Morgunblaðið - 21.07.2021, Blaðsíða 25
Ljósmynd/Theatre Royal Windsor, Marc Brenner
Breski leikarinn Ian McKellen fer
með hlutverk Danaprins í leikritinu
Hamlet eftir William Shakespeare
sem Theatre Royal Windsor setur
upp í leikstjórn Seans Mathias.
Þetta er í annað sinn sem McKellen
túlkar Hamlet, því hann lék hann
fyrir um 50 árum þegar hann sjálfur
var um þrítugt og þar með nær per-
sónunni í aldri. „Mér fannst ég ekki
góður í því hlutverki. Og það fannst
heldur engum öðrum!“ segir Mc-
Kellen í samtali við The Guardian
um eldri uppfærsluna sem Robert
Chetwyn leikstýrði og sýnd var víðs
vegar um Bretland og Evrópu 1971.
Nýju uppfærslunni hefur verið
lýst sem „aldurs-, lita- og kynja-
blindri“, en sem dæmi leikur Fran-
cesca Annis föður Hamlets. Meðal
annarra leikara eru Alis Wyn Davies
sem leikur Ófelíu og Jenny Seagrove
leikur Geirþrúði. Í samtali við The
Guardian segir McKellen uppfærsl-
una tilraun til að skoða „hversu mik-
ið við þyrftum að sjá það sem við
heyrum.“ Forsýningar hófust í sein-
asta mánuði og frumsýnt var í gær-
kvöldi og því hafa enn engir leik-
dómar birst í breskum fjölmiðlum.
Svo mikil eftirspurn var eftir miðum
að sýningartímabilið var lengt um
þrjár vikur og lýkur sýningum því
ekki fyrr en í lok september.
Ósætti leikara veldur uppnámi
Aðeins örfáum dögum fyrir frum-
sýninguna var tilkynnt að tveir leik-
arar uppfærslunnar væru hættir og
nýir leikarar teknir við hlutverkum
þeirra. Þetta eru þau Steven Berkoff
sem leika átti Pólóníus og Emmanu-
ella Cole sem átti að leika Laertes.
Samkvæmt heimildum Mail on
Sunday kom upp ósætti milli leik-
aranna tveggja á æfingu með til-
heyrandi orðaskaki með þeim afleið-
ingum að McKellen „táraðist“ og
„upplifði mikið álag“. Í samtali við
The Guardian segir leikstjórinn að
Berkoff hafi þurft að segja sig frá
verkefninu þegar sýningartímabilið
var lengt þar sem það stangaðist á
við önnur verkefni. Leikstjórinn
kannast ekki við ágreining leik-
aranna og segir alvanalegt að leik-
arar takist á. Í frétt blaðsins kemur
engu að síður fram að Cole hafi sent
stéttarfélagi leikara formlega kvört-
un vegna Berkoff. Haft er eftir Cole
að Berkoff hafi gert lítið úr henni á
æfingum og verið ruddalegur við
hana. Berkoff vísar á bug öllum
ásökunum um ósæmilega hegðun.
Ian McKellen
leikur Danaprins
- Aldurs-, lita- og kynjablind upp-
færsla á Hamlet eftir Shakespeare
Efinn Ian
McKellen sem
Hamlet.
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SCARLETT
JOHANSSON
FLORENCE
PUGH
DAVID
HARBOUR
O–T
FAGBENLE
RAY
WITHWINSTONE
RACHEL
ANDWEISZ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
Franskir dagar fagna 25 ára afmæli
í ár og ber dagskráin þetta árið þess
glögg merki. Hátíðin verður sett á
morgun og stendur til sunnudags, en
þegar var byrjað að hita upp fyrir
hana á þriðjudaginn var. Frítt er inn
á flesta viðburði en selt inn á nokkra
tónleika.
Meðal þess sem boðið verður upp
á í ár eru tónleikar með Stebba og
Eyfa í Skrúð annað kvöld kl. 21. Á
föstudag kl. 16 verður boðið upp á
dorgveiðikeppni við bæjarbryggj-
una; tónleika með KK í Fáskrúðs-
fjarðarkirkju kl. 18, brekkutónleika
við Búðagrund kl. 21, flugeldasýn-
ingu kl. 23.30 og tónleika, undir yfir-
skriftinni Skrúðsgleði, sem hefjast á
miðmætti.
Á laugardag verður meðal annars
boðið upp á helgistund í Frönsku
kapellunni kl. 12; minningarathöfn
um franska sjómenn í Franska graf-
reitnum kl. 13; blöðrudýrakennslu
Lalla töframanns á hátíðarsvæði á
Skólavegi eða í Skrúð kl. 12.30;
Íslandsmeistaramót í franska kúlu-
spilinu Pétanque við Skólamiðstöð-
ina kl. 17, Sumarfjarðaball með
Birni og Albatross fyrir ungmenni í
Skrúð kl. 20.30 og dansleik fyrir full-
orðna á sama stað sem hefst á mið-
nætti. Á sunnudag verður meðal
annars boðið upp á fjölskyldustund á
Búðagrund kl. 13.30 þar sem hægt
verður að fara í froðurennibraut,
hoppukastala og taka þátt í frisbí-
golfmóti.
Allar nánari upplýsingar og dag-
skrána í heild má nálgast á tix.is.
Franskir dagar
fagna 25 árum
- Vegleg dagskrá
og fjölbreytt í til-
efni afmælisins
Morgunblaðið/Eggert
Gítar Tónlistarmaðurinn KK kemur
fram á tónleikum í Fáskrúðsfjarðar-
kirkju á föstudag kl. 18 þar sem
hann deilir tónlist sinni og sögum.
Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears tilkynnti ný-
lega í færslu á Instagram að hún hyggist ekki stíga aft-
ur á svið á meðan hún er undir stjórn föður síns, Jamies
Spears. Hann hefur frá 2008 verið lögráðamaður henn-
ar og hefur hún síðustu misseri reynt að losna undan
honum. Hún kom fyrir rétt í Los Angeles í seinasta
mánuði og bað dómara um hjálp við endurheimta líf sitt
frá föður sínum, en hafði ekki erindi sem erfiði strax.
Dómarinn féllst engu að síður á að leyfa henni að ráða
sinn eigin lögmann til að meðhöndla lögráðamál henn-
ar. Málið verður næst tekið fyrir hjá dómara í september.
„Það að vera með lögráðamann hefur drepið alla drauma mína,“ skrifar
Britney Spears í færslunni um helgina og bætir við að hún eigi vonina eina
eftir. „Ég mun ekki koma fram á neinu sviði á næstunni meðan pabbi
stjórnar því hverju ég klæðist, hvað ég segi, geri og hugsa,“ skrifar Spears,
sem ekki hefur komið fram opinberlega síðan síðla árs 2018. Í frétt BBC
kemur fram að Spears hyggist lögsækja föður sinn fyrir að misnota stöðu
sína sem lögráðamaður. Hann stýrir auðæfum hennar sem nema 60 millj-
ónum bandaríkjadala sem samsvara 7,5 milljörðum íslenskra króna.
Kemur ekki fram undir stjórn föður síns
Britney Spears
Danski rithöfund-
urinn og skáldið
Vita Andersen er
látin 78 ára að
aldri. „Með fráfalli
Vitu Andersen hef-
ur danski bók-
menntaheimurinn
misst mikinn og
merkilegan höf-
und. Verk hennar
munu lifa áfram í formi þeirra áhrifa
sem þau hafa haft á verk yngri höf-
unda og í hugarheimi fjölmargra les-
enda,“ segir Jacob Søndergaard, for-
stjóri forlagsins Gutkind.
Vita Andersen þreytti frumraun
sína árið 1977 með ljóðasafninu
Tryghedsnarkomaner (Öryggis-
fíklar) þar sem hún fjallar um konu
sem var vanrækt í æsku og á fullorð-
insárum þyrstir í ást, staðfestingu og
öryggi. Jafnframt skrifar hún um
kröfur neytendasamfélagsins til
kvenna, þar sem öllu skiptir að vera
sæt og fullkomin. Søndergaard
bendir á að Andersen hafi skrifað
um líf og reynsluheim kvenna í Dan-
mörku á nýjan og frumlegan hátt.
Ári síðar sendi Andersen frá sér
smásagnasafnið Hold kæft og vær
smuk (Haltu kjafti og vertu sæt) sem
hún hlaut fyrir hin virtu dönsku bók-
menntaverðlaun Gyllta lárviðar-
sveiginn.
Á ferli sínum sendi Andersen frá
sér fjölda ljóða, smásagna, leikrita
og skáldsagna. Árið 2018 var hún til-
nefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs fyrir skáldævisög-
una Indigo – Roman om en barndom
(Indígó – Skáldsaga um barnæsku)
þar sem hún kafar ofan í það hvað
gerðist í raun og veru þegar henni
var í bernsku komið fyrir ýmist á
vistheimilum eða hjá vandalausum.
Danski rithöfundurinn Leonora
Christina Skov, sem var yfirlesari
skáldsögunnar Sig det ikke til nogen
(Ekki segja neinum frá þessu) sem
Andersen sendi frá sér 2012, segist
umsvifalaust hafa heillast af áköfum,
reiðum og titrandi tóninum í skrifum
Andersen sem og hugrekki hennar
til að lýsa skuggahliðum tilverunnar
eins og þær eru. Andersen skilur eft-
ir sig tvær dætur og einn son.
Vita Andersen
Misst mikinn
og merki-
legan höfund