Morgunblaðið - 21.07.2021, Side 20

Morgunblaðið - 21.07.2021, Side 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is • Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-5 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Innra byrði má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Mikið úrval aukahluta STÓRSNIÐUGT GRILL Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á FASTUS.IS/LOTUSGRILL 30 ÁRA Guðrún Linda fæddist 21. júlí 1991 á Landspítalanum, en ólst upp í Biskupstungum, fyrst í Laugarási og svo í Reykholti. „Það var mjög gott að alast þar upp og mikið hægt að gera.“ Guð- rún Linda lærði á píanó þegar hún var barn og söng líka í kór. Síðan var hún í mörgum íþróttum, stundaði glímu, fimleika og var í körfubolta. „Við vorum oft á mis- munandi aldri í sömu tímunum vegna smæðar samfélagsins.“ Eftir að hafa lokið grunnskóla- námi í Reykholtsskóla, sem nú er Grunnskóli Bláskógabyggðar, fór Guðrún Linda í Menntaskólann á Laugarvatni. „Það var ótrúlega gaman að vera á heimavistinni og margir vinir og framtíðarbönd sem koma þaðan.“ Eftir útskrift fór Guðrún Linda til Reykjavíkur í lyfjafræði í Há- skóla Íslands. „Mig langaði alltaf í læknisfræði og hafði líka áhuga á efnafræði, en hugsaði með mér að lækna- starfið væri svo mikil vaktavinna og lyfjafræðin sameinaði vel þessi tvö áhugasvið.“ Guðrún Linda útskrifaðist úr meistaranámi í lyfjafræði 2016. Þá fór hún að vinna hjá Alvotech, í október 2016, þar sem hún er sérfræðingur í gæðaeftirliti. „Þetta er krefjandi en skemmtilegt starf. Alvotech er mikið há- tæknifyrirtæki og viðfangsefnin eru skemmtileg. Svo er alveg einstaklega gott samstarfsfólk þar.“ FJÖLSKYLDA Maki Guðrúnar Lindu er Vignir Sigurðsson, f. 1986, flug- maður hjá Icelandair, og þau eiga dótturina Svölu Sif, f. 2018, og svo eiga þau von á öðru barni. Foreldrar Guðrúnar Lindu eru Ásta Rut Sigurðardóttir, stuðningsfulltrúi í Grunnskóla Bláskógabyggðar, f. 1966, og Sveinn Krist- insson, f. 1964, vélstjóri í Búrfellsvirkjun. Guðrún Linda Sveinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Staldraðu við og íhugaðu hvað það er sem skiptir raunverulegu máli í líf- inu. Sveigjanleiki er lykilorðið. 20. apríl - 20. maí + Naut Félagslífið er blómlegt um þessar mundir, en þú ert ekki alveg viss hvers er krafist af þér. Allt sem þú gerir í dag mun bæta heimili þitt, heimilislífið og samband þitt við fjölskylduna. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Ekki bera of miklar til væntingar til nýs verkefnis. Frelsaðu andann með því að ákveða að gera alls ekki neitt. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Stundum er betra að breiða út faðminn og stundum að krossleggja hand- leggina og huga að eigin innri manni. Ef allir væru sjálfum sér nógir, myndi ver- öldin ekki ganga. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ef þú værir tundurskeyti værir þú á leið til tunglsins, svo einbeittur ertu að framkvæma fullt næstu fimm vikurnar. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Gerðu þér grein fyrir því að þú nærð engum árangri án fórna og fyr- irhafnar. Tækifærin gefast ekki oft. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú þráir krefjandi samband, æsing og flugelda. Ekkert virðist of brjálað til að þú hafir ekki áhuga á því. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ert á góðri leið með að taka til í þínum eigin garði. Gættu sér- staklega að útgjöldunum og dragðu þau saman eftir mætti. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er stundum erfitt að greina kjarnann frá hisminu en það er nauðsynlegt að þú gerir það. Þú lætur heillast af einhverju sem þú átt eftir ólært og tekur hugsanlega skyndiákvörðun. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Árangur þinn í starfi fer nú ekki lengur fram hjá yfirmönnum þínum svo þú mátt eiga von á umbun í einhverri mynd. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það væri upplagt að fara út að borða í hádeginu ásamt félögunum og ræða málin. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Vertu viss um að þú vitir til hvers er ætlast af þér áður en þú fylgir fyr- irmælum yfirmanns þíns í dag. Hugsaðu þig vel og vandlega um áður en þú tekur ákvörðun um að fjárfesta. S æmundur Sigursveinn Sigurbjörnsson fæddist á Þröm í Staðarhreppi 21. júlí 1936. „Ég flutti í Gróf- argil á Langholtinu árs- gamall og við vorum tólf systkinin og eflaust hefur það verið erfitt fyrir for- eldra mína.“ Sæmundur var sendur til frændfólks fram í Lýtingsstað- arhreppi. „Þegar ég var sjö ára fór pabbi með mig ríðandi inn í Hvamm- kot um hávetur og skildi mig eftir hjá frændfólki og þar var ég um vetur- inn.“ Þegar hann var 11 ára var hann í rúmt ár í heildina á Saurbæ í sama hreppi og fór ríðandi heim í Grófargil til að hitta fjölskylduna, enda strax orðinn mikill hestamaður. Á þessum tíma var lítið um skóla- göngu. Sæmundur fór ungur að heiman til að sjá um sig sjálfur og 15 ára byrjaði hann að vinna sem „tipp- ari“ hjá Vegagerðinni. „Þá var verið að malbera Öxnadalsheiðina og við vorum þrír menn að moka og tveir með hrífur og þetta var ansi erfitt.“ Hjá Vegagerðinni hófst einnig bíl- stjóraferill hans, sem hefur nú staðið yfir í rúm 65 ár. „Ég fékk undanþágu til að taka meirapróf tæplega tvítug- ur og fór þá að keyra verkstjórabíl flokksins og hef ekki hætt að keyra síðan.“ Á þessum fyrstu starfsárum fór Sæmundur á vertíð í Vestmanna- eyjum og vann sem handlangari í múrverki í Reykjavík. Eftir vega- gerðarárin var Sæmundur í örfá ár hjá Landnámi ríkisins, en hóf þá sinn eigin rekstur í mjólkurbílaakstri, að- eins 23 ára gamall, og keypti sinn fyrsta vörubíl af mörgum það sama ár, 1959. Fyrsti bíllinn var Dodge með 13 manna húsi og einni hurð. „Ég er með hann hérna heima bak við hlöðu.“ Sæmundur vaknaði í bítið til að fara með mjólkina og svo tók hann bænd- ur með sér inn á Krók til að versla á þriðjudögum og föstudögum. „Svo tók ég póstinn með mér af Króknum og fór með á bæina. Já, ég bjargaði mér ágætlega.“ Það eru orð að sönnu því Sæmund- ur keypti sér húsið Úthlíð í Varma- hlíð 1956. „Það rétt slapp við skriðuna um daginn og er búið að gera það mikið upp og nú býr þar ekkja.“ Þeg- ar ungir menn eru með góðan starfa og komnir með eigið heimili þarf bara eiginkonuna, og hún kom árið 1959. „Við Þorbjörg kynntumst bara hérna í sveitinni, líklega á einhverju balli í Varmahlíð.“ Ekki leið á löngu þar til fjölskyldan fór að stækka og sá Þor- björg bæði um barnauppeldið og bú- skapinn og hafði mat á borðum fyrir mjólkurbílstjórann og hans bílstjóra hvenær sem var sólarhringsins. Sæmundur ferjaði mjólk frá 1959- 1974 og var yfirleitt með þrjá menn með sér í keyrslu, enda var hann með tvo hreppa. Mjólkurbrúsarnir voru ekki léttir og Sæmundur var sterkur og átti það eftir að hjálpa honum síð- ar. Samhliða mjólkurbílakeyrslunni, hafði hann verið að ferja áburð á vor- in og skepnur bæði vor og haust og svo seldi hann steypumöl úr Héraðs- vötnum. Árið 1969 flutti fjölskyldan í Syðstu-Grund, en þá jörð átti Þor- björg og hafa þau búið þar síðan. Þegar Sæmundur sást keyra með áburðinn og féð á vorin var hann kall- aður vorboðinn af sveitungum, því það markaði upphaf vorverkanna. Sæmundur hefur alltaf verið mikill bílamaður og nýjasti bíllinn hans, sem hann keyrir enn, er frá 1982 og er vörubíll með krana og er enn í topplagi. Í fyrra lenti hann í slysi þegar hann datt ofan af palli bílsins og var á sjúkrahúsi í meira en mánuð og sögðu læknar við hann að ef hann hefði ekki verið jafn sterkur og í góðu formi hefði hann aldrei náð sér jafn- vel og raun ber vitni. Sæmundur hefur verið hestamað- ur frá því hann var ungur. „Ég hef alltaf átt hesta og notað þá mikið á sumrin. Í fyrrasumar fékk ég um 30 folöld.“ Einnig var Sæmundur þekkt- ur knapi og keppti á Vallabökkunum, enda léttur og óhræddur. „Reiðhestarnir mínir eru litföróttir og þykja fjörugir, og kannski ekki al- veg fyrir almenning. Ég man samt að pabbi setti okkur bræðurna upp á fola úti í mýri og það gekk alveg, því þegar þeir byrjuðu að hrekkja þá gátu þeir það illa því þeir sukku í mýrina.“ Sæmundur hefur alltaf haft mjög gaman af söng og dansi en ekki gefið sér tíma til að vera í kór. Síðustu árin hefur hann orðið sífellt meiri MAN- áhugamaður og það hefur glatt hann að bílaáhuginn erfðist til Gísla, elsta sonarins, og til sona hans tveggja. Þegar hann situr úti heima er út- sýnið engu líkt. „Ég sé alveg til Sauð- árkróks og sé Tindastól og Varmahlíð hérna beint á móti.“ Sæmundur Sigursveinn Sigurbjörnsson vörubílstjóri og bóndi – 85 ára Vorboðinn í Skagafirðinum Ágúst 2020 Þorbjörg og Sæmund- ferðast núna á afmælisdögum. Vörubílstjórinn Sæmundur hefur unnið við akstur frá því hann var liðlega tvítugur, eða í 65 ár. Hestarnir Sæmundur er reiðmaður góður, enda átt hesta alla tíð. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.