Morgunblaðið - 21.07.2021, Page 22
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Valur og Breiðablik fjarlægjast enn
önnur lið í úrvalsdeild kvenna og
bæði toppliðin voru á skotskónum
þegar þau skoruðu sex og sjö mörk
gegn Þrótti og ÍBV í elleftu umferð-
inni í gærkvöld.
Viðureignar þeirra á Kópavogs-
velli 13. ágúst er því beðið með sí-
vaxandi eftirvæntingu enda þótt enn
verði fjórar umferðir eftir að þeim
leik loknum. Valur er áfram með
tveggja stiga forskot eftir úrslit
gærkvöldsins en Blikar eru með
talsvert betri markatölu sem getur
skipt máli í lok mótsins.
Valskonur unnu Þrótt 6:1 á Hlíð-
arenda þar sem sex leikmenn skor-
uðu mörkin en Elín Metta Jensen er
þó orðin markahæst í deildinni eftir
að hafa gert fjórða mark Valsliðsins.
„Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik
sáu Þróttarar ekki til sólar í þeim
síðari á meðan Valskonur gengu
vægast sagt á lagið,“ skrifaði Gunn-
ar Egill Daníelsson m.a. í grein um
leikinn á mbl.is.
Fjögur á lokakaflanum
Breiðablik skoraði fjögur mörk á
síðustu 20 mínútunum gegn ÍBV og
breytti stöðunni úr 3:2 í stórsigur,
7:2. Blikar náðu því að hefna fyrir
tapið óvænta, 4:2, í Eyjum snemma á
tímabilinu.
_ Hildur Antonsdóttir skoraði tvö
mörk eftir að hafa komið inn á sem
varamaður og er því komin með þrjú
mörk í þremur leikjum eftir að hafa
byrjað að spila á ný eftir árs fjarveru
vegna meiðsla.
„Hildur er nýlega snúin aftur á
völlinn eftir að hafa slitið krossband
í fyrra og hefur innkoma hennar í
sumar verið öflug,“ skrifaði Krist-
ófer Kristjánsson m.a. í grein um
leikinn á mbl.is.
_ Miðvörðurinn Heiðdís Lillýjar-
dóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika í
fyrri hálfleik. Fram að því hafði hún
aðeins skorað eitt mark í fyrstu 108
leikjum sínum í deildinni.
Skagfirðingar úr fallsæti
Tindastóll galopnaði fallbaráttuna
með því að sigra Fylki 2:1 á Sauðár-
króki og skildi með því Árbæinga
eftir í botnsæti deildarinnar. Tveir
sigrar í þremur síðustu leikjum hafa
fleytt Skagfirðingum úr fallsæti.
„Amber Kristin Michel í marki
Stólanna sannaði enn og aftur að
hún er einn besti markvörðurinn í
deildinni,“ skrifaði Sæþór Már Hin-
riksson m.a. í grein um leikinn á
mbl.is.
_ Rúmenska landsliðskonan
Laura Rus skoraði í sínum fyrsta
leik fyrir Tindastól en hún kom lið-
inu í 2:0 með hörkuskoti eftir horn-
spyrnu.
Þór/KA tapar ekki
Vonir Selfyssinga um að halda í
við toppliðin tvö dvínuðu enn við 1:1-
jafntefli gegn Þór/KA.
Akureyrarliðið er ósigrað í fimm
leikjum í röð en fjórir þeirra hafa
endað með jafntefli.
„Þegar tuttugu mínútur voru eftir
breytti Alfreð Elías Jóhannsson
leikskipulagi Selfoss, færði Barbáru
Sól Gísladóttur og Evu Núru Abra-
hamsdóttur upp á kantana og stillti
upp þriggja manna vörn. Sóknir Sel-
fyssinga þyngdust verulega eftir
þetta og þessar tvær bjuggu til jöfn-
unarmarkið,“ skrifaði Guðmundur
Karl m.a. í grein um leikinn á mbl.is.
_ Eva Núra Abrahamsdóttir
skoraði sitt fyrsta mark fyrir Selfoss
þegar hún jafnaði metin tíu mín-
útum fyrir leikslok.
Stjarnan stal sigrinum
Stjarnan fleytti sér upp í fjórða
sæti með sigri í Keflavík, 2:1, reynd-
ar frekar ósanngjörnum eftir gangi
leiksins. Keflavíkurkonur eru þar
með dottnar niður í fallsæti.
_ Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði
sigurmarkið þegar fimm mínútur
voru eftir og Stjarnan nýtti bæði
markskot sín sem hittu á mark Kefl-
víkinga í leiknum.
„Stundum er allt á móti þér þegar
þú ert í fallsæti. Þetta eru leikirnir
sem Keflavík verður að fá meira en
ekki neitt úr í fallbaráttunni, sér-
staklega þegar liðið er svona miklu
betri aðilinn. Keflavík er nú í fallsæti
eftir fjögur töp í röð,“ skrifaði Jó-
hann Ingi Hafþórsson m.a. í grein
um leikinn á mbl.is.
Toppliðin
voru bæði á
skotskónum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kópavogsvöllur Hildur Antonsdóttir fagnar öðru marka sinna fyrir
Breiðablik gegn Eyjakonum í 7:2 sigri Kópavogsliðsins í gærkvöld.
- Tindastóll vann og skildi Keflavík
og Fylki eftir í fallsætum deildarinnar
Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
Krókurinn Kristrún María Magnúsdóttir og María Dögg Jóhannesdóttir
úr Tindastóli sækja að Þórhildi Þórhallsdóttur úr Fylki í botnslagnum.
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021
Enski knattspyrnumaðurinn Luke
Shaw spilaði síðustu þrjá leiki Evr-
ópumótsins í sumar rifbeinsbrotinn.
Hann brotnaði gegn Þýskalandi í
16-liða úrslitum en Shaw virtist
kunna vel við sig með brotin rifbein
því hann lagði upp tvö mörk í átta
liða úrslitunum gegn Úkraínu, lék
vel gegn Danmörku í undan-
úrslitum og skoraði svo í úrslita-
leiknum á móti Ítalíu. Shaw mun
væntanlega missa af fyrstu leikjum
Manchester United á komandi leik-
tíð þar sem hann er enn í fríi eftir
EM og að glíma við meiðslin.
Lék þrjá leiki
rifbeinsbrotinn
AFP
Skoraði Luke Shaw fagnar marki
sínu í úrslitaleik EM á Wembley.
Íslendingaliðin CFR Cluj og Midtjyll-
and náðu bæði í góð úrslit á útivöll-
um í fyrri leikjum annarrar umferð-
ar í Meistaradeild karla í fótbolta í
gær. Rúnar Már Sigurjónsson lagði
upp fyrra mark rúmensku meist-
aranna CFR Cluj sem sigruðu Lin-
coln Red Imps 2:1 á Gíbraltar, eftir
að hafa lent undir í leiknum. Mikael
Anderson lék í rúmar 70 mínútur
með Midtjylland á Celtic Park í Glas-
gow þar sem danska liðið gerði jafn-
tefli við Celtic, 1:1, í hörkuleik þar
sem bæði lið misstu mann af velli
með rautt spjald.
Ljósmynd/CFR Cluj
CFR Rúnar Már Sigurjónsson og
félagar stefna á 3. umferðina.
Rúnar lagði upp
mark á útivelli
Annie Williams (ÍBV)
Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV)
Hanna Kallmaier (ÍBV)
Dómari: Guðmundur P. Friðbertsson – 8.
Áhorfendur: Um 350.
SELFOSS – ÞÓR/KA 1:1
0:1 Karen María Sigurgeirsdóttir 34.
1:1 Eva Núra Abrahamsdóttir 80.
M
Eva Núra Abrahamsdóttir (Selfossi)
Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)
Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfossi)
Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 6.
Áhorfendur: 107.
BREIÐABLIK – ÍBV 7:2
1:0 Heiðdís Lillýjardóttir 5.
2:0 Chloé Vande Velde 12.
2:1 Þóra Björg Stefánsdóttir 20.(v)
3:1 Heiðdís Lillýjardóttir 33.
3:2 Hanna Kallmaier 64.
4:2 Hildur Antonsdóttir 72.
5:2 Selma Sól Magnúsdóttir 83.
6:2 Áslaug Munda Gunnlaugsd., 90.
7:2 Hildur Antonsdóttir 90.
MM
Heiðdís Lillýjardóttir (Breiðabliki)
M
Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki)
Áslaug Munda Gunnlaugsd. (Breiðab.)
Ásta Eir Árnadóttir (Breiðabliki)
Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki)
Karítas Tómasdóttir (Breiðabliki)
Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðabliki)
TINDASTÓLL – FYLKIR 2:1
1:0 Murielle Tiernan 7.
2:0 Laura-Roxana Rus 27.
2:1 Helena Ósk Hálfdánardóttir 69.
M
Murielle Tiernan (Tindastóli)
Laura-Roxana Rus (Tindastóli)
Amber Michel (Tindastóli)
Laufey Harpa Halldórsdóttir (Tindastóli)
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki)
Helena Ósk Hálfdánardóttir (Fylki)
Dómari: Birgir Þór Þrastarson – 8.
Áhorfendur: 150.
VALUR – ÞRÓTTUR R. 6:1
1:0 Ída Marín Hermannsdóttir 18.
1:1 Guðrún Gyða Haralz 33.
2:1 Mary Alice Vignola 44.
3:1 Lára Kristín Pedersen 57.
4:1 Elín Metta Jensen 68.
5:1 Arna Eiríksdóttir 80.
6:1 Clarissa Larisey 90.
M
Arna Eiríksdóttir (Val)
Cyera Hintzen (Val)
Elín Metta Jensen (Val)
Elísa Viðarsdóttir (Val)
Fanndís Friðriksdóttir (Val)
Ída Marín Hermannsdóttir (Val)
Lára Kristín Pedersen (Val)
Mary Alice Vignola (Val)
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Val)
Guðrún Gyða Haralz (Þrótti)
Dómari: Jóhann Atli Hafliðason – 8.
Áhorfendur: Um 300.
KEFLAVÍK – STJARNAN 1:2
0:1 Alma Mathiesen 5.
1:1 Aerial Chavarin 37.
1:2 Arna Dís Arnþórsdóttir 86.
M
Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík)
Cassandra Rohan (Keflavík)
Amelia Rún Fjelsted (Keflavík)
Aerial Chavarin (Keflavík)
Naya Lipkens (Stjörnunni)
Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni)
Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni)
Alma Mathiesen (Stjörnunni)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjörn.)
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson – 7.
Áhorfendur: 100.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik – ÍBV....................................... 7:2
Tindastóll – Fylkir ................................... 2:1
Selfoss – Þór/KA ...................................... 1:1
Valur – Þróttur R ..................................... 6:1
Keflavík – Stjarnan .................................. 1:2
Staðan:
Valur 11 8 2 1 30:13 26
Breiðablik 11 8 0 3 42:17 24
Selfoss 11 5 3 3 16:13 18
Stjarnan 11 5 1 5 13:16 16
Þróttur R. 11 4 3 4 23:23 15
Þór/KA 11 3 4 4 11:15 13
ÍBV 11 4 1 6 18:26 13
Tindastóll 11 3 2 6 8:16 11
Keflavík 11 2 3 6 10:18 9
Fylkir 11 2 3 6 10:24 9
Markahæstar:
Elín Metta Jensen, Val ............................... 9
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki....... 8
Brenna Lovera, Selfossi ............................. 7
Delaney Baie Pridham, ÍBV ...................... 7
2. deild kvenna
Sindri – Einherji....................................... 4:1
Staðan:
FHL 9 8 0 1 43:12 24
Völsungur 9 7 1 1 22:10 22
KH 8 7 0 1 30:5 21
Fram 8 6 0 2 23:11 18
Fjölnir 8 5 1 2 32:10 16
Sindri 8 4 0 4 18:19 12
Hamrarnir 9 3 2 4 21:19 11
ÍR 8 3 1 4 17:19 10
Hamar 8 2 3 3 14:18 9
Einherji 9 1 3 5 7:19 6
SR 8 1 1 6 15:20 4
Álftanes 8 1 0 7 6:16 3
KM 8 0 0 8 1:71 0
Meistaradeild karla
2. umferð, fyrri leikir:
Lincoln Red Imps – CFR Cluj................. 1:2
- Rúnar Már Sigurjónsson lagði upp fyrra
mark CFR og var skipt af velli á 90. mín-
útu.
Celtic – Midtjylland ................................. 1:1
- Mikael Anderson lék fyrstu 72 mínút-
urnar með Midtjylland og Elías Rafn Ólafs-
son var varamarkvörður liðsins.
Alashkert – Sheriff Tiraspol ................... 0:1
Dinamo Zagreb – Omonia Nikósía ......... 2:0
Ferencváros – Zalgiris Vilnius................ 2:0
Rapid Vín – Sparta Prag ......................... 2:1
Sambandsdeild karla
2. umferð, fyrri leikir:
Domzale – Honka ..................................... 1:1
Prishtina – Connah’s Quay...................... 4:1
Kauno Zalgiris – The New Saints........... 0:5
Folgore – Hibernians Paola .................... 1:3
50$99(/:+0$
Vináttulandsleikur kvenna
Noregur – Svíþjóð ............................... 32:25
- Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs.
Vináttulandsleikur karla
Noregur – Svíþjóð ................................ 26:26
.$0-!)49,
Norðurlandamót U20 karla
Leikið í Tallinn, Eistlandi:
Finnland – Ísland ................................. 65:86
57+36!)49,
KNATTSPYRNA
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Kópavogsvöllur: Augnablik – ÍA......... 19.15
Vivaldi-völlur: Grótta – FH ................. 19.15
Varmá: Afturelding – Víkingur R....... 19.15
Ásvellir: Haukar – Grindavík .............. 19.15
Meistaravellir: KR – HK ..................... 19.15
3. deild karla:
Sindravellir: Sindri – Höttur/Huginn...... 19
Í KVÖLD!