Morgunblaðið - 21.07.2021, Qupperneq 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021
„ALLT HRÁEFNIÐ ER ÚR
NÆRUMHVERFINU, ÚTBÚIÐ AF ALÚÐ OG
BLÓTAÐ Í HLJÓÐI.“
„LÁTUM OKKUR SJÁ. SAGÐIRÐU AÐ ÞINN
VÆRI MEÐ ÞREMUR BLÁUM DOPPUM?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að standa við
áramótaheitin saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ERTU AÐ VAKA
EFTIR JÓLA?
HANN GABBAR
MIG EKKI!
MÖTUNEYTI
Í ÞETTA SINN
SKAL ÉG NÁ
HONUM!
HÓ!
HÓ!
HÓ!
HANN ER VÍST
SNILLINGUR Í
AÐ DULBÚAST
AFBRÝÐISAMUR
FYRRVERANDI KÆRASTI?
Fjölskylda
Eiginkona Sæmundar er Þorbjörg
Eyhildur Gísladóttir, f. 26.8. 1936.
Foreldrar hennar voru hjónin Gísli
Magnússon, bóndi og sýslunefnd-
armaður, f. 25.3. 1893, d. 17.7. 1981,
og Stefanía Guðrún Sveinsdóttir hús-
freyja, f. 29.7. 1895, d. 13.8. 1977. Þau
bjuggu í Eyhildarholti, Rípursókn í
Skagafirði. Börn Sæmundar og Ey-
hildar eru 1) Gísli Magnús, vörubíl-
stjóri í Fellabæ og núna hjá Vega-
gerðinni, f. 3.7. 1959; Guðrún Kristín,
starfsstúlka hjá Hlíð á Akureyri, f.
5.9. 1960; Kolbrún María, hár-
greiðslu- og rakarameistari og bóndi,
f. 24.3. 1966; Anna Birna, nuddari og
lífskúnstner á Tenerife, f. 20.9. 1968,
Sveinn Arnar, organisti og kórstjóri á
Akranesi, f. 16.5. 1973, og Sæmundur
Þorbjörn, tamningamaður og smiður
á Stóra-Hálsi í Grafningi, f. 11.7.
1975. Barnabörnin eru orðin 14 og
eitt er á leiðinni og barnabarnabörnin
11 og 1 á leiðinni. Systkini Sæmundar
eru Hulda Ingibjörg, f. 4.9. 1922, d.
8.9. 2015; Jórunn Birna, f. 3.7. 1925, d.
30.5. 1979; Árni Eymar, f. 29.8. 1927,
d. 28.7. 2009; Yngvi Ólafur, f. 20.9.
1930, d. 22.6. 1991; Jón Stefán, f. 2.10.
1932, d. 12.9. 2014; Gunnar Eysteinn,
f. 17.9. 1934; Ásta Kristín, f. 11.11.
1938; Gígja Ester, f. 11.6. 1940; María
Sigríður, f. 20.9. 1942; Þórhallur
Tryggvi, f. 15.7. 1945, og Hugrún
Hjördís, f. 7.12. 1949.
Foreldrar Sæmundar voru hjónin
Kristmundur Sigurbjörn Tryggvason
bóndi, f. 30.3. 1896, d. 4.9. 1984, og
Jónanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 23.1.
1904, d. 14.8. 1969. Þau bjuggu á
Grófargili í Seyluhreppi í Skagafirði
og víðar.
Sæmundur
Sigursveinn
Sigurbjörnsson
Anna Sigurðardóttir
húsfreyja í Víðimýrarseli og
Mælifellsárseli á Efribyggð, Skag.
Björn Finnbogason
bóndi í Víðimýrarseli og
Mælifellsárseli á Efribyggð, Skag.
Ingibjörg Björnsdóttir
húsfreyja á Víðimýri, Seyluhr., Skag.,
og Krithóli á Neðribyggð, Skag.
Jón Eyjólfsson
bóndi á Krithóli á Neðribyggð, Skag.
Jónanna Jónsdóttir
húsfreyja á Grófargili
í Seyluhr., Skag.
Sigþrúður Jónsdóttir
húsfreyja á Þverárfelli og í Kálfárdal
Eyjólfur Jónasson
húsbóndi í Þverfelli, Bólstaðarhlíðarsókn,
Hún., bóndi á Þverfelli og í Kálfárdal
Þórdís Jónsdóttir
vinnukona í Skollatungu, Fagranessókn, Skag., og í
Hólakoti, Fagranessókn, Skag., síðar húsfreyja á Sauðárkr.
Guðmundur Guðmundsson
sjómaður á Sauðárkróki,
húsmaður á Ingveldarstöðum
í Fagranessókn, Skag.
Hallbera Guðmundsdóttir
hjú í Kýrholti, Viðvíkursókn, Skag.
Guðmundur Tryggvi Ingólfsson
húsmaður á Þönglaskála á Höfðaströnd, Skag., og víðar
Ingibjörg Benjamínsdóttir
húsfreyja í Bakkakoti í Vindhælishr.
og síðar í Naustum á Höfðaströnd,
Skag., fór til Vesturheims 1898
Ingólfur „sterki“ Sigmundsson
bóndi á Gvendarstöðum á Staðarfjöllum og í Bakkakoti
í Vindhælishr. og síðar í Naustum á Höfðaströnd, Skag.
Úr frændgarði Sæmundar Sigursveins Sigurbjörnssonar
Kristmundur
Sigurbjörn Tryggvason
bóndi á Grófargili,
Seyluhr., Skag.,
Magnús Halldórsson heyrði við-
tal við tófuásetningskonu, –
„sú mun sjá um lífdýr á Horn-
ströndum. Mér varð hugsað til
bóndans í Skjaldfönn“:
Leikur á því lítill efi,
létt að botna.
Indriði mun elska refi,
einkum skotna.
Tryggvi Jónsson bætti við:
Aldrei bóndinn elskar refi
á því varla er nokkur efi.
Þegar allir þrestir dauðir
þá vakna friðunar bjöllusauðir
Indriði Aðalsteinsson þakkaði
vísurnar með athugasemdinni „illt
er að binda ráð sitt við refshala“,
segir fornt spakmæli.
Örn Arnarson orti um refinn
skemmtilegt kvæði tvískipt og er
þetta fyrri kaflinn:
Refurinn gerir gren í urð,
gengur út til veiða.
Oft er bágt og bjargarþurrð
í búi fram til heiða.
Flæmdur er hann á fjöllum einn.
Fátt er þar til bjarga.
Vininn á hann ekki neinn
en andstæðinga marga.
Skeytir hann ei um boð né bann,
bítur fé í högum
dræpur hvar sem hittist hann
að hunda og manna lögum.
Hjálmar Jónsson sendi mér póst:
„Þegar ég hætti á þingi og tók við
embætti dómkirkjuprests orti
Björn Þórleifsson“:
Í móðurkirkjufaðminn trítlar Hjálmar
aftur heim,
þar hugsar sér í framtíðinni að vera
og biðja okkar föður að fyrirgefa þeim
sem fatta ekki hvað þeir eru að gera.
Anna Dóra Gunnarsdóttir segir
svo frá: „Ég á vinkonu sem ekur um
á mótorhjóli, er hress og skemmti-
leg og vill ekki karlmenn, en lítur
konur hýru auga. Fyrir nokkrum
árum bauð hún til afmælisveislu og
ég hafði þetta meðferðis“:
Skemmtileg og skelegg er’ún,
skammlaust lætur vaða flest.
Hamförum á hjóli fer’hún
hraðbyri – ef konu sér’ún
sem þjónað getur Beggu best.
Þá eru limrur eftir Hallmund
Kristinsson:
Á því sé enga hængi
að ég hjá henni sængi.
Ég verð þá ær.
Ástríðan fær
byr undir báða vængi.
Ég ætlaði að segja annað.
(Að yrkja er varla bannað.)
En rímið það ræður
hvað rennur um flæður.
Þetta er þar með sannað.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af refum vestur á Fjörðum