hjá Véladeild SÍS 1964-70. Árið
1970 flutti Guðrún aftur að
Bjargi og var starfsmaður
Kaupfélags Borgfirðinga frá
1971, lengst af sem for-
stöðumaður bókhaldsdeildar
kaupfélagsins. Hún lauk námi
frá endurmenntunardeild Há-
skóla Íslands 1993. Guðrún sat í
stjórn Verslunarmannafélags
Borgarness 1972-75 og var for-
maður félagsins 1976-80 og
1982-83. Hún sat í stjórn Lands-
sambands íslenskra verslunar-
manna 1977-87 og var ritari Al-
þýðusambands Vesturlands
1977-1981. Hún sat um tíma í
stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu og í
undirkjörstjórn Borgarnes-
kjördeilda. Guðrún opnaði gisti-
heimili á Bjargi ásamt fjöl-
skyldu sinni 1994 og eftir að
dóttir hennar tók við aðstoðaði
hún við reksturinn meðan heils-
an leyfði.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 21. júlí
2021, klukkan 14.
dóttir er Guðrún
Ara Arason, f. 19.6.
1960, dóttir hennar
er Hjördís Stef-
ánsdóttir, f. 19.9.
1979. 3) Jóna, f.
10.1. 1937. 4) Jón
Agnar, f. 5.1. 1946,
d. 11.2. 1993, maki
Ragnheiður Jó-
hannsdóttir, f. 27.7.
1955. Synir þeirra
eru: a) Eggert Sól-
berg, f. 17.12. 1984, maki
Þuríður Gísladóttir, f. 18.4 1981,
börn þeirra eru: Jón Gísli, f.
18.4. 2012, Kristín Lilja, f. 24.3.
2015, og Eyþór Kristinn, f. 6.11.
2018. b) Magnús Elvar, f. 20.1.
1987.
Dóttir Guðrúnar er Heiður
Hörn Hjartardóttir, f. 3.12.
1970, sambýlismaður hennar er
Þorsteinn Arilíusson, f. 27.9.
1972. Börn þeirra eru: Anna
Margrét, f. 21.1. 1998, Inga
Lilja, f. 17.4. 1999, Jón Ingi, f.
15.10. 2006, og Vigfús Arnar, f.
29.9. 2008.
Lítil falleg stúlka liggur í vöggu
og um leið og pabbi hennar geng-
ur fram hjá strýkur hann yfir hár-
prúðan kollinn og segir með hlýrri
röddu „elsku litla dúfan mín“.
Dúfa, mín kæra móðir, ljúf og blíð
með sterka ævintýraþrá. Unn-
andi náttúrunni og haldandi
verndarhendi yfir stóru sem smáu
með einstöku næmi og hlýju.
Gjöful án þess að vilja nokkuð í
staðinn, heiðarleg og traust.
Minningar brjótast fram og
einkennast af ást og hlýju. Hönd í
hönd í miðjum sauðburði á Bjargi,
gangandi út veg klofandi snjó upp
að mitti og allt gert til að auðvelda
litlum fótum ferðina. Uppi í rúmi
að hlusta á þig þýða Andrés Önd
úr dönsku fyrir svefninn, á ferð
um landið og vakna í tjaldi inni í
miðri nautgripagirðingu, að
ógleymdum öllum ferðunum til
annarra landa til að upplifa ólíka
menningarheima og bragða á
framandi mat.
Barnabörnin nutu góðs af að
hafa ömmu Dúfu í næsta húsi og
laumuðust ósjaldan í heimsókn
því þar var alltaf eitthvað gott að
finna og margt skemmtilegt að
skoða. Amma var líka alltaf tilbú-
in til að rétta hjálparhönd ef á
þurfti halda, líka þegar frystirinn
var fylltur af snjóboltum.
Lífið reyndist ekki alltaf sann-
gjarnt eða auðvelt en ávallt tókstu
öllu með æðruleysi og skilningi,
þú varst kletturinn sem margir
treystu á.
Gleðin og húmorinn voru samt
aldrei langt undan og þér tókst
jafnvel að sjá spaugilegu hliðarn-
ar á hlutunum þrátt fyrir erfið
veikindi síðustu mánuðina.
Vængjaþytur þagnar, allt er
kyrrt. Dúfan okkar kæra hefur nú
kvatt hótel jörð en eftir sitja
margar minningar, þakklæti og
hlýja. Minningar um einstaka
konu, móður og ömmu, sem hafði
heiðarleika og manngæsku að
leiðarljósi og óendanlegt þakklæti
fyrir öll ævintýrin, þau munu
fylgja okkur um ókomna tíð.
Heiður Hörn og fjölskylda.
Guðrún Eggertsdóttir, Dúfa,
kær föðursystir mín, er ætíð var
hlý og björt, hefur nú kvatt en lifir
þó áfram með okkur. Bjargsfjöl-
skyldan er náin og Dúfa hefur
verið til staðar í lífi mínu frá því að
ég man eftir mér sem smástelpu á
Bjargi í sveit hjá ömmu og afa,
Aðalheiði Lilju og Eggerti. Fögur
og blíð framkoma hennar snart
mig ávallt ásamt óendanlegri þol-
inmæði jafnt við handverkið sem
hún kenndi mér svo vel, prakk-
arastrik okkar Heiðar innan húss
sem utan eða gagnvart skepnun-
um á bænum sem Dúfa sinnti af
einurð á meðan búskapur var enn
á Bjargi. Sauðburður, lömbin
kátu lifa enn með mér og hund-
urinn Kátur ásamt ótal ævintýr-
um upp um móa og út í fjöru að ná
í laxinn, bleika fiskinn ljúffenga.
Mörg sumur svaf ég með Dúfu og
Heiði á háaloftinu í gamla bænum
en síðar umbreyttist hlaðan í fal-
legt heimili hennar ásamt fjósinu
og smám saman tóku „farfuglar“
yfir önnur útihús, hlað og grösuga
bala. Ljúft augnaráðið vakir yfir
mér, milda röddin og skarp-
skyggnin því hvert orð, hver setn-
ing, var vönduð og hugsuð af nær-
gætni er leyndi ekki góðum
gáfum. Hógvær og mild fram-
koma Dúfu með ákveðni er fyr-
irmynd sem ég hef reynt að til-
einka mér og efalítið annað
samferðafólk. Næstu kynslóðir
njóta þegar gjafa hennar og leið-
sagnar, dóttir mín við útsaum og
skrift, og börn Heiðar, því hand-
bragðið sem við lærðum af henni
býr í okkur frænkunum, nánast
alsystrum í huga og lífi. Dúfa
miðlaði til mín mikilvægi þolin-
mæði og umburðarlyndis því hún
skipti ekki um skap þótt álag væri
mikið, hvort sem það var vegna
vinnu eða veikinda nákominna
sem hún sinnti af alúð. Í mesta
lagi mátti greina smá svipbrigði
og síðan tók fegurðin ein við, hlý
og mild. Víðlesin og skarpgreind
opnaði Dúfa líka fjarlæga heima í
huga okkar og heillaðist hún mik-
ið af Mið-Austurlöndum. Ég man
glöggt eftir ljómandi glampa í
augum hennar í rigningunni í Par-
ís þegar hún var snortin af hinum
austurlenska menningarheimi í
fjölmenningu stórborgarinnar og
í ljós kom í samræðum djúp þekk-
ing hennar á íslamskri arfleifð.
Dúfa leyndi á sér og gaf ætíð
meira en nokkur gat gert sér í
hugarlund eða jafnvel þegið.
Ég og fjölskylda mín vottum
Heiði Hörn innilega samúð okkar
enda voruð þið mæðgurnar ætíð
samferða í lífinu fagra. Þorsteinn
og barnabörnin fjögur, Anna
Margrét, Inga Lilja, Jón Ingi og
Vigfús Arnar, eiga okkar samúð
alla.
Með hlýjum samúðarkveðjum,
Aðalheiður Lilja
Guðmundsdóttir.
Það fækkar í hópi gamalla
skólasystkina með hækkandi
aldri. Þegar við fögnuðum sextíu
ára stúdentsafmæli á Akureyri
fyrir örfáum vikum saknaði mað-
ur margra látinna, en líka kærrar
vinkonu, Guðrúnar Eggertsdótt-
ur, sem um þær mundir háði sína
lokabaráttu við illvígan sjúkdóm.
Við Dúfa, eins og hún var þá jafn-
an kölluð, áttum samleið öll
menntaskólaárin og strax tókst
með okkur góð vinátta sem entist
ævilangt. Hún var prúðmannleg í
framgöngu, hækkaði aldrei róm-
inn og bar það með sér að henni
var ávallt óhætt að treysta. Það
blundaði þó í henni ævintýraþrá
og hún íhugaði ýmsa möguleika á
að fara út í heim og kynnast fram-
andi þjóðum. Hún var góður
námsmaður, margir vegir hefðu
henni verið færir en mér fannst
alltaf að greinar tengdar myndlist
hefðu verið henni best að skapi.
En fyrir sextíu árum var lang-
skólanám talsvert torfærara en
nú, einkum af fjárhagsástæðum.
Dúfa fór til Kaupmannahafnar
skömmu eftir stúdentspróf og
vann þar við skrifstofustörf jafn-
framt námi tengdu þeim. Hún
hélt þar heimili með eldri systrum
sínum, Kristínu og Jónu.
Á þeim árum voru margir Ís-
lendingar í Kaupmannahöfn við
nám og mikið var um félagslíf og
gleðskap í þeirra hópi. Þær systur
voru gestrisnar og góðar heim að
sækja bæði þá og síðar þegar þær
bjuggu saman í Reykjavík í nokk-
ur ár.
Eftir að Guðrún eignaðist dótt-
ur sína, Heiði Hörn Hjartardóttur,
fluttist hún á æskuheimili sitt að
Bjargi í Borgarnesi og hóf störf
við Kaupfélag Borgfirðinga þar
sem hún vann við bókhald, lengst
af sem aðalbókari. Á miðjum aldri
hóf hún svo nám í viðskiptagrein-
um við Endurmenntun Háskóla
Íslands og lauk því. Námið stund-
aði hún með fullri vinnu og ók
þrisvar í viku til Reykjavíkur og
aftur heim, Hvalfjörðinn í öllum
veðrum og oftar en ekki í nátt-
myrkri. Þetta var sem sagt fyrir
daga Hvalfjarðarganga.
Á Bjargi var íbúðarhús sam-
byggt við hlöðu og gripahús í
burstabæjarstíl þó úr steinsteypu
væri. Guðrún hófst handa að inn-
rétta sér íbúð í hlöðunni og bjó sér
þar einkar smekklegt og fallegt
heimili eins og hennar var von og
vísa.
Seinna jók hún svo við húsnæð-
ið og hóf ferðaþjónustu, bænda-
gistingu eins og það hét þá. Fyrst
í smáum stíl, en af alúð og snyrti-
mennsku eins og allt annað sem
hún lagði hönd að. Seinna var svo
bætt við, og af auknum krafti eftir
að dóttir hennar og tengdasonur
komu inn í verkefnið. Nú reka þau
þar glæsilegt lítið gistiheimili sem
orð fer af og hefur verið að góðu
getið í erlendum túristabókum,
t.d. Lonely Planet.
Það ríkti líka ævinlega mikil
gestrisni á Bjargi. Systkini Guð-
rúnar og vinir þeirra voru ávallt
velkomin á heimili foreldra henn-
ar, rausnarkonunnar Aðalheiðar
Jónsdóttur og sómamannsins
Eggerts Guðmundssonar. Fjöl-
skyldan á Bjargi var alltaf sam-
heldin. Guðrún bjó í sambýli við
móður sína og var henni stoð í elli
hennar og nú seinustu árin bjó hún
sjálf í skjóli dóttur sinnar og fjöl-
skyldu hennar á erfiðu lokaskeiði
ævi sinnar. Kannski má segja eins
og stundum var sagt í gamla daga:
Hún verður hvíldinni fegin.
Hanna Dóra Pétursdóttir.
Guðrún
Eggertsdóttir
Ástkær sonur minn, bróðir, mágur og
frændi,
BJARKI ÞÓRHALLSSON,
Berjahlíð 2, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu 12. júlí.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 27. júlí klukkan 13.
Þórhallur Ægir Þorgilsson
Baldur Þórhallsson Felix Bergsson
Ólöf Þórhallsdóttir Ármann Ingi Sigurðsson
og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
PÁLMA ÞÓRS ANDRÉSSONAR
frá Kerlingardal.
Guðrún Áslaug Árnadóttir
og fjölskylda
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til
birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar