Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.7. 2021
Þ
að var óvenjulegt að þjóðþingið skyldi
kallað saman á ný, eins og í óðagoti,
eftir að hafa lullað í langþráð frí og
hélt sig vera að fara í framhaldinu í
kosningaslag, sem búast mátti við
hæfist upp úr miðjum ágúst. Þessu
réð kostulegt klúður við lok þingstarfanna, sem hefði
getað þvælst fyrir utanumhaldi kosninga og jafnvel
gert mikinn óleik.
Kjördagur er víða
hluti vopnabúrsins
Stjórnmálamenn eiga sjálfsagt í nokkrum erfið-
leikum með að vekja kosningaáhuga hjá vænt-
anlegum kjósendum sínum, að minnsta kosti fyrsta
kastið.
En það ætti ekki að koma að sök. Fjögurra vikna
kosningabarátta dugar öðrum þjóðum vel, en hefðin í
Bretlandi eru þrjár vikur. Þar hefur venjan verið sú
að forsætisráðherrann ræður því einn hvenær hann
sendir þingið heim og í kosningabaráttu. Hann verð-
ur auðvitað að halda sig innan lokamarka kjör-
tímabils, en hefur að öðru leyti nokkuð frjáls tök.
Því meir sem forsætisráðherra dregur við sig
ákvörðunina hverfur smám saman það forskot og því
hugsanlegur ávinningur sem stjórnarflokkurinn hef-
ur af því að vita einn, svo öruggt sé, hvenær kosn-
ingar muni bresta á. David Cameron seldi þennan
rétt frá sér og öðrum forsætisráðherrum þegar hann
neyddist til að „kaupa“ Clegg, formann Frjáls-
lyndaflokks, dýru verði, til að tryggja að hann færi
með sér í ríkisstjórn, en lappaði ekki upp á leifarnar
af Gordon Brown, sem tekist hafði með eindæmum
illa upp í sínum einu kosningum sem forsætisráð-
herra.
Brown var alveg kominn á fremsta hlunn að blása
til kosninga, en fór þá á taugum, guggnaði og hékk
áfram uns hann gat ekki þráast við lengur.
Að sjálfsögðu verður ekkert endanlega fullyrt um
það, hvernig þær kosningar hefðu farið, sem Brown
kastaði frá sér, en þó er óhætt að segja að „óháðir
fræðimenn“ og sérfræðingar úr báðum fylkingum
eru almennt á því að Brown hefði haldið meirihluta
sínum og því setið áfram sem forsætisráðherra.
Cameron neyddist til að láta breyta kosningalögum
og áskilja að þingið hefði framvegis síðasta orðið um
kosningar. Nú loks er Íhaldsflokkurinn kominn með
svo ríflegan meirihluta aftur að hann getur breytt
ákvæðunum á ný, og tryggt að forsætisráðherrann
hafi aftur síðasta orðið, sem gilt hafði lengi.
Það er ekki líklegt að hringl hefjist aftur um þetta
atriði. Haldi Íhaldsflokkurinn meirihluta eftir næstu
kosningar, sem vel gæti orðið, miðað við ríkulegan
meirihluta hans nú, þá myndi hann að sjálfsögðu ekki
breyta þessu. Og sama gildir reyndar einnig um
Verkamannaflokkinn. Kæmist hann í stjórnarað-
stöðu eftir kosningar þá eru litlar líkur á því að hann
vildi svipta sinn leiðtoga svo þýðingarmiklu valdi.
Mánuður uppgjörs
Það gengur nokkuð á í lýðræðisvafstrinu í okkar
heimshluta í september. Við erum næst, laugardag-
inn 25. september, og Þjóðverjar strax daginn eftir.
Það er svo tæpt ár þar til Svíar hafa sínar sept-
emberkosningar, og á þeim fræga degi 11. sept-
ember.
Stefan Löfven, sem knúinn var með vantrausti til
þess að segja af sér embætti forsætisráðherra, er nú,
fáeinum dögum síðar, kominn í stólinn sinn aftur.
Líklegast er það reglan um fast kjörtímabil, sem ráð-
ið hefur þeirri niðurstöðu.
Það var snúið að ná saman ríkisstjórn við þessar
aðstæður, og ekki bætti úr þeirri skák að einungis
yrði tjaldað til tæplega árs. Hefði stjórnarmyndun
ekki tekist yrði ekki komist hjá að blása til kosninga
á ný. En þar með hófst ekki nýtt kjörtímabil eins og
gerast myndi í okkar tilviki. Ný ríkisstjórn hefði eftir
slíkar kosningar aðeins getað setið í svo sem 10 mán-
uði, enda stjórnarmyndun líkleg til að standa lengi,
eins og síðast, þegar að fjóra mánuði þurfti til!
Flokkunum þótti nú skömminni skást að Löfven
hengi áfram og hann var til. Hann hefur þó mjög
veikan bakgrunn í þinginu og er því ólíklegur til af-
reka. Því má binda vonir við að flokkur hans, krat-
arnir, haldi áfram að týna fylgi og þeir komist jafnvel
enn neðar en síðast, sem skilaði þeim verstu úrslitum
í heila öld! Löfven bindur sjálfsagt á hinn bóginn von-
ir við að botni sínum sé loks náð, sem ekki er úti-
lokað.
Kjósendur hafi horft upp á það nú, að þótt and-
stæðingar hans næðu að koma honum frá með van-
trausti, hafi þeir ekki ráðið við framhaldið. Í kosning-
unum í september að ári gætu kratar því hamrað á
því, að spurningin stæði um áframhaldandi Löfven
eða upplausn og öngþveiti.
Upplausnin löngu mætt
En vandinn við það er aftur sá að það ríkir öngþveiti í
Svíþjóð. Um það verður ekki deilt. Það vita þeir sem
þar búa og það vita frændur og nágrannar, einnig
hér á Íslandi. Allir nema „RÚV“, sem rekur sérstaka
fréttastofu sem vinnur í því frá morgni til kvölds að
missa af fréttaefni sem fer í taugarnar á þeim.
Þegar forsætisráðherrann í Svíþjóð tók við emb-
ætti sínu á ný sagði hann: „Starfið við að mjaka Sví-
þjóð áfram veginn hefst nú á ný. Við munum áfram
vinna að því að byggja upp sterkari, öruggari og enn
jafnari Svíþjóð.“ Hvað slíkt frasatal þýðir veit svo
sem enginn. Ef að forsætisráðherrann meinar hins
vegar það, að nú einkenni „öryggi“ sænska tilveru og
það sé sú tilfinning sem flestir landar hans hafi, þá
gæti hann sjálfsagt auðveldlega fengið vinnu á
„fréttastofu RÚV“ að lokinni þessari. Þar virðist skil-
yrðið stundum ekki annað en að vita hvorki upp né
niður og geta komið því á framfæri þannig að enginn
sé nokkru nær.
Hvernig fer september í okkur?
Hér heima er einnig horft fram á september. Enn
Heitrof við
helg vé og það
sem minna er
’
Samfylkingin, systurflokkur Viðreisnar,
tilkynnti á lokaspretti þingstarfanna að
tveir flokkar væru útilokaðir til samstarfs af
hennar hálfu. Þetta var sérstaklega athygl-
isvert, því að fram að því hafði hvergi komið
fram að nokkur væri að sækjast sérstaklega
eftir samstarfi við Samfylkingu.
Reykjavíkurbréf09.07.21