Morgunblaðið - 21.07.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 21.07.2021, Síða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is „Ég ákvað að það væri sniðugt að prófa að skrifa sem karlmaður, upp- runalega átti ein aðalsöguhetjan að vera karlkyns. Ég þótti þó ekki sannfærandi karlmaður þannig að ég ákvað að snúa henni aftur. Þá náttúrulega breyttist heilmikið,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir skáldsagnahöfundur um bókina sína Slétt og brugðið sem kom út í sum- ar. Líkt og tvær fyrri skáldsögur Árelíu fjallar nýja verkið um líf kvenna en Slétt og brugðið segir frá sex vinkonum í saumaklúbbi sem ákveða einn daginn af kynna sér gyðjur. Í kjölfarið fer af stað óvænt atburðarás. Árelía lýsir bókarskrifunum sem krefjandi en jafnframt skemmtilegu verkefni. Upprunalega handrit bók- arinnar hafði verið skrifað út frá sjónarhorni karlmanns. Sú útfærsla reyndist þó ekki sannfærandi og var hún beðin um að endurskrifa allt verkið. „Ég í raun skilaði tveimur handritum. Kannski var líka ágætt að taka þessa æfingu. Stundum er maður bara áhorfandi að því hvern- ig sagan þróast og oft á tíðum þarf maður að taka hugmyndirnar sínar í einhverja allt aðra átt eftir að hafa legið yfir þeim í ákveðinn tíma,“ segir Árelía og hlær við. Skortur á kvenfyrirmyndum Aðspurð segir hún upphaf bók- arinnar mega rekja til tveggja hug- mynda. Annars vegar vildi hún segja frá töfrunum sem felast í vin- áttunni. Hins vegar fannst henni mikilvægt að fjalla um dauðann, sér- staklega sem áminningu um að við mannfólkið höfum öll takmarkaðan tíma hér á jörðu, en söguþráðurinn gerist að hluta til á líknardeild á sjúkrahúsi. Kveikjuna að þeirri hugmynd að fá gyðjur inn í söguþráðinn segir Ár- elía hafa sprottið út frá því að konur skortir oft fyrirmyndir í sögunni til að spegla sjálfa sig í. Þótt tímarnir séu breyttir í dag hafa konur ekki margar fyrirmyndir sem ná langt aftur í sögunni í samanburði við karlmenn. Eru jafnframt konur í bókmenntum og listaverkum oftar en ekki hugarsmíð karla. Að sögn Árelíu hafa gyðjur þó fyrirfundist í langflestum menning- arsamfélögum frá örófi alda. Hafa konur því lengi framan af getað speglað sig í þeim. „Gyðjurnar eru náttúrlega eins og guðlegar verur en þær eru óneit- anlega með krafta sem við getum auðveldlega speglað okkur í í sam- tímanum. Þær hafa einnig þessa mannlegu eiginleika. Hluti af þeim er móður-gyðjur en þær geta einnig verið mjög lostafullar, þær vilja drottna og berjast mjög illilega fyrir yfirráðum. Það er í rauninni allur skalinn á þessu.“ Segir Árelía örlögin hafa stjórnað því hvaða gyðjur yrðu teknar fyrir í bókinni en líkt og sögupersónurnar dró hún spil sem réð úrslitum í þeim efnum. „Ég stjórnaði ekki hvaða gyðjur komu, ég leyfði þeim bara að ráða. Þær sem voru frekastar komu þarna fram.“ Skáldsögur góð tilbreyting Auk þess að sinna skáldsagna- skrifum er Árelía einnig dósent í við- skiptafræði við Háskóla Íslands. Hefur hún lagt mikla áherslu á leið- togafræði í sínum störfum, vinnu- staðamenningu og rannsóknir á starfsferli kvenna. Segir hún skáldsagnaskrifin skemmtilega tilbreytingu frá vísindastörfunum enda afar ólíkir vinnuferlar þar að baki. „Í skáldsöguforminu getur maður leikið sér svolítið. Þar er maður óbundinn af því að þurfa að sanna mál sitt. Í vísindunum er maður allt- af að vinna innan ákveðins ramma. Ég segist alltaf nota vinstra heila- hvelið í skáldsögurnar og hægra þegar ég er í vísindaskrifum. Þetta er mjög ólíkt. Kannski eru tengslin samt þau að ég er alltaf að pæla í mannlegri hegðun.“ Ánægð með viðtökur Árelía kveðst ánægð og þakklát með viðtökurnar sem bókin hefur fengið en verkið var komið á met- sölulista skömmu eftir útgáfu. „Þegar maður gefur út bók verður maður bara að sleppa tökunum og vonast til þess að hún fái einhverja vængi blessunin. Hún er alveg að spjara sig.“ Viðskiptafræðin og vísindalegar pælingar eru þó aldrei langt undan hjá Árelíu en í september er von á annarri bók eftir höfundinn sem hún skrifaði ásamt Herdísi Pálu Páls- dóttur, og fjallar sú um breytingar á vinnumarkaðnum. „Þannig að þetta árið koma út tvær bækur eftir mig sem eru unnar hvor með sínu heilahvelinu,“ segir Árelía að lokum hlæjandi. Þótti ekki sannfærandi karlmaður - Árelía Eydís gaf út skáldsöguna Slétt og brugðið í sumar - Verkið fjallar um vinskap kvenna - Bókin fór beint á metsölulistann - Árelía Eydís telur að konur geti speglað sig í gyðjum fortíðar Morgunblaðið/Eggert Rithöfundur Árelía Eydís Guðmundsdóttir segir góða tilbreytingu frá vísindastörfunum að skrifa skáldsögu. Gítarleikarinn Guðmundur Pétursson kemur fram á sumar- tónleikum Norræna hússins fimmtudaginn 22. júlí kl. 21. „Guðmundur hefur starfað í fremstu röð í íslensku tónlistarlífi um árabil og átt viðkomu með ólíkum listamönnum allt frá Pine- top Perkins til Patti Smith. Hann hefur gefið út nokkuð af plötum með tónlist sinni og samið verk meðal annars fyrir Kammersveit Reykjavíkur, Stórsveit Reykja- víkur og SinfoNord. Guðmundur hefur hlotið Íslensku tónlistar- verðlauninn fyrir bæði gítarleik sinn og tónsmíðar. Á tónleikunum mun hann flytja einleiksverk sem hann tileinkar þeim hverfum Reykjavíkur sem hann spilar í hverju sinni og eru sérstaklega samin fyrir tilefnið. Hann mun einnig flytja annað efni af sín- um fjölbreytta ferli,“ segir í tilkynningu. Miðar fást á vefnum tix.is. Guðmundur leikur í Norræna húsinu Fingrafimi Guðmundur Pétursson gítarleikari. Morgunblaðið/Golli Old (Öldruð) nefnist nýjasta kvik- myndin í leikstjórn M. Night Shya- malan. Um er að ræða hrollvekju sem fjallar um fólk í sumarfríi sem ætlar að njóta lífsins í sólinni á afvikinni suðrænni strönd. Ætlunin er að slaka þar á í nokkra tíma en fljótt kemur í ljós að allir sem á ströndinni dvelja eldast með ógnar- hraða þar sem einn dagur jafnast á við heila mannsævi. Eins og í sönn- um hrollvekjum virðist ekki hlaup- ið að því að sleppa burt. Myndin er lauslega byggð á frönsku teikni- myndabókinni Château de sable (Sandkastali) eftir Pierre Oscar Levy og Frederik Peeters frá 2010. Myndin var frumsýnd í New York í fyrradag og er tekin til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum í dag. AFP Listafólk Leikhópurinn og leikstjórinn fögnuðu frumsýningu kvikmyndarinnar Old í New York á mánudag. Luca Faustino Rodriguez, Aaron Pierce, M. Night Shyamalan, Kylie Begley, Gael García Bernal, Vicky Krieps, Rufus Sewell, Kailen Jude, Alex Wolff, Nolan River, Alexa Swinton, Mikaya Kenzie Fisher og Nikki Amuka-Bird. Ótímabær öldrun á ströndinni Prúðbúin M. Night Shyamalan, ásamt eiginkonu sinni, Bhavna Vaswani, á frumsýningu myndarinnar Old í Lincoln Center í New York í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.